Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGUST, 1938 Tvö höfðingasetur brenna Eftir Oscar Clausen. Oscar Clausen lýsir hér eldsvoð- um á tveimur hófð ingjasetrum. Annar bruninn varð 1751, cr bærinn á Hvítárvöllum í Borgarfirði brann og sjö manns brunnu inni. Hvítár- vellir voru þá sýslumannssetur og bjó þar Sigurður Jónsson sýslu- maður. — Hinn bruninn, sem lýst er í þessari cgrein var bruninn á Staðarfelli á Fellsstrónd árið 1809. Hvítárvellir í BorgarfirSi eru eitt fornfrægasta höfuðból landsins og hafa höfSingjar búiS þar lengi, enda er jörSin ein hin allra bezta og hlunnindamesta í hinu fagra Borg- arfjarSarhéraSi. Fyrri hluta 18. aldar og fram yfir miSja öldina bjó SigurSur sýsluniaSur Jónsson á Hvítárvöllum. SigurSur var sýslu- maSur í Borgarf jarSarsýslu og var af göfugustu ættum, þar sem hann var sonur Jóns sýslumanns, sonar SigurSar'lögmanns í Einarsnesi og er þetta hin forna Einarsnesætt. — Kona SigurSar sýslumanns, var Ólöf Jónsdóttir á Eyri, Magnússon- ar og átti hún einnig göfugustu ætt- ir aS baki sér. Ólöf hafSi áSur átt Hákon GuSbrandsson í VatnsfirSi, en þau voru aSeins einn mánuS saman, þvi aS Hákon dó í stóru bólu 1707 og varS Ólöf þá ekkja aSeins 21 árs gömul. Ólöf var sköruleg kona og þótti mikill kvenkostur og gjörSust því margir til þess, aS biSja hennar þar vestra, en SigurSur varS hlutskarpastur og fekk hennar. ÞaS er sagt aS vonsviknum biSl- um Ólafar hafi'tekiS sárt í brotna hryggi sína og fylst hatri til þeirra hjónanna á Hvítárvöllum. Einhver þeirra var svo kræfur, aS vekja upp draug, sem hann sendi Ólöfu suSur aS Hvítárvöllum og mælti svo um aS hann skyldi fylgja henni. Draugur þessi var karlkyns og kallaSur Storm höttur, en ekki varS hann langlifur. SigurSi sýslumanni hafSi ekki veriS neitt um þennan fylgi- svein konu sinnar og fekk því kunn- áttumann til þess aS koma honum fyrir og var kumpáni þessi settur niSur í HeggstaSaásum,, skamt suS- austur af Hvítárvöllum, en þar hef- ir altaf þótt óhreint siSan.— Ekki lét hinn forsmáSi biSill sýslumannsfrúarinnar sér þetta lynda og tók sig nú til og vakti upp stelpu, magnaSi hana og sendi Sig- urSi sýslumanni, honum til ófarn- aSar. Draugur þessi, sem kallaSur var Hvítárvallaskotta, gjörSi sýslu- manni ótal skráveifur og eru til margar sögur um þaS. — Ein sag- an segir aS Skotta hafi veriS svo sniSug og kæn aS bregSa sér í tóu- liki. I þaS skifti elti hún sýslu- mann heim aS Hvítárvöllum og réS- ist aS honum í stofunni þar, en þó aS SigurSur væri mesta karlmenni, varS hann þó aS fá hjálp til þess aS geta varist ásóknum þessa fjanda. — Svo gat hann aS lokum losaS sig viS Skottu þó aS ekki tækist honum aS ráSá niSurlögum hennar og er sagt aS hún fylgdi honum alla tiS og jafnvel einhverj- um afkomenda hans enn i dag, en þegar hún glímdi viS SigurS í stof- unni á Hvítárvöllum, var hún búin aS kasta tóuhamnum og þá komin í konu líki. — ÞaS eru ekki til greinilegar sagn- ir af spillvirkjum HVítárvalla- Skottu á meSan hún fylgdi SigurSi sýslumanni, en altaf þótti hann sækja illa aS, þegar hann var á ferS- inni og þar sem hann kom viS á bæjunum kom oft sitt af hverju fyrir, t. d. lágu oft stórgripir, kýr og hestar, dauSir eSa lamaSir og var Skottu kent um, enda vaS SigurSur oft aS bæta fyrir hana meS pening- um.