Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 Minning Til sölu er Hraðfrystihús Grindavíkur, Ægisgötu 4, Grindavík Frystihúsið er 3966 fm, byggt 1961- 71. Á 1. og 2. hæð er fiskvinnsla en á 3. hæð er verbúð, matsalur og netagerð. Upplýsingar veita Svavar Sigurðsson, útibússtjóri, Landsbanka ís- lands, Grindavík, sfmi 92-68799 og Sturla Haraldsson, Útlánastýringu Landsbanka íslands, Reykjavfk, sími 91-606282. Til sölu eignir Fiskiðjunnar Dvergasteins hf., Strandavegi 20-23, Seyðisfirði Eftirtaldar eignir eru til sölu: Frystihús byggt1967 1537,4 fm Söltunarhús byggt 1967 792,0 fm Verbúöir byggöar1962 503,0 fm Saltgeymsla byggö 1962 106,0fm íbúðarhús byggt 1916 155,3fm Vörugeymsla byggð 1983 893,0 fm Saltsildarkvóti 12-1300 tunnur Upplýsingar um eignirnar veita Þórður Júliusson, útibússtjóri Lands- banka fslands á Seyðisfirði, sfmi 97-21208 og Sturla Haraldsson, Útlánastýringu Landsbanka Islands, sími 91-606282. Neðstatröð 6, Kópavogi Opið hús Tvílyft einbhús á góðum stað í miðbæ Kópavogs. Húsið er um 216 fm auk tæpl. 50 fm bílskúr. Góð eign sem gefur mögul. á tveimur íb. TIL SÝNIS í DAG KL. 12.30-14.30 og mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20-22. Gjörið svo vel að líta inn. Ath. mögul. að taka mini eign. uppí. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540 og 19191. Hvammur í Hrísev Til sölu húsið Hvammur, samtals að gólffleti 168 fm. Áfast húsinu er fjós og hlaða sem gefur stækkunar- möguleika. Húsið þarfnast lagfæringa. Tilvalið sem sumarhús fyrir félagasamtök eða þá sem unna snertingu við sjóinn. Fasteignamarkaðurinn hf., ÓSinsgötu 4, sfmar 11540 og 21700. Benedikt Sigfús- son úr Forsæludal Fæddur: 21. maí 1910 Dáinn: 16. apríl 1994 Vantar mig í vinarkveðju verðug orð að geta fundið, þó að okkar máski milli mjótt sé bil á hinsta sundið, kallfært mun ei meira, að sinni. - Mér voru kynnin alltaf gróði, því er von ég vilji geyma vinarmynd í einu ljóði. _ (Ólafur Sigfússon) Benedikt Sigfússon, sem við nú kveðjum hinsta sinni, var einn minna bestu æskufélaga. Hann var fæddur í Forsæludal í Vatnsdal 21. maí 1911, næstelstur átta bama hjónanna Sigfúsar Jónassonar, bónda og bókbindara, og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur, sem ávallt voru kennd við þann bæ, enda bjuggu þau þar allan sinn búskap, allt til æviloka. Sigfús var af vatnsdælskum ættum, sonur Jónasar Jóelssonar frá Saurbæ í Vatnsdal; frændmargur mjög þar í sveit, en Sigríður dóttir Ólafs Ólafssonar á Blönduósi og konu hans, Ingibjargar Lárusdóttur, kaupkonu, sem var þriðji ættliður frá Bólu-Hjálmari. Móðir Sigfúsar, kona Jónasar Jóelssonar, var Elín Sigríður Benediktsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, af Bólstaðarhlíðar- og Birtingaholtsætt. Forsæludalur var mikið menn- ingarheimili; Sigfús, faðir Bene- dikts, var maður bókhneigður og víðlesinn og einn af mestu vísna- söfnurum þessa lands; hann var lærður bókbindari og stundaði þá iðn um langt árabil fyrir fjölda manna vítt um land. Bárust honum því bækur víðs vegar að, um hið fjölbreyttasta efni, og sagt var, að hann hefði yfirleitt lesið þær allar. Sama er að segja um Sigríði, hún var vel lesin og ljóðelsk, eins og uppruni hennar stóð til, en ekki heyrði ég að hún hefði ort sjálf. Þau hjónin og böm þeirra, er þau komust á legg, vom vinmörg og vinsæl meðal sveitunga sinna og annarra vítt um land. Þar var gott að koma, enda gestagangur mikill. Forsæludalur er fremsti bærinn í Vatnsdal, þar er fallegt og sérstök veðursæld, en hann þótti nokkuð Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. hrAunhamar