Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LÁRUS SVEINSSON + Lárus Sveinsson tónlistarmaður fæddist í Neskaup- stað 7. febrúar 1941. Hann lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn og fdr útför hans fram frá Bústaða- kirkju 1. febrúar. Mnntrompetþagnar, þaðbersteihljómur lengur. Enfregninfólkiðslær, fallinnvinurkær. Brostinn æskustrengur, allt sem var í gær, er sem minning tær. „Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér.“ Pessi orð Davíðs Stefánssonar hafa hljómað í huga mínum, Lárus vinur, eftir að þú kvaddir svo óvænt, og við hér fyr- ir austan höfum rifjað upp minning- ar úr Mosfellsbæ. Reyndar man ég fyrst eftir þér þegar ég var smá- strákur og þú varst að æfa þig á trompetinn hér fyrir austan. Ég stóð oft eins og dáleiddur þegar tónamir bárust út um gluggann á litla húsinu ykkar mömmu þinnar og hlustaði á trompetinn sem gaf þá fyrirheit um annað og meira. Tónlistarlífið á Nes- kaupstað á þeim tíma naut mikils af þinni snilld og hljómsveitir nutu krafta þinna. Brátt varð Ijóst að í tónlist bæjarins lifði einhver dul- ræður Lárusartónn sem lifir enn í vitund okkar heima. Svo liðu þín námsár heima og erlendis og síðan tók spilamennskan við hér heima. Pú giftist Diddu og böm og heimili þurfti að annast. Leið okkar lá sam- an á ný þegar þú bauðst mér í heim- sókn í Mosfellsbæinn í Lágholtið. Ég var þá að læra í guðfræði fyrra sinnið. Hestarnir vom þitt yndi og þú kynntir mig fyrir þínum vinum, sem vom þér svo kærir og nánir, bæði hestamenn og söngmenn. Þar varst þú fremstur meðal jafningja. Á þeirri stundu varð ég heillaður og reiðtúrarnir á Vopna þínum og Loft- inum hans Stjána pósts réðu því að ég vildi setjast að í Mosfellsbæ. Og þegar við Ragga giftum okkur komst þú og spilaðir í kirkjunni með Jóni Sigurðssyni, góðum vini þínum og okkar. Brátt vomm við farin að búa í sveitinni góðu og hestarnir að taka völdin. Árin í Mosfellsbænum vom blómaskeið sem bauð svo margt skemmtilegt. Ég naut þess að syngja með þínum góðu félögum í Karlakórnum Stefni og vera þátt- takandi í svo mörgu sem sneri að Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ hestamennsku, söng, tónlist og hreinni gleði. Síðustu árin voru námsárin mín í guð- fræðinni á ný eftir langt hlé og hesta- mennskan lögð á hill- una. Þín ár vora líka ár erfiðra breytinga en vináttan hélst áfram. Áherslur breytast og tímabil renna sín skeið. Við gengum báðir í gegnum þroskatímabil. Alltaf verð ég þér þakklátur fyrir fyrstu heimsóknina í Mos- fellssveitina. Mesta gleðin var þó að geta sent son sinn í trompetnám hjá þér. Heyra hann svo ná valdi á Lár- usartóninum, sem á svo sterk ítök í þeim sem þú hefur kennt að blása á trompet. Dóttirin Katrín fékk einig að njóta leiðsagnar þinnar og styrkj- ast í leikni á trompetinn. Mér þótti gaman að geta boðið þér fallega fol- ann hann Lilla frá Ártúnum, sem þú áttir og hafðir yndi af. Marga hesta fallega hefur þú átt og duglega sem hafa borið þig um langan veg, en ég held að Vopni hafi verið þinn besti hestur. í Lilla fannst þú marga kosti hinna sem þú hafðir átt. Hann var þér samboðinn höfðingi. Sá grái var glæsilegur líka sem þú áttir löngu áður. Ekki má heldur gleyma Bjössa, litla