Morgunblaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989 Ættmgjum Wallenbergs boðið til Sovétríkjanna Stokkhólmur. Reuter. SOVÉSK stjórnvöld hafa boðið ættingjum sænska stjórnarerind- rekans Raouls Wallenbergs til Moskvu. Virðist ýmislegt benda til að Sovétmenn hyggist nú loks greina frá örlögum Svíans sem bjargaði tugum þúsunda gyðinga undan nasistum í síðari heims- styijöldinni. Boðið barsttil Raoul Wallenberg-samtakanna í Stokk- hólmi frá sovéska sendiherranum, Borís Pankín. Formaður samtakanna, Per Anger, sem starfaði með Wallen- berg í sænska sendiráðinu í Búda- pest þegar sá síðamefndi hvarf þaðan sporlaust, sagðist myndu fara til Moskvu í október næst- komandi í fylgd Ninu Lagergren, hálfsystur Wallenbergs, hálfbróð- ur hans, Guy von Dardel og ritara Wallenberg-samtakanna, Sonju Sonnenfeld. Sonnenfeld sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem einhveijum sem tengdist Wallenberg væri boðið til Sovétríkjanna. „ísinn er brotinn. Það er ljóst að þeir vilja ræða málin og okkur var tjáð að hátt- settir menn myndu sitja fundina,“ sagði Sonnenfeld. Wallenberg sást síðast opin- berlega 17. janúar 1945. Þá var honum ekið á fund yfirmanns sov- éska herliðsins sem hemam Búda- pest er þýski herinn hörfaði. Árið 1957 skýrði þáverandi aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, Andrej Gromyko, sænskum stjórn- völdúm frá því að Wallenberg hefði látist af völdum hjartaáfalls í Lú- bjanka-fangelsinu í Moskvu tíu áram áður. Sonnenfeld sagði að aukinn þrýstingur væri á meðal almenn- ings í Sovétríkjunum um að skýrt yrði frá afdrifum Wallenbergs. „Við teljum að hann sé enn á lífi og að þessi ferð muni leiða eitt- hvað í ljós,“ sagði hún. Reuter NA TO-flugmaður flýgur MiG-29 Bob Wade (t.v.), höfúðsmaður í Konunglega kanadíska flughern- um, gantast hér við Valeríj Menítskíj, yfirtilraunaflugmann MiG- flugvélaverksmiðjanna, eftir að hafa orðið fyrstur Amerikubúa til þess að fljúga sovéskri orrustuþotu. Að baki gnævir MiG-29 þotan, sem hann flaug, en Menítskíj sagði honum til um handtökin. Er þetta þín fjölskylda? Guðrún og Björn eiga tvö börn, Finn 4 ára og Sigrúnu 9 ára. Þau höfðu 180 þúsund krónur í mánaðarlaun í síðasta mánuði. Þau vinna bæði mikið og sáu auðvitað aldrei þessa upphæð því hið opin- bera hefur þegar tekið úr launaumslaginu um 32 þúsund krónur í tekjuskatta, ef þeim hjónum hefur tekist að fullnýta persónuafsláttinn. Síðar fá þau þó endurgreitt í formi barnabóta sem samsvarar um 5 þúsund krónum á mánuði og greiða því I raun í beina skatta tæpar 27 þúsund krónur á mánuði. Guðrún og Bjöm greiða að meðaltali um 3 þúsund krónur í fast- eignagjöld og 4 þúsund krónur í eignarskatta á mánuöi. Nánast allar tekjur fjölskyldunnar fara í að greiða af lánum, kaupa mat, fatnað, húsbúnað, bensín á bílinn, greiða rafmagn og hita og all- an annan kostnað sem fylgir því að eiga fjölskyldu á íslandi. Um leið og þau versla heldur hið opinbera áfram að kroppa af þeim fé í formi matarskatts og annarra söluskatta, tolla og gjalda á vörur og þjón- ustu. Upp úr miðjum mánuðinum, þegar pyngjan er orðin tóm, hefur ríkið þannig dregið að sér um 36 þúsund krónur af þessum útgjöldum fjölskyldunnar.* Hið opinbera hirðir því af þeim 70 þúsund krónur í beina og 6- beina skatta á hverjum mánuði. Samkvæmt opinberum útreikning- um nægja laun fjölskyldunnar ekki til þess að hún nái endum saman. Þó eru fjölmargar fjölskyldur með mun lægri mánaðarlaun en 180 þúsund krónur. Hefurðu hugleitt hvernig skattpíningin snýr að þér og þinni fjölskytdu? Ungt sjálfstæðisfólk er sannfært um að fjölskyldan myndi ráðstafa 70 þúsund krónum af meiri skynsemi og sanngirni, heldur en þeir fé- lagar Steingrímur, Jón Hannibalsson og Ó. Grímsson. Hvorum treystirðu betur - þér - eða þeim? Vinstri stjómin hælir sér af litlum skattálögum á fjölskyldur og ein- staklinga í landinu og hefur því aukið álögur á hana um 8 þúsund krónur í hverjum mánuði og er enn að. Við mótmælum þessum freklegu árásum og krefjumst þess að það sé yfirlýst skilyrði forystumanna Sjálfstæðisflokksins að vinstri skattar verði afnumdir sama dag og Sjálfstæðisflokkurinn myndar næstu ríkisstjóm. Samband ungra sjálfstæðismanna •Samkvæml heimildum Hagstofu Islands eru útgjöld „vísitölufjölskyldunnar" (3,48 ein- staklingar) á hverjum mánuöi kr. 163.700 (verölag aprll 1989). Hagstofan meturóbeina skatta sem 35.850 kr. af þessari upphæö á mánuöi. Stuöst er viö þessar tölur hér að ofan þótt dæmi Hagstofunnar sé af minni fjölskyldu. Samkvaemt þessum útreikningum Hagstofunnar um útgjaldaþörf fjölskyldunnar nægja ofangreindar tekjur hins vegar ekki til þess að brauðfæða fjölskylduna. 