Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						io .§.
eeei iam bs auoAauvtviue aiðAjawuasQM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993
mKIBSE
eftir Jón Stefónsson
HINN fjórða janúar 1929 birtist ungur belgískur piltur á götum Moskvu-
borgar. Hann var eiginlega nýfæddur, hét Tinni og átti langt og viburðar-
ríkt líf fyrir höndum. Faðir hans var belgískur teiknari, Georges Rerai
að nafni, betur þekktur sem Hergé. Tinni hefur glímt við bófa í Banda-
ríkjunum, þrælasala á Miðjarðarhafinu, hershöfðingja í S-Ameríku og
hann var fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið. I dag býr Tinni á
Myllusetri ásamt Tobba, hundinum sínum, og tveimur vinum — Kolbeini
kafteini og prófessor Vandráði. Hann þeysist ekki lengur um heiminn í
leit að ævintýrum, heldur situr heima við og syrgir föður sinn látinn.
En fjórða mars árið 1983 þurftu stjórnmálamenn og stríð að víkja af
forsíðum blaða í hinum frönskumælandi heimi fyrir þéssari frétt: „Hergé
er dáinn og Tinni einn eftir."
Sumum kann að þykja hlálegt
að virðuleg stórblöð tilkynni
lát höfunds teiknimynda-
sagna á forsíðu. En í huga
margra eru Tinnabækurnar
langt frá því að vera „bara" mynda-
sögur. Jafn ólíkir menn og Steven
Spielberg, Wim Wenders og Charles
De Gaulle hafa heillast af Tinna-
bókunum. Upphaflega var ungi
ævintýrapilturinn hugsaður sem
dægrastytting fyrir börn, en fljót}
lega fóru hinir eldri að stelast í sög-
urnar. Og þegar börnin uxu úr grasi
tóku þau Tinna með sér inn í heim
fullorðinna. En sá Tinni sem barðist
við kommúnista í Sovétríkjunum
árið 1929 er allólíkur þeim Tinna
sem hjálpaði Alkasar hershöfðingja
að komast til valda í S-Ameríkuríki
tæpum fímmtíu árum síðar.
Tinni verður til
Georges Remi fæddist árið 1908
og ólst upp í þeim kaþólska alvöru-
þunga sem einkenndi belgískt sam-
félag fyrstu áratugi aldarinnar. Eins
og svo margir listamenn átti Remi
erfitt með að lúta ströngum siðferð-
isboðum og olli kennurum og for-
eldrum sínum töluverðum áhyggj-
um. Sem unglingur var hann til
dæmis sá eini í vinahópnum sem
átti kærustu og þótti svalur meðal
strákanna. Remi byrjar snemma að
teikna og fær vinnu sem teiknari
við smáblaðið Le Boy Scout. Hann
merkir myndirnar sem Hergé, ætl-
aði síðar meir að slá í gegn sem
myndlistarmaðurinn Georges Remi.
En stórblaðið Le Vingtiéme Siégle
var á höttunum eftir ungum hæfi-
leikaríkum teiknurum. Og j>ar tóku
menn eftir þessum Hérge. I lok árs-
ins 1927 var Georges Remi, Hergé
hér eftir, orðinn starfsmaður blaðs-
ins;
í fyrri heimsstyrjöldinni hafði
Hergé dundað sér við að teikna
nafnlausan skóiastrák sem barðist
við Þjóðverja. Á Le Boy Scout hafði
hann kynnt Toto til sögunnar; skáta
sem fór um heiminn og hjálpaði
réttlætinu. En ritstjóri Le Vingtiéme
siégle og Hergé voru sammála um
að nú þyrfti eitthvað nýtt. Dögum
saman sat Hergé við skrifborðið sitt,
starði út í loftið, blaðaði í amerískum
teiknimyndasögum eða rissaði eitt-
hvað á blað í von um að hugmynd
fæddist. Skrifborð hans var í ná-
grenni við aðstöðu erlendra frétta-
ritara blaðsins sem duttu einstaka
sinnum inn, umvafðir ævintýraljóma
og með stórkostlegar frægðarsögur
af hættum starfsins. Hugmynd
kviknaði í kolli teiknarans unga og
blaðamaðurinn Tintin varð til — eða
Tinni eins og hann heitir á íslensku.
í för með Tinna var hundurinn
Tobbi.
Ævintýri Tinna birtust á miðviku-
dagskvöldum. Þegar fram í sótti
átti Hergé eftir að úthugsa sögu-
þráðinn áður en hann byrjaði að
teikna, liggja yfír hverjum ramma
Faðir Tinna, Georges Remi, betur þekktur sem
Hergé.
Um ást og
hatur i líf i Tinna
og Hergé
Það fara ekki allir í fötin hans Tinna en hér hefur Hergé troðið sér í þau.
og margteikna síðurnar. En árið
1929 hafði Hergé oft ekki hugmynd
um á miðvikudagsmorgni hvernig
hann ætti að bjarga Tinna úr vand-
ræðum síðustu viku. Söguþráðurinn
er því vægast sagt ævintýralegur.
Sem kom ekki í veg fyrir miklar
vinsældir Tinna. Þjsgar ævintýrum
hans lauk í Sovétríkjunum auglýsti
ritstjórinn heimkomu hetjunnar frá
Sovétríkjunum. Lesendur féllust
fúslega á leikinn og flykktust þús-
undum saman á brautarstöðina til
að fagna ungum leikara sem veifaði
þeim í gervi Tinna.
