Morgunblaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989 27 Af tónleikum, böllum, skröllum og skattlagningu eftir Jakob Frímann Magnússon Höfundar og flytjendur íslenskr- ar alþýðutónlistar hafa á undan- förnum árum átt erfitt með að sætta sig við að lifandi tónlistar- flutningi hefur verið mjög mismun- að eftir hegðan viðkomandi áheyr- endahóps hverju sinni. Þannig hafa t.d. flytjéndur ítalskra ástarsöngva eða germanskra ljóða notið undan- þágu frá söluskatti, svo framarlega sem fólkið situr stillt á stólum sínum. Kveði hins vegar við rammíslenskan tón t.d. Megasar, þá hefur verið innheimtur söluskatt- ur, þ.e. ef áheyrendur leyfa sér þann munað að dilla sér eftir hljóð- fallinu. Engum dytti í hug að kalla tón- leika Rolling Stones eða Tinu Tum- er sukkhátíð eða sveitaball þó að áheyrendur sleppi fram af sér beisl- inu og hreyfi sig eftir tónlistinni eða skvetti jafnvel í sig áfengi. Staðreyndin er sú að tónlist ungs fólks í dag kallar á meiri og virk- ari viðbrögð þeirra sem á hlýða en áður tíðkaðist. Þess hafa íslenskir tónlistarmenn orðið að gjalda og hefur undirritaður staðið í því um árabil að reyna að fá þessum lögum breytt. ÞESS verður minnst við messu í Sauðaneskirkju sunnudaginn 20. ágúst nk. klukkan 2 e.h. að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því að kirkjan var vígð. Við messuna munu aðkomuprest- ar þjóna fýrir altari og annast altar- isgöngu ásamt sóknarprestinum Ingimar Ingimarssyni. Séra Sigurð- ur Guðmundsson vígslubiskup préd- ikar og Margrét Bóasdóttir söng- kona syngur einsöng. Kirkjukór Margir ráðamenn hafa sýnt mál- inu skilning og lýst vilja sínum til að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á hinu gamla og úr- elta kerfi, en meira hefur verið um orð en efndir þar til nú. Gamla kerfið tók sannarlega mun meira mið af áheyrendum en nokkurn tíma flytjendum og efnisskrá þeirra. Þannig hafa íslenskar hljómsveitir lent í því að flytja sína efnisskrá í sama húsi tvö kvöld í röð og verið rukkaðir um söluskatt af öðru kvöldinu vegna þess hve áheyrend- ur voru drukknir og órólegir. Þessu varð að breyta. Nú vita það allir sem kynnst hafa að íslensk hljómplötuútgáfa stendur mjög höllum fæti og oftar en ekki er slík útgáfa rekin með stórfelldum halla sem iðulega bitnar á flytjendum sjálfum. Af hljómplöt- um fær þó ríkið alltaf sitt í formi söluskatts. Einasta tekjulind flestra flytj- enda alþýðutónlistar (popptónlistar) hefur því verið að flytja sína tónlist opinberlega, en jafnvel slík útgerð hefur reynst mörgum bæði dýr og misgjöful. Einkum hafa þær hljóm- sveitir sem yngri eru átt erfitt með að fóta sig úti á landsbyggðinni. Ekki nærast flytjendur alþýðutón- Sauðaneskiriq'u syngur. Organisti er Vigdís Sigurðardóttir. í sumar hefur verið unnið að við- gerð á kirkjunni og hún máluð utan sem innan. Einnig hafa sæti kirkj- unnar verið endurbætt. Sóknar- nefnd væntir þess að sóknarfólk, bæði heimamenn og burtfluttir, fjöl- menni til gömlu kirkjunnar þennan dag. Eftir messu er öllum viðstöddum boðið til kaffídrykkju í Þórsveri, félagsheimili Þórshafnar. listar á opinberum styrkjum eins og ýmsir aðrir listamenn og ekki eru starfandi virkir hagsmuna- gæslu og/eða þiýstihópar til að tryggja hag stéttarinnar. Því hafa íslenskir