Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16  B  SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1999
'-
MORGUNBLAÐIÐ
Beina-
leifar úr
fjölda-
gröf?
París. Reuters.
BEINALEIFAR sem fundust
í sorphaug fyrir utan París í
Frakklandi eru nú taldar vera
úr gömlum kirkjugarði frekar
en úr fjöldagröf alsískra fórn-
arlamba sem féllu í mótmæla-
göngu árið 1961, eins og áður
var talið.
I síðustu viku kom fram í
frönsku vikublaði að fjölda-
gröf hefði fundist í úthverfi
Parísar. Samkvæmt vísbend-
ingum sem bárust blaðinu var
þar að finna lík nokkurra Al-
sírbúa sem tóku þátt í mót-
mælunum 17. október 1961,
þar sem þeir kröfðust sjálf-
stæðis Alsírs, sem þá var ný-
lenduveldi Frakka. Beinaleif-
arnar sem fundust voru taldar
vera úr sjö Alsírbúum sem
féllu fyrir hendi lögreglunnar í
París í mótmælagöngunni. Al-
sírskir þjóðernissinnar segja
hundruð manna hafa látist í
mótmælunum en opinberar
skýrslur segja þá mun færri.
Sagðar úr
kirkjugarði
Talsmaður saksóknaraemb-
ættisins í París sagði jarðveg-
inn hins vegar með öllum lík-
indum vera úr gömlum kirkju-
garði í París og hefði hann
verið notaður til fyllingar á
svæðinu á níunda áratugnum.
Mál þetta hefur vakið sér-
staka athygli í Frakklandi
vegna upplýsinga sem fram
komu á síðasta ári í réttar-
höldum í máli Maurices Pa-
pons, sem var lögreglustjóri á
þessum tíma, en hann hlaut 10
ára fangelsisdóm fyrir stríðs-
glæpi sem hann framdi í seinni
heimsstyrjöldinni.
Papon hefur einnig verið
sakaður um að hafa borið
ábyrgð á dauða fjölda Alsír-
búa sem tóku þátt í mótmæl-
unum, en hann neitar þeirri
ásökun.
Rannsókn málsins er ekki
lokið.
Franska þingið
samþykkir
frumvarp gegn
þrælahaldi
Parfe. Reuters.
FRANSKA þingið hefur lýst
því yfir að þrælahald sé glæp-
ur gegn mannkyni, en þingið
samþykkti í vikunni frumvarp
þar sem þrælahald er for-
dæmt. Hópur frjálslyndra lýð-
ræðissinna sagði frumvarpið
hins vegar gera lítið úr því
1 þrælahaldi sem viðgengst í
dag. Aður fyrr var Frakkland
meðal leiðandi rfkja í heimin-
um á sviði þrælaviðskipta.
Frumvarpið var samþykkt
með 81 atkvæði gegn engu og
var stutt af öllum stjórnmála-
flokkum að undanskildum
hópi frjálslyndra lýðræðis-
sinna. Frumvarpið á eftir að
fara fyrir öldungadeildina og
síðari umferð í þinginu.
Frumvarpið breytir ekki
eldri löggjöf í Frakklandi en
Elisabeth Guigou, dómsmála-
ráðherra, sagði það endur-
spegla óbeit Frakka á þeim
þrældómi sem fjöldi fólks býr
við, enn í dag.
Franska ríkisstjórnin lagði
niður þrælaviðskipti árið 1815,
en þrælahald var leyft í ný-
lendum þess til ársins 1848.
Jakutar
þarffnast
hjálpar
Hörmulegt ástand hefur ríkt að undan-
förnu í Jakútíu eins og á ýmsum öðrum
svæðum í Rússlandi. Kjuregej Alexandra
sagði í samtali við Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur að þar í landi ríkti mikill skortur á
nánast öllum nauðsynjum og væri þetta
ástand bæði af manna völdum og vegna
náttúruhamfara. Hún kvað alla aðstoð
vera þakksamlega þegna.
