Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 41 Þorsteinn Kristleifs- son - Kveðjuorð Fæddur 4. október 1890 Dáinn 7. september 1990 Þorsteinn Kristleifsson á Gull- berastöðum andaðist að morgni 7. september á sjúkrahúsinu á Akra- nesi, háaldraður, en hann hefði orð- ið 100 ára 4. október næstkom- andi. Hann var sonur Kristleifs Þorsteinssonar, bónda á Stóra- Kroppi, og fyrri konu hans, Andrínu Einarsdóttur. Kona Þorsteins var Kristín Vig- fúsdóttir frá Gullberastöðum, en hún dó árið 1966. Þar sem Kristín var frænka mín átti ég því mikla láni að fagna 'að dvelja á Gullbera- stöðum. Það má segja að ég hafi komið þar á hveiju sumri frá því ég var á öðru ári og þar til jörðin var seld. Sumardvöl mín, sem barn og unglingur, hjá þessum heiðurs- hjónum, Kristínu og Þorsteini, gaf mér ótrúlega mikið og átti seinna eftir að auðvelda mér starf mitt sem kennari. Þorsteinn var með afbrigðum barngóður. Við börnin eltum hann hvert fótmál sem gafst. Ég minnist þess að oft hafi verið rifist um sætin næst Þorsteini við matarborð- ið og að vera sem næst honum úti i fjósi eða að fá að leiða hann um túnið. Hann var ætíð í góðu skapi, skemmtilegur og hláturmildur mjög. Alltaf var hann að segja okk- ur sögur eða fræða okkur. Að ganga með Þorsteini upp á bala var mér meira virði en náttúrufræði- kennsla sú sem ég fékk í skóla. Allir dáðu og virtu þau Gullbera- staðahjón. Hjá þeim var yndislegt að dvelja. Enn þann dag í dag dvel ég stundum í draumum mínum á Gull- berastöðum og er þá ýmist að tína ber eða í heyskap. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast þessum mætu hjónum og þakka fyrir allt það sem þau gáfu mér því það er mér mikils virði. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Hólmfríður Jakobsdóttir Látinn er hartnær tíræður Þor- steinn Kristleifsson fyrrum bóndi á Gullberastöðum í Lundareykjadal. Þar er genginn glæsilegur fulltrúi íslenskrar bændamenningar eins og hún gerðist best á tuttugustu öld- inni. Segja má, að hann væri gild grein á merkum og traustum ættar- stofnum úr Borgarfirði og Árnes- sýslu. Útför hans fór fram að Lundi 15. september við meira fjölmenni en gerist þegar svo aldrað fólk á í hlut. Þorsteins hefur verið minnst að verðleikum, en þar sem hann átti heimili í Borgarnesi næstum aldarfjórðung fannst mér við hæfi að hann fengi héðan kveðju. Svo vildi til að móðir mín, sém var ferm- ingarsystir Þorsteins dvaldi hjá mér þessi misseri. Þau endurnýjuðu sín kynni þegar bæði voru komin í Borgarnes. Þorsteini var orðinn mjög þungur fótur, en mamma var lengst af létt á fæti. Það var því oftast hún, sem heimsótti hann á Sæunnargötuna. Þau áttu sameig- Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVf ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.WBBBÍMS50H & CD ARMÚLA29, SÍMI 38640 inlegar minningar frá æskuárunum og sameiginleg áhugamál, bæði fróðleiksfús. Þau áttu því saman margar góðar stundir. Þær stundir voru móður minni mikils virði. Ég er þess fullviss, að hún hefði viljað tjá þakklæti sitt á kveðjustund þótt hún megi það ekki nú. Þær þakkir eru nú frambornar. Tíðum fylgdi ég móður minni, þegar hún fór í heimsóknir til Þorsteins og sótti hana aftur. Oft hafði ég þá um leið nokkra viðdvöl. Gamla, góða sveita- gestrisnin var í fullu gildi hjá Þor- steini. Kaffi var alltaf í brúsanum og brauð á borðinu. Þó var mest um vert, að eiga orðræður við hús- bóndann því hann var einstakur viðræðusnillingur og blandaði ætíð saman margvíslegum fróðleik og smellnum sögum um menn og mál- efni. Ættfræði var þó sú fræði- grein, sem honum var hugleiknust og þar var hann svo vel heima, að mér finnst sennilegt, að þar hafi fáir staðið honum á sporði. Hann rakti hiklaust ættir fólks í marga ættliði ekki aðeins hér um Borgar- fjörð, heldur líka vítt um landið allt. Ættir íslendinga í Kanada