Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B

wgiutHfifeife

STOFNAÐ 1913

7.tbl.78.árg.

MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1990

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Stormflóðið braut niður hluta stórs fískverkunarhúss Bakkafisks á Eyrarbakka.

Stokkseyri, Eyrarbakki og Grindavík:

Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson

Stormflóð veldur stórtjóni

Þrír menn björguðust úr sjávarháska. Fiskverkunarhús í Sandgerði brann til kaldra kola

TUGMILLJONA króna tjón varð

á Stokkseyri, Eyrarbakka og í

Grindavík í stormflóði í fyrri-

nótt og í bruna í Sandgerði.

Tjónið hefur ekki verið metið

en jafnvel er talið að það geti

verið á annað hundrað milljónir.

Ekki urðu slys á fólki og björg-

uðust þrír menn úr sjávarháska,

einn í Grindavík og tveir í Sand-

gerði.

Á Eyrarbakka og Stokkseyri fór

sjórinn yf ir og braut sjóvarnargarða

og flæddi um þorpin. Talið er að

eignatjón nemi tugum milljóna á

hvorum stað. Á Stokkseyri varð

mesta tjónið á fiskvinnsluhúsum og

veiðarfærageymslum á sjávar-

kambinum, meðal annars hjá Eyr-

arfiski. Sjórinn braut húsin og

flæddi inn í þau. Einnig flæddi inn

í nokkur íbúðarhús. I gær var vitað

um skemmdir á 19 fasteignum á

Stokkseyri, þar af 7 íbúðarhúsum.

Einnig urðu miklar skemmdir á

vegum í þorpinu og nágrenni þess.

Á Eyrarbakka varð mesta tjónið

hjá Bakkafiski. Flóðið braut niður

300 fermetra af 750 fermetra fisk-

verkunarhúsi og skemmdi vélar og

áhöld. Sjór f læddi einnig inn í nokk-

ur íbúðarhús og skemmdi þau og

innbú. íbúar eins hússins urðu að

yfirgefa það um nóttina þegar sjór-

inn flæddi inn með stórgrýti og

druilu. Mikið tjón varð á lóðum og-

götum á Eyrarbakka og Stokkseyri

og mikið verk er framundan við

hreinsun bæjanna.

í  Grindavík  varð  stórtjón  á

bryggjum, Kvíabryggja eyðilagðist

og Eyjabakki stórskemmdist. Sjór

gekk langt upp á land og flaut inn

í fiskvinnsluhús. Vegurinn út á

Reykjanes  rofnaði  á  150  metra

kafla og liggur vegurinn þó í um

400 m^tra fjarlægð frá sjó á því

svæði.  '

I Sandgerði brann fiskverkunar-

hús til kaldra kola og er það tjón

metið á a.m.k. tuttugu milljónir

króna.

Sjá fréttir á baksíðu og frá-

sagnir bls. 18 og 19 og á

miðopnu.

Japanir lána Ungverjum og

Pólverjum milljarð dollara

Vestur-Berlín. Reuter.

TOSHIKI Kaifu, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í gær að Japanir

myndu veita Pólverjum og Ungverjum eins milh'arðs dollara efnahagsað-

stoð, jafhvirði 61 miujarðs íslenskra króna. Jamframt sagði Kaifu að

Japanir hefðu ekki einvörðungu efhahagslegu hlutverki að gegna í

Austur-Evrópu í framlíðinni, heldur einnig pólitisku.

Samkvæmt yfirlýsingu Kaifu í

Vestur-Berlín í gær fá Pólverjar og

Ungverjar hvorir um sig 500 milljóna

dollara lán hjá japanska útf lutnings-

lánasjóðnum á næstu þrernur árum.

Ennfremur sagði Kaifu að japanska

stjórnin myndi veita allt að 350 millj-

óna dollara ríkisábyrgð til þess að

stuðla að fjárfestingum japanskra

fyrirtækja í Póllandi. Jafnframt yrði

ríkisábyrgð vegna viðskipta við Ung-

verjaland hækkuð í 400 milljónir

dollara eða um 100%.

Framangreind efnahagsaðstoð

kemur til viðbótar 200 milljóna doll-

ara neyðaraðstoð sem Japanir veittu

Ungverjum og Pólvetjum í nóvember

sl. Var sú fjárveiting liður í sameigin-

legu átaki vestrænna ríkja til þess

að stuðla að efnahagslegum stöðug-

leika í ríkjunum tveimur.

Að sögn Kaifu eru Japanir reiðu-

búnir að senda nefndir embættis-

manna til Búdapest og Varsjár til

þess að semja við þarlend yfirvöld

um fyrirkomulag fjárfestinga japan-

skra fyrirtækja þar.

„Við erum tilbúnir að auðvelda

lýðræðislegar umbætur og nýtt þjóð-

skipulag í Austur-Evrópu. Ég geri

ráð fyrir að menn líti til Japana og

ætli þeim ekki aðeins stórt efnahags-

legt hlutverk í breytingunum í Aust-

ur-Evrópu heldur einnig pólitískt

hlutverk. Við munum einskis láta

ófreistað til að stuðla að friðí og

framförum í heiminum. Umbótaþró-

un í Austur-Evrópu mun ekki einung-

is hafa áhrif á Evrópu heldur einnig

á alþjóðavettvangi," sagði Kaifu í

ræðu í Vestur-Berlín í gær.

I heimsókninni til Berlínar fór

Kaifu að Berlínarmúrnum. Rabbaði

hann þar m.a. við austur-þýska

landamæraverði. í gærmorgun átti

hann fund með Helmut Kohl, kansl-

ara Vestur-Þýskalands, í Bonn.

Kaifu er á ferðalagi um ýms Evrópu-

ríki og mun m.a. heimsækja Bruss-

el, London, París, Róm, Varsjá og

Búdapest áður en hann heldur heim

á ný 18. janúar. Að eigin sögn er

megintilgangur ferðarinnar að auka

og efla tengsl Japana og Evró-

puríkja.

Á leiðtogafundi viðskiptabanda-

lags kommúnistaríkja, Comecon, í.

Sófíu í Búlgaríu í gær varð sam-

komulag um að skipa nefnd til þess

að gera tillögur um breytingar á

stofnskrá bandalagsins, sem koma

eiga til framkvæmda i mars nk.

Sjá einnig erlendar fréttir á

blaðsíðu 7 og 20.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44