Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 34
34 D FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon HÉR má sjá börnin sem höfðu heppnina með sér á dorgveiðimóti barna og unglinga innan SVFR, sem haldið var á Reynisvatni um síðustu helgi. Mikil veiði hjá börn- unum DORGVEIÐIMÓT bama og ung- linga innan vébanda Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur var haldið á ísnum á Reynisvatni um síðustu helgi og tókst með afbrigðum vel að sögn Stefáns A.Magnússonar, skipuleggjanda mótsins fyrir hönd SVFR. 25 böm og unglingar innan félagsins mættu og með þeim foreldrar og yngii systkini og því var mikið líf og fjör á ísnum í blíðskaparveðri. Ekki spillti, að sögn Stefáns, að veiðin var mjög góð og alls veiddust 53 silungar, mest regn- bogar, en einnig nokkrar bleikjur. Að sögn Stefáns veiddu einstakir veiðimenn allt að 12 fiska, sem var hlutskipti Arnars Þórs Hallssonar. Guðmundur Orri veiddi tíu, en aðrir færri og sumir ekkert eins og geng- ur. Nú er hafin ný vertíð hjá börnum og unglingum innan SVFR og verða afhent verðlaun á uppskemhátíð í haust, eða í lok vertíðar, en auk Arn- ars Þórs unnu helstu afrekin Hrafn- hildur Yr Ólafsdóttir sem var sú stúlka sem veiddi flesta fiska, eða sex. Hún veiddi einnig stærsta fisk- inn í stúlknaflokki, 2 punda. Húni Sighvatsson veiddi stærsta fiskinn í piltaflokki, 2,5 punda. Mæla veiðiálag A síðasta ári hófu fiskifræðingar Veiðimálastofnunar nýtt rannsókn- arverkefni. Það hefur að markmiði, eins og segir í fréttabréfi stofnunar- innar - að kanna hlutdeild stanga- veiði af laxgengd í ám með litla laxa- stofna og kanna þannig hvort hi-ygn- ingarstofn sé nógu stór hverju sinni. I þessu skyni var komið fyrir laxa- teljuram í Krossá á Skarðsströnd og Gljúfurá í Húnavatnssýslu, en einnig nýtast upplýsingar frá Vesturdalsá í Vopnafirði þar sem teljari er nú þeg- ar fyrir hendi. Vitað er að veiðiálag á stöng getur verið allt að 80%, jafnvel í vatnsmiklum ám og er mjög nauð- synlegt að kanna hvernig þessu er háttað í minni ám,“ segir í bréfinu. Athuga vaxtar- og fæðusögu Annað athyglisvert verkefni er komið í burðarliðinn hjá Veiðimála- stofnun og tengist áralöngum rann- sóknum sem unnai- hafa verið í svokölluðum „lykilám" Veiðimála- stofnunar, EUiðaánum, Miðfjarðará og Vesturdalsá. Það er Þorkell Hreiðarsson sem hefur umsjón með rannsókninni sem námsverkefni við Háskóla Islands og Veiðimálastofn- un, en rannsóknin er fólgin í athugun á vaxtar- og fæðusögu lax í sjó. Það er gert í gegn um hreistursýni sem til eru allmörg ár aftur í tímann í umræddum ám. Flökkudýr AUtaf eru að bætast við þekkingu manna ný gögn um flökkueðli laxa. Fyrram var talið undantekningarlít- ið að laxar skUuðu sér aftur í sína heimaá, en hvort það stafar af ragl- ingi með seiðasleppingar og hafbeit gegnum árin þá er æ algengara að menn finna laxa sem eru langt frá upprana sínum. Nýjasta dæmið kom fram er Veiðimálastofnun dró í happadrætti sínu, þar sem veiði- menn sem skila örmerkjum úr afla sínum fá þökk fyiir samstarfið. Önn- ur verðlaun féUu í hlut Vífils Odds- sonar, stjórnarformanns Veiðimála- stofnunar, fyrir lax sem hann veiddi í Selá í Vopnafirði. Laxinn var hins vegar merktur sem seiði í Austurá í Miðfirði árið áður. í&v Gleðilega páska Áður aðeins í tískublöðum. Nú fáanlegt hjá Valmiki. Nýjasta línan frá Muxart og Sergio Rossi. Mokkasíur frá Sergio Rossi. Mokkasíur frá Muxart. Berið saman okkar verð og verð erlendis. Kringlunni, sími 553 2888. Landssofnuri að.Lange Eins og korþ fjölskylduiw fjarlægt ogj vegna útbre títlu. Af söm Pam í fjölmiðlum var HEI' geyrarvegi 9 í Hafnarfirði kaldra kola þann 6. mars kemmda af völdum veggja hefur fjölskyldan orðið að ölskyldunni “ -rfirði eyða húsqöqnum, bókum og fleiru úr innbúi sínu Fjölskyldan hefpr því misst aleigu sína, hús og heimili, án þessjað fá rönd við