ÞAÐ hefur varla farið framhjá
fólki sem með fjölmiðlum
fylgist að ástandið á mörgum
svæðum Rússlands er ærið
skuggalegt. Öðru hvoru ber-
ast hingað fréttir frá fólki
sem á um sárt að binda vegna mat-
arskorts og skorts á ýmsum öðrum
nauðsynjum. Kjuregej Alexandra
listakona er frá Jakútíu og henni
barst fyrir skömmu bréf frá göml-
um skólabróður sem vegna ótryggs
stjórnmálaástands er látið hjá líða
að nafngreina hér. í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins sagði
Kjuregej að síðan Sovétrfkin
hrundu hefði ólýsanlegt harðræði
gengið yfir Jakútíu. „Þetta harð-
ræði er aðallega af manna völdum,
því miður," sagði Kjuregej. Sjálf
hefur hún verið búsett hér á landi í
32 ár, eða síðan hún kom hér með
þáverandi eiginmanni sínum, Magn-
úsi Jónssyni. Þau áttu saman fjögur
börn sem hafa ahst upp hér á landi
og sjálf telur Kjuregej sig vera ís-
lending sem enn hafi þó afar sterk-
ar taugar til upprunalands síns,
Jakútíu. „Skólabróðir minn sagði í
bréfinu sem hann sendi mér fyrir
skömmu að valdhafar stælu öllu
steini léttara, einkum fjármunum
og því sem koma mætti í verð,
stjórnarfarið þarna er í molum, ef
ég þegði yfjr því sem skólabróðir
minn sagði væri ég lítil manneskja.
Jakútar þarfnast hjálpar," sagði
Kjuregej. í bréfinu kom fram að
óskaplegur skortur væri á öllum
nauðsynjum og að skattar og opin-
berar álögur færu sívaxandi, sam-
fara því að það sem áður fékkst án
endurgjalds, þyrfti fólk nú að borga
dýrum dómum, svo sem heilbrigðis-
þjónusta og skólaganga.
Menn eru drepnir fyrir að
gagnrýna stjórnvöld
„Engum líðst að gagnrýna stjórn-
völd. Þeir sem kalla yfir sig óvild
rfkjandi stéttar leggja sig í mikla
hættu og eru drepnir margir hverjir
án þess að upp komist um morðingj-
ana." sagði Kjuregej. „Það er kald-
hæðnislegt að þurfa að segja það,
en eins og háttar í Jakútíu nú þá
verður ekki annað sagt en ástandið
hafi þrátt fyrir allt verið mun
skárra í tíð Sovétstjórnarinnar.
Fólkið líður nú hræðilegan skort og
fæstir frá greidd laun. Þetta bitnar
ekki síst illa á þeim sem lifa á því að
framleiða eitthvað sem hægt er að
selja. Kennarar eru líka mjög illa
settir og sem dæmi um afkomu al-
mennings í Jakútíu má nefna að elli-
lífeyrir nemur 50 rúblum á mánuði
en kfló af smjöri kostar 35 til 40
rúblur og kíló af hrossa- eða svína-
kjöti kostar 57 rúblur."
I maímánuði í fyrra urðu miklar
náttúruhamfarir í Jakútíu. Fljótið
Lena, sem rennur um Jakútíu þvera
og út í Norður-íshafið, ruddi sig í í
mikilli hláku sem kom óvenjulega
snemma árs, með þeim afleiðingum
að fljótið flæddi langt yfir bakka
sína og sópaði með sér brúm, stífl-
um rafmagnslínum og öðrum mann-
virkjum. I hamförunum fóru nánast
allir vegir sundir, hús sviptust af
grunni sínum og dæmi voru um að
þorp færu út á Norður-íshafið í
heilu lagi, ef svo má taka til orða.
