Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 11 ÞAÐ ER EINLEIKIÐ María Reyndal og Jóhanna Jónas. _________Leiklist______________ Súsanna Svavarsdóttir Skjallbandalagið í Héðinshúsinu: Dónalega dúkkan. Höfundar: Dario Fo og Franca Rame. Þýð- endur: Jón Karl Helgason og Jóhanna Jónas. Leikmynd: Illugi Eysteinsson. Ljósahönnun: Jó- hann Bjarni Pálmason. Hljóð- hönnun: Birgir Mogensen. Brúðugerð: Katrín Þorvaldsdótt- ir. Hönnun á skuggamyndum: Þorvaldur Þorsteinsson. Leik- stjórn: Maria Reyndal. „Við konur höfum grátið undan- farin tvö þúsund ár,“ segir á einum stað í þessum þríieik, sem Dario Fo og Franca Rame sömdu fyrir eina leikkonu. Leikstjóri sýningar- innar í Héðinshúsinu bætir við: „Nú er tími til kominn að hlæja, jafnvel að okkur sjálfum." Og það er óhætt að segja að leið- in að hlátrinum sé greið í þessari sýningu, því eins og mörgum er eflaust kunnugt, getur Dario Fo verið drepfyndinn. Einleikimir eru skrifaðir um kon- ur og reynslu þeirrá og í þeim er óspart gert grín að hlutverkum og samskiptum karla og kvenna. En þótt gamanið beri hæst eru verkin harðar ádeilur á ofbeldi, styijaldir og lítilsvirðingu gagnvart manniíf- inu. Eg gat ekki að því gert að velta því fyrir mér hvers vegna svo marg- ir einleikir eru til fyrir konur, þar sem þær tala um samskipti sín við karlmenn. Skemmst er að minnast Sigrúnar Ástrósar sem talaði við vegginn heima hjá sér. Hvers vegna geta þessar konur aðeins sagt það sem þeim býr í bijósti, ef enginn er til að hlusta nema veggirnir? í fyrsta einleiknum tekur ung stúlka á móti elskhuga sínum. Hún er orðin lúin á því að vera alltaf undir í samleik þeirra og hefur út- hugsað (í smáatriðum) leið til að snúa dæminu við. Hún leikur sér að honum eins og köttur að mús; er ýmist blíð og tælandi og kallar hann nöfnum sem eru samsett úr sýrópi og sykri, eða öskureið og skipandi og frussar út úr sér ósóm- anum. Annar þátturinn er hreint ekki eins fyndinn. Hann fjallar um konu sem orðið hefur fyrir hrottalegu kynferðislegu ofbeldi, sem hún rek- ur á nokkuð hlutlausan hátt, nema ef vera skyldi léttúðugan. Hún á í rauninni ekki að vera til frásagnar um atburðinn, miðað við hvernig var gengið frá henni. Þeir karlmenn sem réðust að henni voru hermenn. Þessi þáttur er ákaflega vel skrif- aður og mjög ljóst að hér er Dario Fo ekki aðeins að íjalla um það of- beldi sem konur eru stundum beittar af sumum karlmönnum, héldur má segja að hér sé persónugert það ofbeldi sem fylgir hernaði; ofbeldi gegn sakleysingjum sem ekki eiga aðild að stríðsleikjunum en eru lok- aðir inni á þeim svæðum sem barist eru um — konan er lokuð inni í klefa og á sér engrar undankonu auðið — og ofbeldi gegn móður jörð, sem er rist á hol, rifin og tætt. Þriðji þátturinn fjallar svo um móðurina sem eignast dóttur og fer að segja henni sögu af lítilli stúlku, sem á dúkku, sem kann bara dóna- leg orð. Þann þátt sýndi Jóhanna á Óháðri listahátíð í sumar. Af því tilefni skrifaði ég um þennan ein- leik og mun ekki endurtaka það hér. Það er óhætt að segja að leikkon- an, Jóhanna Jónas, sem tjáir hug og tilfinningar þeirra þriggja kvenna, sem þættirnir fjalla um, fari á kostum. Þær eru allar dálítið undarlegar. Kannski vegna þess að