popptónlistarmenn orðið að kyngja því að sitja hvorki við sama borð og stéttarbræður þeirra í nágrannalöndunum, né stéttar- bræður úr öðrum tegundum tónlist- ar hér á íslandi. Sem fyrr segir hafa ýmsir ráða- menn og þ. á m. ráðherrar sýnt söluskattsmálum lifandi tónlistar skilning, en Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur fyrstur þorað að taka af skarið í þessu langvinna baráttu- og sann- girnismáli íslenskra alþýðutónlist- armanna. Nú snýst málið ekki lengur um hegðan gesta á tilteknum samkom- um, heldur um efni og innihald dagskrár og hvernig hún er kynnt. Nú gefst þeim tónlistarmönnum sem eitthvað leggja af mörkum til íslenskrar tónmenningar kostur á að skjóta sínum málum til fjármála- ráðuneytisins og geti þeir sýnt og sannað að eftir þá liggi íslensk tón- list á hljómplötum, sem sé uppistað- an í þeirri dagskrá sem flutt er á tilteknum samkomum, þá eiga þeir hinir sömu þess kost að njóta skatt- frelsis án tillits til hegðunar áheyr- enda, þann tíma sólarhrings sem flutningurinn fer fram, hvort leikið sé úti eða inni o.s.frv. Ég hef á undanförnum misserum og árum flutt mína tónlist í mörgum löndum í 3 heimsálfum. Tónlistin er flutt á nákvæmlega sama hátt hvort sem það er í New York, Pek- ing, London eða Reykjavík. Þegnar hinna ólíku heimsálfa og þjóðlanda bregðast við lifandi tónlist á mis- munandi hátt og dregur hver dám af sínu uppeldi og umhverfi. Hefðu hljómsveitimar sem léku í Húnaveri um verslunarmanna- helgina verið að leika sína eigin Sauðaneskirkja 100 ára Kanínurækt vaxandi búgrein eftirAuðun Hafsteinsson í Ieiðara Morgunblaðsins 2. ágúst sl. er rætt um vanda hrossabænda og ósk þeirra um að fá niður- greiðslu á útflutning kjöts. í lokin er kanínuræktinni blandað þarna inní og spurt hvar ætlar þessi vit- leysa að enda. Er það dæmigert fyrir þá mistúlkuðu umfjöllun, sem þessi unga búgrein hefur fengið. Kanínubændur em ekki að biðja um niðurgreiðslu á útflutta fram- leiðslu heldur tímabundinn stuðning til þess að komast yfir erfiðasta „ Við sem stöndum í þessu eigum vonandi efitir að koma mörgum á óvart, ef við fáum starfsfrið í tvö ár.“ hjallann. Þegar því marki hefur verið náð fær ríkið sitt væntanlega til -baka. í sambandi við þær 20 milljónir, sem nefndar hafa verið, hefur skattborgaranum enn á ný verið komið inn í umræðuna eins og það séu bara höfuðborgarbúar, en bændur, kanínubændur og aðrir eru líka skattgreiðendur. Ég tel rétt að hinn almenni skatt- borgari fái að vita að kanínurækt er vaxandi búgrein utan við alla fyrirgreiðslu, sem teljast mætti þó eðlileg frá bönkum og öðrum. Við sem stöndum í þessu eigum von- andi eftir að koma mörgum á óvart, ef við fáum starfsfrið í tvö ár, sem þessi áætlun hljóðar upp á, og geri aðrir betur. Fyrir kanínubændur og aðra get ég sagt að verðið er orðið mjög gott á ullinni. Höfumlur er kanínubóndi. „Höfimdar og flytjend- ur íslenskrar alþýðu- tónlistar hafa á undan- förnum árum átt erfítt með að sætta sig við að lifandi tónlistarflutn- ingi hefur verið mjög mismunað efitir hegðan viðkomandi áheyrenda- hóps hverju sinni.