Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ei 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Jean Jacques Lebel
Myndlist
Bragi Asgeirsson
í Kjarvalssal og göngum Kjar-
valsstaða hefur verið komið fyrir
mikilli sýningu á verkum franska
listamannsins Jean Jacques Lebel.
Sýningin ratar hingað öðru
fremur vegna þess að hér er um
að ræða einn af góðvinum og félög-
um Erró í París. Sjálfur hef ég
verið nafnkunnur honum frá því
þeir Erró voru skólafélagar í Flór-
enz árið 1954, en hann minntist
þá og oft síðar þráfaldlega á Lebel
i bréfum sínum. Orða má það svo
að ég sé honum mæta vel kunnur,
en úr fjarlægri nálægð þó.
Það sem einkennir Lebel öðru
fremur, er uppreisnargirni hans
gegn ríkjandi þjóðfélagi og lista-
stefnum, en hann fór ekki troðnar
slóðir og var eins konar vandræða-
barn listarinnar eða „enfant
terrible". Fjörkálfur, æringi og
maður margvíslegra uppátækja er
gaf heiminum langt nef.
Að sjálfsögðu vorú athafnir Leb-
els á listasviði bæði frumlegar og
djarfar og hann hreifst fljótt af
vissri tegund surrealisma I ætt við
André Masson, en hneigðist svo
eðlilega að fjarstæðukenndum
uppákomum Fluxus-hópsins er
hann kom fram. Hann og Erró
iðkuðu ýmislegt sprell á þessum
árum og frá því var stutt í þær
athafnir er voru seinna skilgreind-
-ar sem „Happening" og sem Lebel
á að hafa átt drjúgan þátt í að
gera að marktæku listrænu tján-
ingarformi í Frakklandi.
Færa má rök að því að þetta
listform sé ævagamalt, en varð
ekki að viðurkenndu og skipulögðu
tjáformi fyrr en á þessum árum.
Þannig hneigðist t.d. Kjarval ein-
mitt að svipuðum uppákomum, en
þær voru einfaldlega settar í sam-
band við skrítinn mann og gang-
andi furðufugl, í öllu falli hefði
fáum hugkvæmst að tengja sprell
hans og fáránleg tiltæki listþörf-
inni né skapandi athöfnum, sem
þau voru einmitt í kjarna sínum.
Erró var nákunnur Kjarvali og
hafði fjarska gaman af þessari hlið
hans, og grunar mig að hann hafi
sótt sitthvað í smiðju hans, er hann
sjálfur sprellaði opinberlega með
Lebel.
Við þekkjum þetta líka hjá öðr-
um listamönnum, t.d. Dali, en einn-
ig má rekja þörfina til ýmissa
furðufugla fortíðar, sem allir
þekktu hér áður fyrr, eíns og t.d.
Sæfinns með sextán skó og Sólon
Islandus.
Hér var um að ræða að dýrka
hið fáránlega og vera „absúrd" í
daglegum athöfnum.
Nú eru 30 ár síðan Fluxus-
hreyfingin var stofnuð og vegur
hennar hefur aldrei verið meiri en
á allra síðustu árum. Nafnið Flux-
us persónugerir stefnumörkin, sem
vísa til fljótandi athafna - flóði
af athöfnum, sjálfráðum sem
ósjálfráðum. Með í dæminu var að
nota tilfallandi og jafnvel ódýr efni,
þ.e. „moyens pauvres", en einnig
að taka til handargagns ekta,
handfasta hluti, eins og píanó og
fíðlur, og gera að fljótandi og fall-
völtum veruleika með því að brjóta
í mask.
Hjá Lebel þróaðist þetta í að
nota tilfallandi hluti úr umhverfinu
og breyta merkingum þeirra, gefa
hugarfluginu lausan tauminn. Á
bak við þetta er ákveðin heim-
speki, jafnt forn sem ný. Á gam-
alt drasl er t.d. límd mynd af
tískudrós gærdagsins og þar með
samlagast tvær andstæðar víddir,
er spenna upp tímaskynið. Tíminn
verður fáránlegur og um leið að
fljótandi hugtaki.
Lebel var lengi vel virkur og af-
kastamikill í málverki, gerð rýmis-
verka og hvers konar uppákomum
og mun nokkuð hafa borið á honum
í París á þeim timum ekki síður en
Erró, en hann varð heltekinn póli-
tískum hugsjónum og gerðist einn
af forsvarsmönnum _'68-kynslóðar-
innar svonefndu. Á sama tíma
hætti hann að mála og öllum sjón-
rænum athöfnum um leið.