brúna klárnum. Ég man oft eftir því að öll kippan var á ferð. Minningin um samverastundirnar á fyrstu árum hestamennskunnar í Mosfellsbænum verður okkur hjón- um ævarandi ánægja um liðna tíð og samfélag sem var. Þannig minnumst við þess að hafa verið þátttakendur í svo mörgu, án þess að falla um of inn í myndina, en áttum fyrir vikið sam- leið í svo mörgu. Fyrir þetta viljum við þakka við leiðarlok. Nú er Guð hlutskipti okkar beggja. Vegir hans em órannsakanlegir og í hans hendi er vort hjálparráð. Karlakórinn saknar og ég sendi þeim samúðarkveðjur í huganum, er ég hugsa til þess hve Stefnisfélag- arnir vom samstilltur hópur, en hafa misst mikið. Ég heyri hljómþýðan sönginn berast yfir landið er Stefnir syngur: „Þú komst í hlaðið". Nú syngja þeir fyrir þig en Halldóra frá Mosfelli fagnar þér handan við og þakkar fyrir öll lögin sem Stefnir söng henni til heiðurs. Við heyram laglínuna berast ómþýða og tökum undir; „Og bjart er ávallt um besta vininn, og blítt hans nafn á vöram mér“. Ómur af söng, lýðraþyt, hófa- dyn og lífsgleði rennur í eitt. Lengi má rekja gömul spor. En minning okkar er þrangin og vinahópurinn fyrir austan sendir saknaðarkveðj- ur, mamma Stína, Nonni og Gréta, skrifa undir kveðjuna ásamt okkur Röggu, Ragnari Árna og dætranum, til þín og ástvinanna sem bera sinn harm í hljóði. Það er huggun að heyra og vita að tónninn lifir áfram á vöram nemendanna þinna. Guð blessi minningu þína og gefi þér frið í eilífu ríki hins miskunnsama föður á himnum. Jesús segir: „Sá sem hef- ur séð mig, hefur séð Guð.“ Sigurður Rúnar Ragnarsson. Það var á útmánuðum 1967 að kynni okkar Lárasar hófust. Ég var að æfa mig í Hljómskálanum þegar dyrnar opnuðust og inn kom fallegur og hraustlegur maður sem heilsaði með hýrlegt bros á vör. Við voram Áralöng tl/JdJBl baf ©ú llöiJ dl Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðíeg þjónusta sem þyggir á langrí rejmslu f Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^ /|gjs Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com fljótir að kynnast og hann var strax ákveðinn í að drífa mig í nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg, en þaðan var hann nýútskrifaður. Hann náði í nauðsynleg gögn, útvegaði húsnæði og ekki síst, sannfærði for- eldra mína, en ég var ekki nema sau- tján ára. Þegar út kom naut ég í rík- um mæli góðs af þeim vinsældum og virðingu sem Láras hafði áunnið sér. Margir vina hans urðu mínir vinir. Eftirminnilegastur þeirra er Maria Wagner eða „Tante“ Wagner sem Láras leigði hjá um tíma. Þessi kona hafði lifað báðar heimsstyrjaldirnar og tvo eiginmenn sem hétu Dvorák og Wagner. Hún var liðtækur pían- isti og kunni vel meðleikinn í tromp- etkonsert Haydns sem hún hafði oft spilað með Lárasi. Hún kallaði Lár- us uppáhaldsson; ég fékk titilinn varauppáhaldssonur. Lárus fylgdist vel með framvindu náms míns. Hann var eins konar guðfaðir þessara minna fyrstu manndómsára og vissulega mikill örlagavaldur í jákvæðustu merkingu þess orðs. Samstarf okkar í Sinfóníuhljóm- sveit íslands varaði í rúm 26 ár með einhverjum hléum þó. Undanfarin níu ár höfum við verið nágrannar hér í Mosfellsbænum. Ég sakna Lárasar. Ég mun sakna breiða fallega trompettónsins