Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN L. JÓNSDÓTTIR, Holtagerði 30, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 28. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Hermannsson, R. Steinunn Björnsdóttir, Jóhannes J. Jóhannesson, Birna Bjömsdóttir, Kristján Maack, Jökull, Pétur og Bjöm Pálmi. + Móðir okkar, frú ELÍN FANNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR frá Gröf í Vestmannaeyjum, Háteigsvegi 19, $| 7 *«•**—, V' lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstu- dagsins 28. nóvember. Edda Ágústsdóttir, Ágúst J. Magnússon. Móðir okkar, systir, amma og langamma, JÓNA JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Snorrabraut 33, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 1. desember kl. 13.30. Erna Ármannsdóttir, Örn Ármannsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Anna Póra Pálmadóttir, Ingibjörg Jóna Pálmadóttir, Helga Kristín Pálmadóttir, Magnús Eymundsson, Ármann Eggertsson, Eyrún Jóhannesdóttir, John Stough, Michael Stehman, Lovísa Hildur Pálmadóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN SIGURÐSSON, Fagrahjalla 4, Vopnafirði, sem lést mánudaginn 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju mánu- daginn 1. desember kl. 14.00. Steindóra Sigurðardóttir, Steinunn Gunnarsdóttir, Helgi Jörgensson, Guðný Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson, Steindór Sveinsson, Ingólfur Sveinsson, Erla Sveinsdóttir, Sveinn Sveinsson, Harpa Sveinsdóttir, Hjálmar Björgólfsson, Karin Bach, Emma Tryggvadóttir, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Sigmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SÖEBECK járnsmiður, Kleppsvegi 144, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 3. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðrún Kristinsdóttir, Gunnþórunn Sigurðardóttir, Viðar Eiríksson, Sigurður Sigurðsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Styrmir Sigurðsson, Helga María Jónsdóttir, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Óskar Sigurðsson, Vífill Sigurðsson, Freygerður Guðmundsdóttir, Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir, Þorlákur Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. ÞORSTEINN STEFÁNSSON + Þorsteinn Stef- ánsson var fædd- ur í Skipanesi í Leirársveit 9. októ- ber 1914. Hann lést á heimili sínu 25. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Jóhanns- dóttir og Stefán Jón- asson frá Bjarteyjar- sandi. Þorsteinn kvæntist 20. október 1948 Valdísi Sigurð- ardóttur, f. 11. júní 1925, d. 24. nóvember 1982. Börn þeirra: 1) Stefán Jónas, f. 30. maí 1948, kvæntur Fanneyju Guðbjörns- dóttur, eiga þau fimm börn og sjö barnabörn. 2) Sigurður, f. 12. febrúar 1951, var kvæntur Ásgerði Hjálmsdóttur, þau eiga fjögur börn og fjögur barna- börn. 3) Engilbert, f. 7. apríl 1953, kvæntur Önnu Lóu Geirs- dóttur, eiga þau tvær dætur. 4) Helgi Ómar, f. 25. ágúst 1955, kvæntur Olgu Magnúsdóttur, eiga þau fjóra syni. 5) Olafur, f. 3. janúar 1961, kvæntur Sigríði Helgadóttur, eiga þau tvö börn. 6) Sigríður, f. 24. júlí 1967, gift Einari Gíslasyni, eiga þau tvo syni. Þorsteinn bjó á Akranesi fyrstu búskaparár sín og starfaði á þunga- vinnuvélum. Hann stofnaði hlutafé- lagið Þrótt árið 1946 sem hafði með höndum rekstur jarðýtu, en seldi það Helga syni sínum 1984. Arið 1953 keypti hann jörðina Ós í Skilmannahreppi og var bóndi þar til 1984 er Ólafur sonur hans keypti jörðina. Starfaði Þorsteinn með honum að bú- skapnum