Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þið þurfíð ekki einu sinni að eyða í sólarolíu, þetta er bara teiknuð sól . . . Álit nefndar um framtíð Stóðhestastöðvar ríkisins Ríkið afhendi Bænda- samtökunum stöðina Morgunblaðið/Rúnar Þór BALDVIN Kr. Baldvinsson, Ólafur Dýrmundsson, Halldór Blön- dal og Sigurgeir Þorgeirsson kynntu niðurstöðu nefndar um rekstur Stóðhestastöðvar rikisins á blaðamannafundi í gær. NEFND sem landbúnaðarráð- herra, Halldór Blöndal, skipaði í janúar síðastliðnum til að gera til- lögur um rekstur Stóðhestastöðv- arinnar í Gunnarsholti hefur lokið störfum og skilað áliti, en þar er m.a. gert ráð fyrir að ríkið afhendi Bændasamtökum Íslands stöðina til rekstrar. Landbúnaðarráðherra kynnti álitið á blaðamannafundi á Akur- eyri í gær ásamt formanni nefndar- innar, Baldvin Kr. Baldvinssyni bónda. Nefndinni var m.a. ætlað að meta árangur af starfi stöðvar- innar og þörf á nýrri markmiðs- setningu þannig að hún geti áfram rækt þýðingarmikið hlutverk sitt í þágu íslenska hrossastofnsins. Yfirtaki 23 milljóna króna skuldir í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að ríkið yfírtaki skuldir Stóðhestastöðvar ríkisins hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og Búnaðarbanka íslands, samtals að upphæð 23 miiljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að ríkið afhendi Bændasamtökunum stöðina til rekstrar. Stofnvemdarsjóði verði heimilað að leggja fram verulegt fjármagn, 15-20 milljónir króna, til stöðvarinnar til að ljúka þeirri ENN er óvissa um skólalok í grunn- og framhaldsskólum landsins í vor eftir að Óiafur G. Einarsson mennta- málaráðherra fundaði með öllum fræðslustjórunum í gærdag. Á fundinum voru lagðar fram hugmyndir skólamanna um hvemig uppbyggingu sem nauðsynleg er talin. Þá er lagt til að bygging reið- skála verði hafin þegar í sumar og henni lokið fyrir veturinn en kostnaður við bygginguna og nauðsynlegan búnað verði greiddur úr Stofnverndarsjóði. Jafnframt er lagt til að efnt verði til vorsýning- ar „Stóðhestadaga" að vori. Ijúka beri skólaárinu. Menntamála- ráðherra mun kynna sér tillögurnar frekar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Samkvæmt upplýsing- um menntamálaráðuneytisins er búist við að ákvörðun liggi fyrir inn- an fárra daga. í tillögunum er gert ráð fýrir að ráðinn verði forstöðumaður að stöðinni með fagþekkingu og að þar skuli teknar upp rannsóknir á uppeldi, atferli og fijósemi stóð- hesta. Eigendur þeirra stóðhesta sem verða í stöðinni verða látnir greiða fyrir hvern einstakan verk- þátt nái tillögurnar fram að ganga. Loks leggur nefndin til að gerð- ur verði listi í gagnavörslukerfínu „Feng“ yfír allar hryssur sem ná lágmarki samkvæmt kynbótamati til að teljast stóðhestamæður. Landbúnaðarráðherra sagði nið- urstöður þessar mikinn áfanga og formaður nefndarinnar sagði það mikilvægt að rekstur stöðvarinnar yrði með þeim hætti að hann væri hafínn yfir alla gagnrýni. Útflutn- ingur hrossa ykist stöðugt, árið 1988 voru um 400 hross flutt út en í fyrra á milli 2.500 og 2.600. Ráðherra fundar með fræðslustjórum Óvíst um skólalok Bók um Islendinga í Hamborg 1520-1662 „Gjöf mín til íslands“ FRIÐRIKA Koch, þýsk kona á áttræð- isaldri, mun á morgun afhenda Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, ritverk sitt um ís- lendinga sem voru búsettir um lengri eða skemmri tíma í Hamborg frá 1520 til 1662. Friðrika hóf að rita verk sitt árið 1985, en þá var hún stödd hérlendis um þriggja mánaða skeið, auk þess sem hún kom hingað 1986 og 1989 og’ dvaldist í þijá mánuði í hvort skipti við rannsóknir. Meðan á dvöl hennar stóð vann hún við rannsóknir á skjölum á Landsbókasafni, Stofnun Áma Magnússon- ar og Þjóðskjalasafni. Frið- rika fékkst einnig við rann- sóknir í þjóðskjalasafninu í Ham- borg en þar er stórt safn heimilda um Islendinga sem héldu til Ham- borgar allt til ársins 1662, þegar einokunarverslunin