Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 30
30 MOfiGUtyBLAÐIÐ. MipVIKUDApiJR;ll. OKTÓBER 1989, Benedikt Gíslason frá Hofteigi—Minning Fæddur 21. desember 1894 Dáinn 1. október 1989 Þegar við kveðjum Benedikt Gísla- son frá Hofteigi erum við að kveðja einn hinna sterku og stoltu andans höfðingja, sem íslensk alþýðumenn- ing bændasamféiagins skapaði. Hann kveður nú meðal hinna síðustu, sem 'voru að vaxa úr grasi um alda- mótin og mótuðust af bjartsýnni framfaratrú þess tíma. Benedikt fæddist 21. desember 1894 á Egilsstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hans voru Jónína Hildur Benediktsdóttir og Gísli Sigurðu'r Helgason. Hann andaðist 1. október sl. eftir 13 ára dvöl á hjúkrunardeild Borgarspítalans á Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg. Við töluðum margt, tengdafaðir minn og ég, þessi löngu veikindaár. Minni hans var óbrigðult til síðustu stundar og hann sagði mér sitt hvað frá fyrri árum. Hann brá upp mynd- um af leit að fé eftir stórhríðarveður á uppvaxtarárum sínum og harðri lífsbaráttu Vopnfirðinga á fyrstu áratugum aldarinnar. Þegar hann var um nírætt las hann mér fyrir frásögn af sendiför, sem hann fór með*kjörkassa eftir alþingiskosning- ar 15. nóvember 1919. Sú sendiför var hvorki stutt né auðveld. Atkvæð- in úr Vopnafirði þurftu að komast suður að Arnheiðarstöðum í Fellum. Eg skrifaði frásögnina orðrétt eins og hann mælti hana af munni fram á fallegu og skilmerkilegu máli og þurfti þar engu orði að hagga, þegar handritið var sent til prentunar. Ljóðmál lá Benedikt létt á tungu og einnig í ljóðunum. orðar hann hugsun sína skýrt og umbúðalaust eins og sjá má í eftirfarandi vísu: Fingur spila forlaganna furðulega margan brag. Á ævihörpu okkar manna eiga þeir, sem dæmin sanna einræði um óð og lag. Þessi hæfileiki reyndist honum dýrmætur til æviloka, og allt fram í andlátið orti hann rétt kveðin vers sér til hugarhægðar. Skólaganga Benedikts var ekki löng. Hann var í Eiðaskóla 1911- 1913 og í Samvinnuskólanum vetur- inn 1918-1919, en bækur blöð og skjöl urðu honum drjúg þekkingar- uppspretta á langri lífsleið. Fornbókmenntir og saga þjóðar- innar vonr honum hjartfólgin við- fangsefni. Hann vildi ekki rengja rit- aðar heimildir, heldur leita skýringa á textum þeirra og komast að niður- stöðu um hvernig bæri að túlka þá texta. Hann var kunnugur á sögu- slóðum Hrafnkelssögu og hélt því fram gagnstætt ríkjandi söguskoðun, að rétt væri þar farið með frásagnir af byggð í Hrafnkelsdal. Nýjasta tækni við könnun á landi hefur nú sannað, að þar hafði Benedikt rétt fyrir sér. Benedikt rannsakaði sérstaklega tiltækar heimildir um upphaf Is- landsbyggðar og benti með gildum rökum á, að ekki _sé allan sannleik- ann um landnám íslands að finna í íslendingabók og Landnámu. Hann var sjálfstæður í hugsun og fundvís á rök og skorti ekki dirfsku til að setja fram nýjar kenningar um fyrstu byggð í landinu og uppruna íslenskr- ar fornmenningar. Þessar kenningar setti hann fram í bók sinni íslendu, sem fyrst kom út 1963. Hann var kappsfullur söguskýrandi og hélt sínum kenningum fast fram hvort sem hann átti orðastað við lærða eða leika. Benedikt var afkastamikill rithöf- undur. Hann gaf út ljóðabók 1947, og lítið vísnasafn kom út 1981, en aðrar bækur hans eru af sagnfræði- legum toga. Ritmennska hans og sögurannsóknir