Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐE) IÞRÖTTIR FÖSTUDAGUR
a
~ 7. APRÍL 1989
S*8
HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN
Spánverjar vilja fá Bogdan
ef Pokrajac segir - Nei!
SPÁNVERJAR eru n ú á hött-
um eftir nýjum landsliðsþjálf-
ara til að byggja upp landslið-
ið fýrir Óly mpíuleikana f
Barcelona 1892. Þeir buðu
Júgóslavanum Branislav
Pokrajac starfíð á dögunum,
en hann tók sér umhugsunar-
frest.
Júgóslavar vildu einnig fá
Pokrajae, sem gerði þá að
Ólympíumeisturum í Los Angeles
1984, sem þjáifara. Pokrajae
hafnaði boðinu og hefur Dankovic
tekið við starfi landsliðsþjálfara
Júgóslavíu. Dankovkt hefur þjálf-
að félagslið í Júgóslavfu.
Bf Pokrajae tekur ekki boði
Spánverja - vilja þeir fá Bogdan
Kowalczyk, sem hefur þjálfad
landslið íslands undanfarin ár.
Sem kunnugt er hafa viðræður
milli Bogdans og stíórnar Hand-
knattleikssambands Islands staðið
yfir þess efnis að hann haldi áfram
með- íslenska liðíð, en enn hefur
ekkert veríð ákveðið 1 því efni.
Sá þjálfari sem tekur við
spænska landsliðinu fær góðan
tíma til að byggja upp landslið
fyrir ÓL í Barcelona. Spánverjar
þurfa ekki að hafa áhyggjur af
að trygga sér farseðiiinn þangað
þegar þeir keppa á HM í Tékkósló-
vakíu 1990.
HANDBOLTI
Alfreð
marka-
hæstur
Hans markakóngur?
Alfreð Gíslason, KR, er nú
markahæstur í 1. deild karla
í handknattleik. Þess ber þó að
geta að nokkur lið eiga einn til tvo
frestaða leiki enn á meðan önnur
hafa lokið öllum leikjum sínum.
Alfreð hefur þegar lokið leikjum
sínum og eins Birgir Sigurðsson,
Fram. Hans Guðmundsson, sem
hefur skorað einu marki minna en
Alfreð, á mestu möguleikana á að
verða markakóngur þar sem hann
á einn leik til góða. Breiðablik á
reyndar tvo leiki eftir en Hans tek-
ur út leikbann í næsta leik.
1. Alfreð Gfslason, KR....................117/29
2.HansGuðmundsson,UBK..........116/19
3. Birgir Sigurðsson, Fram.............115/8
4.Halldórlngólfsson,Gróttu....v....105/45
5. Árni Priðleifsson, Víkingi............101/21
6. Gylfi Birgisson, Stjörnunni......... 99/21
7. Sigurður Sveinsson, Val.............. 99/25
8.ValdimarGrímsson,Val.............. 97/11
9. SigurðurGunnarsson, ÍBV.......... 96/19
10. Héðinn Gilsson, FH..................... 96
11. Guðjón Árnason, FH................... 92/10
12. Erlingur Kristjánsson, KA.......... 83/27
13. Júltus Gunnarsson, Fram............ 82/15
14. SigurðurBjarnason, Sty'örnunni . 81/7
15. óskarÁrmannsson, FH.............. 80/42
16. Bjarki Sigurðsson, Vlkingi.......... 79/10
17.StefánKristjánsson,KR............. 78
18. Sigurpáll Aðalsteinsson, KA....... 77/30
19.JakobJ6nsson,KA...................... 75/3
20. Jakob Sigurðsson, Val................ 78
KÖRFUBOLTI / BANDARIKIN

Herbort At narson úr ÍR skoraði 20,6 stig að meðaltali
í úrslitakeppni skólaliða Kentucky-fylkis fyrir skömmu.
Herbert (nr. 13) er hér í leik með liði sínu, Madison Ville.
Herbert
slær í gegn
Valinn í úrvalslið Kentucky-fylkis
ÍR-INGURINN ungi Herbert Arnarson, sem hef-
ur verið í skóla í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum
jafnframt því aö leika körfuknattleik, hefur stað-
ið sig mjög vel með skólaliði sínu í vetur.
