Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LÁRUS SVEINSSON + Lárus Sveinsson tónlistarmaður fæddist í Neskaup- stað 7. febrúar 1941. Hann lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- húss Reykjavi'kur þriðjudaginn 18. jan- úar siðastliðinn. For- eldrar hans eru Þór- unn Lárusdóttir húsmóðir, f. 6. sept- • ember 1914 í Nes- kaupstað, og Sveinn Sigurjónsson vél- stjóri, f. 30. apríl 1911 í Vopnafirði, d. 27. júlí 1949. Systkini Lárusar eru Birgir Dagbjartur skólastjóri, f. 5. apríl 1939, Leó Sigurjón vélstjóri, f. 22. ágúst 1942, og Elsa Helga gjaldkeri, f. 1. ágúst 1948. Þau eru öll búsett í Mosfellsbæ. Árið 1967 kvæntist Lárus Sig- ríði Þorvaldsdóttur leikkonu, f. 12. apríl 1941. Þau slitu samvistir f febrúar 1992. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Halldórsdóttir hár- greiðslumeistari, f. 5. maf 1919, d. 8. janúar 1966, og Þorvaldur -*■ Steingrímsson tónlistarmaður, f. 7. febrúar 1918. Börn Lárusar og Sigríðar eru: 1) Ingi- björg flugfreyja, f. 26. janúar 1970. Eigin- maður hennar er Bjöm Óli Ketilsson. Börn þeirra cru Sig- urbjörg Sara og Ágúst Leó. 2) Þórunn leik- kona, f. 6. janúar 1973. Sambýlismaður hennar er James Healy. 3) Hjördís Elín tónlistarmaður, f. 12. mars 1977. Sambýlis- maður hennar er Æg- ir Örn Björnsson. Lárus lauk skyldu- námi í Neskaupstað en fékk þar jafnframt tilsögu í trompetleik hjá Haraldi Guðmundssyni. Sfðar nam hann trompetleik hjá Páli Pamp- ichler Pálssyni í Tónlistarskóla Reykjavíkur en stundaði jafnframt nám í prentiðn og lauk prófi í þeirri grein frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1961. Sama ár hélt Lárus til Austurríkis til frekara tónlistarnáms. Hann lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg árið 1966, en hafði þá jafnframt starfað þar með ýmsum hljóm- sveitum, svo sem Wiener Symp- honiker, Tonkiistlerorchester, Wiener Bachgemeinde og kamm- ersveit er nefndi sig Kontra- punkter. Frá árinu 1967 var Lárus tromp- etleikari í Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Þá lék hann oft í hljómsveit Islensku óperunnar, var einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur og átti sæti í stjórn hennar. Lárus sat um tíma í sljórn starfsmannafélags Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og var í verkefna- valsnefnd hennar um skeið. Hann hlaut listamannalaun árið 1973. Frá 1970 kenndi Lárus á blást- urshljóðfæri í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og jafnframt við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Hann kenndi einnig við Tónlistar- skóla Reykjavíkur 1978-79. 1985- 1986 var hann kennari og trompet- leikari við Nýja tónlistarskólann í Þessaloniki f Grikklandi. Lárus var stjórnandi Karlakórs- ins Stefnis frá 1975, að undan- skildum fjórum starfsárum (1983- 1987). Þá var hann stjórnandi Reykjalundarkórsins frá stofnun hans árið 1986. Lárus var mikill hestamaður, starfaði f hestamannafélaginu Herði í Kjósarsýslu og gegndi þar ýmstum trúnaðarstörfum. Utför Lárusar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Mos- fellskirkjugarði. Skyndileg veikindi Lárusar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og hann lést að morgni 18. janúar langt fyrir aldur fram. Lárus var systursonur minn en ég leit frekar á hann sem yngri bróður vegna hins nána samgangs sem var milli fjölskyldna okkar