hófst. „Margir íslendingar fóru til Hamborgar að læra í Þýskalandi, aðallega í Rostock eða Witten- berg, og héldu sumir þeirra þaðan til Kaupmannahafnar. Flestir bjuggu í Hamborg um eins árs skeið og héldu svo til baka, en aðrir voru tvo vetur og aðrir voru lengur. Ég hef fundið heimildir um 134 íslendinga á þessu tíma- bili sem komu til Hamborgar en þar af störfuðu tíu íslendingar í borginni til æviloka, kvæntust þýskum konum og eignuðust af- komendur. Það var mjög erfitt að komast að því hvað varð um alla þessa menn en margir þeirra keyptu sér eða leigðu hús sem hjálpaði til við leitina. Einn þeirra var Hannes Egg- ertsson lögmaður á Núpi í Dýra- firði og síðar hirðstjóri yfír ís- landi sem flutti til Hamborgar. Hann kom fyrst til Hamborgar 1524 en hélt til íslands ári seinna og flutti með fjölskyldu sína aftur til Hamborgar sama ár. Hann hélt síðan til íslands 1530 og lést hér á landi. í Hamborg greiddi sonur hans, Eggert Hannesson, sem var líka lögmaður, 6.000 rík- isdali í leigu fyrir heimili sitt, en hann kvæntist þýskri konu í Hamborg að loknum tveimur hjónaböndum á íslandi en fór þaðan alfarinn 1580. Þessar upplýsingar fann ég í gömlum reikningsfærslum skatt- heimtunnar í Hamborg. Þessi leit var mjög spennandi því að á þessum tíma eru allar heimildir handfærðar í bækur og ekkert til á prenti. Um 1600 var bytjað að skrá í kirkjubækur skímir, giftingar og dánardægur manna, fyrir utan eina kirkju sem hóf að skrá andlát um 50 árum áður. Þetta auðveldaði leitina um margt á seinni hluta tímabilsins. Afkomendur þessara tíu íslend- inga hurfu að spjöldum sögunnar um 120 ámm eftir að fyrsta kyn- slóð þeirra fæddist, því að kven- kyns afkomendur þessara manna gengu í hjónaband með þýskum mönnum og tóku sér nafn þeirra. Niðjarnir eru því týndir og mjög erfítt eða útilokað að leita þá uppi.“ - Hvernig stendur á að þú hófst þetta erfiða starf? ► Friðrika Christiane Koch er fædd í Þýskalandi árið 1923, lauk stúdentsprófi 1942 en vegna stríðsins var henni mein- að að læra bókasafnsfræði eins og hún stefndi að. Hún lauk námi í sjúkraþjálfun 1950, kenndi í því fagi um skeið, starf- aði hérlendis 1957-1959 og frá þeim tíma var hún yfirkennari á því sviði í Hamborg til ársins 1986. „Það er löng saga að segja frá. Ég bjó í Hveragerði frá árinu 1957 til 1959 og vann á Heilsu- hæli Náttúrulækningafélagsins þar sem sjúkranuddari. Mér fannst spennandi að skrifa eitt- hvað um ísland og enginn hefur áður að mér vitandi skrifað um íslandsfara, bræðralag sem stofnað var um 1500 í Hamborg. Ég hætti störfum árið 1985 og þá byrjaði ég strax að leita að þessum íslendingum sem búið höfðu í Hamborg, eingöngu mér til skemmtunar. Með þessari vinnu er ég líka að halda við hefð sem hefur skapast í minni móðurfjölskyldu, því að forfeður mínir hafa siglt til íslands frá 1544. Síðan hafa þessi tengsl verið einnig á vísindasviðinu því að móðurafi minn, séra Wilhelm Klose, þýddi 50 Passíusálma Hallgríms Péturssonar á þýsku og voru þeir gefnir út með styrk frá Hallgrímskirkju 1974. Sonur hans, Olaf Klose, hefur einnig ritað ýmislegt um íslensk fræði og sögu landsins." - Þetta hefur væntanlega verið mikil leit? „Svo sannarlega, aðallega vegna þess að heimildir voru dreifðar og sumar fá- tæklegar, auk þess sem margar bækur og önnur gögn skemmdust í seinni heims- styrjöld og í eldsvoðanum mikla í Hamborg árið 1842. Einnig er ekki að finna nafnalista í reik- ingsbókum og skjölum, þannig að þær varð að lesa vel til að finna íslensk nöfn. Við upphaf þess tímabils sem ég skrifa um, var kaþólska kirkjan allsráðandi á Islandi en lúterska kirkjan hafði rutt sér til rúms í Hamborg 1528-29. Ég fann nafn íslenska biskupsins Gissurar Einarssonar og skrái ágnp af sögu hans í bókinni." Friðrika segir að bókin sé fyrst og fremst „gjöf mín til íslands". Heimildir dreifðar og fátæklegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.