Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 20
20 f MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 21. JUNI 1992 AFLABRESTUR A SPJÖLDUM SÖGUNNAR Lúðvík Kristjánsson. „Ég held að vert sé að hafa í huga neyðartíma fyrri alda, þegar við í alisnægtarþjóðfélagi berjum svo rækilega lóminn, að ekki sé nema svartnætti fram und- an.“ eftir Lúðvík Kristjánsson Ekki er úr vegi í allri umræð- unni um væntanlega skerðingu þorskveiða að gaumgæfa, hvaða vitneskju sagan kann að luma á um mikinn og langærann afla- brest. Verður í þessari grein dokað við lok 17. aldar og byrjun þeirrar næstu til þess að átta sig á, hvað lesa má í heimildum um aflabrögð { þann tíma. Margt smátt tíunda íslensk fornrit um fiskveiðar, en þegar það er í eitt saman komið er auðvelt að átta sig á, hvemig þeim var háttað svo til óbreyttum í tíu ald- ir, að undanskildu því, að byijað var að fiska á lóð í lok 15. aldar. Fátt er í miðaldaheimildum um aflafeng og því stingur í augu þessi frásögn í 12. kafla Grettis sögu: „Þann tíma kom hallæri svo mikið á íslandi, að ekki hefur jafn- mikið komið; þá tók af allan sjáv- arafla og reka, stóð svo yfir í mörg ár.“ Almennt hefur verið talið, að þessi ótíðindi hafi átt sér stað um 980. í reynd skiptir ekki máli, hvort höfundur Grettis sögu á hér við atburði frá 10. öld eða ritunar- tíma sögunnar, um 1300. Hitt eru öllu meiri tíðindi, að höfundur sög- unnar skuli þekkja til langvarandi aflabrests, og þá hafi sjávarfangið þrátt fyrir bændasamfélagið, skipt sköpum fyrir afkomu landsmanna. Er það í samræmi við rauða þráð- inn um allar aldir íslandssögunn- ar. En frásögn höfundar Grettis sögu vekur þá spum, hvort í ann- an tíma hafi aflabrestur staðið „yfir í mörg ár“. Þegar flett er blöðum sögunnar kemur einungis eitt tímabil til greina, árin 1686- 1704. Ætlunin er að birta hér sönnur þess að svo hafi verið. Vert er að hafa orð á því í upp- hafí, að óblítt veðurfar var þá lengst af, mikil ísár, svo að farið er að nefna þennan tíma litlu ísöld- ina. Hlutaveturinn mikli Alltrúverðugar heimildir eru til um fyrrgreint tímabil og þótt ekki væri þá alfarinn aflabrestur, var hann svo sár sum árin, að torvelt er að benda á aðra eins ördeyðu í annan tíma. Mörgum hættir um of A+K myndvarpar • Niðurfellanlegur armur • Hæðarstilling á borði • Frábær myndgæði TEIKNIÞJÓNUSTAN SF., Bolholti 6,105 Rvk.S. 91-82099. við að einblína á frásagnir annála, en þær eru oft svo brotakenndar, að ekki má við þær styðjast, nema annað .komi til. Þar getum við t.d. lesið: „Hlutir litlir.“ „Hlutir í meðal- Iagi.“ „Hlutir víðast í minna meðal- lagi.“ „Fiskur fyrir norðan." „Hlut- ir urðu miklar fyrir sunnan og norð- an.“ Úr þesskonar frásögnum verð- ur Jítið lesið marktækt. Þegar kem- ur að eindæmunum er aðallega hald í annálaheimildum, en þó eink- um, þegar þær hafa stuðning af öðrum haldbetri. Til eindæma má t.d. nefna árið 1684, en þá var frá- bærlega gott tíðarfar, jafnvel svo blítt, að róið var norðanlands allan þorrann, og á Suðurlandi var þessi vetur kallaður hlutaveturinn mikli. Af annálsfregnum frá tímabilinu 1868-1704 verður helst ráðið, að þá hafí í Sunnlendingafjórðungi verið afli í meðallagi í tvö ár, í sjö ár lítill eða mjög lítill