— , ♦ Á stórbýlum eins og Hvítárvöllum voru bæjarhúsin í þá daga, stórir torfbæir, sem stundum voru orSnir gamlir og hrörlegir, meS þykkum torfveggjum og torfþaki. Oft voru viSirnir í þeim orSnir gamlir og þurrir, svo aS ekki þurfti nema lít- inn neista til þess aS kveikt væri mikiS bál. Þannig var þaS þarna, þegar bærinn á Hvítárvöllum brann til kaldra kola, nóttina fyrir þorra l7bl, °g þannig var þaS þegar ReynistaSur brann 6 árum síSar. ÞaS er haldiS aS neisti úr tóbaks- pipu hafi valdiS þessum stórbruna á Hvítárvöllum. Þar var margt manna í heimili, ungir og gamlir, og mikil auSæfi af öllu tagi, bæSi silf- urborSbúnaSur og kvensilfur, og svo ýmiskonar varningur útlendur og innlendur, kornvara, kjöt, harS- fiskur og feitmeti. Þetta brann alt inni og varS engu bjargaS, en þaS sem hörmulegast var, aS þarna brunnu sjö manns inni. Allir töp>- uSu fötum sínum, nema vinnumenn- irnir, en alt hitt fólkiS komst út á nærfötunum viS illan leik. Sýslumannshjónin voru orSin gömul og ellihrum og aB mestu karlæg, en hjá þeim var Pál} sonur þeirra, fullorSinn maSur, útskrifaS- ur úr skóla og hinn mannvænlegasti. Hann þreif gömlu hjónin, foreldra sina, upp úr rúmunum og kom þeim út um glerglugga, sem var á svefn- húsi þeirra. Svo fór hann inn í eld- inn aftur og ætlaSi aS sækja fleiri, sem lágu í rúmunum, en kom ekki aftur lifandi. Hann fanst svo ör- endur í rústunum og lá hann á grúfu á baSstofugólfinu meS sitt barniS undir hvorri hendi. Þar hafSi hann falliS fram yfir sig og kafnaS í reykjarsvælunni. Þarna fórust, eins og áSur er sagt, 6 manns í eldinum, auk Páls, en þaS voru börnin tvö, fátæk stúlka og sveitardrengur, og svo tvær gamlar konur. — Eftir brunann stóSu svo gömlu sýslu- mannshjónin klæSlaus, eignum svift og sorgmædd eftir þennan rauna- lega atburS, en þaS var þeim hugg- un í raunum, aS margir urSu til þess aS gefa þeim gjafir og liSsinna, t. d. Magnús lögmaSur Gíslason á Levía, sem bauS þeim til sín og þar voru þau þaS sem eftir var vetrarins, en þessi vetur var einn allra mesti frostavetur eftir jólin, því aS þá var riSiS á is milli eyja um allan BreiSa- fjörS, jafnvel yfir röstina milli Purkeyjar og RifgirSinga.— -f VoriS eftir voru bæjarhúsin bygS upp á Hvítárvöllum og svo bjó sýslumaSur þar þangaS til aS hann og kona hans voru orSin svo elli- hrum aS þau treystust ekki til þess aS standa í búskap lengur. Þá fluttu þau, háöldruS og lasburSa, vestur aS Setbergi í Eyrarsveit til Þóru dóttur sinnar, sem var gift séra Vigfúsi, presti þar og þar dó SigurSur sýslumaSur áriS 1761, 83 ára gamall. — ÞaS er sagt, aS hann hafi aldrei náS sér eSa haldiS sálar- styrk sínum eftir brennuna, enda hnignaSi þá fjárhag hans fram af því, sem ekkert var aS undra éftir svo mikiS áfall og f jártjón. — Me$t sáu þó gömlu hjónin eftir Páli syni sínum, sem lét lífiS viS björgun þeirra sem inni brunnu. Ólöf sýslu- mannsfrú lifSi til 1778 og var þó orSin 92 ára, en hjónin voru bæSi jörSuS norSan til viB altariS í Set- bergskirkju og var látin marmara- hella á gröf þeirra. SiguSur sýslu- maSu var stór maSur, höfSinglegur, kraftamikill og mesta valmenni. Hjátrúarfullir