Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 32
- 32 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARSÆLL LÁRUSSON GUNNAR L ÚÐVÍK ÞÓRÐARSON + Ársæll Lárus- son fæddist í Sjávarborg í Nes- kaupstað 3. desem- ber 1920. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 27. apríl síðastliðinn. For- eldrar __ hans voru Lárus Asmundsson, f. 1885, og Dag- björt Sigurðm-dótt- ir, f. 1885. Ársæll var sjöundi í röð tólf systkina. Þau eru: 1) Sigríður Sólveig, f. 1910, d. 1918, 2) Óskar, f. 1911. 3) Fanney, f. 1913, 4) Þórunn, f. 1914, 5) Halldór, f. 1915, d. 1977, 6) Sigurður, f. 1918, 7) Ársæll, 8) Hermann, f. 1922, 9) Ásgeir, f. 1924, 10) Garðar, f. 1925, d. 1986, 11) Aðalheið- ur, f. 1928, 12) Svav- ar, f. 1930. Ársæll kvæntist 13. desember 1947 eftirlifandi eigin- konu sinni, Kristínu S. Friðbjörnsdóttur frá Dalvík. Þau bjuggu á Dalvík sex fyrstu búskaparár- in en fluttu til Nes- kaupstaðar 1953. Ársæll og Kristín eignuðust tvær dætur, Dagrúnu, f. 9.10. 1947, d. 10.9. 1949, og Dagrúnu, f. 16.2. 1952. Hún giftist Ingva Þór Kormákssyni 2.8. 1975. Sonur þeirra er Ársæll Þór, f. 14.11. 1981. Útför Ársæls verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. ÉG KYNNTIST Ársæli Lárussyni fyrst sumarið 1974 er ég kom til Neskaupstaðar til_ að hitta dóttur hans, Dagrúnu. Ég hugsaði ekki til þess þá að hann ætti eftir að verða tengdafaðir minn og við ætt- um eftir að verða samferða að meira eða minna leyti næstu tutt- ugu ár. Það var merkilegt hversu síðhærðum stráklingi frá Reykjavík var vel tekið á heimili Ársæls og Kristínar, konu hans, þetta sumar, þótt heimsóknin væri fremur óvænt. Ársæll, tengdafaðir minn, var vandaður maður til orðs og æðis, traustvekjandi og alla jafna fremur ljúfur í lund. Það gat þó fokið í hann stundum, þótt fljótt væri það rokið úr honum aftur. Við vorum býsna ólíkir tengdafeðg- amir, en áttum oft góðar stundir saman með fjölskyldunni. Mér er í fersku minni síðastliðið sumar er við tókum okkur til og máluðum þakið á húsinu í Víðimýri 12 í þessu líka dandalaveðri, eins og það ger- ist best fyrir austan. Húsinu var alltaf vel við haldið, enda Ársæll verklaginn maður sem hafði gaman af að dytta að garðinum og húsinu sem hann byggði að mestu sjálfur. Auðvitað var vandað vel til máln- ingarvinnunnar, unnið hægt og örugglega, án alls asa og öll smá- atriði á hreinu. Það var hans stíll. Ársæll stundaði lengi vel sjó- mennsku en vann hin síðari ár í landi, lengst af hjá Sfldarvinnslunni í Neskaupstað. Hann var vinnu- samur, nákvæmur og stundvís, en það kom að því að hann varð að slá af sökum hjartasjúkdóms sem hann glímdi við alllengi. Snyrti- mennsku hans var viðbrugðið og verkafötin jafnan fín og strokin jafnt sem sparifötin. Hógværð og gjafmildi eru líka eiginleikar sem hann hefði getað státað af hefði hann vitað af þeim. Síðustu vikum- ar fyrir andlátið dvaldi Ársæll ýmist á Landspítalanum eða á heimili okkar Dagrúnar ásamt Stínu sinni, en þau hjónin voru mjög samrýnd. Honum leið vel þennan tíma, bar sig með reisn eins og ætíð og sam- veran með fjölskyldunni var hin ánægjulegasta. Ársæll spáði gjam- an í veðrið eins og títt er um menn úr hans stétt og stöðu. Kannski var