og ag- aðrar spilamennsku hans í hljóm- sveitinni. Mun sakna fallega bross- ins, vináttu hans allrar. Farðu heill Láras, Guð geymi þig, og hafðu þökk fyrir allt. Sigurður Ingvi Snorrason. „Skjótt hefur sól bragðið sumri“ er hending sem kemur í huga við sviplegt fráfall Lárasar Sveinsson- ar, kærs starfsfélaga í Sinfón- íuhljómsveit íslands í aldarþriðjung. Það var einhverntíma um miðjan sjöunda áratuginn að fregnir bárast af ungum manni austan af fjörðum sem væri að læra á trompet úti í Vín- arborg. Svo var hann allt í einu kominn, fullmótaður rétt eins og Pallas Aþena þegar hún stökk úr höfði Seifs, hávaxinn, fallegur og glæsi- legur trompetleikari. Láras vakti at- hygli hvar sem hann fór fyrir atgervi sitt. Hann var einkar skemmtilegur félagi, nokkuð fyrirferðarmikill og hávær eins og trompetleikarar gjarnan era, hann var líka góður liðsmaður í félags- og baráttumálum hljóðfæraleikara, stéttvís með af- brigðum. Allt sem Láras gerði eða festi hug á var stórbrotið. Hann átti stóra og fallega hesta, hann stjórn- aði kröftugum karlakór og hann lék oftar en nokkur annar einleik með Sinfóníuhljómsveitinni eða á 45 tón- leikum bæði innanlands sem utan og geri aðrir betur. Láras var mjög elskur að sínum æskuslóðum og þegar hljómsveitin, á tónleikaferð- um sínum um landið, kom til Nes- kaupstaðar var Láras í essi sínu og það var eins og hann stækkaði að mun. Minnisstæður er september- dagur í Neskaupstað árið 1972. Veðrið var eins og best varð á kosið glampandi sól og fjörðurinn lygn, svo lygn að eftir tónleika í félags- heimilinu þar sem Láras var að sjálfsögðu einleikari var hljómsveit- in flutt niður á bryggju þar sem hún lék fyrir bæjarbúa við mikinn fogn- uð. Það var ekki niðurlútur maður þar sem Láras fór þann daginn. Að Lárusi gengnum hefur dofnað yfir SÍ, liturinn ekki jafnsterkur og fyrr. Ég kveð Láras með söknuði. Hann lifði hratt, hann lifði sterkt og alltof stutt. Helga Hauksdóttir. „Ungir tónlistarmenn vilja kom- ast í bestu hljómsveitirnar en þegar þeir eldast og þroskast vilja þeir helst af öllu eiga góða kollega." Þetta er ein af þeim gullvægu setn- ingum sem trompetleikarinn Láras Sveinsson hafði eftir kollegum sín- um í Vín og var ólatur við að miðla til okkar hér heima. Láras átti val. Hann var farinn að spila með bestu hljómsveitum í Vínarborg í lok námsferils síns og átti þess kost að setjast þar að og starfa. Það var hins vegar tónlistarlífinu hér til mikils happs að hann kaus að koma heim er honum bauðst starf í Sinfóníuhljóm- sveit íslands árið 1967. Ég kynntist Lárusi fyrst sem nemandi hans einn vetur og lærði að spila Haydn-trompetkonsertinn samkvæmt Vínarhefðinni sem nær víst óslitið til Antons Weidinger og framflutningsins 1796. Þá fylgdu og með ýmsar sögur og upplýsingar um hin stóra nöfn tónlistarsögunnar sem ekki era skráðar á bækur en gengið hafa í Vín mann fram af manni. Mér fannst á eftir sem ég þekkti ögn persónulega þá Strauss, Bruekner, Mahler og íleiri mið- evrópsk tónskáld svo og hljómsveit- arstjórana og hljóðfæraleikarana sem framfluttu meistarastykkin þeirra. Síðar þegar ég kom frá námi og settist við hlið Lárasar í Sinfón- íuhljómsveitinni naut ég reynslu hans og þekkingar á