Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 35 Þessi langíerðabifreið þótti byltingarkennd með ekkert „húdd“. Austurbæjarbíó þótti eitt glæsi- legasta samkomuhús landsins. Iðnaðarmenn leggja síðustu hönd á salinn áður en kvik- myndahúsið var opnað fyrir almenning. SÍMTALID . . . ER VIÐ ÓLAFHÓLM, HREINGERNINGAMANN Viðsjárverð málning 19017 „Halló?” - Góðan daginn, við hvern tata ég með leyfi? „Ég heiti Ólafur Hólm.” - Komdu sæll, þetta er á Morgunblaðinu, Guðrún Guðlaugs- dóttir sem talar, ég ætlaði að spyrj- ast lítils háttar fyrir um hrein- gerningaþjónustuna sem þið eruð með Hólmbræður. „Já, það er velkomið.” - Er þessi þjónusta meira eða minna notuð nú en árið 1952, þeg- ar fyrirtækið var stofnað? „Núna er málningin tiltölulega betri en hún var þá. Fólk á því létt- ara með að vinna slík verk sjálft núna. Áður fyrr var málningin svo viðsjárverð.” - Hvernig þá viðsjárverð, fór hún kannski af? „Nei, en hún var svo olíuborin að það vildu koma taumar þegar veggirnir voru þvegnir. Auk þess var olíukynding í húsum,sem jók óhreinindi að miklum mun. Þetta breyttist þegar hitaveitan kom. Hins vegar er sarns konar mengun frá bílum í dag, t.d. við Laugaveg- inn. Þar sem slíku er til að dreifa getur verið erfitt að gera hreina veggi, þó málningin í dag-sé miklu betri en hún var áður fyrr. Oft bregður fólk á það ráð að mála frekar en gera hreint, því það vilja koma taumar ef farið er að þvo. Það er orð- ið svo miklu léttara á mála núna.” - Svo þið eruð miklu minna í hreingerningum núna en áður? „Okkar verksvið hefur dálítið breyst. Það má segja að núna séum við meira í hreingerningu á teppum. Helst gerum við hreina veggi og loft fyrir fólk sem er að flytja.” - Hvað kostar að gera hrein teppi? „Það kostar núna 130 krónur á hvern gólffermetra og þá er allt innifalið.” - Er alveg sama hvernig teppið er? „Já, nema það sé mjög óhreint, t.d. í verslunum. Þá tökum við meira - en við segjum frá því áður en við byrjum.” - En ef þið gerið hreina veggi? „Ef við tökum loft og veggi þá tökum við 170 krónur á fermetra. En 150 ef íbúðin er tóm. Þá gerum við hreina veggi, loft, glugga, ofna og hurðir.” - Með hveiju gerið þið hreint? „Við erum með platta og síðan erum við með úðara og sprautum á veggina.” - Hvað eru plattar? „Platti er áhald sem ég fann upp sjálfur fyrir 30 árum. Þá setti ég handklæði á 30x20 sm hreyfanleg- an flöt sem ég setti á langt skaft. Þetta hefur reynst mjög þægilegt áhald til hreingerninga.” - Hefur þú á tilfinningunni að dregið hafi úr hreingerningum fyrir jólin? „Ég veit að svo er. Þá voru álíka margir í hreingerningum og nú er og þó voru heimilin vafalaust færri. Það fer líka eftir því hvemig árar hjá fólki hvað mik- ið er að gera. Það dregst saman þeg- ar illa árar.” - Og finnið þið það núna? „Já, þetta er við- kvæmur mark- aður. Um leið og samdráttur er þá minnkar hjá okk- ur.” - Jæja, þakka þér fyrir. „Já, vertu blessuð.” Ólafur Hólm HVAR ERU ÞAU WÚ? ÁRNI í ÁRNABÚÐ Sinnir manneskju- legum störfum Þeir eru margir Vesturbæingarnir sem muna eftir honum Árna Einarssyni í Árnabúð á horni Fálkagötu og Tómasarhaga þar sem hann verslaði við góðan orðstír í tuttugu og átta ár. Fyrir þrem- ur og hálfu ári hætti Árni verslunarrekstri. Um það leyti sem Árni lét af kaupskap sýndi Ríkissjón- varpið viðtalsþátt við Árna. Ýmsir viðskiptavinir, þ.