's\S* *'**** Mestaatvinnui, teys/ í ° 1 ^ririitiór fjárt **s££s?sF rr a Peking: Japanir ugg- andi um líf sitt Peking. Reuter. JAPÖNSKUM kaupsýslumönn- um í Peking hefúr verið ráðlagt að senda Qölskyldur sínar heim og fara að öllu með gát í kjölfar líflátshótana hóps kínverskra andófsmanna, en þeir hótuðu að myrða fyrsta fórnarlamb sitt í dag. Andófshópurinn sakar japanska kaupsýslumenn um „efnahagslega innrás í Kína“ og að vera í vitorði með kínverskum ráðamönnum. Ta- lið er að þeir vilji með líflátshótun- unum skaða efnahagslíf í Kína og koma þar með höggi á þá sem stóðu fyrir blóðbaðinu á Torgi hins him- neska friðar í júní er mótmæli lýð- ræðissinnaðra námsmanna vora kveðin niður. í bréfum sem bárast á skrifstofur Japanska flugfélagsins í Peking í júlí hóta andófsmennirnir að myrða tvo Japana í hvetjum mánuði frá 15. ágúst að telja verði ekki orðið að kröfu þeirra um minnkandi ítök Japana í kínversku efnahagslífi. Taro Nakayama, hinn nýi ut- anríkisráðherra Japans, varaði í síðustu viku við einangranarstefnu gagnvart Kína og sagði jafnframt að stjórnin myndi draga til baka aðvaranir um ferðir til landsins inn- an tíðar. Norður-írland: Austur-Þýskaland: Flóttamenn streymatil Vestur- Þýskalands Lundúnum. Reuter. SEX söngvarar og tæknimenn úr einni af helstu óperum Aust- ur-Þýskalands hafa verið í fel- um í Lundúnum eftir tveggja vikna sýningarferð til borgar- innar, sem lauk á laugardag. Þeir hyggjast fara til Vestur- Þýskalands bráðlega. Virtur rit- stjóri austur-þýsks íþróttatíma- rits flúði einnig til Vestur- Þýskalands um helgina eftir að hafa fylgst með fijálsíþrótta- móti i Málmhaugum. Ritstjór- inn kvaddi lesendur sína í for- ystugrein sem birtist í blaði hans, Der Leichtathlet. Japan: Kaifii átti ekki barn utan hjónabands Tókíó. Reuter. JAPANSKA dagblaðið Nagoya Times dróg í gær til baka frétt sína, um að Toshiki Kaifu, for- sætisráðherra Japans, ætti barn utan hjónabands. Blaðið hefur beðið forsætisráðherrann af- sökunar, að sögn japanska ut- anríkisráðuneytisins. Gorbatsjov getur ekki for- dæmt innrás- ina í Tékkósló- vakíu Róm. Reutcr. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti getur ekki fordæmt opinskátt innrás Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu árið 1968 þar sem hann getur ekki hætt á versnandi samskipti við hina afturhaldssinnuðu ráðamenn í Tékkóslóvakiu, að sögn sovéska stjómmálafræðingsins Jev- geníjs Ambarsúmovs. Hann sagði þó Sovétforsetann algjör- legan andvígan þeim aðgerðum sem gripið var til. Samkvæint hinni opinberu söguskoðun í Sovétríkjunum var nauðsynlegt að senda skriðdreka til Tékkó- slóvakíu 21. ágúst árið 1968 til að koma í veg fyrir að „and- kommúnísk öfl“ kæmust til valda í landinu. 20 ár frá komu breska herliðsins ^ St. Andrews. Frá Guðmundi lleiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgrinblaðsins. Á mánudag voru tuttugu ár frá því breski herinn kom til Norður- írlands. Óeirðir voru I Belfast í gær og um helgina. Lögreglan skaut plastkúlum að unglingum sem tóku bíla traustataki og kveiktu í þeim. Ekki er vitað um meiðsli. Sinn Fein, pólitískur armur írska lýðveldishersins (IRA), minntist þess á fundi á sunnudag að 18 ár eru liðin síðan yfirvöld á Norður- írlandi gripu til þess ráðs að setja grunaða hryðjuverkamenn í fang- elsi án dóms og laga. Fundur Sinn Fein gekk vandræðalaust fyrir sig. 1969 var her sendur til Norður- írlands eftir að mikil átök höfðu orðið milli mótmælenda og kaþólsk- ra þá um sumarið. Þegar herinn kom tóku kaþólskir honum mjög vel vegna þess að hann frelsaði þá undan oki mótmælenda sem era í meirihluta. En ári síðar greip IRA til hryðjuverka gegn breska hern- um. Á þessum tuttugu árum hafa tæplega 3.000 manns fallið á Norð- ur-írlandi og enn fleiri særst. Árið 1972 hóf IRA hryðjuverkaherferð á Englandi og hafa 93 fallið þar og yfir 1.400 særst. Á áttunda áratugnum stóð IRA fyrir langvarandi hryðjuverkaher- ferð gegn breska hernum, en á þessum áratug hefur einungis verið um að ræða stakar sprengjuárásir. Meira en 120 hryðjuverkamenn eða samverkamenn þeirra hafa ver- ið sakfelldir fyrir rétti á Englandi og núna era yfir 50 slíkir í fangels- um þar. Þeir hryðjuverkamenn, sem sakfelldir hafa verið á Norður-ír- landi, skipta þúsundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.