Fram má koma, að í hönd fóru
erfiðir tímar fyrr þessa kynslóð
málara í París og ýmsir fleiri félag-
ar Errós sneru baki við myndlist-
inni og gerðust sumir kennarar.
Erró þraukaði við þröngan kost
og þetta  sagði  hann  mér fyrir
Jean Jacques Lebel
margt löngu er við vorum síðla
nætur á heimleið úr gleðskap og
gengum framhjá Lúxemborgar-
garðinum. Bætti svo við: „Það sem
bjargaði mér alveg í þessum
hremmingum var að vinur minn
lánaði mér peninga til langs tíma.
Fáir vita hve erfiðir tímar þetta
voru."
Það vill stundum gleymast I
skrifum um myndlist að tímalegar
hremmingar eiga oft mun meiri
þátt í að myndlistarmenn fari í
lægð, eða hætti um skeið, en að
þeir séu þurrausnir listrænt séð.
Það ér auðvelt að dæma og beita
getspeki í sögulegu samhengi, en
hún getur verið alröng og mjög
misvísandi fyrir viðkomandi. Að-
stæður geta verið sumum hliðholl-
ar en öðrum andstæðar.
Af málverkunum á sýningunni
að dæma hefur Lebel verið mikill
hæfileikamaður, en hæfíleikar
hans margskiptir. Stundum geng-
ur dæmið upp eins og t.d. í mynd-
inni sem hann tileinkar Billie
Holiday, „Hommage a Billie
Holiday", sem að mínum dómí er
listrænasta málverk sýningarinn-
ar. í heild kemur sýningin manni
dálítið undarlega fyrir sjónir í
fyrstu heimsókn enda er hún dálít-
ið ruglingslega samsett. En er ég
kom í annað skipti og í annarri
birtu nutu myndirnar sín öllu betur
og það svo mjög, að ég varð ekki
svo lítið hissa.
Við getum einnig spurt, hver
þróunin hefði orðið ef Lebel hefði
0
Hluthafafundur
Hluthafafundur í Eignarhaldsfélaginu
IðnaOarbankinn h.f. verður haldinn í
Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík,
föstudaginn 11. desember n.k.
og hefst hann kl. 16:00.
Á fundinum verður samrunasamningur félags-
ins við íslandsbanka h.f. kynntur og borinn upp til
samþykktar, en á aðalfundi 1. apríl s.l. yar stjórn
félagsins heimilað að undirbúa samruna þess við
fslandsbanka h.f.
Dagskrá
1.  Tillaga stjórnarfélagsins um
samruna við íslandsbanka hf.
2.  Önnurmál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í íslands-
banka h.f., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík,
dagana 8. og 9. og 10. desember n.k., svo og á
fundardegi.
Samrunasamningur við íslandsbanka h.f. ásamt
fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir fundinum
liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá
4. desember n.k.
Reykjavík, 1. desember 1992
Stjórn Eignarhaldsfélagsins
Iðnaðarbankinn h.f.
íslenskír fossar
Bækur
Haraldur Sigurðsson
Jón Kr. Gunnarsson
íslenskir fossar
Icelandic Waterfalls
Skuggsjá 1992. 352 bls.
Fossar hafa löngum sett svip
sinn á landslagið og eiga sér djúp-
ar og fornar rætur í hugarheimi
þjóðarinnar sem bústaðir vætta
og jafnvel trölla, auk þess sem
þeir þóttu lengi dálítið rómantísk-
ir. Raunar eru þeir ekki annað en
vatn, sem streymir, algengt fyrir-
brigði víða um lönd, einkum þar
sem fjallent er. Það hefur alltaf
verið eitthvað seiðandi í hljómfalli
þeirra, formum og litbrigðum, eitt-
hvað, sem dró hug manna og fæt-
ur á fund þeirra. A meðan róman-
tíkin var ríkari í hugum manna
en hún virðist vera í dag, var foss
tilvalinn til ástarfunda og ekki
spillti það, að foss rímaði við koss.
Sumarnótt við svalan foss./ Hver
mun siðuð silkirein/ syngja þar
um koss. Svo kvað Matthías Joc-
humsson ungur. Fossar skipuðu
öruggan bekk í skáldskap róman-
tísku skáldanna. Um Dettifoss
hafa kveðið að minnsta kosti þrjú
af höfuðskáldum þjóðarinnar, auk
minni spámanna. Ekki minnist ég
þess, að skáld hinna síðari ára
hafi ákveðið fossum markverð
kvæði, enda á slík náttúruróman-
tík líklega minna gengi en fyrr
og fremur hugsað um gagnsemi
þeirra og kílóvattstundir til orku-
vinnslu og annarra framkvæmda,
enda margir þeirra í bráðri hættu.
