Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hvín í tind- unum ofan við okkur HALLGRÍMUR Magnússon, einn leiðangursmanna í Everestleiðangr- inum, segir að veður sé enn slæmt efst í Everest og það hvíni í tindun- um fyrir ofan þá. Hallgrímur, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson eru nú í þriðju búðum í um 6.400 metra hæð. Þeir vonast eftir að geta verið á toppnum á sunnudag eða mánu- dag, en þá er spáð þokkalegu veðri. „Þetta vonda veður sem mikið er talað um er í 8.000 metra hæð, en við erum staddir í um 6.400 metra hæð. Það hvín í öllum tindum hér ofan við okkur. Veðrið hjá okkur er heldur ekki gott. Það er strekkings- vindur, en hér hefur ekki snjóað í 2-3 daga. Það buldi talsvert sterkur vindur á tjöldunum í nótt, en við erum vanir hvössum vindum og sváf- um þokkalega. Við vöknuðum að vísu í nótt þegar veðrið var sem verst,“ sagði Hallgrímur. Sæmilegt veður á sunnudag „Samkvæmt veðurspá er útlit fyr- ir þokkalegt veður 18. maí og við sjáum hann sem mögulegan upp- ferðardag. Við þurfum að eiga einn þokkalega góðan dag til að komast í efstu búðir. Við fáum veðurspá á morgun og munum taka ákvörðun um ferðaáætlun okkar á grundvelli hennar." Hallgrímur sagði að þeir myndu leggja af stað upp í fjórðu búðir þegar veður skánaði og sofa þar eina nótt en sfðan yrði haldið áfram upp strax daginn eftir. Menn myndu ekki taka sér hvíldardag í fjórðu búðum nema í neyð. „Við tökum það rólega hér í þriðju búðum, lesum góðar bækur og bara slökum á. Á morgun reiknum við með að fara í léttan göngutúr í kringum svæðið okkur til hressing- ar. Við erum allir við hestaheilsu og tilbúnir að takast á við tindinn,“ sagði Hallgrímur. Hörður Magnússon kom í grunn- búðir í gær, en hann fór í fimm daga gönguferð á nálæg fjöll. Hann sagði að ferðin hefði gengið vel. Á nærklæðum eftir þvottinum Jón Þór Víglundsson, kvikmynda- tökumaður sjónvarpsins, hefur verið í grunnbúðum og sagði hann að þar hefði verið hvásst í nótt. Hann hefði t.d. þurft að hlaupa út í nótt á nær- klæðum á efír þvottinum sem tekinn var að fjúka. Hann sagðist hafa heyrt haft eft- ir fólki sem var neðar í dalnum að það hefði lagt vindstrók frá toppi fjallsins og að hann hefði verið nán- ast láréttur út frá fjallinu. Það færi ekki á milli mála að veðrið þarna efst væri afar vont. ■ Everestsíða Morgunblaðsins http://www.mbl.is/everest/ ------------------------------- Barist gegn brjósta- krabba- meini STÚLKURNAR sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Islands heimsóttu Krabbameinsfélag- ið í Skógarhlíð í gær og fræddust um krabbamein og leitarstarf félagsins. Stúlk- urnar ætla að vera í Kringl- unni milli kl. 13 og 15 á laug- ardag og dreifa þar bæklingn- um „Berðu heilsu þína fyrir brjósti“ til kvenna. Um leið auglýsa þær sérstaka boli, sem seldir eru til styrktar barátt- unni gegn brjóstakrabba- rneini. Stúlkurnar voru einmitt í slíkum bolum í heimsókn sinni til Krabbameinsfélagsins í Þrír menn úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður lést eftir árás á veitingastað TUTTUGU og sex ára gamall maður, sem varð fyrir hörkulegri árás á skemmtistaðn- um Vegas á mánu- dagskvöld, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur á miðnætti á þriðju- dag. Hann hét Sigurð- ur Sigurmundarson, til heimilis að Búðar- stíg 16a á Eyrar- bakka. Sigurður var ókvæntur og barn- laus. Lögreglan handtók í fyrrakvöld tvo menn til viðbótar þeim Sigurður Sigurmundarson manni sem handtek- inn var fyrr sama dag og eru þeir grunaðir um að bera ábyrgð á árásinni. Mennirnir á sakaskrá Mennirnir voru úr- skurðaðir í gæsluvarð- hald í gær til 4. júní, en Rannsóknarlög- regla ríkisins hafði gert kröfu um 44 daga gæsluvarðhald. „Árásarmennirnir veittust að manni á skemmtistaðnum með þeim afleiðingum að slagsmál brutust út og hann lá óvígur eft- ir. Hann fékk áverka og höfuð- högg sem drógu hann síðan til dauða, Við erum að rannsaka þessa árás sem leiddi til dauða hans, en of snemmt er að segja til um aðdragandann eða hvernig atlagan var,“ segir Hörður Jó- hannesson, yfirlögregluþjónn RLR. Mennirnir þrír eru á aldrinum 25 til 35 ára og hafa allir komið ítrekað við sögu lögreglu, þar á meðal vegna kynferðisbrota, lík- amsárása, innbrota, fíkniefna- neyslu og frelsissviptingar, svo eitthvað sé nefnt. gær. Fjölskyldufaðir missti atvinnuleysisbætur vegna veikinda Fær 20 þúsund