menn sögSu Skottu hafa valdiS þessum sorglegu atburS- um á Hvítárvöllum og svo var henni líka kent um þaS, aS sumir afkom- endur isigurSar sýslumanns hafa þjáSst af niSurgallssýki, en aSrir sem betur þóttust vera heima í fræS- unum, sáu þær orsakir til brunans, sem nú skal sagt frá. -f ÁSur en SigurSur sýslumaSur eignaSist Hvítárvelli, áttu tveir bræSur jörSina, en þaS voru þeir Ólafur og SigurSur synir Henriks Magnússonar, sem veriS hafSi sýslumaSur í Kjósarsýslu. BræSur þessir höfSu hvorugir gifst og voru báSir barnlausir. Þeir réSust vinnu- menn til sýslumanns og bygSu hon- um Hvítárvelli, og gekk svo um nokkur ár, en svo druknuSu bræS- urnir í mannskaSaveSri og kom þá í ljós, aS þeir höfSu selt eSa afhent sýslumanni jörSina til eignar. Þá reis upp systir þeirra bræSra, GuS- ríSur aS nafni, og heimtaSi Hvitár- velli í arf eftir bræSur sína, en í því máli fekk hún engu áorkaS, en af hverjum ástæSum veit nú enginn. GuSriSur þessi var skapstór og tók því til sinna ráSa. Hún gekk nú nokkrum sinnum kringum Hvítár-* vallabæinn meS hinum mestu óbæn- um og formælingum og baS þar alt tortímast og eySileggjast. Því var trúaS aS þetta hefSi orSiS aS áhríns- orSum og bruninn væri þessu aS kenna.— -f StaSarfell á Fellsströnd var eitt af prýSilegustu stórbýlunum viS BreiSafjörS og hafa þar höfSingjar setiS um aldaraSir. — Um aldamót- in 1800 bjó þar Benedikt sonur Boga gamla í Hrappsey, en faSir Boga verzlunarstjóra í Stykkishólmi, sem samdi sýslumannaæfirnar. Benedikt var ríkur maSur, eins og þeir frænd- ur fleiri, en þann 24. febrúar 1800 varS hann fyrir miklu fjárhagstjóni þegar bærinn á StaSarfelli brann meS öllu sem í honum var og skal hér sagt frá þeim eldsvoSa. ÞaS var hörkufrost og stórfjúk. í bænum var “Kakalofn” og kom eldurinn úr pípu hans, sem stóS upp úr þekjunni. Neistarnir fóru i þurt tröS, sem var á milli þaks og viSa í öllum húsunum. Bærinn brann allur á svipstundu áSur en hægt var aS höggva gat á þekjuna, sem var freSin, en kirkjan og útihús urSu varin. Menn björguSust allir út úr þessum bruna, en þar brunnu allir dauSir munir inni, nema ein kanna og eitthvaS fleira úr postulini, sem séra Eggert á Ballará hafSi gefiS Benedikt. — Eina lifandi veran sem þarna fórst var köttur, en þaS var uppálhaldsköttur húsbóndans og lá hann altaf í rúmi hans. — Benedikt sagSi aS verst hefSi sér þótt aS missa köttinn, þvi aS hitt væri hægt aS veita sér aftur. Heldur var ríkmannlegt i búi á StaSarfelli, því aS þarna brunnu inni 60 fjórSungar af smjöri (300 kg.), 32 sauSaföll og 12 tunnur af skyri, en auk þess fórust öll búsá- höld og fatnaSur, mikiS af smíSuSu silfri, skeiSum, bor'ÓbúnaSi og kven- silfri, og svo miklar bækur og góSar. ÞaS var því ekki lítill skaSi sém Benedikt varS fyrir, en bót í máli var þaS, aS harSfiskur, mjölmatur og peningar voru geymdir í kirkj- unni. — Nóttina eftir brunann lá Benedikt í fjósbásnum og varS vel viS skaSa sínum, þó aS hann misti öll íveruföt sín og væri klæSlítill og vantaSi margt. Eftir þetta lét svo Benedikt hýsa StaSarfell ágætlega og bjó þar til dauSadags. Hann lét byggja hinn stóra bæ, sem mun hafa staSiS aS mestu óbreyttur, þangaS til fyrir rúmum 20 árum, þegar Magn- ús á StaSarfelli