Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Haukar fögnudu titlinum í stjómarherbergi Víkings HAUKAR fóru í sturtu eftir jafntefli, 23:23, gegn Víkingi í gærkvöldi með það í huga að þeir yrðu að fá stig úr tveimur siðustu leikjunum til að tryggja deildarmeistaratitil- inn. Skömmu eftir að þeir höfðu þvegið af sér svitann fréttu þeir að leik Þórs og Vals hafði seinkað og fylgdust þeir með lýsingu að norðan í stjórnarherbergi Víkings. Nær klukkustund eftir að flautað var til leiksloka í Vík- inni gátu Hafnfirðingarnir fagnað fyrsta titlinum síðan Haukar urðu bikarmeistarar 1980. Þetta sýnir spennuna, sem ríkir í deildinni, en Hauk- ar eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa sýnt mikinn stöðug- leika í vetur og aðeins tapað einum deildarleik, en þetta var sjötta jafntefli þeirra. Lokastaðan í deildinni skiptir miklu í úrslitakeppninni vegna heimaleikjanna og voru leikmennirnir í Víkinni þess vel meðvitaðir. Ekkert Steinþór var gefið eftir, aldr- Guðbjartsson ei gefíst upp, bar- skrifar áttan í fyrirrúmi og hugarfarið í lagi — strákamir hundóánægðir með að ná aðeins jafntefli. Haukarnir voru ákveðnari til að byija með_ og munaði helst um að Magnús Árnason varði fjögur af mr Morgunblaðið/Bjami Á leid til sigurs HAUKAR tryggðu sér deildarmeistaratitilinn og Evrópusæti í gærkvöldi, en þeir máttu samt sætta sig við jafntefli gegn Víkingi. Petr Baumruk var nær óstöðvandi í vöm sem sókn og hér ná Gunnar Gunnarsson til vinstri og Ingi Þór Guðmundsson ekki að stöðva hann. fyrstu fímm skotunum á markið, þaraf eitt vítakast. En Víkingar, sem gerðu tvö mörk úr fyrstu sex sóknunum, sóttu í sig veðrið og luku fyrri hálfleik með 72,2% sókn- amýtingu. Hins vegar var nýting Haukanna 73,6% og þeir voru marki yfír, 14:13. Seinni hálfleikur var ekki síður spennandi, en taugaspennan meiri og mistökin fylgdu í kjölfarið. Við- ureignin var i jámum og jafnt á flestum tölum, en heimamenn gerðu tvö síðustu mörkin. Þeir fengu tækifæri til að tryggja sér bæði stigin, en Birgir Sigurðsson skaut í slá úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti. Þetta var mjög skemmtilegur leikur, hraður og spennandi, og gefur góð fyrirheit um úrslita- keppnina. Einstaklingsframtak Slavisas Cvijovics og Bjarka Sig- urðssonar vóg þungt í sókn Vík- ings, en þeir gerðu 18 af 23 mörk- um iiðsins. Slavisa var jafnframt mjög sterkur í vöminni og Reynir Reynisson varði vel eftir hlé. Petr Baumruk var óstöðvandi í vöm og sókn hjá Haukum, en sem fyrr var það breiddin, allir fyrir einn og einn fyrir aila, sem stg^j^ uppúr hjá lærisveinum og meistur^^ um Jóhanns Inga Gunnarssonar, þjálfara. Áfangi er í höfn hjá Haukum, en það verður erfitt að fylgja honum eftir og ná íslands- meistaratitlinum, sem félagið hef- ur einu sinni fagnað — 1943. ÍR-ingar lögðu KR-inga IR-ingar eygja von um að komast í 8-liða úrslitakeppnina eftir ör- uggan sigur á KR-ingum 19:25 í Laugardalshöll í VaiurB. gærkvöldi. Þar sem Jónatanson Afturelding tapaði skrifar fyrir Selfossi munar aðeins einu stigi á ÍR og Aftureldingu þegar tvær umferð- ir eru eftir. KR siglir hins vegar nokkuð lygnan sjó í fallbaráttunni þar sem IBV tapaði fyrir Stjörnunni Mm F01_K ■ FRIÐRIK Stefánsson, ungl- ingalandsliðssmaður í körfuknatt- leik, slasaðist á æfingu hjá KR í fyrra kvöld. Hann var að troða í körfuna og við það slitnaði festing sem heldur körfuspjaldinu uppi með þeim afleiðingum að spjaldið féll ofan á höfuð Friðriks, sem vankað- ist og fékk skurð á höfuðið. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim í gær. Það þurfti 10 spor til að loka skurðinum á höfði hans. ■ EYJAMENN eru að hugsa um að fá knattspyrnumanninn Martin Eyjólfsson til að vera á bekknum síðustu tvo leikina. Martin bjargaði ÍBV í deildinni í fyrra sumar og sumarið þar áður, í bæði skiptin með marki á síðustu stundu. ■ GUÐBRANDUR Benedikts- son kom í fyrsta sinn inná í 1. deild í gærkvöldi. Hann leikur með Sljörnunni og fékk að spreyta sig undir lok leiksins við IBV. og munurinn því enn fjögur stig og tvær umferðir eftir. Leikurinn var jafn í byijun KR-ingar oftar á undan að skora. stöðunni 7:5 fyrir KR breytti ÍR vamarleik sínum — Hilmar Þórlinds- son, helsti markaskorari KR-inga, var tekinn úr umferð. Við þetta hrundi sóknarleikur KR og ÍR náði yfirhöndinni. Jóhann Ásgeirsson, besti