“ frumsömdu tónlist, t.d. á Hróars- kelduhátíðinni í Danmörku eða á Reading-hátíðinni í Englandi, hefði blasað við þeim svipuð sjón og í Húnaveri, nema hvað drykkjuskap- ur er að líkindum ívið minni á Read- ing og í Hróarskeldu en notkun annarra vímugjafa sennilega meiri. Aldrei hefur maður þó heyrt Hró- arskeldu- og Reading-hátíðirnar kallaðar sukkhátíðir eða sveitaböll þar sem óumdeilanlega er um að ræða tónleika virtustu og ástsæl- , ustu popptónlistarmanna hvers lands fyrir sig. í Húnaveri var þess vandlega gætt að uppfylla þau skilyrði sem sett voru af fjármálaráðueytinu í reglugerð þann 19. júlí 1989. Rokk- hátíðin Húnaver ’89 var m.a. aug- lýst sem „tónleikar ársins“, að- göngumiðar og armbönd voru- greinilega merkt tónleikar og þær hljómsveitir sem auglýstar voru standa sannarlega í frerhstu röð þeirra sem semja og flytja íslenska tónlist á hljómplötum. Á ensku eru slíkir tónlistarmenn kallaðir „recording artists" en sambærilegt nafn vantar á íslensku. Á íslensku er því miður heldur ekki til hugtak sem brúar bilið á milli hins virðulega orðs „tónleikar" annars vegar og hins gamla og fremur niðrandi orðs „ball“ (skrall) hins vegar, en hin óljósu mörk á milli þessara hugtaka hafa gert skattheimtumönnum mjög erfitt fyrir til þessa. Einmitt á þessum óljósu mörkum fer fram flutningur meginhluta lifandi íslenskrar al- þýðutónlistar um þessar mundir. Á landinu eru nú starfandi á annað hundrað hljómsveitir. Af þeim eru einungis milli 20 og 30 sveitir sem semja og flytja sína eig- in tónlist og hafa sitt lifíbrauð af því. Hin nýja reglugerð ætti því að virka mjög hvetjandi á alla nýsköp- un í íslenskri tónlist og verða til þess að við eignumst hér fleiri fram- bærilega og skapandi tónlistarmenn sem og sönglög. Gleymum ekki að margar af svo- kölluðum dægurflugum dagsins í dag eiga eftir að verða þjóðlög kom- andi kynslóða. Höfúndur er hfjónilistarmaður. Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki 3 með góðum afslætti. ára GÓÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA iFOnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91J-24420 VEIST ÞU HVAÐAN VINDURINN BLÆS? Með nokkrum pennastrikum getur ávöxtun sparifjáreigenda gjörbreyst. Til að geta ávaxtað spariféð sem best, jafnvel við óhagstæð skilyrði er nauðsynlegt að hafa alltaf nýjustu upplýsingar við hendina og góða yfirsýn yfir fjármálin. Með Verðbréfabók og Mánaðarfréttum VIB kemurðu skipulagi á hlutina og fjármálunum í rétt horf. VERÐBRÉFABÓK VIB HJÁLPAR ÞÉRAÐ NÁ ÁTTUM Hvemig standa skattamálin? Hvað áttu mikið sparifé? Hvað hefur það vaxið mikið síðasta árs- fjórðunginn? I Verðbréfabókinni geturðu geymt á einum stað allar upplýsingar um verðbréfin og lesið fróðlega kafla um spamað, verðbréf, o.fl.. I aðalhluta bókarinnar geturðu skráð verðbréfa- eign þína og séð í einu vetfangi hvað þú átt. Skráirðu líka í bókina aðrar eignir og skuldir færðu auðveldlega yfirsýn yfir heildareign þína. NÝJUSTU UPPLÝSINGAR í PÓSTI Með Mánaðarfréttum VIB færðu inn um lúguna nýjustu upplýsingar um skattamál, ávöxtun, teg- undir verðbréfa og annað það sem efst er á baugi í Ijármálum hverju sinni. Eigendur Verðbréfabók- arinnar fá auk þess send ítarleg upplýsingablöð um skattamál og gengisblöð fjórum sinnum á ári. Komið við í afgreiðslu VIB að Armúla 7 og skoðið Verðbréfabókina. Henni fylgir áskrift að Mánaðarfréttum VIB tiLáramóta. 1 VIB VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.