reif hann og bygSi vandaS steinhús, sem þar er nú. ♦ Þó aS alt væri eSlilegt um elds- upptökin á StaSarfelli var þaS nú samt svo, aS sagnir mynduSust um þaS vestra, aS eldsvoSi þessi væri bein og eSlileg afleiSing þess, hversu húsbóndinn á StaSarfelli þótti harS- ur og óvæginn í viSskiftum viS ná- granna sína. Benedikt var enginn bónbjargarmaSur, en þaS urSu heldur ekki margir til þess aS hjálpa honum eSa liSsinna í vand- ræSum hans og þar tóku frændur hans ekki öSrum fram, en um þaS skulu engar sögur sagSar hér. —Lesbók. Hjörlefishöfði í eyði Elzta bújörS landsins, Hjörleifs- höfSi, er nú í eySi. SíSasti ábúand- inn fór þaSan haustiS 1936 og flutti aS sjó. Telja má aS litlar líkur séu til, aS höfSinn byggist á næstu árum, og ef til vill verSur hann óbygSur tun langt áraskeiS. Slík eru nú afdrif margra jarSa, víSsvegar um landiS, sem afskektar eru og fjarri þétt- býli. Þegar Hjörleifur landnámsmaSur tók land vi ShöfSann áriS 874 var þar ólíkt um aS litast móts viS þaS sem nú er. Þá náSi sjór aS höfS- anum aS framan, en land alt, fyrir austan, norSan og vestan grasi og skógi vaxiS. Hijörleifur bygSi skála tvo vestanundir höfSanum og bjó þar einn vetur, en ekki lengur, því um voriS var hann veginn. Þar sem Hjörleifur bygSi heitir nú BæjarstaSur, enda stóS bærinn þar ávalt síSan í full 840 ár, en Katla sópaSi honum burtu áriS 1721. í undanförnum Kötlugosum hafSi hiS mikla grasigróna land umhverfis höfSann sífelt eySst meira og meira, en KötluhlaupiS 1721 fullkomnaSi eySilegginguna, sópaSi burtu engjum og túni og öll- um högum útfrá fjallinu, en eftir lá biksvart sandhafiS, sem lagSist fast upp aS hlíSum og þverhnýptum björgum höfSans. Bóndinn í Hjör- leifshöfSa, sem þarna misti bæ sinn og búslóS, átti 6 kýr, tvö naut og tvo kálfa. Allir þessir gripir voru í f jósinu, er vatnsflóSiS brunaSi fram, og allir fórust þeir í flóSinu, svo ekki sást urmull af þeim framar. Má af þessum gripafjölda ráSa, hve mikiS slægjuland höfSinn hefir átt á fyrri öldum. Eftir þetta stóS höfSinn í eySi í 30 ár. En áriS 1751 reisti maSur aS nafni Þorvaldur Steinsson bæ upp á höfSanum og hefir bærinn staSiS þar síSan. Hefir höfSinn þá veriS lélegt kot, sökum þess, hve slægjuland var lítiS, og þá var fuglatekja engin. ÞaS var ekki fyr en um 1830, aS fýllinn sótti höfS- ann heim og tók sér bólfestu i hin- um tignarlegu og skjólsömu björg- um. En eftir aS fýlnum tók aS fjölga og eftir aS hann varS svo margur, aS veiSa mátti ungan fugl svo þúsundum skifti, var höfSinn ekki lengur talinn kot, heldur ein af beztu jörSum í Mýrdal. Markús Loftsson, sem kunnur er af riti sínu um jarSelda á íslandi, byrjaSi búskap á HjörleifshöfSa áriS 1856. Hann kom í höfSann meS foreldrum sínum áriS 1832, þá 4 ára gamallS og var þar alla æfi síSan. En hann andaSist áriS 1906 og er jarSsettur í grafreit þeim, er hann lét gera á hæzta hnúk höfSans. Markús var talinn mérkur bóndi, vitur og fróSur. Hann bjó vel i höfSanum og var allvel efnum bú- inn. Var orS gert á gestrisni hans og 'hjálpsemi viS fátækt fólk. í þá daga var mjög gestkvæmt í Hjör- leifshöfSa. Margir, sem leiS áttu áSu í höfSánum, eSa gistu þar, og á vetrum var höfSinn öruggur friSa- staSur þeirra, er