búið er að skafa utan af þeim leik- araskapinn. Þær taka ekki þátt í því leikriti sem skilgreiningin á „konum“ fjallar um. Búið að skafa af þeim bælinguna, þögnina (þær tala mikið um hluti sem á ekki að tala um), þær verða reiðar, pirrað- ar, beiskar, háðskar og andstyggi- legar. Það má segja að þessi verk afhjúpi mjög rækilega innra líf tölu- vert margra kvenna. Og Jóhanna sveiflar sér á milli hláturs og gráts og hrífur áhorfendur með sér. Hún sýnir hér enn einu sinni að hún er einhver athyglisverðasta leikkonan af yngstu kynsióðinni; hefur mjög afgerandi sviðssjarma, er jafnvíg á harmleikinn og gamanleikinn. Hún hefur gott vald yfir mikilli og sterkri rödd sinni og látbragð (5g svipbrigði eru_ stórskemmtileg. Útlit sýningarinnar í Héðinshús- inu er einfalt og ágætlega heppnað. Það er dálítið hrátt og er fremur sem rammi utan um leiklistina held- ur en uppfylling á henni. Brúður og skuggamyndir gefa þessum ramma mjög magnaða áherslu þeg- ar við á og var sú vinna vel unnin. Leikstjórnin er vel af hendi leyst. Það er mikill hraði og hreyfing í sýningunni og alveg einstök ná- kvæmni. Þær Jóhanna og María hafa valið nettan ýkjustíl á fyrsta og þriðja eintal og eru samkvæmar sjálfum sér í þeirri vinnu frá upp- hafi til enda. Þetta er í heildina bráð- skemmtileg og eftirminnileg sýning. Ahugamennska Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna hélt tónleika í Fella- og Hólakirkju sl. þriðjudag. Á efnis- skránni voru verk eftir Mozart og Bizet. Einsöngvarar með hljóm- sveitinni voru Ingunn Ósk Sturlu- dóttir og Ólafur Kjartan Sigurðar- son en einleikari á flautu va Mar- dial Nardeau. Stjórnandi var Ing- var Jónasson. Því verður ekki á móti mælt, að tónlistarlíf á íslandi er sam- bland af áhuga- og atvinnu- mennsku, sem blómstrar í mjög fjölbreyttu samstarfi áhuga- og atvinnumanna. Þetta gildir einnig um mörg önnur listasvið og hafa margir ágætir listamenn í raun hafist úr áhugamennsku, til þess að verða fullgildir atvinnumenn. Það er í raun undrastutt síðan Sinfóníuhljómsveit íslands varð fullgild atvinnumannahljómsveit og enn er langt í land, að hún nái því að verða „fílharmonísk" að stærð. Sinfónísk áhugamannahljóm- sveit getur gegnt mikilvægu hlut- verki og það sýnist koma fram í leik sveitarinnar að þessu sinni, að hún eigi sér framtíð. Fyrsta viðfangsefnið var forleikurinn að Cosi fan tutte og var samhljómur sveitarinnar á köflum mjög góður. Efnilegur söngnemandi, Olafur Kjartan Sigurðarson, söng Cavat- ínuna, Se voul ballare, úr Brúð- kaupinu og aríuna Ein Vogelfán- ger bin ich, ja, úr Töfraflautinni, hvort tveggja eftir Mozart. Án þess að nokkru verði spáð um framgang hans sem söngvara, má vel segja að hann söng af öryggi og verður fróðlegt að fylgjast með, hversu honum mun takast til í framtíðinni. Flautukonsert nr. 1 eftir Mozart var næst á efnisskránni en einleik- ari var Martial Nardeau og þarf í raun ekki að tíunda neitt um frá- bæran leik hans. Hljómsveitin stóð sig vel í fyrsta þættinum og mjög vel í þeim síðasta. Hægi kaflinn, sem er sérlega falleg tónsmíð, var lakastur, hvað snertir tónstöðu. Millispil úr Carmen, eftir Bizet, var ágætlega flutt og þar áttu blásararnir oft fallega leiknar strófur. Tvær