kr. á mánuði til framfærslu „ÉG ÞEKKI dæmi af fjölskylduföður sem missti vinnuna og fékk þá um 50 þúsund krónur á mánuði í at- vinnuleysisbætur. Þegar hann greindist með kransæðastíflu og fór á biðlista eftir aðgerð missti hann atvinnuleysisbæturnar og fékk í staðinn sjúkradagpeninga, sem eru um 20 þúsund á mánuði og væru ijórðungi lægri nema af því að hann er með eitt barn á framfæri. Hann getur reiknað með að eiga í veikind- unum í 11 mánuði og þetta eru einu greiðslurnar sem hann fær úr kerfi almannatrygginga. Menn eru ekki metnir til örorku nema veikindi þeirra standi lengur en í eitt ár,“ sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ásta nefndi ofangreint dæmi í stjórnmálaumræðum á Alþingi. Hún sagði að maðurinn hefði starfað sem verktaki og ætti ekki annan rétt en í almannattyggingakerfínu. Hefði hann verið launþegi hefði hann haldið launum einhvem tíma og getað leitað til sjúkrasjóðs verkalýðsfélags sins. Öfugsnúin viðhorf „Ég hef margoft bent á þessa gloppu í kerfínu, að menn detti út af atvinnuleysisskrá af því að þeir eru óvinnufærir sjúklingar, en um leið eru bætur þeirra til framfærslu skertar stórlega. Tillögur til úrbóta eru hins vegar alltaf svæfðar í nefnd. Það er óskiljanlegt, því þrátt fyrir að allnokkur hópur fólks lendi í að- stæðum sem þessum, eru það þó ekki svo margir að nokkru munaði að leiðrétta þetta. Mér fínnst ákaflega öfugsnúið að sjúklingar þurfí að leita til félags- málastofnana sveitarfélaga, sem eru misjafnlega í stakk búnar til að greiða styrki og bætur, en á sama tíma er það látið átölulaust að hátt launaðir bankastjórar fái 25 þúsund krónur á dag í dagpeninga, þrátt fyrir að allur ferðakostnaður þeirra sé greiddur." Samgönguráðherra um skiptingu Pósts og síma hf. Útboð á hlutafé hugsanlegt „Til þess að styrkja samkeppnisstöð- una er nú í athugun hvort rétt sé að skipta Pósti og síma hf. upp í tvö fyrirtæki og í framhaldi af því hlýt- ur að koma til athugunar hvort rétt sé að bjóða út nýtt hlutafé, með mjög dreifðri eignaraðild og sérstöku tilliti til starfsmanna, en slíka ákvörðun þyrfti að sjálfsögðu að leggja fyrir Alþingi," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í ræðu sinni við almennar stjórnmálaum- ræður á þingi í gærkvöldi. Ráðherra sagði að Póstur og sími væri vissulega fyrirferðarmikill í ís- lensku umhverfi, líkt og Flugleiðir, en hvorugt þessara fyrirtækja gæti vaxið né boðið fyrsta flokks þjónustu til frambúðar nema þau sæktu út fyrir landsteinana. „Þá verður heimamarkaðurinn þeim nauðsyn- legur styrkur; aflið sem til þess þarf að fara í víking. Yfirleitt sjá menn, að jafnvel þessi fyrirtæki eru dverg- ar eða lítil peð í alþjóðlegu um- hverfi. Þess vegna megum við ekki krenkja þau á heimamarkaðnum." Rætt um stafsetn- ingu á Alþingi Zetan verður ekkijafn- rétthá BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra telur að ef zeta væri tekin upp og gerð jafn- rétthá núverandi stafsetning- arreglum myndi það valda óþörfum glundroða í stafsetn- ingarkennslu. Hann segir þó að mönnum sé fijálst að nota zetu á öðrum sviðum en þeim sem ákvæði núgildandi aug- lýsingar um íslenska stafsetn- ingu ná til, en það er skóla- kennsla, kennslubækur og embættisgögn. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Pjeldsted varaþingmanns. Katrín spurði ráðherrann meðal annars hver væri stjórnskipulegur grundvöllur auglýsinga mentamálaráð- herra um íslenska stafsetn- ingu og hvort hann teldi koma til greina að setja lög um hana. Löggjöf um stafsetningu hæpin Varðandi stjórnskipulegan grundvöll vísaði ráðherrann aðallega til hefðar fyrir slík- um auglýsingum, en hann taldi ekki koma til greina að lögleiða ákveðna stafsetn- ingu. „Slík löggjöf væri að mínum dómi bæði hæpin út frá almennum sjónarmiðum um tjáningarfrelsi og afar torveld í framkvæmd.“ Katrín benti á það að fyrir danska þjóðþinginu lægi frumvarp til laga um stafsetn- ingu og að þar í landi væri litið á það sem sjálfsagðan hlut að þingið fjallaði um þessi mál. Hvatti hún því ráðherr- ann til að skoða hug sinn betur til þessara mála. Björn sagði aðstæður Dana aðrar en íslendinga, enda hefðu þeir ekki fylgt hrein- tungustefnu. Af þessum sök- um þyrftu þeir að innleiða mikið af erlendum orðum í tungu sína og setja reglur um hvernig laga ætti þær að dönskum stafsetningarregl- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.