Þessar miklu náttúruhamfarir
gerðu hin slæmu lífskjör íbúa
Jakútíu nær óbærileg um tíma en
urðu þó til þess að í fyrsta sinn
barst þessu nauðstadda fóki hjálp
frá Vesturlöndum. Að sögn
Kjuregej bjargaði þetta miklu en
samt er ástandið enn hörmulegt.
Góðmálmar og geislavirkn
Jakútía er í Síberíu og liggur eins
og fyrr kom fram að Norður-íshaf-
inu, langt norðan við Mongólíu.
Jakútar eru frumbyggjar landsins.
Þeir eru um 350 þúsund, eða litlu
fleiri en íslendingar. Alls eru íbúar
Jakútíu tólf hundruð þúsund. Flest-
ir innflytjendur eru frá Rússlandi
og Kákasus. I Jakútíu var eftir
miklu að slægjast fyrir innflytjend-
ur sem komu þangað að undirlagi
herraþjóðarinnar eftir valdatöku
kommúnista. I Jakútíu eru miklar
auðlindir, svo sem demantar, gull
og aðrir góðmálmar í jörðu og þess-
ar auðlindir eru meginástæða þess
að landið hefur ekki enn hlotið sjálf-
stæði en telst enn vera hérað í
Rússlandi.
Hörmungar fólks í Jakútíu eru
ekki allar taldar í ofangreindu máli.
Undanfarin fimmtíu ár hafa verið
stundaðar kjarnorkutilraunir þar
neðanjarðar og hafa afleiðingar
þess orðið áberandi á síðustu
fimmtán árum. Krabbamein meðal
fbúanna er óvenju algengt og ekki
er talinn leika vafi á að þar eigi
geislavirkni mikinn hlut að máli.
„Tengdasonur systur minnar er
einn þeirra sem fengið hafa krabba-
mein. Hann fékk krabbamein í
ristil, en þann sjúkdóm fékk ég sjálf
fyrir fjórum ánim," sagði Kjuregej
Kjuregej Alexandra Argunova
ennfremur. „í Jakútíu er skortur á
öllum nauðsynjum. Það er t.d. ekki
hægt að fá svokallaað stómapoka í
þar, en slíka poka þurfa ristil-
krabbameinssjúklingar oft að ganga
með, ef sjúkdómurinn hefur leitt til
þess að úrgangsefni líkamans fari
út um tilbúið op á kviðnum og þaðan
í svona poka sem sjúklingurinn þarf
að bera öllum stundum það sem
hann á ólifað. Þegar tengdasonur
systur minnar var kominn í þá
stöðu að þurfa á stómapokum að
halda þá var illt í efni, þeir fengust
hvergi í Jakútíu, hvað sem í boði
var. Ég fór þá og talaði við þær
Guðríði Þorsteinsdóttur, hjúkrunar-
fræðing hjá Lyfju, og Eddu Ólafs-
dóttur hjá Össuri. Þessi tvö fyrir-
tæki gáfu töluvert magn af stóma-
pokum sem ég svo sendi til systur
minnar og voru hún og tengdasonur
hennar að vonum afar þakklát."
Onýttur jarðhiti fyrir
hendi í Jakútíu
í Jakútíu er víða fyrir hendi jarð-
hiti en Jakútum stendur, að sögn
Kjuregej, stuggur af gufunni. Þeir
líta svo á að jörðin sé þá að anda og
þeir óttast að þarna sé eitthvað
óhreint á seyði - jafnvel galdrar.
„Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi
sendiherra íslands í Moskvu, ferð-
ast nokkrum sinnum um Jakútíu og
lýsti í samtali við mig miklum áhuga
á að íslendingar kenndu Jakútum
að nýta jarðhitann. Ég er sannfærð
um að slík kennsla yrði Jakútum til
mikilla hagsbóta," sagði Kjuregej
einnig. Hún kvað Jakútíu eiga sterk
ítók í sér enn þótt hún hafi ekki átt
þar heimili síðan árið 1961, er hún
hélt til leiklistarnáms í Moskvu. -
„Þá hafði ég misst báða foreldra
mína, faðir minn féll fyrir Þjóðverj-
um 25 ára gamall í Úkraínu, en Sta-
lín smalaði öllum bestu skyttum og
veiðimönnum Jakútíu á vígvöllinn,
þótt hernaður væri þeim algerlega
framandi og þeir töluðu ekki annað
mál en jakútsku," sagði Kjuregej.
Hún hefur lagt mikið á sig til þess
að koma á samskiptum milli íslands
og Jakútíu. Árið 1987 stofnaði hún
ásamt fleirum vináttufélag milli ís-
lendinga og Jakúta og fékk félagið
nafnið ísjaki. Er Kjuregej Alex-
andra formaður þess. Tilgangurinn
með stofnun félagsins var, að henn-
ar sögn, að auka samskipti milli
þjóðanna á sviði menningar og lista
og auðvelda ferðalög milli landanna.
Þetta hefur borið þann árangur að
farnar hafa verið þrjár ferðir milli
landanna á vegum félagsins og þar
voru teknar tvær heimildarmyndir
um Jakútíu sem sýndar hafa verið í
sjónvarpi hér. Myndlistarsýningar
með verkum íslenskra listamanna
hafa verið settar upp í Jakútíu og
jakútskir listmálarar sýndu verk sín
hér árið 1997. Ennfremur hafa
Jakútar komið hingað til lands og
gert heimildarmynd um ísland sem
sýnd var í Jakútíu.
Vinirnir gáfu fé til
bágstaddra Jakúta
Kjuregej Alexandra ætlar að
heimsækja ættland sitt næsta sum-
ar ásamt syni sínum, Ragnari
Magnússyni. Ætla þau að afhenda
söfnunarfé sem Kjuregej fékk frá
vinum sínum á Islandi þegar hún
varð sextug í desember sl. „Daginn
sem ég átti afmæli var 45 stiga frost
á Celsíus í átthögum mínum,
minnug allra þeirra hörmunga sem
landar mínir áttu við að stríða
mæltist ég til þess við vini mína hér,
sem sóttu veislu sem ég hélt þeim á
afmælisdaginn, að þeir létu vera að
gefa mér gjafir en tók fram að hægt
væri að gleðja mig með því að
leggja litla upphæð inn á banka-
reikning Isjaka og sagði þeim að því
sem þannig safnaðist yrði varið til
kaupa á lífsnauðsynjum sem eru
ófáanlegar í Jakútíu. Mér til mikill-
ar gleði brugðust vinir mínir vel við
þessari bón minni," sagði Kjuregej.
Þess má geta að Ari Ergis Magnús-
son, sonur Kjuregej, fór til Jakútíu
ásamt Hauki Haukssyni frétta-
manni til þess að gera sjónvarps-
mynd þar og hafði hann þá með sér
talsvert af gjöfum frá íslendingum.
„Það voru ýmsir aðilar sem áttu þar
hlut að máli, ekki síst líknarfélagið
Bergmál, en Kolbrún Karlsdóttir
vann af mikill ósérhlífni að söfnun á
þess vegum," sagði Kjuregej.
Einnig gáfu Mál og menning, Kjar-
valsstaðir, Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndaleikstjóri, íslenska kvik-
myndasamsteypan og Japis menn-
ingarefni. „Þakkir eru enn að berast
frá Jakútíu fyrir allt þetta, bætir
Kjuregej við. Loks gat hún þess að
ísjaki væri opið félag sem allir gætu
gengið í án þess að borga félags-
gjöld, sem og gætu þeir sem vildu
leggja málefnum bágstaddra Jakúta
lið með fjárframlögum lagt þau inn
á reikning ísjaka á Kjörbók 64609 í
Langholtsútibúi Landsbanka ís-
lands.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20