og aflaleysi í fjögur ár. Sama er að segja um Vestfirðingafjórðung, nema þá voru aflabrögð þar í meðallagi í sjö ár. Norðanlands var þá aflabrestur í sex ár. Hvaða stuðning hefur þetta við marktækar heimildir? Vestamannaeyjar og skaftfellsku verstöðvarnar Með vertíðinni 1686 bytjar afla- bresturinn í Vestmannaeyjum og í verstöðvunum fyrir austan Þjórsá, en þar var þá mikil útgerð, sérstak- lega í Reynishöfn og við Dyrhólaey. í Vallaánnál segir svo við upphaf aflaleysistímabilsins, en höfundur- inn var þá í Skálholtsskóla: „Tók þá mjög af fiskigang og varð lítið um hluti lengi síðan.“ Hvemig kem- ur þetta heim við Vestmannaeyjar? Aflaleysið hefur þegar leikið eyja- menn svo grátt, að bændur, sem þá voru í raun allir landsetar kon- ungs, kvarta sáran yfír miklum skuldum, er þeir séu komnir í við kaupmenn, en þeir voru jafnframt leigutakar eyjanna. Armóður eyja- bænda varð til þess, að konungur sá aumur á þeim, og með bréfí til amtmanns 16. maí 1691 gaf hann þeim upp landskuldir í fímm ár og aðrar skattgreiðslur. A 17. öld er í Vestmannaeyjum komið töluvert húsmannahverfi, og aflaleysið bitn- aði ekki síður á húsmönnum þar en bændum, enda fór svo næstu árin eftir 1690, að rösklega tveir tugir húsmannahúsa lögðust af. Aflabresturinn í Vestmannaeyjum var mestur 1690 og 1691. Seinna árið var þó forkunnargóður vetur, en eigi að síður mátti heita afia- laust í Eyjum og fyrrgreindum ver- stöðvum eystra. Þess er t.d. getið, að kiausturhaldarinn í Þykkvabæ, sem þá gerði út í Mýrdal, fékk að- eins 24 físka í 16 hluti. Annar maður, sem þar átti 8 hluti, fékk í þá alla 10 fiska. Þegar aflaleysis- tímabilið byijar eru í Reynishöfn og við Dyrhólaey 28 stórskip, áttær- ingar og teinæringar, en þegar því lýkur, eru í Mýrdalnum einungis 13 skip. Fá engan fisk í sjö hluti Frá öðrum stöðum við Suður- ströndina er sömu sögu að segja. Eyrarbakki er þá fískihöfn og kaup- svæðið nær frá Skeiðará vestur fyrir Selvog. í bréfí, sem íslands- kaupmenn skrifa 29. nóv. 1701, segja þeir, að fyrir 15-16 árum hafi Eyrarbakki verið með bestu fískihöfnum á landinu, en síðan hafí þar mikil breyting orðið vegna aflaskorts. Um þetta leyti voru stærstu ver- stöðvarnar milli Þjórsár og Reykja- ness Þorlákshöfn og Grindavík og þar var Skálholtsstóll stærsti út- gerðaraðilinn. í bréfabókum bisk- upa eru miklar heimildir um útgerð stólsins, og þá meðal annars það tímabil, sem hér um ræðir og hvern- ig aflaleysið leiddi þar til vand- ræða, eins og síðar getur. Við Faxaflóa var aflaleysið mest 1700 og 1701. Lárus Gottrup, lög- maður á Þingeyrum, átti þá þar í veri sjö vinnumenn og fengu þeir engan físk til hlutar. Þessa heimild hefur Páll Vídalín fest á blað, og má hann vita sönnur á þeim tíðind- um. Stórbóndinn og lögréttumaður- inn Þorkell Jónsson í Innri-Njarðvík hafði þá til sjávar 30 hluti og fékk í þá alls 306 fiska. Frá biskupsstóln- um á Hólum voru þá gerðir út suð- ur til róðra 12 menn, og var afla- hlutur þeirra allra 300 fískar. Stærstu verstöðvarnar voru um þessar mundir á Snæfellsnesi og í Breiðafírði. Hjallasandur var þá eina þurrabúðahverfíð hér á landi, er svo var mannmargt, að með sanni mátti nefna þorp. Talandi vottur um afleiðingar aflaskortsins