reist og vilja aðstandendur þessa átaks því hér með skora á ísIenskUsþjoðinaíáð taka höndum saman á íslenski&yUinpgpðftaka höndum saman og sýna stuðning í verki með því að styrkjá**-* • þau til endurbyggingar heimilisins að Langeyrarvegi. Sparisjóður Hafnarfjarðar er fjárgáesluáðiÍigiH söfnunarinnar og tekur á móti framlögum" á reikning númer 12000. REIKN.NR. BANKI 1101-26 12000 FJARGÆSLUAÐILI: SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR Passíualdin á páskum Kristín Gestsddttir er ekki ánægð með þau nöfn sem passíualdinið fær hér á landi, ýmist er það ástaraldin eða ástríðualdin, en þótt þetta aldin heiti á ensku passion-fruit og passion þýði bæði passía og ástríða á aldinið ekkert skylt við ástríðu heldur tengist ein- göngu píslarsögu Krists, passíunni. NAFNIÐ mun vera komið frá spænskum 17. aldar trúboðsmunk- um, sem þóttust sjá í blómunum líkingu með ýmsum tækjum og tól- um tengdum píslarsögu Krists, passíunni. Hin handskiptu laufblöð táknuðu hendur kvalaranna og klifurþræðirnir svipur þein-a. Krónublöðin tíu áttu að tákna læri- sveinana - að undanteknum svikar- anum Júdasi og efasemdamannin- um Tómasi. Áberandi litfógur hjákrónan, krans mjórra, yddra blaðflipa, átti að tákna þyrnikórón- una. Stílamir þrír táknuðu naglana þrjá, en fræflamir fimm táknuðu sárin fimm, á höndum, fótum og síðu. Að minnsta kosti ein tegund þessarar sérkennilegu jurtar (Passiflora caerulea - Passíublóm) hefur lengi verið vinsæl og nokkuð algeng stofujurt hér á landi. Blóm- ið og aldinið gefa frá sér einstakan, ljúfan ilm, þótt aldinið sé reyndar ekki par fallegt þegar það er full- þroskað, skorpið og oftast brúnt, út í brúnfjólublátt. Aldinkjötið er heldur ekki fallegt, en það er mjög ljúffengt, með mjúkum steinum sem era borðaðir með. Aidinið á að vera þungt þegar maður vegur það í hendi sér, þá er það safaríkt. Gleðilega páska! imsmmmmmmmmmmmmMmsm Gulrótarkaka með passíualdini ___________4 egg__________ _________] 50 g sykur_____ 1 dl brætt smjör (ekki smjörlíki) '/2 dl matarolía 200 g hveiti 1 '/2 tsk. lyftiduft 200 g gulrætur 100 g suðusúkkulaði 1. Hrærið egg og sykur vel. Bræð- ið smjörið, kælið örlítið og setjið saman við matarolíuna. Hrærið lauslega út í. 2. Blandið saman hveiti og lyfti- dufti og hrærið út í með sleif eða sleikju, alls ekki í hrærivél. 3. Þvoið gulræturnar og þerrið, skafið ef með þarf. Rífið frekar fínt. Rífið súkkulaðið líka frekar fínt. Hrærið út í. 3. Smyrjið springform 18-20 sm í þvermál. Setjið deigið í og bakið neðarlega í ofninum í 30 mínútur. Hiti 190°C, blástursofn 170°C. Kælið og setjið krem ofan á og inn í. Kremið 75 g smjör (ekki smjörlíki) 200 g flórsykur 2 + 1 passíualdin 2 ferskor ferskjur 1. Sigtið flórsykur í skál með smjöri og hrærið vel saman. 2. Skerið tvö passíualdin í tvennt, skafið aldinkjötið úr með teskeið og hrærið vel saman við. 3. Kljúfið kökuna, smyrjið helmingi kremsins á milli, en setj- ið hinn helminginn ofan á. 4. Skerið ferskjurnar í rif og raðið í hring á brún kökunnar, skafið aldinkjötið úr þriðja passíu- aldininu og setjið á miðjuna. Ferskir ávextir með ávaxtaídýfu Ferskir ávextir era afhýddir og skornir í teninga eða rif, nota má þær tegundir sem hentar, svo sem mandarínur, vínber, epli, banana, perur, plómur, ferskjur, kíví, hálf eða heil jarðarber, mangó, papæja o.fl. Ath. að perur, banana og epli þarf að pensla með sítrónusafa. ídýfan: ______6-8 passíualdin_____ 1 '/2 tsk. límónusafi (lime) eða sítrónusafi 1V2 tsk. flórsykur 1 tsk. Ijóst romm (má sleppa) 1. Skerið passíualdinin í tvennt og skafið aldinkjötið úr. Setjið í mat- vinnslukvöm eða merjið á annan hátt. 2. Setjið romm og flórsykur út í og hrærið í þar til hann er upp- leystur. Hellið í litla skál. Setjið á miðju fats og stingið tannstöngl- um í ávextina og raðið utan með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.