Herbert verður 19 ára á þessu ári og er orðinn
1,95 metrar á hæð og er enn að stækka. Skóla-
lið hans, Madison Ville Highscool, stóð sig mjög vel
í úrslitakeppni skólaliða i Kentucky-fylki. Liðið kom-
ast í 16-liða úrslit og síðan í 8-liða úrslit í fyrsta sinn
í mörg ár, en tapaði fyrsta leik þar - en keppt er
með útsláttarfyrirkomulagi.
Herbert skoraði 20,6 stig að meðaltali í leik og tók
10 fráköst. Eftir úrslitakeppnina var hann valinn í 5
manna úrvalslið Kentucky-fylkis sem verður að teljast
mjög góður árangur. Hann útskrifast í vor og hafa
nú þegar margir háskölar sýnt honum áhuga.
Herbert ætlaði að koma heim til ísiands og spila
með íslenska landsliðinu á Polar Cup 14. — 16. apríl
en við þessa glæsilegu frammistöðu hans breyttist
allt og hann gaf ekki kost á sér. Hann segist verða
að hugsa um framtíðina, því þarna ætlar hann sér
að vera...
KNATTSPYRNA
Held „njósnar" í A-Þýskalandi
Siegfried Held, landsliðsþjálfari íslands, mun
fara til A-Þýskalands á miðvikudaginn kemur
til að fylgjast með leik A-Þýskalands og Tyrklands
í heimsmeistarakeppni.
Held mun einnig „njósna" um Austurríkismenn
í þessum mánuði - þegar þeir leika vináttuleik gegn
Tékkum. Austurríkismenn leika gegn íslendingum
á Laugardalsvellinum 14. júní í sumar.
HANDKNATTLEIKUR / SPANN
Kristján byijaður
að leika á ný
Teka vann mjög þýðingarmikinn sig-
ur, 28:25, gegn Caja í Madrid
KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOT
„FÖGNUÐUR okkar var geysi-
legur í Madrid, eftir að við
höfðum lagt efsta líðið Caja
Madrid að velli og náð ef sta
sætinu til okkar. Þetta var fyrsti
sigur Teka í Madrid ísex ár,"
sagði Kristján Arason, lands-
liðsmaður í handknattleik, eftir
að teka haf ðl unnið Caja
Madrid, 28:26, f Madrid á mið-
vikudagskvöldið.
Kristján Iék hinn þýðingarmikla
leik - þrátt fyrir að hann hef-
ur lítið getað æft vegna meiðsla.
Kristján fékk slæmt höfuðhögg í
¦MHBM leik ^egn Lagisa á
Frá Atla       dögunum og varð að
Hilmarssyni    sauma  tíu  spor  í
áSpáni      hnakka hans til að
loka skurði. Þá
tognaði hann einnig á skothendi.
Kristján lék ekki með Teka gegn
Bidasoa um sl. helgi - þegar Teka
vann stórsigur, 24:16.
„Ég lék lítið með í sókninni í
Madrid. jj þar seirj £ger ekkj prðinn
góður  í  hendinhi.  Skaut  aðeins
tvisvar að marki og náði að skora
tvö mðrk. Aftur á móti var ég
meira með í vörninni. Leikurinn var
jafn og spennandi. Caja var með
þriggja. marka forskot undir lok
leiksins, en við vorum sterkari á
endasprettinum," sagði Kristján.
Cabanas skoraði 8 mörk og einnig
Vellaldea, en Melo skoraði fimm.
Atletico Madrid og Caja Mardid
gerðu jafntefli^ 17.-Í7 um sl. helgi.
Þá voru leikíhenn Caja einnig þrjú
mörk yfir undir lokin - 13:16.
Vukovic skoraði fimm mörk fyrir
Atletico, en Pusovic átta mörk fyrir
Caja.
Barcelona vann Lagisa, 31:15,
um sl. helgi og Bisasoa, 21:19, á
þriðjudaginn. Granollers vann Va-
lencia, 25:17.
Teka og Caja eru efst með níu stig.
Markatala Teka er betri. Atletico
og Barcelona eru með átta stig og
Granollers sex, en liðið er með einn
leik til góða - gegn Lagisa. Valen-
cia fjögur, Lagisa og Bidasoa ekk-
ert.
Morgunblaðið/Július
Fram vann KR 2:1 i Reykjavíkurmotinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Ragnar
Margeirsson og,St€;inn Guðjónsson skoruðu fyrk íslaodsmeistarana í fyrxi haJfr.
leik, en Björn Rafnsson minnkaði muninn eftir hlé.