á Snæfellsnesi er sú staðreynd, að á tímabilinu 1680-1701 leggjast 98 tómthús þar í auðn og líklega ekki færri en um 400 manns orðið að skilja við býli og búslóð og leggja upp í þrautagöngu með beininga- stafínn einan að styðjast við. í Breiðafjarðarverstöðvunum — Höskuldsey — Oddbjarnarskeri — Bjameyjum — var haldið til fiskjar rösklega eitt hundrað bátum og þar gegndi því sama um aflabrestinn og syðra. Flatey hafði t.d. verið allstórt út-ver, en lagðist þá sem slíkt alfarið niður. Sjóða hákarlsskráp og nýjan háf Víkjum til Vestfjarða. Skömmu fyrir 1670 var komið blómlegt út- ver í Svalvogum, yst á norðurströnd Arnarfjarðar, og þaðan róa þá um skeið 15 bátar. En svo var ördeyðan mikil eftir 1690, að þá lagðist þar útræði alveg niður og leituðu þó Svalvogamenn eftir afla á haf út. Fjallaskagi var höfuðútver Dýrfirð- inga, og réru þaðan 27 bátar þegar best lét, í kringum 1680, en eftir að aflabrestsins fór að gæta fækk- aði þeim stöðugt og munu þá fæst- ir hafa orðið átta. Til er skýrsla um ástandið á Vestfjörðum um aldamótin 1700, sem er samin af bænunum Snæ- bimi Pálssyni á Sæbóli á Ingjalds- sandi og Ásmundi Ketilssyni á Fjall- askaga, undirrituð af þeim_ 11. júlí 1701. Þeir segja þar: í ísafjarð- arsýslu hefur fólk dáið úr hungri. Áttræðir menn muna ekki slík harð- indi. Samfara óveðráttu hefur veríð skepnufellir mikill og fiskleysi í Arnarfírði, Súgandafirði, Bolungar- vík og Skutulsfirði. í verstöðvunum hefur verið þvílík neyð, að um vor- vertíðina á Fjallaskaga máttu menn sjóða hákarlsskráp og nýjan háf sér til viðurværis. Tóm skreiðarbúr á Skaga og í Fljótum Ef litið er til Norðurlands er sama uppi á teningnum, en þar stóð afla- bresturinn lengst. Hólastóll átti fjölda jarða víðsvegar um fjórðung- inn, þar sem greiða átti afgjaldið í fiski. Hafði stóllinn tvö skreiðarbúr til þess að taka á móti afgjöldunum. Annað var á Skaga, en hitt í Fljót- um. Afgjöld og leigur, sem Hóla- staður átti að fá árlega á þessa staði var rösklega 8'/2 smálest af harðfiski. Samkvæmt reikningi ráðsmanns Hólastaðar galst enginn fiskur árið 1700 og aðeins 160 kg 1701. Segir það meira en mörg orð um aflabrestinn nyrðra. Biskupsstólarnir voru stórveldi í landinu og þessvegna er ástæða til að spyija, hvernig þeim reiddi af til að halda sínu, þegar kom til afla- brestsins. Árleg neysla harðfisks í Skálholti, var 9-10 smálestir. Á því tímabili sem hér um ræðir ger- ist þrennt í sögu Skálholtsstaðar, sem ekki finnast dæmi um fyrr né síðar, svo mér sé kunnugt. Skóla- haldi verður að hætta í miðjum klíð- um eitt árið sökum fiskskorts. í annan tíma verður að sækja fisk vestur undir Jökul og loks verður að senda lest í sama skyni alla leið á Vestfirði, ef þar kynni að fást steinbítur. Líkt var þá farið um Hólastað. Þar varð skólahald að hætta sökum fiskskorts seint í janúar 1698 og af sömu ástæðu var ekki skóla leng- ur fram haldið en í miðgóu veturinn 1700-1701. Þann vetur neydist Hólabiskup að senda menn til fisk- kaupa vestur undir Jökul og enn- fremur til Tálknafjarðar, en eigi að síður voru skólapiltar látnir fara heim um miðjan vetur, eins og fyrr segir. Mörg eru vitnin Margir eru þeir, sem í Jarðabók Árna og Páls vitna um aflabrestinn í lok 