þegar hann var að alast upp. Aðeins átta ára missti Lárus föður sinn og kynntist Ýwí snemma alvöru lífsins og lífsbar- áttunni. Hann hóf prentnám í heima- byggð sinni á Norðfírði og lauk því. Á þeim árum fór hann líka að leika í lúðrasveit bæjarins og komu þá tón- listarhæfileikar hans í ljós. Hann stundaði svo tónlistarnám í Reykjavík en hélt síðan til fram- haldsnáms í Austurríki og lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Vín árið 1966. F]jótlega eftir heimkomuna varð hann trompetleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Islands og starfaði þar til ævi- loka ásamt því að gegna fleiri störf- um. Minningarnar um Lárus eru dýr- mætar og fjölmargar. - . Frá æskustöðvunum er þess ekki síst að minnast þegar við, ásamt öðr- um góðum félögum, spiluðum saman á síldarböllunum þegar sildarævin- týrið stóð sem hæst á sjöunda ára- tugnum. Þau ár gleymast aldrei. Og margar ánægjustundir áttum við Elsa hjá Lárusi og Diddu eftir að þau settust að í Lágholtinu í Mos- fellsbæ. Þar fór saman mikil gest- risni og elskulegt viðmót. Einnig minnist ég áranna með karlakórnum Stefni af mikilli ánægju og þá ekki síst ferðanna með kómum, bæði inn- anlands og utan. Þetta eru aðeins þau fáu minninga- brot sem fyrst koma upp í hugann. Það er erfitt að sjá á eftir manni eins og Lárusi svona skyndilega. Hann virtist ávallt hreystin upp- máluð og því kemur fráfall hans eins og reiðarslag fyrir alla sem hann þekktu. Reyndar hafði hann hug á að draga eitthvað saman seglin og hafði ráðgert ýmislegt þegar að eftirlauna- árum kæmi. En nú verður ekkert af því. Örlögin eru stundum undarleg og illskiljanleg. Nú er trompetinn hans hljóðnaður en bergmálið ómar enn, m.a. hjá mannvænlegum dætrum LEGSTEINAR A TILBOÐI 15 - 30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af letri og skrauti. Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 hans þremur sem allar leika á tromp- et. Við Elsa vottum öllum hans nán- ustu innilega samúð okkar og varð- veitum minninguna um mætan dreng. Haf þökk fyrir allt, kæri frændi. Svavar Lárusson. Hinn 19. desember síðastliðinn átti fjölskylda okkar frá Norðfirði dýrðlegan dag. Amma og nær allir afkomendur hennar og Sveins afa voru þá saman komnir að Varmár- skóla til að eiga þar örlitla aðventu- stund. í mörg ár höfðum við ekki komið saman en þá varð okkur á orði hversu vel við hefðum sloppið við al- varleg veikindi og áfoll í gegnum tíð- ina. Rétt mánuði síðar er Lárus fraendi dáinn, aðeins 58 ára að aldri. í minum augum var Lárus hinn eini sanni frændi. Kraftmikill, dug- legur og glæsilegur. Ég leit alltaf upp til Lárusar og bar mikla virð- ingu fyrir honum bæði sem mann- eskju og tónlistarmanni. Það er erf- itt að koma í orð tilfinningum sínum þegar einn úr fjölskyldunni er kvaddur á svo sviplegan hátt, en fyrst og fremst er hugur minn með frænkum mínum þremur sem misstu sannan föður og náinn vin. Ingi- Sérmerktar GESTABÆKUR fljót afgreiðsla íslenski pústlistinn s. 5571960 www.postlistinn.is Blómnstofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. — björg, Þórunn og Dísella. Megi Guð styrkja ykkur á erfiðum tímum. Amma, Birgir, Leo og mamma. Þið eigið samúð mína alla. Ómar. Það er sólskinsdagur og sumar í Mosfellsdal. Tónlistarbóndinn í Tún- fæti er við æfingar í tónstofu og blæs mikinn. Skyndilega koma dæturnar hlaupandi inn og kalla: „Pabbi, pabbi, Lárus er að koma á hestun- um.