á m. Vigdís Finn- bogadóttir forseti, lýstu harmi sín- um yfir að Árni hyrfi á braut. Kaupmaðurinn upplýsti umsjón- armann þáttarins um hann væri að fara í „manneskjuleg störf’. Hver skyldu þau nú vera? Blaðamanni Morgunblaðsins var tjáð af persónum sem láta sér annt um heilsu sína og mataræði að Árni seldi um helgar í Kola- portinu vörur þénanlegar íslenskri manneldis- og neyslustefnu, þ.e.a.s. ávexti og grænmeti. En varla nægir það svo lúsiðnum og starfsömum manni sem Árna að selja meðborgurunum gras tvo daga í viku? Morgunblaðið hafði fregnir af því að Árni væri starfandi á ljós- ritunarstofunni Ljósborg/Ljósfell. Eigandinn Lilja Ásgeirsdóttir veitti blaðamanni þær upplýsingar að „hann Árni minn” (þau er gift. innsk. blm.) ynni einungis hjá henni í hlutastarfi en væri af- greiðslutæknir hálfan daginn í versluninni Björk í Bankastræti. Morgunblaðsmenn fóru í búðar- ferð. Mikið rétt, við afgreiðslu- borðið stóð Ámi í Árnabúð. „Hvað get ég gert fyrir þig?” spyr Árni. Hvað getur Árni gert? — Það verð- ur að segjast að það góss sem Árni selur getur tæpast talist hagfellt hinni íslensku heilbrigð- isáætlun. Verslunin Björk var áður kunn sem verslunin Bristol. Þarna virðist flest fáanlegt til tób- aksneyslu, reykjarpípur, kveikjar- ar, sígarettur, vindlar, píputóbak, néftóbak, munntóbak. Morgun- blaðsmanni er kunnugt um að í þessari verslun eru seldar allar tóbakstegundir sem ÁTVR flytur inn og þar á ofan fjölmargar sem eigandinn, Sölvi Oskarsson, sér- pantar. Auk þess er á boðstólum ijölbreytt úrval af varningi til áfengisdrykkju; glös, vasapelar, sjússamælar og kokteilhristarar, bæði löggiltir til veitingareksturs og einnig til einkanota, ferðabarir o.s.frv. — Árni, eru þetta hin „mann- eskjulegu störf’; að ýta undir drykkjuskap Islendinga? „Það er mjög manneskjulegt að gleðja mannsins hjarta eins og hóflega drukkið vín gerir. Og við stuðlum að hófsemi og betri drykkjusiðum. Viltu heldur að menn drekki ómælt af stút en úr glasi? Er ekki betra að blanda kokteil eftir máli en að drekka óblandað ómælt? Þær tækifæris- gafir sem þú kaupir hér eru sáras- aklausar. Við seljum ekki fylling- una. Hana geturðu keypt í öðrum sérverslunum í opinberri eigu.” — En tóbakið, sem veldur neytendum heilsutjóni og er mörgum til ama og óþæginda? „Eg er fyrst og fremst að svara eftirspurn og sel tóbak bæði hreint og blandað frá öllum heims- hornum. — Ég vil taka það skýrt fram að við seljum ekki ungling- um undir lögaldri tóbak af neinu tagi. — Okkar viðskiptavinir eru flestir ákveðnir reykingamenn sem hafa það að leiðarljósi að góðir hlutir séu til að njóta þeirra. Mér er það stórum til efs að þeir segi skilið við tóbakið úr því þeir hafa haldið tryggð við það þrátt fyrir allan áróður og boð og bönn hin síðari ár.” Það dregur ský fyrir sólu; einn viðskiptavinur Árna svælir ný- keyptan varning með sýnilegri velþóknun úr pípusterti. — Má virkilega reykja hérna í versluninni? „Þó það nú væri. Við erum að selja varning fyrir minnihlutahóp sem hefur átt undir högg að sækja. Sumir hafa jafnvel orðið að hrekjast með sínar pípur og vindla út í garð eða út á svalir. Ég held að það sem gerist næst verði að menn hópi sig saman á sérstakar reykstofur þar sem þeir fá að reykja sína pípu og vindla í friði. Mér fínnst það megi ekki minna vera en að þeir fái að reykja í griðum í sinni sérverslun.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.