Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994
B  9
KÖRFUKNATTLEIKUR / STJORNULEIKUR KKI
Casey var
hittnastur
Bandaríkjamaðurinn     hjá
Grindvíkingum, Wayne
Casey, sigraði í þriggja stiga
skotkeppni sem fram fór á und-
an Stjörnuleiknum. Sex kepp-
endur reyndu með sér í úrslitum.
Keppnin fór þannig fram að
keppendur skutu af fimm mis-
munandi stöðum, þremur bolt-
um af hverri stöð og gilti síð-
asti boltinn á hverri stöð tvö
stig-en hinir tveir eitt stig hvor.
Guðjón Skúlason byrjaði og
fékk 10 stig, Einar Einarsson,
sem hafði fengið flest stig í
undankeppninni, tíu alls, fékk 6
stig, Ragnar Þór Jónsson fékk
7 stig, Kristinn Friðriksson 10
og misnotaði öll þrjú skotin á
síðustu stöð í hægra horninu.
Hjörtur Harðarson var kominn
með 11 stig þegar hann átti
fj'óra bolta eftir en tókst ekki
að hala inn fleiri stig.
Casey var kominn með 10
stig þegar hann átti síðasta bolt-
ann eftir í hægra hominu. Og
hann misnotaði ekki tækifærið,
heldur hitti og sigraði með 12
stig og hlaut að launum bikar.
FOLK
¦  TEITUR Örlygsson úr Njarð-
vík var fjarri góðu gamni í stjörnu-
leiknum. Hann hefur venjulega tekið
þátt í leiknum og einnig í troðslu-
keppninni og þriggja stiga keppn-
inni, en að þessu sinni sat hann á
bekknum. Teitur meiddist á kálfa
snemma í leik UMFN gegn ÍA í vik-
unni og verður varla orðinn góður á
fimmtudaginn er UMFN mætir ÍBK.
¦  RONDEY Robinson varð að
sætta sig við að fylgjast með eins
og Teitur félagi hans hjá UMFN,
Hann hefur verið meiddur að und-
anförnu en leikið engu að síður en
í leiknum gegn ÍA versnuðu meiðsli
hans svo hann tók sér frí um helg-
ina, en verður væntanlega með gegn
ÍBK á fimmtudaginn.
¦  ÞAÐ var þéttsetinn bekkurinn í
Austurbergi á laugardaginn, en
yngri flokkum var boðið á leikinn
og því má gera ráð fyrir að meðalald-
urinn hafi ekki verið mjög hár.
Þeir slakari
vorubetri
STJORNULEiKURINN íkörfu-
knattleik fór fram um helgina
í Austurbergi og lauk honum
með sigri liðs A-riðils, 143:134
eftir framlengdan leik. Það var
sem sagt lið veikari riðilsins
sem sigraði, en menn hafa
mikið rætt um að A-riðill úr-
valsdeildarinnar sé mun veikari
en B-riðill. Vel má það vera
rétt en úrvalslið þeirra slakari
var samt betra en lið þeirra
sterkari.
Leikurinn  var  frekar  daufur
framan af og leikmenn hittu
ekki allt of vel, en það átti eftir að
lagast.       Mjög
skemmtileg tilþrif
sáust inn á milli hjá
leikmönnum, sér-
staklega sýndu bak-
verðirnir Franc Booker úr Val og
Wayne Casey úr Grindavík,
skemmtileg tilþrif. Menn voru órag-
ir við að reyna ýmislegt sem þeir
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
gera ekki í leikjum I deildinni og
eins og vænta mátti, hjá liðum s*em
ekki hafa æft mikið saman, mis-
tókst margt.
Leikurinn var 4x12 mínútur og
hafði lið A-riðils forystu í fyrri hálf-
leiknum, alveg þar til á síðustu sek-
úndunni að B-liðið skaust fram fyr-
ir, 65:66. í seinni hálfleik jók lið
B-riðils forystu sína og hafði um
tíma 10 stiga forystu en smátt og
smátt minnkuðu A-riðilsmenn mun-
inn og komust yfir. Miklar sveiflur
urðu á næstu mínútum og undir
lokin jafnaði Casey fyrir A-liðið
með þriggja stiga körfu. Rhodes
fékk síðan bónusskot í lokin en hitti
ekki og því varð að framlengja.
A-liðið gerði fyrstu sex stigin. lét
B-liðið ekki komast að hlið sér á
nýjan leik og sigraði. Franc Book-
er, bakvörður Vals og A-liðsins, vár
valinn besti maður leiksins.
Morgunblaðið/Bjarni
Franc Booker úr Val lék vel og var valinn besti maður Stjörnuleiksins.
