Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 26
?S26^_C MORGUNBLAÐip MIIUMIIMGAR SUNNUDA^ 2. APRÍL 1989 Kveðjúörð: Sr. Jón Einn fagran haustdag 1924 fóru foreldrar mínir til Krosskirkju í Aust- ur-Landeyjum. Nýr prestur var vígður til Landeyjaþinga og steig í stól í fyrsta sinn í gömlu kirkjunni. Sóknarbömin fögnuðu hinum ungu og glæsilegu prestshjónum. Sr. Jón þótti líklegur til að efla kristnihald í Landeyjum. Forveri hans, sr. Sig. Norland, gerði stuttan stans í sókn- um sínum syðra og sneri aftur til sinnar heimavíkur í Húnaþingi. Hann varð síðar þjóðkunnur maður — eða öllu heldur þjóðsagnapersóna. Prestshjónin voru í húsmennsku á Krossi þennan fyrsta vetur sinn í Landeyjum. Þar var prestssetur um aldir. í fardögum næsta ár var flutt að Bergþórshvoli í Vestur-Landeyj- um, sem var löggilt prestssetur. Sr. Jón var því síðasti Krosspresturinn. Ég var einn af tíu fyrstu ferming- arbömum sr. Jóns. Undirbúningur hét að „fara í spumingar“ eða „ganga til prestsins". Til þess að ég fengi að vera með að þessu sinni þurfti prestur að sækja um biskups- leyfi. Einn dag fermingarvorið átti ég leið upp í Hvolhrepp ásamt öðrum manni. A suðurbakka Þverár höfðu tveir menn numið staðar og létu hestana taka niður. Þar voru á ferð sér Jón og Jón Helgason biskup. Séra Jón segir við biskup: Þetta er nú drengurinn sem ég sótti um fyr- ir. Biskup svarar: Nóga hefur hann stærðina! Þeir ríða svo út í ána sem var nokkuð djúp. Þá seilist biskup eftir tóbaksdósum sínum og fær sér prís. Fyrir „spumingar" var ég all hugsi út af því hvort presturinn mundi spyija stíft um kunnáttu í Fræðum Lúters hinum minni, sem ég hafði setið við löngum stundum að læra utanbókar, en var „sem bögglað roð fyrir bijósti mínu“. Mér til mikils léttis spurði prestur lítt eða ekki um þetta torlærða „tossakver", en biblíu- sögur, sem ég kunni, útskýrði prest- ur svo skemmtilega, að ég er ekki í vafa um að sr. Jón var afbragðskenn- ari. Annað er mér minnisstætt frá þessum vetri. Þá er leið á hvem kennslutíma bauð prestur okkur í bæinn og frú Jenný bar á borð ijúk- andi kaffi og heimabakað góðgæti. Þetta voru góðar stundir í stofu prestshjóna, skemmtilegar samræð- ur þar sem rætt var við okkur krakka eins og fullorðið fólk. Því áttum við ekki að venjast. Á vordögum 1925 var flutt á prestsetursjörðina Bergþórshvol, þann sögufræga stað. „Áðkoman þangað var þá vægast sagt bæði örðug og ömurleg. Enginn fær vagn- vegur lá þá heim að bænum. Hús voru engin fyrir ærkúgildin, sem jörðinni fylgdu. Gömul og gólfskökk baðstofa í tveimur hólfum var á bænum austanverðum." Ég kom í þessa hrörlegu baðstofu þegar síðasti ábúandi á undan sr. Jóni var að flytja af staðnum og veit að hér var ekkert ofsagt. Auk þess voru þessi híbýli, ef híbýli skyldi kalla, hriplek. Vorið 1926 var hafín bygging íbúðarhúss á Bergþórshvoli, stein- bæjar í fomum stíl, burstabæ; reynd- ist ekki vel. Skal svo hafa sem fæst orð um byggingar á Bergþórshvoli. Bergþórshvoll var á þessum tíma erfið jörð og fremur fólksfrek, erfið efnalitlum frumbýlingum. Þar á bæ varð brátt gestkvæmt og öllum vel veitt. Ég átti þá heima í nágrenninu og kom nokkrum sinnum á prestsset- rið. Vel man ég síðustu ferð mína þangað vorið 1940. Móttökur slíkar að ekki varð á betra kosið. Fræðimenn, ekki síst fomleifa- fræðingar, gistu oft að Bergþórs- hvoli og höfðu ýmist skamma eða lengri dvöl. Ég man þar Matthías Þórðarson þjóðminjavörð við upp- gröft. Danskur greifi Eigil Knuth að nafni, síðar vel þekktur fyrir Græn- landsrannsóknir sínar, segir skemmtilega frá því, er hann hélt austur að Bergþórshvoli í áætlun- arbíl með séra Jóni, sem hafði boðið honum austur. Ferðalok í Austur- Landeyjum í ausandi rigningu. Lokaáfanginn frá Úflsstaðahjáleigu á hestum, fyrsta hestaferð greifans. Á Bergþórshvoli átti Knuth von á að sjá gamla torfbæinn sem fór svo vel í landslaginu. Steinsteypuhús í rigningu á fomfrægum stað var von- brigði. En þá er inn í bæinn kom tók hann gleði sína, svo