Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓSTURLANDSINS FLUGFREYJUR Hvernig skal eiga við 500 farþega sem biðja í kór um kjúkling á malasísku og kaffí á arabísku? Því svarar Sigurbjörg Þrastar- dóttir sem var flug- freyja í Sádi-Arabíu í sumar. í fyrstu grein sinni af þremur lýsir hún háþróuðu handapati, karlmönn- um í kjólum og fóta- þvotti pílagríma um borð í breiðþotu. PÍLAGRÍMSFERÐIR kalla í vest- rænum huga fram mynd af hjörð förumanna sem allir streyma í eina átt. Svo sterk er þessi mynd að mörgum okkar fínnst merkingin hljóta að felast í ferðinni sjáfri, burtséð frá erindinu. í augum músl- ima er erindið hinsvegar aðalatrið- ið. Að komast til Mekka er æðsta skylda hvers múslima og trygging fyrir vist í paradís. Fátækir spara árum saman fyrir fargjaldi til borg- arinnar helgu og pflagrímamir em því oft eldri borgarar sem sumir hafa aidrei komið í flugvél áður. Fótabað í flugvélavaski Stærsta verkefni flugfélagsins Atlanta í Sádi-Arabíu er að flytja pilagríma áleiðis til Mekka. Stórir hópar af fólki em sóttir til ýmissa landa nær og fjær, til dæmis S-Afr- íku, Tyrklands, Pakistan, Malasíu, Bangladesh og jafnvel nokkurra Evrópulanda. Um tvær milljónir múslima flykkjast árlega til hinnar helgu borgar vegna trúarhátíðar- innar „Hajj“ og fjölmörg leiguflug- félög feija pílagrímana á áfanga- stað. Yfirleitt er lent á alþjóðlega flugvellinum í Jeddah (þar sem ís- lenska starfsliðið hefur aðsetur) og þaðan em pílagrímamir sel- fluttir með rútum til Mekka. Fólkið býr sig út með nesti og nýja skó en þróttur margra minnk- ar þegar á líður, einkum eftir löng og ströng ferðalög. Aðbúnaðurinn í tjaldbúðum umhverfis Moskuna helgu í Mekka er misjafn og t.a.m. áttu suður-afrískir farþegar okkar að sögn fótum fjör að launa í mikl- um eldsvoða þar í vor. Fréttir af eldinum vöktu ugg í bijóstum margra hérlendis en þær birtust í íslenskum fjölmiðlum fáum dögum áður en seinni flugfreyjuhópurinn á vegum Atlanta hélt út til Sádi- Arabíu í apríl sl. Flensa og aðrir faraldrar þjaka gjarnan pílagrímana sem margir eru á faraldsfæti vikum saman án nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Hinir strangtrúuðustu dvelja jafn- an lengst ásamt þeim fátækustu því ódýrast er að koma fyrstur og fara síðastur heim. „Pflagríma- veikin" stingur sér stundum niður meðal flugliðanna en slíku er erfítt að veijast þar sem svigrúmið í flug- vélunum lítið og nándin við farþeg- ana umtalsverð. Margir eru illa upplýstir og skeyta lítt um það sem við myndum kalla mannasiði. Þeir Mannhafió i Mekka ÞAÐ er gamalgróin regla að múslimi sem leggst á bæn skuli ætíð snúa sér í átt til Mekka, hvar sem hann er staddur í heiminum. Moskurnar eru byggðar í þessu augnamiði og á hótelherbergjum í Sádí- Arabíu eru gjarnan örvar sem gefa til kynna rétta stefnu. Mekka er oft nefnd „Móðir borganna" og hún er ótvíræð miðstöð múhameðstrúarinnar. Jafnvel fyrir daga Múhameðs var Mekka helgur staður því samkvæmt goðsögninni sam- einuðust Adam og Eva í ná- grenni borgarinnar eftir útskúfunina úr aldingarðinum Eden. Þvottareglur Kóransins Spámaðurinn Múhameð fæddist í Mekka um árið 570, var seinna brottrækur ger en sneri þangað aftur sem boð- beri nýrrar trúarsetningar. Samkvæmt trúnni sem við hann er kennd var Múhameð útvalinn til þess að bera endan- leg skilaboð Guðs til mann- kyns, en áður höfðu spámenn á borð við Móse og Jesús rekið svipað erindi á jörðu. Guð nefnist á arabísku „Allah" en - engir feróa- menn, aóeins farþegar múslimar kjósa margir að nota orðið „Guð“ í viðræðum við útlendinga til þess að undir- strika að kristin trú hefur ekki einkarétt á almættinu. Orð Guðs sem vitruðust Múhameð voru hripuð á pálma- lauf og steina og varðveittust að auki í hugum lærisveina hans. Eftir dauða Múhameðs rituðu lærisveinarnir kenni- setningarnar í Kóraninn sem enn í dag sameinar múhameðs- trúarmenn um alla heims- byggðina. Kóraninn veitir leið- sögn um allar hliðar lífsins, frá daglegu amstri til æðstu sann- inda. Af hinni helgu bók læra menn hvernig skuli þvo sér og heilsast, hvernig bænum skuli háttað og hvaða gildum skuli fylgt í siðferði