Þjóðólfur - 24.01.1896, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.01.1896, Blaðsíða 3
15 um. Tímarit það, er hann gaf út um 1870 (í 4 bindum) og einkum athuga- semdirnar við Sýslumannaæfir Boga Beue- diktssonar (I. B. og II B. 1.—2. h.) bera nokkurn vott um fróðleik hans og glögg- skyggni í þeirri grein. Hann var og einkar vel að sér í tölvísi, og lagði mikla stund á hana, þótt ekkert sé prentað ept- ir hann í þeirri grein. Yfir höfuð var hann gæddur mjög góðum og farsælum gáfum og skarpri dómgreind, enda var hann mjög athugull og vandvirkur í öllu starfi sínu. Hann var prúðmenni í fram- göngu, fríður sýnum og höfðinglegur, og bauð af sér mjög góðan þokka, því að svipurinn var einkar þýðlegur og góð- mannlegur, enda munu þeir, er þekktu hann bezt, fyllilega kannast við, að sjón og reynd fór þar saman. Hann var ágæt- ur heimilisfaðir, ástríkur faðir og eigin- inmaður og mjög skemmtinn og glaðvær á heimili. Síðustu árin, sem hann lifði, þverruðu líkams- og sálarkraptar hans all- mjög, en þó hafði hann jafnan ferlivist, þangað til fáum dögum fyrir andlát sitt. En þrátt fyrir ellihrumleik haus mátti heimfæra til hans orð skáldsins, að „fögur sál er ávallt ung uudir silfnrhærum“. Jarðarför hans fer fram á morgun kl. ll1/^. Dáinn er hér í bænum 18. þ. m. Lud- vig Árni Knudsen, fyrrum lengi verzlun- armaður og bókhaldari í Hafnarfirði og í Reykjavík á 74. aldursári (f. í Rvík 14. apríl 1822). Foreldrar hans voru Lárus Mikael Knudsen kaupmaður hér í Rvík (f 1828) og Margrét Andrea dóttir Pét- urs Hölters beykis í Stykkishólmi og Guð- rúnar Þorbergsdóttur prests á Eyri við Skutulsfjörð Einarssonar, systur séra Hjalta ata Bergs Thorbergs landshöfðingja. Fyrri kona Ludv. Kuudseu var Anna dóttir Steindórs stúdents Jónssonar skipherra í Hafnarfirði, og voru dætur þeirra: Margrét fyrri kona séra öunnlaugs Halldórssonar á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Friðrikka ekkja Hafliða Guðmundssonar verzlunar- manns í Rvík og Jóhanna kona Þorgríms Þórðarsonar læknis Austur-Skaptfellinga. Síðari kona L. Knudsen var Katrín dóttir Einars Jónassonar borgara í RVík( og eru börn þeirra: Lydía kona séra Ólafs Magn- ússouar á Sandfelli, Guðrún kona Einars Áruasonar verzlunarmanns hér í bænum og Moritz Wilhelm Bjering stúdeut. Ludv. heit. var fríður maður sýnum, vel að sér ger og lipurmenni í framgöngu, skemmtinn og glaðvær í umgeugni og nijog vej þokkað- ur af ölium, er honum kynntust. Skagafirði 3. jan.: „Nú er árið liðið, og hefur það yfirleitt verið afbragðs-ár fyrir okkur Skagfirðinga. Veturinn í fyrra síðari hlutinn líkari sumri en vetri, vorið gott, sumarið ágætt, bæði hvað snerti gras- vöxt og nýting heyja. Fiskafli sömuleiðis í góðu lagi. Haust- ið og það sem af er vetri eiumuna tíð, að fráteknum hríðarbylnum, sem kom snögg- lega og því óvænt og varð margri skepnu að líftjóni. Verzlun hefur verið í betra lagi, verð- lag á útlendri vöru lágt; hvít vorull á 65 aur. pd. Kjötverð í haust líkt og í fyrra 12, 14, 16, 18 aur. fyrir pd. eptir þyugd skrokkanna. Fjárkaupmaður Mr. Franz bætti talsvert hag manna með fjár- kaupum sínum. En nokkuð var verðlag hvikult hjá honum 10—18 kr. (og jafnvel 8 kr.). Pólitískar fréttir engar og engin fram- faramál á prjónum það eg man eptir. Þlngtíðindin nýkomin og menn því lítið farnir að ræða um gerðir þingsins. En tvískiptar munu skoðanir manna um sumar fjárveitingar þiugsins. Nú er verið að aka fram á Norðurár- dal efni í Valagilsárbrúna og þykir oss