Ameríka og sífullur skipstjóri
Næst skaut hetjunni upp í Kongó.
Tinni í Kongó er yfirleitt talin til
fyrstu Tinnabókanna og þykir frum-
stæð eftir því. Tinni, fyrirmynd allra
í siðferði, hagar sér eins og skot-
glaður veiðimaður og blökkumenn-
irnir eru teiknaðir sem einfaldar og
broslegar persónur. En Hergé var
fangi tíðarandans; í byrjun 4. ára-
tugarins litu Belgíumenn á blökku-
menn sem stór börn er gætu ekki
staðið á eigin fótum. Hergé var líka
ómótaður teiknari og reynir að
teikna persónur í stíl við hraðan og
gáskafullan textann; aðferð sem
ekki átti við hann. Síðar varð Hergé
meistari í að láta andlitin endur-
spegla textann.
í næstu bók berst Tinni við bófa
í Ameríku. Söguþráðurinn er ævin-
týralegur og Tobbi talar við hús-
bónda sinn. En persónur staldra
lengur við og nokkur snjöll atriði
prýða bókina. Það snjallasta þegar
Tinni fínnur olíu á verndarsvæði
indíána; þetta er í óbyggðum en tíu
mínútum eftir fundinn er ekki hægt
að þverfóta fyrir peningamönnum.
Þeir fleygja 25 dollurum í indíána,
láta herinn reka þá burt af svæðinu
og stórborg rís á einum sólarhring.
Allt gerist þetta á einni slðu.
Óraunsætt, auðvitað, en afarsnjöll
ádeila á meðferð hvítra á indíánum
og völd kaupsýslumanna, en þeir
síðastnefndu eru oft skúrkarnir í
Tinnabókunum.   En   hvergi   hafa
Tinnabækurnar mætt jafnmiklum
fordómum og hjá útgefendum í
Bandaríkjunum; allt fram undir
1970 var Hergé neyddur til að fjar-
lægja alla blökkumenn úr bókunum
svo hægt væri að gefa þær út í ríki
frelsisins.
Hergé var í sífelldri leit að skraut-
Iegum persónum. í þriðju bókinni,
Vindlum Farós, birtust tveir óborg-
anlegir leynilögreglumenn undir
nöfnunum X-33 og X-33a. Síðar
hlutu þeir nöfnin Dupond og Dupont
á frummálinu, Skapti og Skafti á
íslensku, Thompson og Thomson á
ensku, Schulze og Schultze á þýsku
en Tik og Tak á arabísku. Ég þori
að fullyrða að aldrei hefur veröldin
litið jafn seinheppna og klaufska
leynilögreglumenn. Fyrst reyna þeir
að bregða fæti fyrir Tinna, en eru
vinir hans og bandamenn frá og
með Veldissprota Ottókars — gera
þó eiginlega meira ógagn en gagn
sem slíkir.
í Krabbanum með gylltu klærnar
gæti Kolbeinn alveg hugsað sér að
Skal! to/t'
qam/i r/narú
Stiál! Op tiiaé a/etjb
þiý/má éq ét/aJþf&fa
Smádtvpci afwHirktf
lit / sódai/ain/é
m/ítí
Drykkjuskapurinn á Kolbeini kafteini hefur oft komið honum
gefa skrattanum sál sína fyrir eitt
viskíglas. En hann reynist Tinna vel
og í næstu bók, Dularfullu stjörn-
unni, er Kolbeinn orðinn að þeirri
persónu sem við þekkjum best; vín-
kær, skapstyggur en tryggur vinur
og undir hrjúfu yfirborðinu slær
hjarta úr gulli. Orðfæri Kolbeins er
mergjað, en ég held hvergi eins
mergjað og á íslenskunni sem er svo
rík af orðum tengdum hafmu og
þýðandinn, Loftur Guðmundsson,
fer hreinlega á kostum.
„Ó! Milljónir milljarða af morknuð-
um mannætuhákörlum frá miðju
Miðjarðarhafinu," hvæsir Kolbeinn
þegar honum mistekst að breyta
vatni í vín. „Og þú lézt hann sleppa
vangefni vöðuselurinn þinn! Detta
mér nú allar loðnur úr dragnót,"
æpír hann á Skafta í einni bókinni.
Reyndar virðist Loftur taka svo
miklu ástfóstri við Kolbein, að í síð-
ustu bókunum eru orð Kolbeins
kröftugri en á sjálfu frummálinu.
Tinni og Kolbeinn á íslandi
Hergé bjó öll stríðsárin í Belgíu.
Tinni hefði eflaust barist gegn
hernámsyfirvöldum, en 'Hergé vildi
bara fá að teikna í friði. Þrátt fyrir
að lesa mætti gagnrýni á nasismann
í Veldissprota Ottókars og Svarta
gullinu, litu Þjóðverjar með velþókn-
un á Hergé og leyfðu honum að
starfa við blaðið Le Soir. Einu mót-
mæli Hergés við hernáminu voru að
neita að drékka skál Hitlers á veit-
ingastað. Tinni lifði því góðu lífi
undir stjórn Þjóðverja. Krabbinn með
gylltu klæmar kom út 1941, Dular-
fulla stjarnan 1942, Leyndardómur
Einhyrningsins 1943 og Fjársjóður
Rögnvalds rauða ári síðar.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32