Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Metframleiðsla í Straumsvík í fyrra fimmta árið í röð
Hagnaður ísal 1.300
milljónir á síðasta ári
HAGNAÐUR af rekstri íslenska
álfélagsins hf. á síðasta ári nam
1.290 milljónum króna fyrir
skatta, samkvæmt niðurstöðum
ársuppgjörs, sem lagt var fram á
aðalfundi félagsins 19. júlí. Er
þetta 33% hærri hagnaður en árið
1994 en þá var hagnaður fyrir
skatta 966 milljónir króna. Hagn-
aður eftir skatta lækkaði þó, og
nam 338 milljónum króna í fyrra
en 721 milljón árið áður.
Astæðan fyrir minnkandi hagn-
aði eftir skatta milli áranna 1994
og 1995 eru hærri skattgreiðslur.
ísal greiðir skatta í formi fram-
leiðslugjalds til íslenska ríkisins
og nam það 633,8 milljónum á
síðasta ári. Það er að nokkru leyti
reiknað af tekjum fyrirtækisins
fyrir skatta en fylgir einnig heims-
markaðsverði á áli.
33% meiri hagn-
aður miðað við
árið 1994
í skýrslu stjórnar kemur fram
að rekstrarhagnaður ársins nam
338 milíjónum króna eftir gjald-
færslu framleiðslugjalds, afskrifta
að fjárhæð 750,9 milljónir króna,
318,1 milljón króna skattskuld-
bindinga og 190 milljóna króna
vaxtagjalda.
Metf ramleiðsla
í fyrra fór framleiðsla ísal í
fyrsta sinn yfir 100 þúsund tonn
í kerskálunum og er það fimmta
metárið í röð. Markið er sett enn
hærra á þessu ári og segir dr.
Christian Roth, forstjóri ísal, að
gert sé ráð fyrir 3% framleiðslu-
aukningu á árinu. Hagnaður á
fyrri helmingi þessa árs varð um
400 milljónir króna eftir gjald-
færslu framleiðslugjalds að fjár-
hæð 180 milljónir og 35 milljóna
króna skattskuldbindingar.
Stjórn félagsins
endurkjörin
Stjórn félagsins var endurkjörin-
fram að næsta aðalfundi. í henni
sitja Ragnar Halldórsson, Olafur
B. Thors og Páll Kr. Pálsson,_ til-
nefndir af Alusuisse, Magnús Osk-
arsson og Valdimar K. Jónsson,
tilnefndir af íslenska ríkinu og
Kurt Wolfensberger, yfirmaður
áldeildar Alusuisse, og dr. Wolf-
gang Stiller, yfirmaður ál- og for-
skautaframleiðslu Alusuisse, full-
trúar Alusuisse.
Morgunblaðið/RAX
ÁLVERIÐ í Straumsvík í gær. Þriðji kerskálinn er í byggingu
og sést hann lengst til vinstri á myndinni.
Dagblöðin Dagur á Akureyri og Tíminn í Reykjavík sameinuð í Degi-Tímanum
Nýtt blað á að
líta dagsins Ijós um
miðjan ágúst
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
SAMEINING Dags og Tímans á að ganga hratt og fyrsta dagblað-
ið undir heitinu Dagur-Tíminn að koma út um miðjan ágúst. I gær
fóru sunnanmenn norður til að kanna aðstæður. Hörður Blöndal,
framkvæmdastjóri Dagsprents, lengst til vinstri, tók á móti þeim
Má Halldórssyni, dreifingarstjóra DV og Tímans, Hrólfi Olvis-
syni, framkvæmdastjóra Tímans og Árna Haukssyni, fjármála-
stjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær.
TÍMINN var málgagn Fram-
sóknarflokksins, en flokkur-
inn varð fyrir búsifjum
vegna kostnaðar við útgáfuna og
gekk á ýmsu. Þannig var um tíma
reynt að gefa Tímann út undir nafn-
inu Nútíminn, eða NT, en sú saga
var stutt. Framsóknarflokkurinn
dró sig út úr rekstrinum og var þá
haft eftir forsvarsmönnum flokksins
að hann hefði tapað öllum sínum
eigum á útgáfunni. Stofnað var
hlutafélagið Mótvægi, sem tók að
sér að halda útgáfunhi áfram. Að
félaginu stóðu ýmsir forystumenn
flokksins.