tónbókmenn- tunum. Öryggi hans og rólyndi smit- aði út frá sér þegar erfíðar sólóar skutu mönnum skelk í bringu. Þetta var í lagi, hann var þarna til að bjarga málum ef eitthvað ætlaði að fara úrskeiðis. Sem betur fer gekk það nú oftast vandræðalaust, en gott var að geta beðið Láras að spila fyr- ir sig stöku veika og djúpa nótu sem hann gerði betur en nokkur annar. Enginn hefur blásið pianissimo bet- ur en hann. Við félagarnir sögðum honum gjarnan að hann væri því betri sem minna heyrðist í honum! Samstarf okkar var eins gott og hægt er að hugsa sér og gott er nú að hafa ekki gleymt að segja honum frá þvi og þakka, en málið bar reglu- lega á góma í spjalli okkar herberg- isfélaganna á tónleikaferðum. Ingibjörg, Þórann og Hjördís El- ín: Við eigum ekki eftir að heyra aft- ur í kvartettinum ykkar, en ef ég má, langar mig til að minna ykkur á og breyta örlítið setningu sem faðir ykkar fór oft með: „Man kann auch Trio schön spielen.“ Láras var mér góður vinur og betri kollega er ekki hægt að hugsa sér. Hans er sárt saknað. Ásgeir H. Steingrímsson. Eins og hendi sé veifað og langt um aldur fram er nú fallinn frá góð: ur félagi og vinur til margra ára. I hraða og amstri daganna sér maður ekki hlutina í því ljósi sem lýsir upp góðar minningar. Og þá rennur svo skýrt upp fyrir manni að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Leiðir okkar Lárasar Sveinssonar lágu fyrst saman fyrir 20 áram, þeg- ar við fóram ásamt félögum í Hesta- mannafélaginu Herði ríðandi vestur í Dali. Við tengdumst þá böndum í sameiginlegu áhugamáli okkar þar sem hestamennskan er og áttum við í henni margar ljúfar stundir, hvort sem farið var á feti og náttúrannar notið eða geyst á yfirferð. Eitt leiddi af öðra og samverastundirnar urðu fleiri þar sem söngurinn í karlakóm- um Stefni varð samveravettvangur okkar. Þar leiddi Láras okkur kórfé- lagana inn í nýjar víðáttur, áður óþekktar, og þar nutum við fag- mennsku hans og styrkrar stjórnar. Hann gerði til okkar kröfur en þó ekki síður til sjálfs sín. Hann var hreinskiptinn í allri framgöngu sinni, vinnusamur og ákveðinn. Lár- us var tíður gestur á heimili okkar og mikill aufúsugestur. Aldrei þraut umræðuefnin, enda óendanleg þar sem hestar og söngur era annars vegar. Ég og fjölskylda mín söknum nú góðs vinar, en trúandi því að annað líf taki við af jarðlífinu, er Láras vís- ast farinn að takast á við ný verkefni og stilla saman nýja strengi og radd- ir. Við vottum ástvinum Lárasar öll- um okkar dýpstu samúð. _ Birgir Hólm Ólafsson. Hestamir fallegir, knapinn ennþá glæsilegri. Margir til reiðar og beygt inn í Faxabólið. „Þetta er allt- af það besta,“ sagði hann, um leið og hann stökk úr hnakknum, hár, myndarlegur og Ijós yfirlitum. „Ég hef svo sannarlega fengið að kynnst öllu því besta, ást og fegurð, tónlist og hestamennsku." Hann spretti af og hestarnir rötuðu í töð- una. „Manstu þegar þú varst með Ró- berti í Fílharmóníunni? Níunda sin- fónían var nú aldeilis stórkostleg hjá ykkur. Hundrað fimmtíu og sex kór- söngvarar, fjórir einsöngvarar, Sin- fóníuhljómsveit íslands og allur skarinn skjálfandi. Svo lyf'ti Róbert augabrúnunum og allir önduðu létt- ara. Eða, þegar þú varst í Pólýfón og