“ Ég hætti blæstrinum og legg við hlustir. Jú, ég heyri hófadyninn, það er farið mikinn, í gegnum Hraðastaðaþúfuna; að minnsta kosti þrú' til reiðar. Ég stekk út á hlað og rétt næ að blása Alpahomsstefið úr Brahms fyrstu, með tilheyrandi bergmáli í fjöllum, hólum, hæðum, kindabröggum og hesthúsum. Fagn- aðaróp kveða við götuna. Tónbænd- ur heilsast og Snati þefar af tíkinni Trýnu. Menn eru drifnir inn í hús og hellt upp á bóndakaffi með ítölsku ívafi. Nú liggur mikið við því stór dagur er framundan. Að lokinni kaffidrykkju er riðið úr hlaði. Þú á þínum þremur stórgæðingum og ég á Bjössa gamla, sem þú gafst mér í Frakklandsferðinni. Við ríðum inn Helgadal, upp yfir Torfadalshrygg, fram hjá Bjarnavatni og niður í Seljadal. Þar dólum við okkur upp undir heiðarsporðinn og æjum þar í sumarmollunni. Hundarnir eru laf- móðir og kátir, en hestamir sveittir og þó einkum Bjössi, haldinn for- ystueðli og löngu spmnginn. „Er þetta ekki dásamlegt? Er þetta ekki Paradís á jörðu?“ segir þú. „Jú,“ segi ég. „Við verðum gæsk- urinn að drífa okkur upp á heiðina, ef við ætlum að ná til vina okkar í tæka tíð,“ segir þú. „Jú,“ segi ég, „það er kannski satt.“ Kæri vinur, nú hefur þú nægan tíma til að dóla þér upp á Paradísar- heiðina og ég veit að þar bíða þín ótal fagnaðarfundir. Ég og mitt fólk þökkum þér með trega allar þær samverustundir í gegnum súrt og sætt, sem við feng- um að njóta með þér. Ég kveð þig með textanum, sem fylgdi Alpahomsstefinu hans Brahms: Hoch auf m Berg, tief im Tal, gruss ich dich viel tausendmal! „Hátt á fjalli, djúpt í dal, heilsa ég þér margþúsundfalt." Þorkell Jóelsson, Túnfæti, Mosfellsdal. Kveðja frá Sinfóníu- hljómsveit íslands Síðustu tónleikar Lámsar Sveins- sonar voru Vínartónleikar sem haldnir vora á Egilsstöðum sunnu- daginn 9. janúar. Þá lék hann ásamt félögum sínum „Donner und Blitz“ af þeim glæsibrag sem einkenndi leik hans ætíð. Við voram öll hress og kát í flugvélinni til baka og kvöddumst með þá sjálfgefnu vissu í brjósti að hittast aftur til tónleika- halds á fimmtudag til að ljúka þess- um sívinsælu tónleikum. Á fimmtudaginn 13. janúar bárast fregnir um að Láras hefði skyndi- lega veikst og á þriðjudagsmorgun þurfti að tjá hljómsveitinni að hann væri allur. Láras kom til liðs við hljómsveit- ina í febrúar 1967. Þá hafði hann að baki framhaldsnám í Austurríki en með námi þar lék hann af og til með Sinfóníuhljómsveitinni í Vín. Þar mátu menn hæfni hans sem tromp- etleikara svo hátt að hann hefði get- að fengið að festa sig i sessi í hljóm- sveitinni, hefði hann kosið, og sat hann þar þó innan um hóp úrvals hljóðfæraleikara. Hann kaus að koma heim og lífs- starf hans var hjá Sinfóníuhljóm- sveit Islands. Það liðu heldur ekki nema tæp tvö ár þar til hann deildi leiðarastöðu með öðrum en hann var í leiðandi stöðu til ársins 1992 eða alls í 23 ár. í hljómsveitinni var hann alls í 32 ár. Sem listamaður var Láras í mikl- um metum, bæði af félögum sínum í hljómsveitinni og ekki síður af áheyrendum á tónleikum hljómsveit- arinnar. Ég man gjörla tónleika með hon- um frá áttunda og níunda áratugn- um þegar hann ýmist lék einleik eða einleikshluta í verkum og vakti leik- ur hans mikla hrifningu mína sem og tónleikagesta almennt. Eina tónlistarakademían sem segja má að til sé