Leitað til DV
í árslok 1993 óskaði stjórn Mót-
vægis hf. eftir gjaldþrotaskiptum á
búi félagsins, eftir nokkurra mánaða
rekstur. Steingrímur Hermannsson,
þáverandi formaður Framsóknar-
fiokksins, leitaði eftir samstarfi við
útgefendur DV og varð árangurinn
sá, að í ársbyrjun 1994 tóku Tíma-
mót hf. við útgáfunni. Það hlutafé-
lag er dótturfélag Ftjálsrar fjölmiðl-
unar hf., útgefanda DV.
í samningi Framsóknarflokksins
og DV-manna var kveðið á um að
Tímamót annaðist rekstur Tímans
að öllu leyti og fyrir eigin reikning,
en Framsóknarflokkurinn leigði fé-
laginu nafn blaðsins og áskrifenda-
skrá. Þá fékk flokkurinn fulltrúa í
stjórn Tímamóta og kveðið var á
um að Tímamót og Framsóknar-
flokkurinn stæðu sameiginlega að
ráðningu ritstjóra.
Hjá Tímamótum starfar nú um
tugur manna, flestir á ritstjórn, en
félagið hefur þjónustusamning við
Fijálsa fjölmiðlun, sem annast bók-
hald, innheimtu o.fl. Samkvæmt
upplýsingum frá Tímanum er hann
nú prentaður í 6-7000 eintökum á
dag. Því hefur verið lýst yfir, að
starfsmönnum Tímans verði boðið
starf hjá fyrirtækjum innan vébanda
Fijálsrar fjölmiðlunar, ef fækka
þurfi í hópi starfsmanna Dags-
Tímans.
Samkvæmt neyslu-
könnun, sem Félagsvjs-
indastofnun Háskóla ís-
lands vann fyrir Morg-
unblaðið í maí og júní
sl., lásu 2,5% lands-
manna Tímann ailtaf, 2% lásu biað-
ið oft, 2,7% stundum, 5,8% sjaldan
og 87% aldrei.
Dagur réttir úr kútnum
Á Akureyri gekk einnig á ýmsu
í rekstri Dags. Blaðið, sem á ættir
að rekja til framsóknarmanna líkt
og Tíminn, var lengi vel gefið út
einu sinni í viku og prentað hjá
Dagur-Tíminn verður
heiti dagblaðs, sem hef-
ur göngu sína um miðj-
an ágúst. Blaðið byggir
á gömlum grunni, í því
sameinast Dagur á Ak-
ureyri, sem rekur sögu
sína allt afturtil 1918
og Tíminn, sem stofnað-
ur var í Reykjavík 1917.
Ragnhildur Sverris-
dóttir kynnti sér for-
söguna og hugmyndir
um sameiningu dag-
blaðanna tveggja.
POB, Prentsmiðju Odds Björnsson-
ar. Árið 1980 var Dagsprent stofn-
að, en rekstur blaðs og prentsmiðju
var aðskilinn, enda eigendur ekki
að öllu leyti þeir sömu. Dagur fór
að koma út tvisvar í viku, svo þrisv-
ar, en um haustið 1986 varð Dagur
dagblað. Um leið var
ráðist í að byggja nýtt
hús undir starfsemina,
en það varð rekstrinum
ofviða.
Árið 1989 var svo
komið að bæði útgáfufélagið og
prentsmiðjan voru í greiðslustöðvun.
Þá var stokkað upp, Dagsprent
keypti útgáfufélagið og stofnað var
almenningshlutafélag um rekstur-
inn. Illutafé var aukið og KEA og
Kaffibrennsla Akureyrar eignuðust
meirihluta hlutafjár. Fyrir tveimur
árum syrti enn í álinn, húsnæðið
var selt, greiðslustöðvun fengin á
ný og nú var hlutafé fært niður um
95%. Um leið lauk endanlega af-
skiptum Framsóknarflokksins af
rekstri félagsins, því framsóknarfé-
lögin í heimabyggð, sem átt höfðu
hlut í Dagsprenti, höfðu ekki haft
bolmagn til að fylgja hlutafjáraukn-
ingunni eftir á sínum tíma og með
niðurfærslu hlutafjár hvarf þeirra
hlutur. Dagur hefur hins vegar rétt
úr kútnum, því á síðasta ári og það
sem af er þessu, er hagnaður af
rekstrinum og á síðasta aðalfundi
var samþykkt að greiða hluthöfum
arð.