allt fram á síðustu daga. Utför Þorsteins fer fram frá Akraneskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 14. Hann afi okkar er dáinn. Hver hefði trúað því að fyrir að- eins tveimur vikum hafi hann geng- ið um og sinnt öllum þeim störfum sem hann var vanur? Búskapurinn var hans líf og yndi og ósjálfrátt leitar hugurinn til baka þegar afi og amma bjuggu í gamla bænum og stunduðu sinn búskap af miklum krafti og elju. Það var alltaf gaman að koma í sveitina og reyna að taka þátt í sveitastörfunum með þeim. Allir fengu eitthvað að starfa þótt litlir væru og misjafnlega tækist til. Við sem eldri erum af systkinun- um fengum oft að vera eftir og gista og þegar við vorum vakin á morgn- ana til að fara í fjósið beið okkar alltaf hafragrauturinn og súra slátr- ið eftir mjaltir. Frá því við munum eftir var stunduð kartöflurækt á Ósi og þótti það tilheyra á haustin að taka upp kartöflur og á seinni árum var alltaf hægt að ganga að afa vísum í kartöflugeymslunni. Hinn 24. nóvember 1982 var amma frá okkur tekin. Hún barðist af mikilli þrautseigju við sjúkdóm þann sem loks lagði hana að velli. Það er gott að hugsa til þess að nú fá þau að hittast eftir 15 ára að- skilnað. Þijú af okkur systkinunum búa úti á landi og aldrei var farið suður án þess að koma við hjá afa og Laufu ömmu eins og börnin okkar kölluðu hana. Okkur á eftir að finnast tómlegt á Ósi og geta ekki gengið að afa á vísum stað. Crfisdrykkjur A Veitingohú/ið GARi-mn Simi 555-4477 Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cintiig um hclgar. rí'ynröll tilcfni. Gjafavörur. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri með hverju vori vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson.) Við söknum afa sárt en minning- arnar lifa. Systkinin Kirkjubraut 58. Með örfáum orðum langar mig til að kveðja tengdaföður minn Þor- stein Stefánsson, bónda á Ósi í Skil- mannahreppi. Það eru nú rúm 15 ár síðan við kynntumst er ég flutt- ist að Ósi. Kynni okkar hafa verið á einn veg, einstaklega góð og fög- ur. Þorsteinn var góður bóndi, mikill ræktunarmaður og fór ákaflega vel með allan bústofn. Þegar við Óli tókum við búinu var allt eins og best var á kosið og starfaði Þor- steinn með okkur fram á seinasta dag. Þorsteinn var einstaklega tryggur og trúr maður. Hann var orðvar og talaði vel um allt og alla, enda var hann vel liðinn af öllum sem honum kynntust. Síðustu árin hefur Guðlaug Vest- mann haldið heimili með Þorsteini. Viljum við fjölskyldan þakka henni fyrir hversu góð hún var honum og reyndar okkur öllum. Fáum við henni seint fullþakkað fyrir. Að lokum elsku Steini minn, þakka þér fyrir samfylgdina. Trúi ég að Valdís tengdamamma taki á móti þér og nú séuð þið sameinuð á ný. Guð blessi þig. Sigríður Helgadóttir. Á morgun, mánudaginn 1. des- ember, verður til moldar borinn frá Akraneskirkju Þorsteinn Stefánsson bóndi á Ósi í Skilmannahreppi. Þor- steinn var fæddur á Skipanesi í Melasveit. Hann var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, skjótur í hreyf- ingum, brosmildur, greiðvikinn og duglegur. Það var bjart yfir Þor- steini og það var gott að vera ná- lægt honum. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suóurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sótarhringinn. Árið 1948 giftist Þorsteinn Val- dísi Sigurðardóttur frá Kjalardal í Skilmannahreppi. Þau eignuðust fimm syni og eina dóttur, allt harð- duglegt og myndarlegt fólk. Valdís lést eftir erfíð veikindi 24. nóv. 1982, eða fyrir réttum 15 árum. Árið 1927 lést faðir Þorsteins- og starfaði hann þá með móður sinni við búreksturinn ásamt bróður sín- um Jóhanni. Síðan flutti Þorsteinn á Akranes þar sem hann stundaði sjómennsku þangað til hann fór í land og hóf störf á vinnuvélum. Árið 1946 stofnaði Þorsteinn síð- an fyrirtækið Þrótt hf. um rekstur jarðýtu. Fyrirtækið Þróttur starfar enn í dag, í eigu Helga sonar Þor- steins. Árið 1953 festu Þorsteinn og Valdís kaup á jörðinni Ósi í Skil- mannahreppi. Um jörðina Ós er skrifað í bókinni Byggðir Borgar- fjarðar II: „Bærinn er við Blautós, og frá íjallinu heim að bænum er samfelldur flói, fyrr blautur með keldum, en nú framræst, grasgefíð land, gott til ræktunar og beitar.“ Breyttu þau hjónin jörðinni úr þess tíma sveitabýli í vel ræktaða og vel uppbyggða jörð á ekki mörgum árum. Ibúðarhús byggðu þau hjón árið 1954 og fjós árið 1957. Fjósið byggðu þau með mikilli fyrirhyggju, þannig að það er enn fullgilt sem slíkt, góð vinnuaðstaða og fer vel með skepnur. Landið var allt ræst fram og breyttist úr blautum flóa i ræktanlega jörð. Fljótlega eftir að Þorsteinn keypti Ós byrjaði hann að rækta kartöflur. Hefur síðan verið stunduð kartöflurækt á Ósi og telja margir Ós-kartöflur betri en aðrar kartöflur. Um svipað Ieyti og kartöfluræktunin hófst velti Þor- steinn alvarlega fyrir sér að hefja komrækt, en féll frá þeirri hugmynd þar sem ekki voru til nógu góð af- brigði af korni til að það myndi tak- ast, að hans mati. Síðustu þijú ár hefur verið sáð korni á Ósi með góðum árangri. Til þess er tekið hversu snyrtilegt er að horfa heim að bænum og óvíða er fallegra sólarlag en á Ósi, með útsýni út úr ósnum, vestur Snæfells- nesið sem endar á Snæfellsjökli sjálfum. Allt er þetta í anda Þor- steins og sólarlagið hans var líka fallegt. Þorsteinn gekk vel um landið, og skilaði því sannarlega betra en það var þegar hann tók við því. Ekki máttu hestar t.d. ganga of lengi á sama stað, því um leið og grasið minnkaði fór Þorsteinn að tala um að nú þyrfti að færa hestana, þeir fengju ekki nóg að éta og stykkið væri alveg orðið graslaust. Af þessu leiddi að hestar í hagagöngu á Ósi eru feitari en gott þykir, en Steina fannst sjálfsagt að öll dýr fengju eins mikið að éta og þau gátu í sig látið. Þorsteinn gerði mörgum greiða, enda mjög auðvelt til hans að leita. Jafnan var erfiðara að launa honum greiða, þar sem hann var lítillátur og þóttist ekkert gert hafa. Árið 1985 hætti Þorsteinn form- lega sem bóndi, en samt sem áður starfaði hann á fullu við hlið Ólafs sonar síns að búrekstrinum. Síðustu ár hefur Þorsteinn haldið heimili með Guðlaugu Vestmann. Þorsteinn og Guðlaug voru mjög samhent og góðir vinir. Guðlaug reyndist honum afskaplega vel og veit ég að fjölskylda Þorsteins er henni ákaflega þakklát fyrir allt sem hún hefur gert fyrir Steina, ekki síst nú síðustu vikumar sem hann lifði. Vinnudagurinn hjá Þorsteini hef- ur alltaf verið langur, en nú síðustu árin var hann byijaður að gefa kún- um fyrir átta á morgnana, og síðan var hann að ganga heim um sjöleyt- ið á kvöldin. Steini var alla tíð heilsugóður og varð í raun ekki misdægurt fyrr en hann varð óvinnufær um síðustu mánaðamót vegna sjúkdómsins sem dró hann ti! dauða. Með Þorsteini er genginn góður og gegn borgari sem sannarlega hefur skilað dijúgu dagsverki. Minningin um Þorstein hlýtur að vera þeim sem honum kynntust ákaflega björt og falleg. Eg votta fjölskyldu hans samúð mína. Jón Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.