voru þó lengst af aðeins tómstundastarf. Hann var bóndi til fimmtugs, og síðar stanfaði hann alllengi hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Haustið 1921 kvæntist Benedikt Geirþrúði Bjarna- dóttur. Minningu þess sumars batt hann í fjórum hendingum. Það ilmaði alla daga og ómaði ioftið heitt. Það er hin sanna saga um sumarið tuttugu og eitt. Með æskumynd af tengdamóður minni í huga skynja ég meira en veðurblíðu Vopnaíjarðar að baki þessara vísuorða. Geirþrúður var dóttir Guðrúnar Sigurðardóttur og Bjarna Gíslasonar, sem bjuggu á Sólmundarhöfða á Akranesi á uppvaxtarárum hennar. Benedikt og Geirþrúður hófu búskap á Egilsstöðum í Vopnafirði 1922. Börnin fæddust eitt af öðru og urðu alls ellefu. Þrír synir eru látnir og Geirþrúður lést 1978. Vorið 1928 fluttu þau hjónin bú- ferlum að Hofteigi á Jökuldal. Ég minnist frásagna af þeim degi, þegar fjölskyldan hélt yfir flallveginn milli • byggða. Það reyndist 14 tíma lestar- gangur með 5 lítil börn og það sjötta í móðurkviði. Elsta barnið, 6 ára drengur, gat setið á hesti sínum, en búið var um 4 litlar stúlkur í kössum á klyfjahestum. Það þarf mikið þrek í slíka ferð. Hofteigur er stór og mikil jörð, og þar bjó Benedikt vel til ársins 1944. Hann var kappsfullur við vinnu og ætlaðist til þess sama af öðrum. Féð var margt og vænt og landinu farnaðist vel. Það þarf því engan að undra þótt Benedikt héldi því fram með þeirri ákefð sem honum var gefin, að sauðkindin og gróðurinn ættu eðlilega samleið í þessu landi. Benedikt tók slíku ást- fóstri við þessa jörð, að við hana kenndi hann sig síðan. Hofteigur er kirkjustaður og neðan bæjarins var feijustaður yfir Jökulsá á Dal. Tvennt fylgdi því búskapnum í Hof- teigi, annars vegar- það að taka á móti kirkjugestum og veita þeim beina og hinsvegar að feija ferða- menn yfir Jöklu. Það feijumanns- starf hefur ekki verið heiglum hent, því þungur er straumur þessa jökul- vatns. En allt fór það vel. Tómstundir voru fáar á þessum búskaparárum, en gripið var í bækur og tímarit, hvenær sem færi gafst. Bóndinn, sagan og landið. Þétta þrennt býr í öllum athöfnum Bene- dikts, jafnt ritstörfum sem öðrum verkum. Honum voru kjör bænda nákomin og hann var frá æsku þátt- takandi í framfarasókn þeirra. Hag- mæltur maður lýsir Benedikt svo. Góðum málum lagði lið lðngum verkahraður. Hofteig kenndur var hann við virtur fræðimaður. Þessi meitluðu vísuorð koma heim og saman við mína mynd af Bene- dikt. Þegar ég kynntist honum, var hann að vísu orðinn sextugur og gekk við staf, en átti ennþá reisn í fasi og hýran svip. Hann átti enn eftir að skrifa margar bækur og greinar, og vinnuþrekið entisthonum lengi. Um áttrætt fóru kraftar mjög þverrandi, og elliglíman varð honum þung og löng. Nú er þessari erfiðu glímu lokið, og ég vil þakka starfs- liði hjúkrunardeildarinnar umönnun hans í þrettán ár og ég vil þakka Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra vin- áttu og tryggð, sem hann auðsýndi Benedikt til hinsta dags. Mætur maður hefur fengið lang- þráða hvíjd. Friður sé með honum. Adda Bára Sigfúsdóttir Benedikt Gíslason frá Hofteigi er andaður 95 ára að aldri. Ég sem Jökuldælingur ætla að minnast hans Sigríður Inginiimdm- dóttir fráBjarnar- stöðum — Minning Sigríður Ingimundardöttir frá Bjarnarstöðum lést þann 3. október á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, á nítugasta og tjórða aldursári. Það fyrsta sem ég heyrði um Sigríði var, að lífsreynsla hennar væri efni í heila bók. Mun hún þá hafa verið nær áttræð að aldri. Síðan hef ég sannfærst um að þetta er ekki ofmælt. Verður því harla fátt upptalið í stuttri minningargrein. Ættir Sigríðar kann ég ekki að rekja en hún fæddist 20. apríl 1896 í Vatnsfjarðarseli við ísafjarðardjúp. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- mundur Magnússon og Guðný Bjarnadóttir. Þau munu ekki hafa haft jarðnytjar þar og fluttu þaðan með dóttur sína á öðru ári að Bjarn- arstöðum í sömu sveit. Þar ólst Sigríður upp til fermingaraldurs. Minntist hún þeirra ára oft og átti kærar minningar um bernskubyggð- ina og leit á heimilisfólkið á bænum eins og eina sfóra fjölskyldu en þríbýli var á Bjarnarstöðum. Foreldr- um.hennar búnaðist vel þótt búið væri ekki stórt en brugðu búi þegar Sigríður var um fermingu og fluttu til Bolungarvíkur. Foreldraheimilið mótaði Sigríði og fylgdi sá arfur henni ævilangt. Bók- lestur og ijóðagerð voru daglegt inn- legg í lífsbaráttu fjölskyldunnar. Magnús Jónsson föðurafi Sigríðar var á heimilinu. Voru þeir feðgar báðir vel hagmæltir og ræddu á stundum saman í bundnu máli. Magnús afa sinn mat Sigríður mikils og leitaði til hans með sín fyrstu bernskuljóð. Jóhanna Árnadóttir föð- uramraa Sigríðar var einnig mjög vel hagmælt og var sögð jafnfljót að svara fyrir sig í ljóði og lausu máli. Þótt mikið væri rætt um bókmenntir og ljóðagerð var vinnusemi mikil á heimilinu og Sigríði haldið til vinnu svo sem þá var títt. Það var því ekki að undra þó úr þessum jarðvegi sprytti áköf menntunarþrá hjá ungri og greindri stúlku. En efnahagur foreldranna leyfði ekki skólagöngu henni til handa. En sjálf átti hún góðan grip, reiðhestinn sinn sem hún hafði sjálf tamið. Draumurinn um menntun var tak- mark sem öllu varð að fórna fyrir. Hún seldi hestinn sinn og sótti um skólavist á Núpsskóla í Dýrafirði. Þar lauk hún tveggja vetra námi árið 1914 með mjög góðum náms- árangri, sem hún mat mikils alla tíð. Þá hugðist-hún sækja Kvennaskóla í Reykjavík og fara síðan í hjúkrunar- nám. En fyrst var að vinna og vinna mikið fyrir námskostnaði. Til þess lá leiðin í kaupavinnu í Húnavatnssýslu en þar _var greitt mun hærra kaup en við Isafjarðardjúp. En eitt leiddi af öðru að ekki varð af skólavist í Reykjavík, m.a. að fyrri heimsstyij- öldin hófst og allt verðlag hækkaði að mun. Næsta ár réðst Sigríður að Osum á Vatnsnesi og var þar í heilt ár .á mannmörgu heimili þar sem vinnu- álag var mikið. Þar á heimilinu var einnig ársmaður, Einar Teitsson. Foreldrar hans bjuggu á Bergstöðum á Vatnsnesi. Einar var einn af 15 mannvænlegum systkinum. Faðir hans var smiður góður og svo var Einar einnig og fleiri bræður hans. Einar var traustur dugnaðarmaður og í góðum metum hjá. húsbændum sínum. Og þannig skipuðpst mál á milli þeirra Éinars og Sigríðar að þau gengu í hjónaband. „Hafði ég þó ekki hugsað mér hjónaband svo fljótt, því enn var mín stóra þrá að halda áfram að afla mér meifi mennt- unar,“ eins og hún sagði síðar. Sigríður og Einar settust að á Bolungarvík og bjuggu þar í 14 gr. Þar fæddust fimm börn þeirra. Fyrsta barnið, Ingimund, misstu þau á fyrsta ári. Var það þeim mikil sorg og reyndi mjög á Sigríði. Á næstu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.