leikmaður vallarins, var dijúg- ur á lokakafla fyrri hálfleiks er hann gerði fjögur mörk í röð er IR breytti stöðunni úrll:10íll:16og þannig var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikur var aldrei fugl né fiskur. KR-ingar voru bitlausir í sókninni og í þau fáu skipti sem þeir náðu að opna sterka vörn IR- inga, klúðmðu þeir sjálfir eða Magn- ús Sigmundsson sá við þeim í mark- inu. Leikurinn leystist upp í hálf- gerða vitleysu í lokin og aðeins spurning um hve stór sigur ÍR-inga yrði. Fj. leikja u J T Mörk Stig HAUKAR 20 13 6 1 503: 444 32 VALUR 20 12 3 5 488: 438 27 STJARNAN 20 9 6 5 478: 449 24 SELFOSS 20 10 4 6 547: 519 24 VIKINGUR 20 10 4 6 521: 499 24 FH 19 10 2 7 487: 473 22 KA 19 8 5 6 461: 432 21 UMFA 20 8 3 9 493: 508 19 IR 20 8 2 10 466: 465 18 KR 20 6 1 13 447: 491 13 IBV 20 4 1 15 492: 560 9 ÞOR 20 2 1 17 467: 572 5 ■ingar eiga enn möguleika IR-ingar eiga enn möguleika á að tryggja sér rétt til að leika í úrslitakeppninni, en þegar tvær umferðir em eftir em þeir einu stigi á eftir Aftureldingu, sem er ( áttunda sæti. ÍR hefur 18 stig, Afturelding 19, en síðan koma lið- in sem eiga einn leik til góða, KA með 21 stig og FH 22. Lokabaráttan verður spennandi, því að hver ieikur skiptir máli um hvaða lið lenda í efstu fjórum sæt- unum — þau gefa heimaleik fyrst í úrslitakeppninni og þriðja leikinn, ef með þarf, á heimavelli. Eins og staðan er í dag, em það þessi lið sem mætast í 8-liða úrslitum (stig innan sviga): Haukar - Afturelding Valur - KA Selfoss - FH Stjarnan - Víkingur Hér koma leikirnir í tveimur síðustu umferðunum: 21. UMFERÐ: Haukar - Afturelding, ÍR - Stjaman, Selfoss - KR, ÍBV - FH, Víkingur - Þór, KA - Valur. 22. UMFERÐ: Afturelding - Víking- ur, ÍR - FH, KR - Haukar, Valur - ÍBV, Stjarnan - Selfoss, Þór - KA. Sanngjamt hjá Selfossi MIKILL darraðardans var stiginn á lokamínútunum í íþróttahús- inu að Varmá í gærkvöldi, þegar Afturelding og Selfoss áttust þar við í hörkuleik. Eins og hendi væri veifað var leikurinn orð- inn mjög spennandi undir lokin og heimamenn líklegir að hirða annað stigið, en nokkru áður leit út fyrir öruggan sigur Selfyss- inga. Oft hefur hávaðinn verið mikill að Varmá í vetur en aldrei eins og nú. Vel studdir af áhorfendum gerðu leikmenn Aftureld- ingar fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 25:31 í 30:31, en leikreyndir gestirnir úr „mjólkurbænum" héldu boltanum síðustu 45 sekúndurnar og innsigluðu sigurinn með marki á lokasekúnd- unni. Lokatölur 32:30 fyrir Selfoss. I eikurinn var hraður og * skemmtilegur frá fyrstu mín- Róbert Sighvatsson gerði fyrsta mark Aftur- eldingar,.en Selfyss- ingar svöruðu að bragði og létu ekki þar við sitja heldur náðu forstu og nýttu sér út í ystu útu Ivar Benediktsson skrifar æsar öll sóknarmistök heimamanna með því að keyra á hraðaupphlaup. Um miðjan fyrri hálfleik var forysta Selfyssinga orðin fimm mörk, 7:12, en Aftureldingu tókst aðeins að laga stöðuna fyrir leikhlé. í byijun seinni hálfleiks tók Aft- urelding Sigurð Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson úr umferð. Það bragð gekk hins vegar ekki upp og jókst forysta Selfyssinga enn frek- ar. Var svo komið, þegar 10 mínút- ur voru liðnar af seinni hálfleik, að Selfyssingar leiddu með sjö mörk- um, 20:27. Uppúr því breyttu heimamenn í 6-0 vörn og um leið kom Þorsteinn Viktorsson inní vörnina til að hafa auga með Sig- urði Sveinssyni. Þessi breyting tókst vel hjá Mosfellingum, en kom of seint til að innbyrða stig, þó mjótt væri á mununum, eins og að framan greinir. Selfyssingar fóu sigurreifir úr Mosfellsbænum með tvö stig í farteskinu. Sigurður Sveinsson og Siguijón Bjarnason voru bestu menn Selfoss í leiknum og hjá Aftureldingu báru Þorkell Guðbrandsson og Ingi-; mundur Helgason af. Ekki frestað Einum leik var frestað í gær í 1. deildinni í handknattleik, leik FH og KA. Samkvæmt 5. gr. reglu- gerðar HSÍ um handknattleiksnjót eiga allir leikir í síðustu þremur umferðunum að fara fram á sama tíma. Þar segir m.a.: „...og skulu 3 síðustu umferðirnar fara fram sam- tírnis,". Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, sagði í gærkvöldi að þetta væri túlk- að þannig að ljúka yrði öllum leikjum einnar umferðar áður en næsta ufii- ferð hæfist. „Við sendum samtökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.