Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 67
88ex HaaMáTqaa ,si auoAQUTMMia ,QiQAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 67 OskarA. Þorkels- son - Minning Mánudagurinn 22. ágúst sl., fyrsti vinnudagur eftir erilsamt sumarfrí, byijar með sorglegum tíðindum. Ég fæ þær fréttir að Óskar föðurbróðir minn hafi látist þá um nóttina. Mig setur hljóða. Ég horfi dofin á eftir dóttur minni hjóla grátandi í vinnuna. Hugur minn reikar skipulags- laust vítt og breitt, endurminning- amar birtast eins og myndir á skjá. Ég sé frænda gleðja með gjöfum, góðu skapi og hlýju litla þriggja ára hnátu sem nýbúin er að missa pabba sinn. Ég sé frænda sitja við hlaðið matarborð í Rauðagerði og heyri lágværa og ljúfa rödd hans bjóða gestina sína, litlu hnátuna sem er orðin stór kona með fjölskyldu, að gjöra svo vel að njóta góðgerða og góðrar stundar. Ég sé frænda ásamt mágkonu sinni leggja falleg- an krans á leiði bróður síns. Afkomendur og tengdafólk hans og systkini kynnast og eiga saman yndislega sólardaga. Ég sá frænda aldrei öðruvísi fyr- ir mér en með Sigríði konu sína sér við hlið, fallega, rólega og örugga sem klett, rétt eins og hann. Við kveðjum hann með söknuði og þökkum honum um leið fáar en dýrmætar stundir og ómetanlega dýrgripi sem hann gaf okkur.' Konu hans og allri fjölskyldu sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Birna Þ. Skarphéðinsdóttir og fjölskylda Haraldur Sigurmundsson, Fossá - Kveðjuorð Fæddur 2. ágúst 1902 Dáinn 15. ágúst 1988 Þegar mér barst sú frétt að Halli á Fossá væri horfinn yfir móðuna miklu saddur lífdaga, sóttu á mig minningar og innilegt þakklæti til þessa manns. Þegar ég, unglingsstúlka af Vesturgötunni, úr miðri Reykjavík, sóttist eftir vikastetpustarfí í sveit gegnum ráðningarþjónustu bænda var það efst í huga mínum að í Reykjavík vildi ég ekki fyrir nokk- um mun dvelja jrfir sumartímann. Það var ekkert auðvelt fyrir stelpu að fá pláss í sveit þar sem ekki þurfti að passa heilan hóp af smákrökkum. En það tókst.Ég hlakkaði mjög til en var þó að sjálf- sögðu líka kvíðin að fara til blá- ókunnugs fólks langt vestur í Barðastrandasýslu. Ég fór með fyrstu rútuferð sum- arsins vestur. Ég mun ávallt minn- ast þess dags er ég kom fyrst að Fossá. Ég varð undrandi þegar mér var vísað til svefns á baðstofuloft- inu, þar sem sváfu þrír strákar og öldruð kona, móðir Haraldar, Kristín Kristjánsdóttir frá Hergils- ey. En strax fyrsta kvöldið leið mér vel í sambýlinu við þetta fólk. Á svefnloftinu myndaðist vinátta milli mín og Kristínar, sem hélst æ síðan. Hún var sjúklingur og bundin við rúmið, en fylgdist með öllu og gat alltaf á einhvem undursamlegan hátt skynjað hvað okkur unglingun- um lá á hjarta og leyst þannig úr mörgum vandamálum. Minnist ég hennar með miklu þakklæti og virð- ingu. Andrúmsloftið á þessum heimili var með slíkum hætti að þeir sem því kjmntust glejmia þvi ekki. Við, sem þangað komum, urðum ósjálf- rátt þátttakendur í lífsbaráttu þessa fólks sem bjó áþessum tíma, 1955, við allt önnur lífsskiljrrðí en ég hafði áður kjmnst. Ég kjmntist þama gömlum búskaparháttum, sem vom óðum að hverfa. Það var ekkert rafmagn, engin þvottavél, heima- gerð sápa og heimagert skyr og smjör. Heimilið á Fossá var mér góður skóli, sem ég minnist með þakklæti og gleði. Þetta var upphaf að margra ára sumarstarfi mínu hjá þessum sæmdarhjónum, Guðrúnu Össurar- dóttur Thoroddsen og Haraldi Sig- urmundssjmi. Á heimilinu upplifði ég svo einnig þær stórkostlegu breytingar sem urðu á starfi bónd- ans vegna vélvæðingar. Þá voru uppgangstímar í landbúnaði: Bænd- ur ræstu fram land og brejrttu þúf- um í sléttur og mikil umbylting átti sér stað. Halli á Fossá tók virk- an þátt í þessum breytingum. En honum var ávallt kært að nota gömlu heyskaparamboðin, orfíð og ljáinn. Minnist ég margra stunda er ég færði honum mat þar sem hann stóð við slátt. Allt heimilisfólkið á Fossá var eins og ein stór samtaka fjölskylda þar sem allir lögðu sitt af mörkum í starfi og leik. Halli var óþrejrtandi að kenna okkur og leiðbeina.Ég minnist þess hvemig hann las veðrið úr skýjun- um. Og ekki var hann alltaf sam- mála veðurfræðingunum. Ég fór smátt og smátt að skjmja umhverf- ið og náttúruna á annan hátt. Þetta var mér sem nýr heimur. Mannlífíð, náttúran og umhverfið, allt var mér nýtt og spennandi. Að fylgjast með flóði og fjöru og þeim hættum, sem því fylgdu fyrir skepnur að flæða, var rann- sóknar- og undrunarefni borgar- bamsins. Þama lærðist manni að taka egg úr hreiðrum, sjá hvemig egg vom stropuð og þekkja egg ólíkra fugla. Og orð eins og „beiddi" og „nær“ tengjast minningunni um þennan hugljúfa öðlingsmann. Hörgsnesið var mikið náttúru- undur og ljúfur fjölskyldureitur, ber þar efst reynihrísluna hennar Gunnu. Einn var sá siður Halla að smala fénu á nóttunni. Ég minnist vor- náttanna og liprum fola bóndans og hvemig þessi tími laðar ennþá fram sterkar tilfinningar fyrir feg- urð birtunnar og angan lybgsins og riáttúrunnar við Breiðafjörð.þ Ég minnist Kristínar, Guðrúnar og Haraldar með þakklæti og virð- ingu. Blessuð sé minning þeirra. Þórey Eyþórsdóttir Amerískir dagar 16.^25. sept. 1988 Kynnir er sveitadrengurinn Ijúfi Bjarni Dagur Jónsson MATSEÐILL Nautasteik aö amerískum hætti frá kl. 20:00 öll kvöld % Frumsýning föstud. 16/9 2.sýn. laugard.17/9 kl.22 3.sýn. sunnud.18/9 Mifta- og borðapantanir í síma 687111. ÍHONDA bílasýning um helgina, árgerð 1989. I I í HONDA A ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK, SÍMI 689900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.