Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK Falli kommúnista ákaft fagnað á götum Prag Alexander Dubcek og Vaclav Havel fallast í faðma í sigurgleði Prag. Reuter. ÞEKKTUSTU umbótasinnar Tékkóslóvakíu skáluðu í kampavíni og tugir þúsunda Tékka fögnuðu á götum Prag í gærkvöldi er fregnir bárust af því að leiðtogar kommúnistaflokksins hefðu látið undan síga eftir dagleg fjöldamótmæli í landinu að undanförnu. Milos Jak- es og 24 aðrir forystumenn kommúnistaflokksins sögðu af sér á fúndi miðstjórnar flokksins og var Karel Urbanek, sem á sæti í stjórn- málaráðinu, kjörinn í embætti flokksleiðtoga. Rúmlega 300.000 Tékk- ar höfðu safnast saman á Wenceslas-torgi í borginni til að krefjast þess að alræði flokksins yrði afnumið. A meðal þeirra sem ávörpuðu inannfjöldann var Alexander Dubcek, sem fluttur var í hlekkjum frá Prag eftir innrás Varsjárbandalagsins í landið fyrir 21 ári. Fréttastofan CTK skýrði frá því að Jakes, öll forsætisnefndin og aðalritarar flokksins hefðu beðist lausnar á skyndifundi miðstjórnar- innar til að auðvelda lýðræðisum- bætur í landinu. Karel Urbanek var síðan kjörinn leiðtogi flokksins í leynilegri atkvæðagreiðslu með 136 atkvæðum gegn sjö. Hann er 48 ára að aldri og hefur átt sæti í stjórnmálaráðinu frá því í fyrra og í miðstjórninni síðan 1986. Alexander Dubcek og leikrita- skáldið Vaclav Havel féllust í faðma er þeir fréttu af afsögn forystunn- ar. Jan Urban, félagi í mannrétt- indahreyfingunni Charta 77, kom með kampavínsflösku til þeirra og bauð viðstöddum að skála fyrir frelsi Tékkóslóvakíu. Tugir þúsunda Prag-búa fögnuðu tíðindunum á Wenceslas-torgi, veifuðu fánum og kröfðust fijálsra kosningá. Skömmu áður hafði Dubcek sagt í ávarpi sínu á torginu að hugsjónin um „kommúnisma með mannlegri ásjónu“ væri enn lifandi í hugum ungu kynslóðarinnar í landinu. „Vitrir menn spurðu eitt sinn: hvers vegna ætti að vera myrkur úr því hægt er að hafa birtu? Við skulum öll láta sem við séum í birtunni,“ sagði Dubcek, sem verður 68 ára á mánudag. „Við verðum að sameina samfélagið í einn farveg til að lyfta landinu á hærra stig,“ bætti hann við. Þúsundir manna voru á svölum í grenndinni eða klifruðu -upp á húsþök til að hlusta á Dubcek, sem bolað var frá völdum eftir að skrið- drekar Varsjárbandalagsins réðust inn í landið árið 1968. Samkvæmt skoðanakönnun námsmanna á götum Prag nýtur Dubcek stuðnings 24% þjóðarinnar en fylgi Vaclavs Havels er ívið minna, eða 22%. Margir fijálslyndir demókratar í Tékkóslóvakíu hafa gagnrýnt Dubcek, sem hefur ekki snúið baki við kommúnismanum á sarria tíma og umbótasinnar í öðrum Austur-Evrópulöndum, svo sem Ungveijalandi og Póllandi, eru að gefa hann upp á bátinn. Margir líta á hann sem mann fortíðarinnar. Vestrænir stjórnarerindrekar efast einnig um að Dubcek sé rétti mað- urinn til að leiða Tékka út úr stjórn- mála- og efnahagskreppu þeirra. Sten Andersson, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, afhenti í gær Vac- lav Havel Olof Palme-verðlaunin fyrir „hugrekki í baráttu sinni fyrir lýðræði og mannréttindum". Reuter Muawad kvaddur - nýrforseti kjörinn Elias Hrawi var kjörinn forseti Líbanons á fundi líbanskra þingmanna í gær og sór embættiseiðinn skömmu síðar. Hann fékk 47 atkvæði af 52 en fimm skiluðu auðu. Hrawi er kristinn eins og fyrirrennari hans, Rene Muawad, sem var myríur í Beirút á miðvikudag. Mörg þúsund syrgjendur fylgdust með því er líkkistu Muawads var ekið um götur Beirút í gær. Sumir rifu klæði sín og grétu en margir bölvuðu morð- ingjunum. Reuter Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkóslóvakíu, flytur ávarp við Wenceslas-torg í Prag, þar sem rúmlega 300.000 Tékkar söfnuðúst saman í gær til að krefjast stjórnmálaumbóta í landinu. A innfelldu myndinni fagna Dubcek og leikritaskáldið Vaclav Havel er skýrt hafði verið frá því að forystumenn kommúnistaflokksins hefðu sagt af sér. Litháíska þingið: Neftid falið að undirbúa stoftiun sjálfstæðs ríkis Moskvu. Reuter. LITHÁÍSKA þingið hefúr skipað nefnd til að kanna hvernig standa skuli að stofnun sjálfstæðs ríkis Litháa, að því er haft var eflir bfaðamönnum í Vilnius, höfuð- borg Litháens, í gær. Blaðamennirnir sögðu að nefndin hefði verið skipuð á fimmtudag og enginn vafi léki á því að. þingið hefði sett sér það markmið að stofna sjálfstætt ríki. „Spurningin er hins vegar sú hvernig standa beri að því,“ sagði einn þeirra í símaviðtali við fréttaritara Reuters i Moskvu. Þeir sögðu að nefndinni væri ætlað að kanna ýmsa mögu- leika, svo sem viðræður við sovésk stjórnvöld, samninga við Kreml- veija um efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði og þjóðaratkvæða- greiðslu um aðskilnað frá Sovétríkj- unum. Litháen var sjálfstætt ríki á árunum 1918-40. Margir litháískir þingmenn telja líklegt að Litháar reyni að stofna sjálfstætt ríki innan fimm til tíu ára. Blaðamennirnir sögðu að nefndin hefði verið skipuð að undir- lagi leiðtoga ungra kommúnista í Litháen, en þeir hafa rift öllum tengslum við sovésku æskulýðs- fylkinguna, sem stjórnað er frá Moskvu. Sovésk stjórrivöld tjáðu sig ekki um þetta mál í gær óg fréttastofan TASS minntist ekki á nefndina í frétt sinni af fundi litháíska þings- ins. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti liefur sagt að .ekki komi til greina' að lýðveldi Sovétríkjanna öðlist sjálfstæði þótt stjórnarskrá Sov- étrikjanna heimili slíkt. Norðursjór, Skagerak og Kattegat: Þorskkvótinn verði minnkaður um 20% Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruún, fréttaritara Morgunblaðsins. FISKIFRÆÐINGAR hafa skilað niðurstöðum af rannsóknum sínum á fiskstofnum í Norðursjó, Skagerak og Kattegat. Samkvæmt upplýs- ingum Ritzau-fi’éttastofunnar leggja fiskifræðingarnir til að dregið verði úr þorsk- og ýsuveiði um 20% á þessum hafsvæðum árið 1990. Þetta kæmi sér mjög iila fyrir danska sjómenn. Fiskifræðingarnir leggja einnig til að dregið verði úr síldveiðum, en enn hefur ekki verið ákveðið hversu mikill sá niðurskurð- ur verður. Sjávarútvegsráðherrar aðild- arríkja EB ræða kvótamálin í Brussel á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.