Ingólfur kom með Jólaóratoríuna í Kristskirkju, þvílík tónlist." „Enda trompetarnii’ ekkert smá- vegis,“ skaut ég inn í. „Manstu Pavarotti í Laugardals- höllinni? Þvflík rödd og resonans. Sá hafði nú ekki mikið lyrir því. Við í hljómsveitinni vorum eins og á fyrsta bekk fyrir framan hann, þótt við væram auðvitað langt fyrir aftan og spiluðum eins og við gátum. Það er svo gaman að stjórna karlakórnum í Mosfellsbæ, að það er bara næstum því eins og að vera á tónleikum. Raddirnar fínar, mikið músíkalitet og andinn alveg stór- kostlegur. Ég er bókstaflega endur- nærður eftir hverja æfingu." „Þeir era nú líka aldeilis stoltir af stjórnandanum," sagði ég og fékk hið fræga bros trompetistans að launum. „Svo era hestamenn í hópn- um, þannig að þið hafið nú sitthvað að tala um í hléum.“ „Já, það er ekki eitt, það er allt,“ sagði hann og strauk gæðingnum sínum um makk- ann. „Láras minn,“ sagði ég, „hún mamma er látin. Mig langar svo mikið að ákveðið stef sé spilað á trompet við útförina.“ „Ekkert mál, elsku vinur, raulaðu bara lagið iyrir mig, ég kann svo margt. - Auðvitað þekki ég þetta, ég mæti.“ Upphafstónn trompets í stóram sal er eins og sólarapprás í heið- ríkju. Allt fyllist af birtu og fegurð, lífið vaknar og hamingjan. Við slíkar aðstæður getur tónlistin verið allt í senn, huggun og algleymi, sam- kennd og friður. „Nú ætla ég að leggja á og fara heim. Um grænar grandir og geisl- andi leirar, fjallasal og eyjaband, ið- andi mannlíf og blómstrandi byggð, glaður og reifur. Hestarnir þekkja leiðina, þeir vita hvert við eram að fara, þeir rata heim. Vertu blessað- ur, kæri vinur.“ Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Fallinn er fyrir aldur fram góður vinur, Láras Sveinsson trompetleik- ari. Mér brá mikið þegar ég frétti frá Islandi að Láras væri allur. Viku áður hringdi hann hress og kátur og var að tilkynna mér að hann kæmi til Austurríkis með kórinn sinn í júní. Honum var ætlað annað ferðalag. Við kynntumst Lárasi hér í Vín 1965 og síðan hefur verið vinátta á milli okkar sem hefur verið okkur mikils virði. Ógleymanlegur hápun- ktur var þegar hann kom með karla- kórinn Stefni sem flutti hér sálum- essu Franz Liszts stórglæsilega ásamt, einsöngvuram og hljómsveit og er hér ennþá minnst á þessa tón- leika. Við vinir hans hér í Vínarborg minnumst hans með þakklæti og virðingu og vottum fjölskyldu hans á Islandi innilega samúð. Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni manna sem hans sakna. Þeireruhimnamir honum yfir. (HannesPét.) Marín Gísladóttir og Helmut Neumann, Vínarborg. Mig langar til að minnast þessa látna vinar með örfáum orðum. Við Lárus áttum ýmislegt sameiginlegt þrátt fyrir nokkum aldursmun. Báð- ir fæddir Norðfirðingar, samstarfs- menn í Sinfóníuhljómsveitinni og loks Mosfellingar undir það síðasta. Ég var svo lánsamur að hefja tónl- istamám hjá sama kennara og Lár- us, Haraldi Guðmundssyni. Þar á bæ var oft minnst á Láras og hans sigra bæði úti í Vín og í Reykjavík. Það var stórviðburður fyrir mig sem og aðra Norðfirðinga þegar Lárus kom heim og spilaði einleik annað- hvort með píanói eða Sinfóníunni. Trompettónn hans og músíkalitet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.