Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 36
FORGANGSPÓSTUR ÆUIJFSAfÆ? Efstir á blaði FLUGLEIÐIR MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Akureyri: Lézt eftir vinnuslys MAÐURINN, sem lenti í vinnu- slysi í verksmiðju Sana á Akur- eyri á föstudag, lézt í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri aðfara- nótt laugardags. Hann hét Steinþór Siguijóns- son, til heimilis að Álfabyggð 8 á Akureyri. Hann var 37 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir. Góður gangur í síldarsöltun: Gott samkom ulag í miðbæn um Morgunblaðið/Júlíus Aðfaranótt laugardagsins var tiltölulega róleg hjá lögreglunni í Reykjavík og í nágrannabæjunum. Lítið var um slagsmál, enda herti lögreglan í Reykjavík löggæzluna frá því sem verið hefur undan- farið. Hér eru lögreglumenn í Austurstræti í hressum félagsskap nokkurra unglinga. Sjá „Færri unglingar og fleiri lögreglumenn...“ á bls. 22. DAGÁR TIL JÓLA Meiri sala síldar til Sovét óvís ’BÚIÐ var að salta 217.500 tunnur af síld á fóstudagskvöld og á þá aðeins eftir að salta um 13 þúsund tunnur. Mest hefúr söltunin verið í Grindavík, 31.000 tunnur, 28.400 tunnur á Eskifirði og 28.800 tunn- ur á Höfn. Hjá Síldarút- vegsnefnd veitti Kristján Jóhannesson þær upplýsing- ar að engin svör hefðu bor- ist frá Sovét- ríkjunum um hvort samið verði um frekari kaup á saltsíld, en ■ hugsanlegt er að Sovétmenn kaupi 50.000 tunnur til viðbótar fyrri samningi. Ari Jónsson, framkvæmdastjóri hjá KASK á Höfn, sagði að töf á samningum við Sovétmenn hefði valdið söltunarstöðvunum tjóni. „Það bætti úr skák hjá okkur, að við gátum nýtt biðtímann eftir samn- ingnum með því að flaka og roð- fletta ferska síld, sem er seld söltuð til Svíþjóðar. Við lifum enn í voninni um að Sovétmenn kaupi af okkur þessar 50 þúsund tunnur en það er ekki hægt að treysta á það.“ Undirbúningsvinna fyrir forkönnun á byggingu varaflugvallar: Ákvörðun um forkönnun þarf að taka fyrir mitt næsta ár, segir utanríkisráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að niður- stöður forkönnunar fyrir hugsan- legan varaflugvöll Atlantshafs- bandalagsins á Grænlandi sýni, að slíkt mannvirki þar myndi kosta 50-60 milljarða íslenzkra króna. Það sé því ljóst að vara- flugvöllur á ísiandi yrði miklu dýrara mannvirki en talið hefur verið. Hæstu tölur, sem áður hafa verið nefndar um kostnað við gerð varaflugvallar hér, eru 10-11 miHjarðar króna. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að áfram væri unnið að undirbúningi þess, að forkönnun fyrir gerð varaflugvallar færi fram hér á landi. Framan af hefði gætt nokk- urs ósamræmis í upplýsingum frá bandarískum flotayfirvöldum ann- ars vegar og frá Mannvirkjasjóði NATO hins vegar, þannig að óskað hefði verið eftir ýtarlegri og ná- kvæmari upplýsingum. Upp úr þeim yrði unnin skýrsla, sem ekki væri að fullu lokið. Ráðherra sagði að nánari athugun leiddi í ljós að mið- að við óbreytt framkvæmdaáform Mannvirkjasjóðsins gætu fram- kvæmdir við varaflugvöll ekki hafizt fyrr en árið 1994, jafnvel þótt ákveðið yrði í tíma að heimila forkönnun. Jón Baldvin sagði að forkönnun myndi greinilega taka lengri tíma en áður hefði verið talið. Þá benti allt til að varaflugvöllurinn yrði miklu dýrara mannvirki en áður hefðu heyrzt tölur um og vísaði til þess að samkvæmt niðurstöðum forkönnunarinnar á Grænlandi myndi flugvöllur þar kosta 50-60 milljarða Islenzkra króna. „Það var hér á kreiki talan ellefu milljarðar, sem reyndar var ekki komin frá bandarískum stjórnvöldum, en hún var raunar aldrei nema um fyrstu áfanga," sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra sagði að um mitt árið 1990 myndi fara fram endurskoðun á núverandi langtíma- framkvæmdaáætlun Mannvirkja- sjóðsins. „Afstaða íslendinga til forkönnunaririnar þyrfti að Iiggja fyrir með góðum fyrirvara áður en sú endurskoðun færi fram,“ sagði hann. Hann sagði að ekki hefði verið tekin bein ákvörðun um að forkönnun yrði gerð, en haldið væri áfram að vinna í málinu. Hann sagði að það hefði ekki verið rætt í ríkis- stjórn nýiega, og hann gerði ráð fyrir að enn væri ósamkomulag milli sín og samgönguráðherra um Eignirnar sem rætt er um voru auglýstar til sölu fyrir 14 til 16 milijónir króna. Endanlegt sölu- verð hefur ekki verið ákveðið en samningsaðilar hittast eftir helgina. Erlendur Kristjánsson æskulýðs- fulltrúi ríkisins segir tvær ástæður liggja til þess að rætt sé um kaup á Móum frekar en Fitjum á Kjalar- nesi. Sölutilboð Fitja hafi verið all- miklu hærra og þar sé eitt 900 fer- metra hús í boði. „Við þurfum ekki svo mikið pláss og þykir heimilis- það, hvort leyfa ætti forkönnunina eða ekki. Sjá „í lausu lofti“ á bls. 10-12. legra að vera í þrem smærri húsum. Þá er hægt að bæta við húsum á Móum og ekki má gleyma því að aðliggjandi jörð, Saltvík, er í eigu Reykjavíkur og þar er annar mögu- leiki á stækkun." Meðferðarheimilið mun starfa í tengslum við Unglingaheimili ríkis- ins. Hámarksfjöldi unglinga sem búa á heimilinu hveiju sinni verður tuttugu en meðferð getur tekið upp undir tvö ár að sögn Erlends. Meðferðarheimili fyrir fíkniefnaneytendur: Viðræður um kaup á Móum á Kjalarnesi VIÐRÆÐUR eru hafnar um kaup ríkisins á fjögurra hektara hluta af jörðinni Móum á Kjalarnesi og þrem húsum sem þar standa. Ætlunin er að starfrækja þar meðferðarheimili fyrir unglinga sem illa eru staddir vegna fíkniefnaneyslu. Þegar hafa nokkrir starfs- menn verið ráðnir og þeir fara í þjálfún til Bandaríkjanna eftir ára- mót. Völlurinn verður miklu dýrari en áður var talið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.