FASTEIGNA & SKIPASALA BŒJARHRAUNI 22 HAFNARFIROI* SÍMI 65 45 11 Amarsmári - Kóp. Frábær staðsetning og útsýni -—-—ni ii , --ji Frt ffl krQ 1 pn ’ 1 R ppr ■ ' -jjj Me Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í litlu, fallegu fjölbýli. Húsið nú þegar fokhelt. Góð greiðslukjör. Fullbúið fljótlega utan sem innan. Verð frá kr. 7.800.000,-. Byggingaraðili Kambur hf. Þrastarlundur 13 - Gb. - raðhús Opið hús í dag frá kl. 13-16 Nýkomið í einkasölu glæsilegt ca 250 fm raðhús á tveim- ur hæðum með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbv fjöl- skyldurými, arinn. Suðurgarður. Frábært útsýni. Áhvfl- andi húsbréf. Verð 14,4 millj. úr alfaraleið meðan samgöngur voru frumstæðar, en það hindraði ekki gestakomur. Við Benedikt kyntumst fyrst í barnaskólanum í Þórormstungu. Hann var aðeins eldri en ég, en strax fór vel á með okkur, enda vinátta á milli heimilanna í For- sæludal og á Haukagili. Fyrstu minningar mínar um hann voru bundnar við leik okkar krakkanna, og þar bar hæst hve Benedikt var yfirburða fótfrár, og í huga okkar krakkanna þá var það enn rismeira en hin góða greind hans og náms- hæfileikar. Að sjálfsögðu héldum við sambandi áfram meðal annarra unglinga í sveitinni, en nánust urðu tengslin, er hann dvaldi hjá foreldr- um mínum á Haukagili á árunum 1936 til ’38. Þar bundumst við vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á. Lengur áttum við þó ekki beina samleið; ég hvarf að fullu burt úr sveitinni okkar góðu í árslok 1937, en upp úr 1940 lá leið Benedikts til Eyjafjarðar og þar festi hann rætur og hélt mik- illi tryggð við það hérað og íbúa þess til æviloka; nú síðustu árin á Akureyri. Þau systkinin í Forsæludal hlutu í arf hina góðu eðliskosti foreldra sinna; öll voru þau vel gefín og hjá þeim komu fram hin ríku ætta- reinkenni forföður þeirra, Bólu- Hjálmars, skáldskapargáfan, þótt þau hafi ekki öll flíkað henni. Má vel merkja það í hinu einstaklega fallega ljóði Ólafs Sigfússonar, bróður Benedikts, sem hann orti til horfins vinar. I eigin orðfátækt leyfi mér að setja fyrsta erindi ljóðsins sem upphaf þessara skrifa minna, og á þann hátt að gera orð hans að mínum í þessari hinstu kveðju til Benedikts. Benedikt Sigfússson var maður vel gerður; nokkuð skapríkur, en heill í lund og vinfastur, en hafði jafnframt prúða og þægilega fram- komu. Hann laðaði því fólk að sér, hvort heldur það voru hærri eða lægri, en þó ekki síst börnin. Hann lagði sjálfstætt mat á menn og málefni og tók afstöðu samkvæmt því, án fordóma. Og hann virti skoðanir annarra og var ávallt reiðubúinn til að taka tillit til þeirra innan marka eigin sannfæringar, enda maður friðar og sátta. Hann var víðlesinn og fróður um hin ólík- ustu efni; hafði lifandi áhuga á samfélagi sínu og umhverfi, enda skemmtilegur í viðræðu. Á milli okkar bar margt á góma og aldrei þraut umræðuefnið. Að sjálfsögðu kom viðfangsefnið um skáldskap og ljóðagerð stundum upp, en þar var Benedikt vel að sér, þótt hann muni sjálfur lítt hafa lagt skáld- skapinn fyrir sig. Á því sviði var ég hins vegar léttvægur, en það kom lítt að sök; ég var þar í hlut- verki lærisveinsins. Við áttum margar dásamlegar samveru- stundir í sveitinni, ýmist við störf eða þá að setið var á þúfu eða steini úti í guðsgrænni náttúrunni og rabbað um heima og geima og allskyns önnur óskilgreind efni, oft langt fram eftir nóttu. Benedikt var á margan hátt maður drauma og hugsjóna og í eðli sínu fagur- keri og bohem, þótt hann tileink- aði sér ekki þá lífshætti. Hánn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.