hér á landi er Sin- fóníuhljómsveitin. Þar átti Láras heiðurssæti alla tíð. Sem félagi í stóram hópi hljómlistarmanna var Lárus vinsæll og eftirsóttur, enda félagslyndur með afbrigðum. Sinfóníuhljómsveit íslands saknar mikils listamanns og trausts félaga. Við þökkum áratuga farsæla og skapandi samleið. Aðstandendum hans vottum við einlæga samúð okkar. Þröstur Ólafsson. í dag verður til moldar borinn fé- lagi okkar og vinur, Láras Sveinsson trompetleikari. Með honum hverfur einn af sterku litunum í tónalitrófi Sinfóníuhljómsveitar Islands, hvell- ur, voldugur, tær, mjúkur, glettinn. Svo mætti lengi halda áfram að finna orð og vefa úr voð, þótt sá vefur yrði aldrei annað en svart/hvít mynd af afrekum Lárasar á löngum en þó alltof stuttum starfsferli. Lárus þeysti inn í íslenskt tónlist- arlíf búinn vopnum, sem hámenning Mið-Evrópu gat ljáð einum sinna vildarsveina og gerðist hann einn af framvörðum Sinfóníuhljómsveitar Islands, bæði í listrænum og félags- legum skilningi. Eftirminnilegir era ótal tónleikar þar sem glæsilegan trompetleik Lárasar bar hæst. Ötull liðsmaður var hann í réttinda- og hagsmuna- málum. Einnig era minnisstæðir ár- legir útreiðartúrar hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar íslands, þar sem Láras fór í fararbroddi á gæð- ingi sínum og stýrði fúslega vönum sem óvönum heilum heim. Starfsfélagar hans í Sinfón- íuhljómsveit íslands þakka nú ríku- legt framlag hans og ótal glaðar stundir í leik og starfi. Dætram Lár- usar, aldraðri móður og öðram ást- vinum sendum við hlýjar kveðjur þennan miðsvetrardag. Starfsmannafélag Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Kveðja frá söngfélögum í Karlakórnum Stefni Fimmtudaginn 13. janúar bárast okkur félögunum í Karlakórnum Stefni þau hörmulegu tíðindi að Lár- us Sveinsson, stjórnandi okkar, hefði veikst hastarlega og tvísýnt væri um líf hans. Við voram lítt undir slík tíð- indi búnir, enda höfðum við verið á æfingu með Lárasi tveim dögum áð- ur, m.a. til þess að undirbúa hátíða- höld í tilefni af 60 ára afmæli kórs- ins. Hátíðina átti að halda á afmælisdegi kórsins, 15. janúar, og þar hafði Láras auðvitað ætlað sér að stjórna kórnum í nokkram lögum. Við frestuðum hátíðinni, en að morgni þriðjudagsins 18. janúar lést Láras án þess að komast til meðvit- undar. Það var því dapur kór sem kom saman á venjulegum æfinga- tíma um kvöldið, en samstaðan var mikil um að halda starfinu áfram af fullum krafti í anda Lárasar. Árið 2000 er afmælisár Stefnis og okkar ágæta söngstjóra verður best minnst með því að slaka hvergi á og efna til veglegra afmælistónleika eins og áformað hafði verið. En nú þegar leiðir skilur langar okkur að fara nokkram orðum um sambúð Lárasar og Stefnis um aldarfjórð- ungsskeið og reyna að gefa dálitla mynd af söngstjóranum og félagan- um Lárasi Sveinssyni. Árið 1975 leituðu nokkrir söng- áhugamenn í Mosfellssveit til Láras- ar um að taka að sér stjórn Stefnis og freista þess að endurvekja hann, en kórinn hafði þá legið í dvala um hríð. Láras sýndi verkefninu strax mikinn áhuga og sneri sér að því af alefli. Röskir drengir gengu í hús í Mosfellssveit og smöluðu saman áhugamönnum um söng, auk þess sem allmargir gamlir Stefnisfélagar tóku aftur upp þráðinn. Síðan hefur Stefnir starfað af miklum krafti og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.