voru honum einnig mikið áhugaefni. Þor- steinn hafði líka til að bera hóg- værð og trúmennsku fræðamanns- ins. Ef hann var ekki alveg viss um eitthvert atriði, sem um var rætt, var flett upp í heimildum, því að hann átti gott bóka- og úrklippu- safn um sín fræði. Þar á ofan hafði hann sjálfur fest á blað mikinn fróð- leik og geymdi í möppum mjög skipulega og aðgengilega. Ég álít, að í því safni sé margt, sem ekki er annars staðar að finna. Vonandi eru þessi plögg vel varðveitt. Eftir að Jórunn systir Þorsteins dó var hann einn í íbúðinni. Þá tók hann til við það, maður kominn yfir áttrætt, að elda mat sinn sjálf- ur og náði undragóðum tökum á því verkefni. „En ég baka ekkert," sagði hann og hló. Vissulega fékk hann góða heimilishjálp með að- Matthías Skjaldar- - Minningarorð son Fæddur 1. febrúar 1959 Dáinn 19. september 1990 Ef til er heimiíir fyrir handan, - eins og við viljum flestöll trúa, - og fæðing manna inn i þann heim er í samræmi við þá breytni og það hugarfar sem einkenndi viðkomandi í hérvistinni, þá hefur Matthías Skjaldarson fengið hlýjar móttökur og góðan viðurgjörning þegar hann kom yfir landamærin. En okkar megin er skarð fyrir skildi; nú vant- ar mikið í heiminn og missirinn er sárari en tárum taki. Matthías er horfinn og við það sortnar í sál- inni. En þrátt fyrir það er tómið ekki kolsvart, það bjarmar frá minningum um óvenjulega notaleg- an náunga, dreng góðan sem átti mikið að gefa af hreinlyndi sínu, hógværð og spriklandi fínum húm- or. Matthías var víðlesinn og til- gerðarlaus fagurkeri, tónelskur með afbrigðum og flestum var hann sleipari í þeirri vandasömu og mikil- vægu grein mannlegra samskipta sem kennd er við samræðulist. Kjaftatarnir með Matthíasi voru heilsubót. Návist hans var elskuleg en aldrei yfirdrifin, honum lá ekki illt orð til nokkurs manns, þó ekki skorti gagnrýnið hugarfar og skarpa vitsmuni. Guðrún Þ. Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 4. marz 1928 Dáin 11. september 1990 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mánudaginn 17. september kvaddi ég elskulega fræn'ku mína, Guðrúnu Þ. Sigurðardóttur eða Dummu eins og hún var alltaf köll- uð af þeim sem þekktum hana. Dumma fæddist á ísafirði og var næstyngst sjö systkina. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmunds- dóttir og Sigurður Sigurðsson. Dumma giftist Ólafi E. Einarssyni stórkaupmanni og eignuðust þau einn son, Ólaf, sem giftur er Þor- björgu Jónsdóttir og eiga þau tvær dætur. Guðrún og Olafur áttu Heildverslunina Festi og vann hún þar við hlið eftirlifandi eiginmanns síns með dugnaði og var hún mjög vandvirk og samviskusöm og skilaði ávallt sínu verki vel. Kynntist ég þeim hjónum mjög náið þar sem ég vann hjá þeim í Festi í átta ár og þótti mér mjög gott að vinna með þeim báðum. Seinna opnaði Dumma svo hattabúð á Frakkastíg 13 þar sem hún vann þar til þau seldu húsið og fluttu inn á Jökul- grunn þar sem hún lést. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Ólafi, Óla, Þorbjörgu, barnabörnum og systkinum. Blessuð sé minning Guðrúnar Þ. Sigurðardóttur. Hrefna drætti, ræstingu og þvotta. Þar kom þó, að sjóndepra hindraði hann í að nota eldavélina. Naut hann þá aukinnar heimilishjálpar. Helga Haraldsdóttir var honum til aðstoð- ar um árabil og rækti það starf af frábærum dugnaði og natni. Þetta var. honum ómetanlegt því hann vildi vera sem lengst í íbúðinni þar sem hann hafði allar bækurnar sínar innan seilingar. Sem vænta mátti af svo mannblendnum manni, sem Þorsteinn var, mætti hann reglulega í „opið hús“ þar sem aldr- aðir Borgnesingar una sér vikulega á vetrum við spil og aðra sýslan. Þar naut hann einnig góðrar aðstoð- ar til að komast til og frá samkomu- húsinu. Allir vildu greiða veg Þor- steins, enda maðurinn þeirrar gerð- ar, að það kom eins ó'g af sjálfu sér. Þegar