yfir sandinn fóru í snjó og hríSum. Margir komu þar einnig á sumrin, til aS kaupa fýl eSa rekaviS. Hallgrímur Bjarnason, sem nú býr í SuSur-Hvammi, kvæntist Ás- laugu, ekkju Markúsar og byrjaSi búskap í HjörleifshöfSa áriS 1907. Hallgrímur var stórhuga dugnaSar- maSur. Reif hann hinn gamla bæ, en bygSi stórt timiburhús á öSrum staS, og á fáum árum bygSi hann öll hús upp aS nýju, vel og traust- lega. Vatni veitti hann í bæinn og var þaS fyrsta vatnsleiSsla, sem lcgS var i Mýrdal. TúniS stækkaSi hann rnikiS og sléttaSi svo, aS þar sézt nú hvergi þúfa. ÁriS 1920 flutti Hallgrímur aS Hvammi, en leigSi höfSann meS húsum og mannvirkj- um. Hafa 3 bændur búiS þar síSan nokkur ár hver, en rnjög hefir öllu hrakaS í IhöfSanum síSan,, einkum húsunum, sem nú gerast gömul og fornleg. Þannig er þá ástatt /meS eiztu landnámsjörS vora. HöfSinn sjálf- ur viSa ber og blásinn og umhverfi alt svartur sandur. Mér finst aS segja megi, aS eins og komiS er meö HjörleifshöfSa, þá sé þaS í fullu samræmi viS ræktarleysi þaS, er Is- lendingar hafa sýnt minningu Hjör- leifs landnámsmanns. Ingólfur fóstbróSir hans hefir allan hróSur- inn hlotiS. Skáldin hafa ort um hann kvæSi og minnismerki hefir honumi veriS reist. AlstaSar er veg- ur Ingólfs gerSur gerSur mikill, en Hjórleiks aS fáu getiS. En hvers á Hjörleifur aS gjalda? Varla þess, aS Ihann hlaut aS deyja ungur og varla þess, aS blóS hans var hiS fyrsta banablóS, sem vökvaSi isT lenzka grund, svo sögur fari af. Eftir líkum má þó dæma, aS Hjör- leifur hafi veriS hinn mesti maSur og hvergi er hægt aS draga þá álykt- un af Landnámu, aS Hjörleifur hafi staSiS aS baki Ingólfs. Er þaS ljós vottur um andlegt þrek Hjörleifs og vit, aS hann vildi ekki “blóta goSin” eins og Ingólfur og flestir samtíSar- menn hans gerSu. Og varla hefir þaS veriS neitt smámenni, sem meS fullri djörfung neitaSi slíkum á- trúnaSi, svo mjög sem hann var al- þjóS manna í Noregi í blóS borinn. Þegar þeir fóstbræSur höfSu ráSiS fslandsferS sína, féll þaS í hlut Hjörleifs aS fara í víking og afla fjár, meSan Ingólfur undirbjó ferS- ina, og er varla ihægt aS segja, aS hlutur Hjörleifs hafi veriS minni. En vel heppnaSist sá leSangur og var hinn frækilegasti. Eitt snjallasta söguskáld vort hefir skrifaS sögu um þó fóstbræS- ur og er minningu Hjörleifs þar svo misboSiS, aS hann er gerSur meira aS fífli en göfugum manni. ■» Mörgum Skaftfellingum og eink- um þeim, er áSur voru vinir Mark- úsar Loftssonar og eiga kærar minn- ingar frá þeim árum, er þeir voru tíSir gestir í HjörleifshöfSa, þykir ilt aS vita, aS þetta forna, góSa býli skuli nú standa i eySi. Enn hefir höfSinn margt til síns ágætis. Fugla- INCLUDES not merely a fine and correct mechanical equip- ment. It means also the willing co-operation of a trained and experienced staff, whose wide experience goes far towards satisfying the exacting demands of those customers who are particular about the appearance of their office stationery and their business announcements. Over Forty Years of Printing — Publishing — Engraving is the record of the COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, TELEPHONES 86 327-8 WINNIPEG tekjan er mikil og fjaran ein hin rekasælasta í