það engin tilviljun hversu veðrið var faliegt daginn sem hann kvaddi, heiðskfr himinn og blái lit- urinn alls ráðandi við Flóann. Fjölskylda Ársæls vill þakka starsfólki Landspítalans fyrir um- hyggjuna. Ég þakka svo hér með tengdaföður mínum samfylgdina og bið Kristínu tengdamóður minni guðs blessunar. Ingvi Þór. + Konan mín, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, aðfaranótt 5. maí. Jaröarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Unnsteinn Stefánsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, og systir, GUÐBJÖRG SÓLVEIG MARÍASDÓTTIR, Meðalholti 5, Reykjavfk, lést 1. maí. Jón Sigvaldason, & Marías Kristján Stefánsson, Fanney Halldórsdóttir og systkini hinnar látnu + Eiginmaður minn, faðir og afi, SIGURÐUR GÍSLASON, Suðurgötu 74, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 4. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Hinriksdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Jóhanna Árnadóttir, Sigurður Árnason. + Gunnar Lúðvik Þórðarson, var fæddur 2. október 1910 í Krossalandi, Lóni í Austur- Skaftafellssýslu. Hann lést 27. des- ember 1993. Gunn- ar var sonur Þórð- ar Jónssonar og Rannveigar Einars- dóttur. Foreldrar hans voru af kunn- um ættum í Austur- Skaftafellssýslu. Þórður af Fells- og Kálfafellsætt, fæddur 24.6. 1888 að Brunnum i Suðursveit. Hann Iést 11.12. GUNNAR Lúðvík fór snemma að vinna og hjálpa til við búskapinn í foreldrahúsum. Árið 1923 var flutt frá Kambahrauni í Lóni til Fá- skrúðsfjarðar. Eftir fermingu fór Gunnar að róa á smábát með föður sínum og síðar á trillubát, sem þeir keyptu til að létta áratogin, er þeir stunduðu sjó frá Skálavík á sumrin. Fljótlega eftir að hafa kynnst véltækninni fór hann til Seyðis- fjarðar í vélstjóraskóla til að afla sér réttinda í þeim fræðum. Þau réttindi komu honum að góðum notum í starfi hans á lífsleiðinni. Snemma fór hann að fara á vetrar- vertíðir, vélstjóri til Hornafjarðar þar sem hann var á mb. Björgvin með hinum landskunna sjómanni Sigurði Ólafssyni. Fiskveiðar og flutningar á kjöti á haustin til Eski- 1952. Rannveig fæddist 8.11. 1879. Hún var frá Þor- geirsstöðum í Lóni. Hún lést 8.8. 1935. Eiginkona Gunnars hét Guðlaug Lovísa Einarsdóttir, f. 14.11. 1911 í Vest- mannaeyjum, dáin 16.5. 1993. Þau giftu sig 9.9. 1934. Böm Gunnars og Guðlaugar era Þóra Rannveig, fædd 27.4.1935, og Óskar Ingimar, fæddur 28.10. 1942. Barnabörnin eru 7 og bamabamabörain 10. fjarðar var eitt af því sem þeir sáu um. Einnig sinntu þeir vöruflutn- ingum með uppskipun við Bjamar- hraunssand sem ekki mun alltaf hafa verið aðgengileg leið um ós og við sand. Starfsvettvangurinn var marg- þættur. Sjómennska, bifreiðastjóri, eftirlitsmaður hjá Vegagerð ríkis- ins, slökkviliðsstjóri í 28 ár, um- boðsmaður fyrir Brunabótafélag íslands frá 1952-1985 og hafnar- vörður Búðahrepps í 6 ár. Árið 1946 hafði Gunnar tekið próf til fólksflutninga og fór að keyra áætlunarbíl sem hann hafði fest kaup á. Vegur var þá ekki kominn út fyrir Vattamesskriður, en vegur lá upp og yfir Staðar- skarð og var þá keyrt í Hafranes í veg fyrir bát sem gekk frá Reyðar- firði. Þar tók hann fólk og póst til BJARNI GUÐMUNDSSON + Bjarni Guðmundsson fædd- ist að Holti í Kálfshamars- vík á Skaga 17. júní 1919. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suður- Iands á Selfossi 21. apríl sl. Útför Bjaraa var gerð frá Sel- fosskirkju 29. apríl sl. MIG LANGAR í örfáum orðum að minnast Bjarna Guðmundssonar, hann hef ég þekkt frá því ég var bam enda var hann heimagangur á Hafnarhólmi hjá foreldrum mín- um. Á sumrin hagaði þannig til að Bjami hafði smá túnblett hjá pabba sem hann heyjaði, svo oft var litið inn í leiðinni, hann átti líka grænan vörabíl sem hann kom á og hirti þá oftast fyrir pabba, þá var nú glatt á hjalla, og að sitja á pallinum á þessum bfl var toppurinn. Bjami og Fríða áttu mörg böm og því ekki mikið um auraráð á því heimili frekar en okkar. En þau áttu annað sem var miklu dýrmæt- ara, hlýju og góðan hug, það hef ég margreynt. T.d. kom Bjarni rétt fyrir jól og þótti eitthvað lítið um skraut á heimilinu fyrir blessuð bömin svo að hann gaf okkur skraut í jólagjöf og það vora engl- ar. Einn þessara engla er til ennþá og skreytir jólatré móður minnar. Um 1970 flutti Bjarni með Ijöl- skylduna frá Drangsnesi suður í Garð, og vann hann um tíma á vellinum og líka í fiski. í nokkur ár bjuggu þau í litlu húsi sem heit- ir Lambhús, það þótti nú ekki nein höll, en þau vora ekki að velta sér upp úr því og held að þeim hafí bara liðið vel þar. Ég átti þess HAUKUR VIGFÚSSON + Haukur Vigfússon frá Gimli, Hellissandi, fæddist 26. desember 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. apríl sl. Haukur var jarðsung- inn frá Áskirkju 28. apríl sl. FREGNIR af andláti tengdaföður míns Hauks Vigfússonar komu mér ekki á óvart. Síðustu vikur og mánuði höfðu verið honum erflðir, þar sem hann var orðinn veikur og farinn að kröftum. Sár söknuður og tregi hvolfdist yfír mig, en það væri eigingimi að óska þeim lengri lifdaga, sem ekki lengur nýtur þess að lita í þessum heimi. „Því hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti ris- ið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ Elsku Haukur, þú ert einn af bestu og ljúfustu mönnum sem ég hef kynnst. Þú varst þinni kynslóð til sóma alla tíð og barðist ötullega með lífl þínu og kröftum fyrir betri tíð fyrir okkur hin. Þú varst góður heimilisfaðir, faðir, tengdafaðir og afi. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem tengdaföður og vin. Þín er sárt saknað, en okkur er sagt að við skulum ekki hryggjast, þeg- ar við skiljum við vini okkar, því að það sem okkur þykir vænst um í fari þeirra, geti okkur orðið ljós- ara í fjarvera þeirra. Nú er skip þitt komið að landi og ekkert fær lengur heft för þína. Ég veit að þér hefur verið fagnað með fögrum söng í nýrri höfn. Fagnað af áður fluttum samferðamönnum og elskulegum syni, sem örugglega hefur tekið við landfestum þínum. Við hin, sem komum seinna, sendum ykkur feðgum ástarkveðj- ur og þökkum ykkur fyrir að hafa verið til. Anna Aradóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. Fáskrúðsfjarðar. Árið 1950 er orð- ið bílfært um alla Reyðarfjarðar- strönd og keyrði hann þá til Egils- staða og til Neskaupstaðar til árs- ins 1964. Þetta voru aðeins ferðir á sumrin fram til 15. september. Ekki var með öllu þessu starfsferli hans