stofnað var Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni gekk Þorsteinn strax í félagið og rækti fundi vel. Árið 1988 vann ég við heimilishjálp hjá fimm öldruðum einstaklingum í Borgarnesi og var Þorsteinn meðal þeirra. Þá kynntist ég honum nánar. Andlegt atgervi hans virtist óskert og hann bjó yfir einstæðum persónutöfrum. Stál- minni hans, skýrleiki í hugsun, lif- andi áhugi á umhverfinu og öllu, sem um var rætt var með ólíkind- um. Rósemin var líka einstök. Þeg- ar hér var komið sögu hafði hann aðstoð kvölds og morguns, en var einn um miðjan daginn ef engir voru gestir, en iðulega kom ein- hver. Svo bar við einn dag eftir hádegi, að Þorsteinn studdi sig við stól, en stóllinn rann til að hann féll á gólfið. Þá var hann orðinn svo stirður, að honum var ekki unnt að reisa sig við. Þarna lá hann á eldhúsgólfinu svo klukkustundum skipti þar til hjálp barst.. Næst þeg- ar ég kom spurði ég, hvort honum hefði ekki orðið biðin löng. „Læt ég það nú vera,“ sagði Þorsteinn rólega „ég svaf nú góða stund.“ Þegar voru gerðar ráðstafanir til þess, að þetta kæmi ekki fyrir aft- ur. Stundum er sagt um aldraða „hann er nú orðinn gamall karlang- inn, hann segir alltaf sömu sög- una“. Svo var þó ekki með Þor- stein. Ég starfaði hjá honum um 8 mánaða skeið einn dagpart í viku. Ekki endurtók hann ræðu sína held- ur var í hvert skipti nýtt umræðu- efni og nýjar sögur. Hann sagði oft: „Þú ert nú ekki lengi að þvo upp, svo tölum við saman.“ Og við töluðum saman. Það var jú að mestu hann, sem talaði, ég sat og hlýddi á þennan frábæra sagnameistara. Þegar ég fór tók hann ekki annað í mál en að fylgja mér til dyra og það var gert af virðuleik og kurt- eisi, sem hefði sómt sér í konungs- höll. Svo tók hann í hönd mér fast og hlýtt, það var handtak ungs manns og sagði ætíð: „Þakka þér fyrir í dag, vertu sæl og vegni þér nú vel.“ Ég leit oft aftur við hús- homið og veifaði honum. Hann stóð í dyrum sinum og studdist við dyra- stafinn, hárprúður enn og bjartur yfirlitum, andlitið ungt þrátt fyrir þær rúnir, sem lífið hafði í það rist. Svona sé ég hann fyrir mér þeg- ar ég hripa þessar línur. Vegni honum vel í ókunna landinu. Ingibjörg Magnúsdóttir Það var ekki langur tími sem ég þekkti Matthías, aðeins fimm ár, en þótt kynnin væru stutt og stund- um stopul, þá voru þau öll á dýpt- ina. I örðugleikum reyndist hann mér hið besta; hjálpsemi hans var traust, einlæg og aldrei uppáþrengj- andi, en það munaði um hana. Þeir eru í rauninni fáir sem ég á jafn stóra þakkarskuld að gjalda. Og nú get ég gegnum harminn þakkað fyrir að eiga hið innra með mér ljós- lifandi minningar um þennan sanna og raungóða sálufélaga, sem oftar en ekki er hlæjandi í endurminning- unni. Mér hlýnar um hjartarætur og þykist vita að sá ylur sé öðrum verðmætum dýrari í þessum heimi, og að hann eigi eftir að fylgja mér það sem ég á ólifað. Hafi Matthías þökk. Aðstandendum Matthiasar votta ég mína innilegustu samúð. Þorgeir R. Kjartansson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður míns, JÓNATANS JÓNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Ástrfður Jónsdóttir og fjölskylda. t Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarþel við fráfall mannsins míns og föður okkar, STEFÁNS JÓNSSONAR rithöf undar og fyrrverandi fréttamanns. Sérstakar þakkirtil SigurðarÁrnasonar, læknis, hjúkrunarfræðing- anna Hrundar Helgadóttur og Guðbjargar Jónsdóttur starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Kristíana Sigurðardóttir og börn hins látna. t Þökkum af alhug samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR Þ. SIGURÐARDÓTTUR frá ísafirði, Jökulgrunni 1, Reykjavfk. Ólafur E. Einarsson, Ólafur E. Ólafsson, Þorbjörg Jónsdóttir Ásdís ír Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir. C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.