En fagur foss & alltaf sitt seið-
magn, hafíð yfir tískusveiflur hug-
arins og tímabundin viðhorf. Bætt-
ir vegir og önnur tækni gera
mönnum hægara um vik að ná
fundi þeirra, búnir fullkomnum
Ijósmyndatækjum og taka svipmót
fossin8 heim með sér, og þess m'óta
svo hinir, sem ekki eiga þess kost
eða hirða um að kynnast þeim af
eigin raun. Mikill fjöldi mynda
hefur verið tekinn af helstu fossum
landsins. Það væri gaman að vita,
hve oft Gullfoss hefur verið mynd-
aður. Sllkar myndir, ein eða fleiri,
hafa birst hér heima og erlndis, í
blöðum, bókum og tímaritum oftar
en nokkur fær talið.
Sigurður heitinn Þórarinsson lét
eftir sig drög að bók um íslenska
fossa. Þátt úr þeim birti hann í
Árbók Ferðafélags íslands 1977.
Það verk var þó komið skammt á
veg, þegar hann féll frá. En nú
hefur Skuggsjá og Jón Kr. Gunn-
arsson efnt til mikillar bókar, sem
geymir myndir af rúmlega hálfu
þriðja hundraði íslenskra fossa.
Myndasafnið hefst í Borgar-
fjarðarsýslu og fer Glymur þar
fyrir. Fer vel á því að hann skipi
forsæti, enda löngum talinn hæsti
foss iandsins. Úr Botnsdal er svo
haldið vestur um land og norður,
og lýkur hringferðinni í Kjósar-
sýslu á fossum í Hvalskarðsá í
sunnanverðum Botnsdal. Bókinni
er allri skipt niður eftir sýslum,
og fylgir uppdráttur þeirra allra,
hverri fyrir sig, og á hann er
markað fyrir hverjum fossi, sem
hlýtur mynd af sér í bókinni. Ekki
er þess ávallt gætt nægilega, að
röð fossanna sé í staðfræðilegum
skorðum og ber mest á því í Borg-
arfjarðarsýslu. Hverri mynd fylgir
stuttur lesmálstexti á íslensku og
ensku. Hönnun bókarinnar setur
honum á víxl helst til þröngan eða
víðan stakk. Frásögnin miðar
einkum að því, að vísa mönnum
greiðustu leið að fossinum frá
þjóðvegi eða öðrum stöðum í
grenndinni. Drepið er á þjóðsögur
og önnur atvik sem tengjast mynd-
unum. Bókinni lýkur á stuttum
eftirmála Jóns Jónssonar jarð-
fræðings og nafnaskrá.
Höfundur bókarinnar tekur
fram I formála, að bókin sé ekki
unnin „eftir fyrirfram gerðri áætl-
un um val á fossum, heldur fór
valið frekar eftir því hvaða fossar
urðu frekar fyrir auga myndavél-
arinnar við bestu aðstæður og
birtu. Þessari bók er ekki ætlað
að vera ein allsherjarúttekt á ís-
lenskum fossum, heldur aðeins að
Jón Kr. Gunnarsson
vekja athygli á fögrum og mikil-
fenglegum stöðum I fjölskrúðugri
náttúru landsins". Þó að hér sé
kominn saman meiri fjöldi ís-
lenskra fossa en I nokkurri ann- •
arri bók, vantar þar auðvitað
fjarska marga, eins og höfundur
tekur fram í formála. Og þótt hér
geti að líta^flesta eða alla helstu
fossa landsins, geta ekki allir
vænst þess að finna eftirlætis foss-
inn sinn á blöðum þessarar bókar.
Ég sakna þess mest, hve höfund-
urinn er spar á myndavélina, þeg-
ar kemur upp á hálendið. Þaðan
er varla annað að finna en tvo
fossa ofarlega I Þjórsá. Eg vil hér
aðeins nefna nokkra fagra fossa
ofariega I Skjálfandafljóti, Gýgjar-
foss I Jökulfalli og Hrauneyjarfoss
(hann hefur ef til vill verið horf-
inn, þegar myndatökumaðurinn
hóf verk sitt). Állir þessir fossar
eru við fjölfarnar leiðir og auðvelt
að nálgast þá. Mér þykir líklegt,
að sumum þyki fossamyndunum
harla misskipt milli héraða. í bók-
inni eru 45 fossar úr Borgarfjarð-
arsýslu, en ekki nema 4 úr Skaga-
firði og 5 úr Eyjafirði. Margar
ástæður geta legið til þessa mun-
ar, en sú ef til vill llklegust, að
höfundur sé miskunnugur í hinum
ýmsu héruðum landsins og að ekki
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56