NBA/STJORNULEIKUR
Pippen í
sérflokki
SCOTTIE Pippen, sem hefur verið ískugga Michaels Jordans
allan feril sinn, naut sín sérstaklega vel í stjörnuleik NBA-
deildarinnar ífyrrinótt og kom engum á óvart, þegar hann
var útnefndur maður leiksins. Hann skoraði 29 stig og þaraf
fimm þriggja stiga körfur fyrir lið Austurdeildar, sem vann
127:118, tók 11 f ráköst og „stal" boltanum fjórum sinnum.
Pippen hefur gert stórkostlega
hluti í deildinni í vetur og í
stjörnuleiknum vildi hann sanna
að hann væri einn af bestu mönn-
¦BBBHBB um deildarinnar.
Gunnar       Hann   sagði   við
fréttamann fyrir
leikinn að hann ætl-
aði sér að verða
bestur og hann stóð við stóru orð-
in. „Mér leið mjög vel í upphitun-
inni og ákvað að halda mig við að
spila venjulegan leik. Það gekk,"
sagði sá besti.
skrífar frá
Bandaríkjunum
Albert tróð best
Albert Óskarsson úr Keflavík sigraði í troðslukeppn-
inni. Hann átti í mikilli keppni við ungan strák frá Njarð-
vík, Ægi Gunnarsson, og hafði betur. Sex keppendur tóku
þátt og fengu allir þrjár tilraunir. Albert og Ægir skáru
sig nokkuð úr að mati fímm manna dómnefndar og fengu
þrjár tilraunir í úrslitum.
Albert stökk yfir tvo stráka, sem krupu á gólfinu fyrir
framan körfuna, og tróð með tilþrifum í fyrstu tilraun.
Ægir reyndi að troða aftur fyrir sig með annari hendi
eftir að hafa tekið snúning áður — en mistókst naumlega.
Albert fékk 45 stig en Ægir 10.
Önnur tilraun beggja tókst vel og fékk Albert 42 stig
en Ægir 45 og þá var ein tilraun eftir og sigurvegarinn
yrði sá sem fengi fleiri stig úr tveimur af þremur tilraun-
um. Albert með 87 stig en Ægir 55. Albert fékk strák
úr hópi áhorfenda til að standa fyrir körfunni og stökk
yfir hann og tróð glæsilega og fékk 45 stig. Alls 90 stig
fyrir tvær troðslur. Ægi mistókst hins vegar að koma
boltanum niður um körfuhringinn þrátt fyrir glæsileg til-
þrif _og Albert var þar með sigurvegari.
„Ég ætlaði ekki að vera með í keppninni en sló til á
síðustu stundu," sagði Albert og brosti þegar hann var
spurður hvort hann hefði æft sérstaklega fyrir keppnina.
"L
Lið Austurdeildar hafði undir-
tökin í annars jöfnum leik. Pippen
og félagár höfðu átta stiga forystu
í hálfleik, 72:64, og náðu mest 14
stiga forystu í seinni hálfleik, en
Vesturdeild minnkaði muninn í eitt
stig, 108:107, þegar sjö mínútur
voru til leiksloka, og þegar þrjár
mínútur voru eftir var staðan
117:115. En eftir að allt hafði ver-
ið í járnum var Austurdeildin sterk-
ari á endasprettinum og sigraði í
28. sinn, en þetta var 44. stjörnu-
leikurinn.
Að þessu sinni voru 10 af 24
leikmönnum að spila fyrsta
stjörnuleik sinn og kom það niður
á samvinnunni — menn voru lengi
að „finna" hvern annan. Austurlið-
ið náði betur saman og það gerði
gæfumuninn. Patrick Ewing hjá
New York Knicks og Mark Price
hjá Cleveland skoruðu sín 20 stig-
in hvor, en Shaquille O'Neal, mið-
herji Orlando, var í strangri gæslu
og fékk engan tíma til athafna.
Hann hitti ekki úr átta skotum
sínum í fyrri hálfleik, en gerði síð-
an átta stig og tók 10 fráköst. „Ég
hélt að stjörnuleikur væri til gam-
ans, einn á móti einum, en það var
ekki svo," sagði O'Neal og brosti.
Charles Barkley lék ekki með
liði vesturdeildar vegna meiðsla.
Sjúkraþjálfari Phoenix ráðlagði
honum að hvíla sig, en sennilega
leikur hann með liði sínu á morg-
un. Hakeem Olajuwon gerði 19
stig og tók 11 fráköst, en David
Robinsson, miðherji San Antonio,
var einnig með 19 stig fyrir Vest-
urliðið, sem sigraði undanfarin tvö
ár.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12