aríur úr þessari óperu voru sungnar af Ingunni Ósk Sturludóttur en hún mun hafa lokið námi erlendis, eftir einsöngv- arapróf hér heima. Ingunn söng Habanera- og Seguidilla-armmar mjög vel og var auðheyrt að þar fer kunnanddi söngkona, með vel skólaða og fallega rödd, er mætti láta meira í sér heyra en hingað til. Tónleikunum lauk með 1. þætti úr L’Arlesienne-svítunni, nr. 1, eftir Bizet. Þessi þáttur er góður til að þjálfa mismunandi hljóð- færahópa og þrátt fyrir smálega hnökra hér og þar, var töluverð reisn yfir flutningi verksins. í heild voru þetta góðir tónleikar og lofa góðu um framhaldið og eins og sannaðist á Sinfóníuhljómsveit æskunnar, ætti Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, að setja sér fyrir stórt og erfitt verkefni, til að bijóta sér leið upp á við og sigrast á hinu „ósigranlega". Nú eru aðeins nokkrir fermingar- myndatökutímar ópantaðir f öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaðar í 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa þær, að auki 2 stækkanir 20x25cmog einstækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Ljósmyndast Barna og fj.myndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs , sími: 4 30 20 3 Odýrastir Ellert A. Ingimundarson, Sólveig Arnarsdóttir og Þór Túlíníus í hlutverkum sínum. 30 sýningar upp- seldar á Evu Lunu LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýndi leikritið Evu Lunu eftir Kjart- an Ragnarsson og Oskar Jónasson þann 7. janúar sl. Leikritið sömdu þeir uppúr sögu Isabellu Allende. Tónlistina í sýningunni og söng- texta samdi Egill Ólafsson. í kynningu segir: „Þessi sýning fékk lofsamlega dóma gagnrýn- enda, enda hefur verið uppselt á allar sýningar og verða þær orðnar þrjátíu talsins nk. laugardag." Sólveig Arnarsdóttir leikur Evu Lunu, en í öðrum hlutverkum eru Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Pétur Einarsson, Ellert A. Ingimundarson o.fl. Hljómsveitarstjórn er í höndum Árna Scheving. Leikmynd gerði Óskar Jónasson og leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. TILBOÐ íslenskar bækur á tilboði: Látum steinana tala.....kr. 1.595 Vígslan.................kr. 990 Hendur Ijóssins.........kr. 1.995 Boðberar Ijóssins.......kr. 990 Carola..................kr. 990 Bókin um veginn.........kr. 990 ■ Draumar................kr. 490 Yoga heimspekibækurnar..kr. 600 Leitin inn á við........kr. 990 Auktu styrk þinn........kr. 990 Ástin og stjörnumerkin..kr. 590 Mikael handbókin...........kr. 990 Mörg líf, margir meistarar.kr. 990 ► Heilsufæði.............kr. 980 Forlagaspá Kiros........kr. 500 - og margar fleiri. Valdir titlar af erlendum bókum með 40% afslætti. TILBOÐ á snældum, snyrtivörum og nuddolium. MONDIAL orkujöfnunararmböndin með 25% afslætti ÞESSI AFSLÁTTARTILBOÐ GILDA AÐEINS f NOKKRA DAGA í VIÐBÓT Borgartringlunni, simi 811380 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta FERI\filRSMM\ Vönduð 60 W hljómtækjasamstæða, með geislaspilara, Ivöföldu kassettutæki, útvarpi, góðum hátölurum, fullkominni fjarstýringu og innbyggðum vekjara á fróbæru vaöi - Goldstar FFH-333L Aðeins 44.900,- kr. eða 39.900,- stgr, SKIPHOLTI 19 SIMI 91-29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.