Vestur-Skafafellssýslu. Heyskapur er raunar lítill, en beit er þar ágæt fyrir sauÖfé og höfðan- um fylgir fjallið Hafursey. Eyjan stendur efst á Mýrdalssandi, rétt upp við jökul; hún er miklu stærri en höfðinn og er þar ágætt sauðland og skógarkjarr nokkuð í brekkun- um. ViÖ suðausturhorn eyjarinnar liggur þjóðvegurinn yfir Mýrdals- sand og þar undir fjallinu er sælu- hús fyrir ferðamenn. Áf Hjörleifshöfða er hið fegursta útsýni. Þaðan sézt yfir allar sveitir sýslunnar fyrir austan Mýrdalssand. í austri gnæfir Öræfajökull, en frá honumi nær óslitinn f jallabogi vestur að Mýrdalsjökli. Gnæfir hann hátt og mjög nærri höfðanum í norð- vestri. Þá taka við Mýrdalsf jöllin og enda með þvi, að Reynisfjall gengur þverhnýpt í sjó fram. En í suðri sézt út á hafið. Sjálfur er höfðinn mjög fagur, þrjár hlíðar hans eru girfar þverhnýptum hömr- um, víða eru þeir vaxnir grasi og stórvöxnum hvönnum, en alt i kring er fýllinn á flugi. í góðu veðri á sumarlegi er yndislegt að ganga um höfðann og Ihorfa af honum yfir umhverfið. Getur það verið, að þessi merki sögustaður eigi i næstu framtíð að standa vanræktur og gleymdur, svo mikilsverður sem hann er? Eg vil vona, að svo verði ekki. Naumast væri neinum skyldara en ríkinu að sjá um, að svo merkur staður sem Hjörleifshöfði er, ekki standi í eyði og niðurníðs'lu. En af því er varla mikils að vænta i því efni. Mér kemur í hug, hvort ekki væri ómaks vert fyrir Ferðafélag Islands að setja upp veitingaskála á höfðanum og jafnframt að gera ráðstafanir til að greiða götu ferðamanna þangað, þeirra er um Skafafellssýslu fara. Þar væri vissulega gott að dvelja fyrir þá borgarbúa, sem vilja draga sig út úr skarkala og glaumi lítinn tima úr sumrinu, og þar væri va^- laust mikið verkefni fyrir listmíd- ara. Ennfremur vil eg benda á, að ef einhverjir efnaðir Reykvíkingar hafa í huga að byggja sér sumar- bústaði á fögrum og afskektum stað, þá er slíkur staður tilvalinn þar sem Hjörleifshöfði er. Eg hefi skrifað þessar línur til að vekja athygli manna á höfðanum. Ef eg man rétt, þá voru það Reyk- víkingar, sem lögðu fram fé til að girða Bæjarstaðaskóg í Öræfum og forðuðu honum frá vaxandi eyði- leggingu. Ef til vill gætu þeir einn- ig sýnt þjóðrækni sína og dengskap með því að gera veg Hjörleifshöfða meiri en hann nú er og um leið minningu Hjörleifs landnámsmanns. Skaftfellingur. —Lesbók. Örœfajökull Öræfajökull, hann er hár himni næstur stendur; íslands fjalla ikóngur klár klaka-brynju rendur. Samur og jafn um alla tíð, undra traustur gjörður, einangraður ár og síð, öræfanna vörður. Geims í víðu regin ris rammbygður og sterkur, vanur jafnt við eld og ís, æðsti fjalla klerkur. Ef þínum kalda kláka-serk kynni menn að sundra, forn sem hylur fræði merk, flesta er mundi undra. Frætt þú gætir fræði-lýð fornum í jarðar sögum, alt frá landsins elztu tið, eftir jökla lögum. Þó að jafnan þögull sért, þín eru óskeikul fræði, yrði alt það opinbert, er þitt geymir svæði. Frá þér hlyti heimsins ment hárfin bókstafsrökin, hjá þér er ei heiglum hent að 'hljóta yfirtökin. Löngu fyrir landnámstið lífs þú stóðst í blóma, bognaðir ei við eld og hríð, is né heljar dróma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.