Þessi bætta staða Dags varð til
þess að forsvarsmenn Fijálsrar
fjölmiðjunar litu hýru auga til Akur-
eyrar. í júní á síðasta ári var útgáfu-
tíma Tímans breytt, þannig að hann
barst áskrifendum á höfuðborgar-
svæðinu að kvötdi, en var kominn
norður á Akureyri snemma morguns
næsta dag. í viðtali við Morgunblað-
ið í fyrra, vegna þessara breytinga,
kvaðst Hrólfur Ölvisson, fram-
kvæmdastjóri Tímans, viðurkenna
að með þessum breytingum væri
horft mjög til þess lesendahóps
norðan heiða sem keypti Dag reglu-
lega.
Hjá Dagsprenti eru
nú 28 stöður, þar af er
um einn tugur blaða-
manna. Dagur er prent-
aður í 5.500 eintökum
á dag, en Dagsprent tekur jafnframt
að sér ýmiss konar prentþjónustu.
Nýjasta viðbótin í slíkum verkefnum
er samningur við Bændablaðið, sem
verður framvegis prentað á Akur-
eyri. Samkvæmt könnun Félagsvís-
indastofnunar, sem áður er vitnað
í, lesa 5,9% landsmanna Dag alltaf,
1,4% oft, 1,7% stundum, 5,4% sjald-
an og 85,6% aldrei.
Prentað á tveimur
stöðum?
Sameining Dags og Tímans hefur
áður komið til tals. Þannig var skýrt
frá því í Morgunblaðinu í janúar
1990 að hugmyndinni hefði verið
hreyft innan Framsóknarflokksins,
í kjölfar mikilla erfiðleika í rekstri
Blaðaprents, prentsmiðjunnar sem
Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið
ráku. Þáverandi framkvæmdastjóri
Tímans, Kristinn Finnbogason, bar
þessar fréttir að vísu til baka, en
kvað það alveg rétt að vel væri
unnt að prenta Tímann hjá Degi
fyrir norðan. Nú virðist loks komið
að því, en þó eru aðstandendur nýja
blaðsins enn að velta fyrir sér hvort
prenta eigi hluta upplags Dags-
Tímans í Reykjavík, til að auðvelda
dreifingu blaðsins. Bent er á, að
tæknilega sé lítill vandi að flytja
unnar síður í tölvum suður yfir heið-
ar og prenta. Slíkt gæti hins vegar
haft aukakostnað í för með sér.
Svo hraðar hendur hafa menn við
sameininguna, að búist er við að
ákvörðun um þetta liggi fyrir síðar
í dag, miðvikudag.
Hlutafé aukið í
47 milljónir
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fer sameiningin þannig
fram að nafnverð hlutafjár Dags-
prents verður aukið úr tæpum 23,5
milljónum króna í 47 milljónir, eða
um rúmar 23,5 milljónir. Stærstu
hluthafarnir ætla að mæla með því
á hluthafafundi í næstu viku að
Fijáls ijöimiðlun eignist alla hluta-
fjáraukninguna og verði þannig
meirihlutaeigandi.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins ætla forsvarsmenn
Fijálsrar fjölmiðlunar að leggja
fram fé fyrir hlutafjáraukningunni,
en á móti kemur, að eftir að þeir
liafa náð meirihlutaeign kaupir
Dagsprent hf. rekstur Tímans. Ekki
fékkst uppgefið hve hátt sá rekstur
er metinn og hvað Fijáls fjölmiðlun
þarf því að greiða á
milli í raun.
Hörður Blöndal,
framkvæmdastjóri
Dagsprents, verður
framkvæmdastjóri
Dags-Tímans, en ekki hefur verið
ákveðið hver sest í ritstjórnarstól
hins nýja blaðs. Ritstjóri Tímans er
Jón Kristjánsson, en bræðurnir Jó-
hann Ólafur og Óskar Þór Halldórs-
synir ritstýra Degi.
Framsóknarflokkur ræður
ekki ritstjóra
Eins og áður sagði átti Framsókn-
Kaupa Dags-
prent og selja
því Tímann
Enn óvíst hver
sest í stól
ritstjóra
c
c
í
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
li