Skagfirðingum, einkum Blöndhlíðingum miklu skipta að fá hana upp aptur. í Stokkhólma i Vallhólmi brunnu ncer 300 hestar af lieyi og 2 hús, laugardag- inu 21. des. næstl.; var veður hvasst á sunnan og því engu bjargandi. Engin mannalát, en taugaveiki hefur stungið sér niður á tveim bæjum hér í grenndinni. Það sem helzt þykir sæta nýjungum nú um þessar muudir eru hinar tíðu dans- samkomur, sem nú eiga sér stað í sveit- unum. Þær eru dálítið sviplíkar vikivök- uuum gömlu. Efnabændur standa stund- um fyrir þeim, og gefa mönnurn kost á að koma saman á heimilum sínum og selja góðgerðir. Stundum aptur gengst nefnd manna fyrir þeim og leigja sér húsnæði til samkomunnar. Er þar fjörugt eins og á vikivökunum forðum, og ekki dæma- laust að menn fari í handalögmál. Yngra fólkið fjölmenuir mjög á samkomum þess- um. Þar eru haldnar ræður, dausað, spil- að; sungið o. s. frv. Nú er í almæli, að skólastjóri Hermann yfirgefi Hólaskóla í vor, og er vandfyllt það skarð“. irsrit hins íslenzka kveimfélags fyrir 1895 er nú komið út og verður ekki annað sagt, en að efnisvalið hafi tekizt vel. Ættu konur almeunt að fagna riti þessu. Fyrst er ritgerð eptir frú ísabellu Som- erset, enska ágætiskonu og rithöfund. Berst hún með miklum áhuga fyrir at- kvæðisrétti kvenna í landsmálum, er hún telur eðlilegan og sjálfsagðan, og þar eð menntun og andlegur þroski brezkra kvenna er á afarháu stigi, má ganga að því vísu, að þessí sanngjarna krafa um atkvæðis- rétt þeirra sé bergmál frá brjóstum ótal kvenna. Þá kemur ritgerð um háskóla- málið eptir fröken Ólafíu Jóhannsdóttur, sem er fremur stutt, en henni til mikils sóma, svo vel er hún hugsuð og svo skipu- lega er hún samin. Á fröken Ólafía mikl- ar þakkir skilið hjá íslenzku kvennþjóð- inni fyrir heiður þaun, er hún gerir henni, með því að rita svo ljóst og vel um svo þýðingarmikið mál. Siðast er snotur saga eptir Helenu Lassen, norska skáldkpDU. Á saga þessi að kenna konum að una lífi við vinnu sína í veruleikans heimi og reka á dyr allt draumííf og fánýtar óskir, er leitast við að fá vald yfir huga þeirra á æskuárunum. Því miður er frá- gaugurinn á riti þessu fremur flausturs- legur, er mun vera því að kenna, að það var prentað í mesta ílýti, til þess að fé- lagskouur gætu fengið það um áramótin, en hvað sem því líður, er ritið mjög gott og eigulegt. J. íshús eru Austfirðingar að reisa af kappi hingað og þangað á fjörðunum þar eystra. Segir svo í bréfi úr Mjóafirði 4. des. f. á. „Frystihús verða hér nú byggð' um alla Austfjörðu, eg held í hverjum ein- asta firði og 2 eða 3 í sumum t. d. Seyð- isíirði. Menn byggja miklar og glæsileg ar vonir á þeim, enda hygg eg það sé ó- hætt, því að þarfari nýung er naumast unnt að hugsa sér fyrir oss sjávarbænd- urna“. 0. Wathne hefur beðið Reykjavíkur- blöðin að geta þess til leiðbeiningar fyrir Sunnlendinga, er austur fara að sumrinu, að hann hafi reist íshús á Búðareyri við Seyðisfjörð, er rúmi um 600 tunnur af frosinni síld, og að önnur smærri frysti- hús þar í fjörðunum og einstakir sjómenn geti því jafnan fengið síld keypta, líklega fyrir 5 aura stykkið af stórri nótnasíld. Muni því siidbeitu3kortur ekki framar eiga sér stað um þær slóðir o. s. frv. Þessi dugnaður Austfirðinga í verklega stefnu er mjög lofsverður. En hér á Suð- urlandi hefur að eins verið reist eitt ein- asta íshús, og sumir ætla, að það geti ekki þrifizt, enda er svo að sjá sem Faxaflóa- búum hafi enn ekki skilizt, að það geti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.