Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995  41
Þreföld þrenning
TONLIST
Tönabær
MÚSÍKTILRAUNIR
Músíktilraunir, mjómsveitakeppni
Tónabæjar, Úrslit. Til úrslita
kepptu Mósaík, Gort, 200.000 nagl-
bítar, Cyclone, Læðurnar, Border,
Stolía, Botnleðja, Kolka og Weghef-
yll. Haldin í Tónabæ 31. mars.
MÚSÍKTILRAUNUM, árlegri
hljómsveitakeppni Tónabæjar,
lauk á föstudagskvöld, þegar tíu
hljómsveitir kepptu um ýmis
verðlaun, þar helst hljóðverstíma.
Hljómsveitirnar komu hver úr
sinni áttinni og léku afskaplega
ólíka tónlist, sem er vel í sam-
ræmi við tilraunirnar að þessu
sinni, því breiddin í þeim hefur
verið meiri en oft áður.
Það er alltaf erfitt að vera
fyrsta hljómsveit á svið og Mósa-
ík fékk að kenna á því og lenti
meðal annars í tækjavandræðum
í fyrsta laginu. Það var og ekki
vel heppnað, en í öðru laginu
komst hljómsveitin á skrið og
þriðja lagið var hreint fyrirtak,
þar sem fiðla og selló náðu að
hljóma vel saman. Mósaík hefur
tekið miklum framförum frá síð-
ustu tilraunum og á víst verð-
launasæti í þeim næstu ef hún
heldur áfram á sömu braut.
Söngkona sveitarinnar og fiðlu-
leikari stóð sig sérdeilis vel, var
örugg og ákveðin.
Næst á svið var önnur „fiðlu-
sveitin" þetta kvöld, Gort, sem
einnig skreytti sig með óbóleik
söngkonunnar. Gort notaði fiðl-
una vel og fiðluleikarinn, sem var
einnig fimur á gítarinn, lyfti ann-
ars döprum lagasmíðum. Óbóið
hefði mátt nota meira og mark-
vissara. Tækjavandræði hrjáðu
einnig Gort og þannig datt gítar-
hljómur nánast út í fyrsta lagi
hennar.
Akureyrarsveitin    200.000
naglbítar byrjaði með látum en
ekki nógum krafti, því þó trymb-
ill sveitarinnar sé prýðilega
tæknilegur, vantar í hann allan
kraft sem hélt sveitinni nokkuð
niðri. Gítarleikari 200.000 nagl-
bíta og söngvari er mikið efni,
en sérkennilegt að hljómsveit
með svo íslenskt nafn skuli
syngja á ensku.
Cyclone, sem var með efnileg-
ustu hljómsveitum síðustu til-
rauna, var ekki traust undanúr-
slitakvöldið þegar hún komst
áfram. Henni gekk öllu betur í
úrslitunum og sveitarmenn náðu
vel saman. Söngvari Cyclone er
gríðarlega sterkur og sveitin hef-
ur komist langt á honum, en einn-
ig er gítarleikari sveitarinnar
góður. Gítarhljómur hans var
aftur á móti loðinn og þungur
og kom mjög illa út. Sérstaklega
var þetta áberandi í þriðja, og
besta, lagi sveitarinnar þar sem
hann datt nánast út á köflum.
Læðurnar, sem státa af tveim-
ur kassagíturum og túbu, vöktu
hrifningu í undanúrslitum fyrir
að stinga í stúf, en náðu ekki
sambandi við áheyrendur þetta
kvöld. Læðurnar leika afskaplega
einfalda tónlist, eins konar skáta-
popp, með húmorískum textum,
en fáir virtust leggja við hlustir
og fáir hlógu.
Eftir hlé kom Border, sem
státaði af þremur söngvurum.
Hún fór illa af stað og virtist
óörugg í fyrsta laginu. Forsöngv-
ari sveitarinnar er prýðilegur og
söngkonan fýllir vel uppí og eins
er gítarleikarinn góður. Border
var samt ekki sannfærandi þetta
kvöld og öllu síðri en í undanúr-
slitum.
Hafnarfjarðarsveitin Stolía
vakti  athygli  í  undanúrslitum
Ljjósmynd/Björg Sveínsdóttir
MÓSAÍK; miklar framfarir.
TÆKJAVANDRÆÐI hrjáðu Gort.
LÆÐURNAR náðu ekki sambandi.
CYCLONE; vantar herslu-
muninn.
200.000 naglbítar þéttir og
skemmtilegir, en kraftlausir.

STOLÍA; öryggið uppmálað.
meðal annars fyrir það að hún
er söngvaralaus. Ólíkt þeim sveit-
um sem á undan komu voru Stól-
íu-liðar öryggið uppmálað og fóru
á kostum. Hrynsveit Stolíu er
frábærlega þétt og skemmtileg
og gítarleikarinn er skemmtileg-
ur. Hljómsveitin kynnti til sög-
unnar nýtt lag sem kom
skemmtilega út, en lokalag henn-
ar, Allt í plati, var hreint afbragð.
Á eftir Stolíu kom önnur hafn-
firskt tríó, Botnleðja. Hún leikur
kraftmikið pönkað rokk og eftir
að hafa hrasað í upphafi sást
varla snöggur blettur. Botnleðja
kynnti einnig nýtt lag, sem var
geysigott, og lokalagið var eitt
besta lag þessara tilrauna. Botn-
leðja er vel þétt hljómsveit og
sýndi vel að ekki þarf marga
skælifetla og önnur tól til að
halda uppi stuði; hreinn gítar-
hljómur er bestur.
Kolkuliðar voru sjálfsöryggið
uppmálað, enda sveitin á heima-
velli svo að segja. Upphafslagið
var þó ekki gott, en annað lagið
öllu betur heppnað; kraftmikið
popp með mærðartexta. Hljóm-
sveitin er langt í frá fullmótuð,
en óhætt að reikna með henni
sterkri í næstu tilraunum ef hún
heldur áfram.
Weghefyll átti lokasprettinn
að þessu sinni. Hún olli vonbrigð-
um í undanúrslitum, en var öllu
betri þetta kvöld. Söngvarinn
virtist þó eiga í erfiðleikum með
röddina, sérstaklega í lokalaginu,
og streitan setti bassaleikarann
BORDER komst ekki í stuð.
WEGHEFYLL; efnileg sveit.
*  **¦
¦¦-
KOLKA á heimavelli.
BOTNLEÐJULIÐAR sigurreifir.
út af laginu í öðru laginu. Weg-
hefyll er þó efnileg sveit, sérstak-
BEE Spiders var valin athyglisverðasta hljómsveitin.
Þrjú tríó röðuðu sér í efstu
sætin, Botnleðja sigraði og
skammt undan var Stolía, sem
lenti í öðru sæti. I þriðja sæti
varð akureyrska sveitin 200.000
naglbítar. Hljómsveitin Bee Spid-
ers, sem ekki komst í úrslit, var
valin athyglisverðasta hljómsveit
tilraunanna, besti söngvarinn var
valinn Vilhelm Jónsson úr
200.000 naglbítum, besti gítar-
leikari Jón Gunnar Þórarinsson
úr Pétri, besti bassaleikari Jó-
hann Gunnarsson og besti
trommuleikari Arnar Þór Gísla-
son, báðir úr Stolíu. Besti hljóð-
færaleikari á önnur hljóðfæri en
talin voru var valinn Hrafnkell
Pálmason fiðlari Gorts.
Árni Matthíasson
lega ef hún tæki nú upp á því
að syngja á íslensku.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56