og samskiptum. I Mekka endurvígði Múham- eð fornan minnisvarða Guði til dýrðar og er það enn í dag helgasta skrín islamstrúar- manna. Skrínið er að finna í risavöxnu bænahúsi, Mosk- unni helgu, sem rúmar 300 þúsund manns og yfirfyllist árlega þegar pílagrímarnir streyma að. Auk moskunnar vitja pílagrímarnir nokkurra annarra staða í grennd við Mekka en síðan yfirgefa þeir landið. Mekka er einn fjölsóttasti ferðamannastaður í veröld- inni en opinberlega er ferða- mannaiðnaður þó ekki stund- aður í Sádí-Arabíu. Enginn fær að koma inn í landið sem venjulegur túristi, erindið skal annaðhvort vera vinna eða trúarskylda. Samt sem áður er landið yfirfullt af útlend- ingum því auk 2 milljóna píla- gríma á ári er nær allt vinnu- afl í landinu erlent. Flugfélag konungdæmisins hefur því nóg að gera í millilandaflugi og leigir til þess þotur og áhafnir frá ýmsum löndum. Þar á meðal er íslenska starfsliðið frá Atlanta sem í vor flutti rúmlega 400 þúsund farþega til og frá Mekka. Það voru hinsvegar ekki ferða- menn því þó strangtrúaðir kunni að vera förumenn eru þeir ekki endilega ferðamenn. hósta út og suður, hnerra út á gang og skilja hálfkláraða matar- bakka eftir á gólfinu. Ýmislegt sem þeir telja góða siði er að sama skapi framandi í okkar augum. Þeir stunda óspart fótaþvott í vösk- unum þó að klósettklefarnir séu varla til þess hannaðir. Eins leggj- ast þeir á bæn hvar sem gólfpláss er nægilegt og gildir þá einu hvort bænahaldið hindri aðgang að neyð- arútgöngum. „Handalögmál" Það er ábygðarstaða að vera í 16 manna áhöfn og eiga að sjá um nærri 500 farþega í breiðþotu. Sér í lagi ef farþegarnir vita varla hvað snýr upp og hvað niður og misskilja einföldustu öryggisregl- ur. Það getur verið fullt starf að fá þá til að spenna beltin, koma farangrinum tryggilega fyrir og hlaupa ekki á fætur í flugtaki eða lendingu. Það eykur enn á vand- ræðin ef farþegahópurinn talar ekki önnur tungumál en sitt eigið og tungumálamúrinn virðist í fyrstu ein helsta hindrun íslenskra flugliða sem mæta til starfa í Sádi- Arabíu. Farþegar eru af öllum j hugsanlegum þjóðernum og spjalla sín á milli á tyrknesku, arabísku, úrdú, afrísku eða hindú, allt eftir því hvaðan þeir koma. Aðeins fá- einir geta bjargað sér á ensku og enn færri á þýsku. Enginn á dönsku. Þetta er hinsvegar yfirstíganleg- ur vandi því líkaminn er ótrúlegt samskiptatæki ef að er gáð. Nýlið- arnir eru snöggir upp á lagið og eftir fáein flug eru allir farnir að i bukka sig og beygja, brosa og | benda til hægri og vinstri. Það skoðast sem hrókasamræður. í kjölfarið er lítið mál að vísa farþeg- um til sætis, bjóða þeim teppi og hella réttum ávaxtasafa í glösin þeirra. Handapat er nefnilega ágæt leið til einfaldra samskipta en hinsvegar vandast málið ef far- þegarnir fara út í flóknar fyrir- | spurnir og sérþarfir. Þá er gott að , geta kallað í einn „arab speaker" sem er sá áhafnarmeðlimur sem I talar mál innfæddra. Áhafnimar eru aldrei alíslensk- ar, að lágmarki einn arabískumæl- andi er með í hveiju flugi. Þess vegna er enska oft töluð í vinn- unni svo allir skilji, en íslenska kímnigáfan ræður þó ríkjum. Sér- staklega í óteljandi rútuferðum sem áhafnirnar þeytast í þvers og kruss. Þá lifnar hópsálin, enda engir farþegar til áheyrnar. Brand- ararnir fljúga, útileguslagarar eru sungnir, gömul hallærispopplög fá uppreisn æru og sumir fara jafn- vel með heilu atriðin úr gömlum áramótaskaupum. Og þá er hlegið á íslensku. Skellihlegið. Heilagir vatnskútar íslensku flugliðarnir vekja víða athygli og eru gjarnan inntir eftir þjóðerni á hótelum eða götum úti. Það er helst litarhaftið sem fólki þykir grunsamlega framandi, auk tungumálsins sem þykir hrogna- mál hið mesta. En hópurinn vekur ekki síst eftirtekt fyrir lífsgleði og létta lund. Þegar vinnudegi lýkur er slett úr klaufunum - nema þeg- ar þreytan sendir fólk beint í bólið. Það er hinn mesti misskilningur að löng flug séu erfiðari en stutt. Þvert á móti. Oftast þarf að sinna jafnmörgum skylduverkefnum í stuttflugum og hraðinn því marg- falt meiri. Það þarf að:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.