Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991
4-
Morgunblaðið/RAX
smimmm
EKKIKOIM HARTMÐW
Á LUMAFÓLKI
DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA SEGIR FREISTANDIAÐ SETJA SMYRSLÁSÁRIN
OG TAKA ERLEND LÁN, EN SKULDASTAÐA ÍSLANDS LEYFI SLÍKT EKKI - HANN SEGIR
GENGISFELLINGU ÚRELTFYRIRBÆRI
eftir Agnesi Bragadóttur
RÍKISSTJÓRN Davíðs Oddssonar er aðeins rúmlega
hálfs árs gömul, en þrátt fyrir skamma stjórnarsetu
má segja að ýmislegt hafi á daga hennar drifið og
margt haf i reynst henni þyngra í skauti en horfur
voruá 30. apríl síðastliðinn, þegar hún tók við völd-
um. í þeim efnum er rétt að nefna mikinn aflasam-
drátt á því aflaári sem hófst 1. september, frestun
álvers og átök innan stjórnarflokkanna og milli þeirra
og innan um grundvallarmál eins og f iskveiðistefnu
og byggðamál. Nánustu framtíðarhorfur íslensks
efnahags- og atvinnulífs eru síður en svo bjartar og
enn eitt árið án hagvaxtar blasir við íslendingum.
Kjarasamningar eru lausir og á þessari stundu liggur
ekkert fyrir um það hvenær samningar takast, né
um það á hvaða nótum þeir geta orðið.Davíð Odds-
son f orsætisráðherra og f ormaður Sjálf stæðisflokks-
ins ræðir þessi mál í viðtali við Morgunblaðið sem
hér f er á eftir.
Ef ég byrja á því að
biðja forsætisráðherra
að horfa um öxl og
líta rúmlega hálft ár
aftur í tímann. Hefur
þetta tímabil verið eitthvað í líkingu
víð þær væntingar sem þú hafðir
um þátttöku í landsmálapólitík, þeg-
ar þú fórst fram gegn Þorsteini
Pálssyni á Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í marsmánuði?
„Ég hafði kannski ekki svo mikl-
ar væntingar í sjálfu sér, þar sem
þetta bar nú allt svo brátt að og
það var hreinlega ekki neinn tími
fyrir væntingar. Að einu leyti held
ég þó að væntingamar hafi staðist.
Ég lagði upp með það, að það væri
afskaplega mikilvægt fyrir flokkinn
að fá sjálfstraust á nýjan leik, sem
hann hafði tapað að vissu marki,
sem vonlegt var. Fyrst með hremm-
ingunum sem hann gekk i gegnum
fyrir kosningarnar 1987, þar sem
hann klofnaði og svo aftur þegar
hann hrökklaðist úr ríkisstjórn eftir
14 mánaða setu þar. Ég lagði
áherslu á að flokkurinn yrði í ríkis-
stjórn og að _sú ríkisstjórn yrði
mynduð hratt. Ég vildi að sú stjórn
yrði mynduð með Alþýðuflokki. Allt
hefur þetta gengið eftir. Ég taldi
afskaplega mikilvægt að forystu-
menn flokkanna næðu saman, og
þeir hafa náð saman og flokkarnir
standa þétt saman í þessu sam-
starfi. Ég skal þó viðurkenna að ég
vonaðist eftir meiri utanaðkomandi
meðbyr en orðið hefur. Ég átti ekki
von á því að aflasamdráttur yrði
svona mikill og ég trúði því innst
inni að allar líkur væru á að álverið
kæmi og framkvæmdir hæfust á
næsta ári. Ég vissi þó auðvitað að
þar gat brugðið til beggja vona."
— Frestun álversframkvæmda,
beint í kjölfar ákvörðunar um mikla
aflaskerðingu   hefur   ýmist   verið
nefnd áfall eða reiðarslag. Við blas-
ir mikið erfiðleikatímabil. Verður
ekki að rífa upp fjárlagafrumvarpið
núna og ráðast á það með niður-
skurðarhnífnum? Hvernig hyggst
ríkisstjórnin bregðast við?
„Það er alveg rétt, að þetta er
heilmikið áfall. Það fer nú fram
vinna á vegum stjórnarflokkanna
til að meta hvernig við stöndum
eftir þetta áfall og þeirri vinnu á
að ljúka í næstu viku. Þá verður
það rætt innan flokkanna hvernig
á að bregðast við. Það kann að vera
að hagsmunir rekist á { þessu sam-
bandi. Annars vegar þurfum við að
laga ríkisútgjöldin eftir þetta högg
sem frestun álversins var okkur og
hins vegar er viðbúið að það verði
þrýstingur á ríkissjóð vegna þess
áfalls sem sjávarútvegurinn hefur
orðið fyrir. Þetta þurfum við að
vega og meta.
Við getum ekki leiðrétt þessa tvo
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44