Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 1
OÐINN JANUAR lölS. VII. ÁR Kjartan Einarsson prófastur er fæddur í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum 2. febr. 1855. Foreldrar lians eru Einar Kjartansson prests Jónssonar í Ytri-Skógum (síðar á Elliðavatni) og Helga Hjörleifsdóttir frá Eystri-Skógum Jónssonar. Eru þau hjón bræðrabörn og jafn gömul (fædd 1828). Fau bjuggu fyrst í Eyvindarhólum, síðar í Drangshlíð og loks í Skálholti um mörg ár, en nú eru þau hjá syni sinum, sr. Kjartani í Holti, og eru fádæma ern og hraust eftir aldri. Síra Kjartan ólst upp hjá afa sínum, sr. Kjart- ani í Skógum, til 18 ára aldurs, en þá fór hann lil foreldra sinna, og kostuðu þau hann að mestu til náms. Hann Iærði undir skóla hjá sr. Páli Pálssyni á Prest- bakka, gekk í 1. bekk Latínuskólans 1872, og útskrifaðist vorið 1878 með 1. einkunn. Sama ár gekk hann í presta- skólann, tók próf í heim- speki með ágætisein- kunn árið eftir og embættispróf með 1. eink. 1880. Fjekk veitingu fyrir Húsavíkurprestakalli 20. ágúst sama ár og tók prestvígslu 22. sama mán. Pró- fastur í Suðurþingeyjarprófastsdæmi var hann sett- ur 30. ág. 1882, en var skipaður í þá stöðu 3. mars 1884. — 28. ágúst 1885 var honum veitt Holtsprestakall undir Eyjafjöllum, Holts og Stóra-Dals sóknir, og flutlist hann að Holti vorið 1886. — 6. ág. 1888 var liann settur prófastur í Rángárvallaprófastdæmi, eftir Skúla próf. Gíslason á Breiðabólsstað, og var skipaður próf. 30 ág. 1890 og hefur gegnt því embaúti siðan. 16. júlí 1881 kvæntist síra Kjartan Guðbjörgu (f. 29. ág. 1855) dóttur Sveinbjarnar prests Guð- mundssonar í Holti. Þau eignuðust 3 börn : Svein- björn (f. 2S/i 1882), Sigríði (f. 6/2 1885) og Elínu (f. 2S/b 1887). Er Sveinbjörn kvæntur Sigurlínu Grímsdóttur frá Pjetursey í Mýrdal, og fluttust þau til Canada vorið 1910, en dóttir þeirra Guðbjörg Kristín er hjá afa sín- um í Holti. — Sigríður og Elín eru báðar ógifl- ar heima lijá föður sín- um. Frú Guðbjörg andaðist eftir langvarandi van- heilsu 13. ágúst. 1899. En 18. apríl 1901 kvænt- ist Kjartan prófastur í annað sinn og gekk þá að eiga Kristínu (f. 15. ág. 1855) Sveinbjarnar- dóttur prests Hallgríms- sonar í Reykjavík. Síra Kjartan hefur gegnt allmörgum opin- berum störfum auk prestsembættisins; með- al annars hefur hann verið hreppsnefndarmað- ur alt af síðan 1887; síðast endurkosinn 1910. Oddviti lireppsnefndar- innar var hann í 22 ár samfleitt, en hætti því starfi vorið 1910. Þegar Sighvatur alþm. Árnason flutti til Reykjavíkur (1901) var síra Iv. E. kos- inn sýslunefndarmaður í lians stað og liefur verið það síðan. Sáttamaður hefur hann verið um mörg ár. Ef telja ælti alt það, sem síra K. E. hefur komið til vegar í sveit sinni, væri nauðsynlegt að segja sögu sveitarinnar um síðustu 25 ár. En þó þess sje eigi kostur nú, má geta þess, að öll þau Kjartan Einarsson prófastur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.