17. aldar. Allir eru þeir vitnis- burðir á eina lund og sérlega athygl- isverðir. Enginn skýrir þar afla- brestinn eða aflaleysið með frátök- um vegna lagnaðaríss eða hafíss, heldur ætíð með þessum orðum: „Síðan fiskur lagðist frá“ eða „Síð- an fiskur hætti að ganga í fjörð- inn“, og er miðað við tímabilið í kringum 1690. Á þetta jafnt við um firði sunnan- og vestanlands sem norðan og einnig þá staði, þar sem ekki var um annað að ræða en róa til fiskjar á haf út. Sjóslys og mannfellir Tvennt er vert að minna á í lok- in og varðar það tímabil, sem hér hefur verið miðað við. Þá urðu meiri sjóslys en jafnað verður til í annan tíma. Á einum degi árið 1685 drukknuðu t.d. 136 menn, en á öllu árinu 181 maður. Þó tók steininn úr 8. mars árið 1700, en þá drukkn- uðu 160 menn, og væri það áþekkt því að nú drukknuð á einum degi 680 menn. En allt árið 1700 fórust í sjó 185 menn og mundi nærri lagi að það jafnaðist á við að nú drukkn- uðu á ári 780 menn. Jón Espólín hefur skrásett við árið 1702, að þá hafi dáið á öllu landinu níu þúsund manns vegna harðinda. Ósagt skal látið, hversu nákvæm sú tala kann að vera, en líklegt er, að hún vísi til allra óblíðu áranna um og fyrir 1700. Á sama tíma og fólk hrynur niður vegna fæðuskorts er Lárus Gottrup lög- maður á ferð í Danmörku og fer á fund fulltrúa konungs með þau skilaboð frá Alþingi, að konungur sjái til þess, að af Islandi verði flutt til Danmerkur eða Vestur-Indía, er þá voru nýlenda Danakonungs, 100 manns úr hverri sýslu árlega næstu þijú árin og til þess einungis valið harðgert og heilsuhraust fólk af báðum kynjum á aldrinum 12-30 ára. En það var þess konar fólk, sem Alþingi hafði farið fram á að flutt yrði utan. Ekki er ósennilegt, að þeir sem stóðu að bæninni til konungs um mannflutninganna héðan hafí hugsað eitthvað á þessa leið. Ef mannfellir eykst með hveiju ári? Ef veðurfar breytist ekki til batn- aðar frá því sem verið hefur undan- farinn áratug og aflaleysið helst, er fyrirsjáanlegt, að mannfellir S eykst með hveiju ári sem líður svo að dregið getur til landauðnar vegna þess að of margir verða um bitann og sopann. Utflutningur á 4-5 þúsund manns gæti stoðað, og víst væri þolanlegri tilhugsun að vita af þessu unga fólki þar, sem það gæti fengið í sig og á, þótt það þurfí að strita látlaust til þess, en sjá það dragnast upp og deyja úr hor, þar sem engar horfur væru á, að þetta fólk gæti fengið hér vinnu sér til framfæris. Sjálfsagt ber að gæta ýtrustu varasemi í tilgátum, en mér virðist megi lesa milli línanna í gögnum Gottrups og beiðni alþingis, að það sem nú hefur verið greint, hafi vak- að fyrir honum og fylgismönnum hans. En til þess kom ekki, að ís- lenskur æskublómi væri fluttur til Vestur-Indía. Stórabóla var ekki langt undan, og hún sá rækilega um fólksfækkunina. Ég held að vert sé að hafa í huga neyðartíma fyrri alda, þegar við í allsnægtarþjóðfélagi beijum svo rækilega lóminn, að ekki sé nema svartnætti fram undan. Allar aldir hefur þjóðin ekki komist af án sjávarfengs og svo er enn. En miðað við atburði fyrri tíða í sögu okkar er með öllu ástæðulaust að láta svo, að ekki sjáist til sólar. Höfundur er rithöfundur. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.