fullnægt, því jafnframt áætl- unarakstrinum notaði hann þá fijálsan tíma milli ferða til þess að keyra vörubfl og kenndi mönnum til ökuprófs í 25 ár. Auk þess gerði hann við bíla sína sjálfur og ekki var þeim sem komu með eitthvað sem hafði bilað í viðgerðarhúsið hans vísað frá, fyrir marga mun hann hafa Iagað bæði bíla og aðra hluti. Gunnar var mikið fyrir að ferð- ast. Eftir að aldur færðist yfir og fá skylduverk sem kölluðu var bíll- inn til staðar og keyrt um landið og oft leitað á fjallaslóðir. Hugur hans leitaði oft í Austur-Skafta- fellssýslu, margar ferðir keyrði hann suður í Lón, í Þorgeirsstaði, Hvamminn, Vík og inn í Stafafells- flöll. Einnig brá hann sér á hrein- dýraslóðir, laxveiðiáhugi var einatt með í ferðalögum hans og í seinni tíð fóru gamlir félagar í veiðiför, t.d. vinur hans Óskar Sigurðsson. Oft munu þeir félagar hafa komið glaðir heim úr laxveiðiferð. Með þessari síðbúnu kveðju er mér efst í huga þakklæti til móður- bróður míns og vinar. Áralöng tryggð hans og vinátta varði allt frá bamæsku og heimili Gunnars og Guðlaugar stóð ávallt opið. Gunnar setti sannarlega svip á sitt byggðarlag, alltaf léttur og kátur en minntist aldrei á veikind sín. Það er mikill sjónarsviptir að slík- um manni. Blesuð sé minning Gunnars Þórðarsonar. Guðríður K. Bergkvistsdóttir. kost að búa hjá þeim í þessu litla húsi og líkaði vel. Það lýsti sér best að þó húsið væri lítið var allt- af hægt að bæta einum eða fleirum við. Ekki þótti líklegt að Bjarni yrði ríkur á flytjast suður með sína stóru fjölskyldu, en hann hafði þó nóg fyrir sig og sína. Og hann byggði sér hús á Sunnubraut 14 í Garði, honum þótti óskaplega vænt um þetta hús og ekki þótti honum síður vænt um litla gróðurhúsið þar sem hann ræktaði rósir og þar undi hann sér mörgum stundum. Fyrir nokkram áram lenti hann í slysi og var aldrei samur upp frá því.. Hann átti mjög erfitt með að sætta sig við að vera upp á aðra kominn enda ekki vanur því. Á erfiðum stundum gat verið gott að eiga litla gróðurhúsið til að dútla í. Ingibjörg dóttir þeirra hjálpaði þeim mikið og að öðrum ólöstuðum var það henni að þakka hve lengi þau gátu verið í húsinu sínu. Þó Fríða sé mikill sjúklingur var hún alltaf til staðar, hvort heldur hann var heima eða á sjúkrahúsi var hún hans stoð og stytta. Fyrir um ári fluttu þau til Sel- foss þar sem dætur þeirra búa og dvaldi Bjarni mest á sjúkrahúsi upp frá því enda hafði heilsu hans hrak- að mjög. Það er ekki langt á milli Keflavíkur og Selfoss, en aldrei fór ég i heimsókn þó ég hafi alltaf ætlað. Þetta kennir mér að fresta því ekki til morguns sem ég get gert í dag, því þá getur það verði of seint. Ég kveð þig, Bjami minn, með söknuði og þakka þér allar góðu stundirnar í gegnum árin bæði fyr- ir norðan og hér fyrir sunnan. Nú getur þú vonandi gengið brosandi út í vorið laus við fötlun þína og þrautir. Varð og til að létta lund litrik fósturjörðin átti ég marga yndisstund út við Steingrímsfjörðinn. (Hermann Guðmundsson frá Bæ.) Elsku Fríða mín, innilegustu samúðarkveðjur til þín og annarra aðstandenda. Blessuð sé minning Bjarna Guðmundssonar og þökk fyrir allt. Hanna Ingimundardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.