Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 1
76. TBL. 87. ÁRG. - FIMMTUDAGUR1. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Árni Sæberg y/i* V 'y»t‘ fíA.JjSU1'*’ ~r.'v .‘AÍ4/1 Gleðilega páska! Fulltrúar NATO segja ekkert hlé verða á árásum um páskahátíðirnar NATO boðar herta sókn gegn Júgóslavíu Washinglon, Brussel, Moskvu. Reuters. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum gáfu í gær í skyn að loftárásir á Júgóslavíu myndu halda áfram um ótakmarkaðan tíma uns Serbar hættu þjóðernishreinsunum gegn Kosovo-Albönum, eða þar til búið væri að leggja hersveitir Serba í rúst. Utilokaði Klaus Naumann hershöfðingi, yfirmað- ur hemefndar Atlantshafsbandalagsins (NATO), að gert yrði hlé á árásum yfir páskahátíðina enda yrði að telja slíkt „afar ómannúðlegt" í Ijósi að- gerða Serba í Kosovo. í Brussel sögðu fulltrúar NATO að þeim hefði verið veitt heimild til að þyngja mjög sóknina í Júgóslavíu og að gefið hefði verið grænt ljós á að hersveitir NATO gerðu byggingar júgóslavneskra stjómvalda í Belgrad að skotmörkum sínum. Agani og Haxhiu nú sagðir á lífi Heimildarmenn Reuters greindu frá því í gær- kvöldi að Fehmi Agani, sem átti sæti í samninga- nefnd Kosovo-Albana í Frakklandi, og Baton Haxhiu, ritstjóri dagblaðs í Pristina, væru enn á lífi en á mánudag höfðu talsmenn NATO fullyrt að sveitir Serba í Kosovo hefðu myrt þá. Jafn- framt sagði serbnesk útvarpsstöð frá því að Ibra- him Rugova, leiðtogi Kosovo-Albana, væri á lífi og undir gæslu serbneskra öryggissveita, en Rugova hvarf sjónum manna fyrr í vikunni. Atta dagar em síðan loftárásir NATO á Júgó- slavíu hófust og í gær héldu flóttamenn af al- bönsku bergi brotnir áfram að streyma til ná- grannaríkja Kosovo. Eins og fytri daginn fluttu þeir ófagrar sögur af grimmdarverkum serbneskra hersveita í héraðinu. Fulltrúar NATO sökuðu Serba um að reyna að „þurrka út“ heimildir um uppruna Kosovo-Albananna og sagði Jamie Shea, talsmaður NATO, að þeir eyði- legðu nú í gríð og erg ýmis lögfræðileg skjöl um eigur Kosovo-Albana í héraðinu, persónuskilríki, fæðingar- og hjónabandsvottorð og aðrar heim- ildir sem sanna uppmna og eignarrétt þeirra tugþúsunda Kosovo-Albana sem Serbar hafa hrakið frá heimkynnum sínum undanfama daga. David Wilby, talsmaður flughers NATO, sagði herþotur hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Júgóslavíu með góðum árangri undanfarinn sól- arhring, þrátt fyrir slæm veðurskilyrði. Jafn- framt greindi Wilby frá því að albanskir flótta- menn og hluti Frelsishers Kosovo (UCK) mættu þola harðar stórskotaliðsárásir af höndum Serba í Pagarusa-dalnum í suður-Kosovo. f gærkvöldi báðu skæruliðar UCK tiltæka menn að ganga til liðs við herinn, til að verjast árásum Serba. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt því í gær fram að Bandaríkin hugleiddu að beita sér fyrir því að Kosovo hlyti sjálfstæði, eða að héraðinu yrði skipt upp. ívanov sagði að slíkum áætlunum yrði ekki hrint í framkvæmd nema með beitingu landhers og kvaðst hann hafa ör- uggar heimildir fyrir því að NATO hefði þegar hafið undirbúning fyrir landhernað í Júgóslavíu. Þótt Bandaríkin héldu í gær áfram að útiloka landhemað sagði Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, ekki útilokað að einhverjar Evrópuþjóð- anna myndu grípa til þess ráðs að senda landher inn í Júgóslavíu. Jafnframt mátu fréttaskýrendur stöðuna svo að teikn væm á lofti um að Banda- ríkjamenn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að leiða yrði hugann að öðrum úrlausnum í málefnum Kosovo en hingað til hafa verið uppi á borðinu. Haft var eftir bandarískum stjórnarerindreka að stjómvöld í Washington væra enn á þeirri skoðun að sjálfstæði Kosovo væri ekki æskilegur kostur en að það mat kynni að breytast héldi Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, áfram grimmdarverkunum í Kosovo. Sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti einnig að aðgerðir Milosevics veiktu mjög kröfur Serba til Kosovo. Rússar senda skip til Miðjaðarhafsins Bandaríkjamenn sögðust í gær afar uggandi yfir fregnum þess efnis að Rússar hygðust senda allt að sjö herskip til Miðjarðarhafsins í því skyni að hafa auga með aðgerðum NATO í Júgóslavíu. Ja- mie Shea kvað vesturveldin treysta á að Borís Jeltsín Rússlandsforseti stæði við fyrri yfirlýsingar um að Rússar ætluðu ekki að dragast inn í átökin. Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rúss- lands, tók neikvæðum viðbrögðum NATO við út- spili Milosevics í fyrradag, þar sem hann sagðist reiðubúinn til samninga hætti NATO loftárás- um, með jafnaðargeði og sagði að Rússar myndu áfram reyna að stuðla að friðsamlegri lausn Kosovo-deilunnar. Aðildarríki NATO virðast á hinn bóginn nú gera ráð fyrir langvinnum átök- um og Clinton undirbjó bandarískan almenning undir þetta í fágætu sjónvarpsviðtali á CBS- sjónvarpsstöðinni í nótt að ísl. tíma. ■ Sjá umfjöllun á bls. 32-33 Alger glundroði í Kosovo FREGNIR hafa borist af því frá Kosovo, að a.m.k. tuttugu starfs- manna Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu sé saknað síðan eftir- litsmenn stofnunarinnar vora kall- aðir frá héraðinu rétt áður en loft- árásir NATO á Júgóslavíu hófust. Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi ÖSE í Skopje í Makedóníu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri unnt að staðfesta hvaðan úr héraðinu tölurnar kæmu, hversu margra væri saknað, og hvort starfsmennimir hefðu verið myrtir eða flúið heimili sín. í hérað- inu ríkti alger glundroði, þorp og bæir hefðu verið yfirgefnir og fólk væri á flótta. Sagði Urður að reynt hefði verið að hafa samband við innfædda starfsmenn ÖSE í Kosovo án árang- urs. Ómögulegt væri hins vegar að vita hvað það táknaði, sem ylli mikl- um áhyggjum þar sem engin leið væri tit að staðfesta hver afdrif fólksins hefðu verið. Sagði Urður að starfsmenn ÖSE hefðu heyrt mun hærri tölur en tuttugu, en engin leið væri til að staðfesta það. „Við höfum heyrt að borgin Pec í vesturhluta Kosovo sé t.a.m. nánast yfirgefin. Ógerlegt er að sannreyna hvort fólkið væri dáið eða á flótta og setur það okkur í mikinn vanda,“ sagði Urður. Lífvörður WiIIiams Walkers myrtur Ef það reynist rétt að verið sé að ganga milli bols og höfuðs á inn- fæddum starfsmönnum ÖSE í Kosovo sagði Urður að ástæða væri til að ætla að mikill fjöldi fólks væri í hættu. Alls störfuðu um 1.700 manns á vegum stofnunarinnar í Kosovo, fólk bæði af albönskum og serbneskum upprana. Urður sagði serbnesku starfsmennina ekki í betri stöðu en aðra því litið væri svo á að þeir hefðu svikið málstaðinn með því að starfa fyrir ÖSE. „Ef það reynist rétt að starfsfólk ÖSE hafi verið myrt er það lýsandi fyrir átök- in í héraðinu," sagði Urður. „Skæru- liðar Frelsishers Kosovo (UCK) hafa myrt Albana sem þeir telja að hafi svikið málstaðinn og vopnaðar sveitir Serba hafa myrt Serba sem þeir telja að hafi svikið málstaðinn. Rétt þjóðerni hjálpar fólki ekki ef maðurinn með byssuna telur það hafa ranga skoðun.“ Urður sagði að það hefði verið ljóst þegar eftirlitssveitir ÖSE fóra frá Kosovo, að margir starfsmanna af albönskum og serbneskum ætt- um, sem urðu eftir, vora mjög óró- legir og óttaslegnir yfir því sem kynni að gerast. Hún sagði að starfsmenn ÓSE hefðu fengið það staðfest að albanskur lífvörður Williams Walkers, yfirmanns eftir- litssveitanna, hefði verið myrtur af serbnesku öryggislögreglunni fyrstu nótt NATO-árásanna. Var hann sonur Bajrams Kelmendis, virts mannréttindalögfræðings af al- bönskum ættum, sem var myrtur af serbnesku lögreglunni fyrstu nótt loftárása NATO. Urður sagði að rætt hefði verið við móður mannsins og hún staðfest að syni hennar hefði verið misþyrmt á heimili sínu og síð- an dreginn út á stræti og skotinn. Hún hefði horft á það gerast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.