hjartanlega var tekið á móti hinum framandi gesti. Nokkm eftir 1930 var ungur mað- ur ráðinn til kennslustarfa í Vestur- Landeyjum. Honum þótti lífið dauf- legt þarna í lágsveitinni. Eitt kvöld gengur hann að Bergþórshvoli, og enn er ausandi rigning. Hann gengur heim að reisulegu býli „sem ríkissjóð- ur hefur hróflað upp þar yfir sálu- sorgara þessa héraðs". Og prestur tekur kennaranum opnum örmum og vill allt fyrir hann gera. „Á móti mér situr presturinn, elskulegur í orði og anda og við ræðum um kennslu og uppeldismál. Kvöldið líður áður en ég veit af. Þetta er skínandi tilbreyting frá mollulegu kotakvöld- vökunni... Þessi kvöldstund varð mér andleg endurfæðing, og ég hef aldrei kennt með jafnmiklu fjöri og með jafnmikilli ánægju og einmitt í dag. Ég vildi óska þess, að ég eignað- ist margar slíkar stundir." Sr. Jón Skagan var prestur í Lan- deyjarþingum 1924—1945 og þjón- aði oft nágrannasóknum. Var veitt Viðvík í Skagafirði 1938 en var kyrr vegna almennra áskorana, sem ber því vitni að hann var vinsæll í sókn- um sínum. Sr. Jón var félagshyggju- og sam- vinnumaður. Hann var kosinn til margskonar trúnaðarstarfa eystra, og í Reykjavík var hann m.a. í stjórn Rangæingafélagsins nokkur ár og í Sögufélagi Rangæinga. FVrstu árin eftir að íjölskyldan fluttist til Reykjavíkur var Jón skrif- stofumaður hjá ríkisféhirði og síðar fulltrúi í Ríkisbókhaldi í tíu ár. Loks æviskrárritari í Þjóðskjalasafni ís- lands 1958—1967, er hann lét af störfum vegna aldurs. Kom sér vel að eiga hann að með ýmsar upplýs- ingar af ættfræðilegum toga. Bergþórshvoll og saga hans var sr. Jóni hugstæð. I einni bóka hans eru merkir þættir um Bergþórshvol og Njálsbrennu. Hann hafnar hefð- bundinni kenningu um síðustu ákvörðun Njáls bónda, og ber fram aðra sem sýnist studd gildum rökum. Jón vann mikið að ritstörfum, einkum eftir að um hægðist eftir Landeyjar- árin. Hann samdi m.a. ævisögu bændahöfðingjans Sigurðar á Skúm- stöðum, Sögu Hlíðarenda í Fljótshlíð og þijú ritgerða- og erindasöfn. Hann var ritfær í besta lagi og ágætur fyrirlesari í útvarp. Jón var fæddur 3. ágúst 1897 á Þangskála í Skefilsstaðahreppi. Hann andaðist 4. mars 1989 í Reykjavík. Kona hans 1924 Sigríður Jenný Gunnarsdóttir, bónda á Sel- nesi á Skaga. Böm þeirra María rit- höfundur, Reykjavík og Ástríður, sem er látin fyrir allmörgum árum. Uppeldisdóttir Sigríður Lister. Við gömlu sóknarbömin kveðjum með þökk í huga. Innilegar samúðarkveðjur til frú Jennýar og Maríu Skagan, Sigríðar Lister og annarra vandamanna. Haraldur Guðnason Kveðja frá Bergþórshvoli Þrír svanir flugu hægt og tigulega. Eftir slíku er alltaf tekið, slík er tign þeirra og fegurð. Hinn 13. þ.m. var gerð útför frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar var kvaddur merkisklerkurinn séra Jón Skagan. Þótt hann væri kominn yfir nírætt og flestir hans bestu vinir horfnir, var fjölmenni í Dómkirkj- unni. Séra Sigurði Hauki Guðjónssyni sagðist vel og eftirminnilega eins og hans var von og vísa. Organisti og kór Langholtskirkju í Reykjavík og frú Ólöf Kolbrún Harðardóttir fluttu sína góðu list, en hémpukiæddir prest- ar bára séra Jón úr kirkju. KJARABOTIN KEMUR AUÐVITAÐ FRÁ OKKUR LÍKA Okkar sérsvið er sóralítill ferðakostnaður Ferðaskrifstofa stúdenta hefur sérhæft sig í hagkvæmni og lágum tilkostnaði við ferðalög erlendis. Á því sviði höfum við haslað okkur völl sem ábyrg alhliða ferðaskrifstofa. Námsmenn og hagsýnir ferðalangar snúa sér í æ ríkara mæli til Ferðaskrifstofu stúdenta - hvert sem leiðin liggur. Brottfarir til áfangastaða í Evrópu 1. maí-30. september Luxemburg Kaupmannohöfn KR. 14.670,- KR. 16.900,- Panta þarf fyrir 8. apríl. FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA HRINGBRAUT, SÍMI 16850 öðruvísi ferðir PlanPerfect 5.-7.apríl KI.9-13 Töflureiknir fyrir byrjendur. Farið verður í uppbyggingu kerfisins og helstu skipanir kenndar ásamt valmyndum. Æfingar í töflum og reiknilíkönum og tenging við WordPerfect. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. ATH: Vfí og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. Séra Jóns hefur verið minnst víða, upprana hans getið og ætt hans rak- in. Hér koma því aðeins fram minn- ingarbrot og þakklæti. Fyrir 30-40 árum kynntist ég þess- um góða og kurteisa manni í Reykjavík. Á Bergþórshvoli skýrðist svo mynd hans enn betur. Þar var hann sóknarprestur í áratugi og hlaut t.d. verð’.aun úr Hetjusjóði Camegies. Þar var gifta hans sú að bjarga mannslífi, en því hampaði hann aldr- ei. Prúðmennið hlúði þó ekki síður að sálunum. Gáfumaðurinn og góði kennarinn í Vestur-Landeyjum árin 1933-34, Pétur Finnbogason, kynnt- ist séra Jóni Skagan og gaf af því þessa lýsingu: „Ég fór að Bergþórs- hvoli. Sat þar í besta yfirlæti um nóttina. Prestur er hinn skemmtileg- asti og alúðarfyllsti maður.“ Svona vora kynnin af séra Jóni Skagan hjá flölmörgum, og gott er að marka fög- ur spor. Gleði og birta fylgdu þessum mæta manni, af því að hann var presturinn góði, sem fólk leitaði til og fékk upp- örvun hjá. Margt vitnar um það í Landeyjum. Og það staðfestu þeir Landeyingar, sem voru í Dómkirkjunni að kveðja sinn gamla og ástsæla sókn- arprest 13. mars. í Landeyjum minn- ast hans margir með hlýju þakklæti og virðingu svo og flölskyldu hans allrar, og er mér einkar ljúft að votta þetta með þessum fáum orðum. Séra Jón Skagan var líka mikill og góður rithöfundur, sem kunni móðurmálið og bar lotningu fyrir því. Þar sem annars staðar naut snyrtimennskan hans sín vel. Bú- skaparárin hans að Bergþórshvoli mótuðust af dugnaði og ósérplægni á erfiðum tímum. Hann átti sinn mestan þátt í að þar var reistur þjóð- legi prestsbústaðurinn í gamla burst- astílnum, sem nú er mannlaus, breyttur og að falli kominn. Andleg- ur vinur og góður leiðtogi var séra Jón sbr. ummæli íjölmargra, er þess minnast nú. Hann náði háum aldri við bestu heilsu, andlega og líkam- lega hress, 92 ára er hann lést. Er ég nú þakka honum öll góðu og gömlu kynnin, sem aldrei bar skugga á, minnist ég sérstaklega dagsins 3. ágúst 1982. Þá komu séra Jón og fleiri nákomnir úr fjöl- skyldunni hans hingað í nýja prests- bústaðinn. Hann var að heimsækja gamla prestakallið sitt og dvaldist hjá okkur hjónunum. Þann dag færði þetta góða fólk birtu og sólskin í bæinn okkar Eddu. Jafnframt skenkti séra Jón okkur síðustu bók- ina sína áritaða með eigin hendi: „Stingandi strá.“ Þetta var áttugasti og fimmti afmælisdagurinn hans séra Jóns. Þótt séra Jón ætti löngum við andstreymi og sorg að stríða bitnaði það ekki á öðram. Hins vegar sáu menn hetjuna rísa þar hæst og miðla endalaust kærleika. Ég hitti þennan sterka persónuleika aldrei öðra vísi en hressan og glaðan. Hann var glæsilgur maður og bar sig vel og góðlega og fagra yfirbragðið gleym- ist ekki. Þar sem hann fór var göfug- menni á ferð. Þegar við hjónin fórum til Reykjavíkur til þess að vera við útför séra Jóns, skartaði gamla góða presta- kallið hans á fögram og snæviþöktum vetrardegi. Fjallahringurinn stór- brotni, jöklamir mikilúðlegu, sléttan víðáttumikla og fagra að ógleymdum qálfum Vestmannaeyjum, sem Einar Benediktsson skáld og sýslumaður Rangæinga kvað svo um: „Sem safírar greyptir í silfurhring um suðurátt hálfa ná Eyjamar kring.“ Þetta þekktum við séra Jón vel og dáðumst oft að. En ég og konan mín tókum eftir öðra á þessu augnabliki. Þrír svanir flugu yfir gamla prestshúsið hægt og tigulega. Okkur fannst þetta eins og fögur kveðja frá prestakallinu hans séra Jóns á útfarardegi hans og þetta minnti á virðulega fram- komu hans; einnig á tignarlega og fijálsa andans flugið, sem einkenndi prestinn góða. Maður sígildrar menntunar og sálarreisnar var kvaddur, einnig víðsýnn Drottins þjónn: Euge serve bone, et fidelis, quia super pauca fuisti fidelis, super multa te constitutam, intra in gaudium Domini tui. (Gott þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fópuð herra þíns.) Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.