FOLX
¦  GUÐJÓN Þórðarson Skaga-
maður stjórnar nú bæði umferðinni
á Akureyri og leikmönnum meist-
araflokks KA í knattspyrnu á leik-
vellinum. Guðjón er nú starfandi
lögreglumaður á Akureyri jafn-
framt því að þjálfa KA í 1. deild.
¦  KR-INGAR gáfa út myndar-
legt afmælisblað á dögnum í tilefni
90 ára afmælis félagsins. í blaðinu
er m.a. viðta! við Kjartan Briem,
íslandsmeistara í bortennis. Hann
er þar spurður af því hvað honum
finnist svona heillandi við borð-
tennisíþróttina. Svar Kjartans var
á þess leið: „Allar fríu utanlands-
ferðirnarl"
¦  GUÐMUNDUR   Tor&son
skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rapid
Vín í Austurriki frá því að hann
kom til félagsins í nóvember. Hann
kom inná sem varamaður í bikar-
leik gegn Admira Wacker og jafn-
aði með skalla, 2:2. Guðmundur
og félagar urðu þó að sætta sig við
tap því Admira Wacker skoraði
sigurmarkið í framlengingu og
komst í 8-liða úrslit.
¦  ÍSLENSKA drengjalandslið-
ið f körfuknattleik, skipað leik-
mönnum 17 ára og yngri, tapaði
fyrir Prökkum, 75:110, í undan-
keppni Evrópumótsins í Belgíu í
gærkvöldi. Jón Arnar Ingvarsson
var stigahæstur að vanda með 28
stig. Nðkkvi Már Jónsson kom
næstur með 18 stig. Belgar unnu
Hollendinga með sex stiga mun í
gær og er því draumur íslenska liðs- ,
ins um að komast í úrslitakeppnina
úr sögunni. Það verða Frakkar og
Belgar sem komast áfram. íslenska
liðið spilar síðast leik sinn í riðlinum
gegn Hollcndingum í dag.
I  BJARNI Konráðsson,  sem
hefur verið að skrifa ritgerð um
þjálfun hjá meistaraflokki Fram,
KA og IA í knattspyrnu, verður
með fyrirlestur í íþróttamiðstöðínni
á Akranesi í kvöld kl. 20.00.
¦  KR-INGAR leiká með aug-
lýsingu frá Amarflugi á búningum
sínum. Einn áhorfandi í Valsheim-
ilinu sagði eftir leik Vals og KR á
miðvikudagskvöld að KR og Arnar-
flug ættu eitt sameiginlegt: Það *
væri bara önnur þotan eftir! Þar
átti hann við þá Alfreð Gislason
og Pál ólafsson, bestu menn liðs-
ins, sem komu frá Véstur-Þýska-
landi í haust en Páll hefur ekki
getað leikið með vegna meiðsla.
¦  JÚGÓPLASTICA varð Evr-
ópumeistari meistaraliða í körfu-
knattleik í gærkvöldi, er liðið vann
Maccabi frá ísrael 75:69 í úrslita-
leik. Þetta var þriðja árið í röð sem
ísraelsku meistararnir tapa úrslita-
leiknum, en þeir hafa sjö sinnum
Ieikið til úrslita og tvívegis sigrað.
Aris frá Grikklandi vann Barce-
lona 88:71 í keppni um þriðja sætið.
¦  SOVÉSKA landsliðið í knatt-
spyrnu leikur gegn „heimsliðinu" í
Kiev 28. júní. Um er að ræða
kveðjuleik fyrir Oleg Blokhin. Sov-
étmenn munu stilla upp sínu sterk-
asta liði og í„ heimsliðinu" sem
Franz Beckenbauer velur. ítalski
markvörðurinn Walter Zenga,
miðherjinn Giancarlo Vialli frá
ítalíu, Mario Kempes, Argentínu
og Vestur-Þjóðverjinn Hansi Miiller
hafa gefið kost á sér í leikinn, en
auk þeirra hefur HoUendingunum
Marco van Basten, Ruud Gullit og
Ronald Komann verið boðið að
vera með ásamt fleiri frægum
möniium.
Ikvöld
FH og ÍBV leika í 1. deild
karla í handknattleik í Hafn-
arfirði í kvöld kl. 20.00.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44