Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Rætt við Árna Böðvarsson um nýju orðabókina
SÍDAR í þessum mánuði kemur út
hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs
íslenzk-íslenzk orðabók, œtluð
skólafólki og almenningi. Útgáfa
bókarinnar hefur lengi verið á
döfinni. Vinna við hana hófst
haustið 1957, en á því ári gerði
Menntamálaráð samþykkt um út-
gáfu íslenzkrar orðabókar.
Gils Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs, hefur skýrt okkur svo
frá, að bókin muni kosta um 700
krónur í bókaverzlunum. Er það í
raun réttri mjög lágt verð, þegar
tekið er tillit til þess, að lesmálið
í bókinni er á við 7—8 meðalstór-
ar bækur. Heildarkostnaður við
samningu og útgáfu orðabókarinn-
ar mun vera um þrjár og hálf
milljón króna.
Hér er bætt úr brýnni þörf, og
er ekki að efa, að þessi bók verð-
ur mikill aufúsugestur hjá leikum
sem  lærðum.  Árni  Böðvarsson,
cand. mag. er ritstjóri orðabókar-
innar. Við gengum á hans fund
nú fyrir fáum dögum og inntum
hann frétta af verkinu.
— Hvehær byrjaðir þú að vinna
við bókina, Árni?
— Ég byrjaði á því haustið 1957.
í fyrstu vann ég það með öðrum
störfum. en það má sesja að síðan
vorið 1958 hafi ég unnið eingöngu
að þessu verki. Auk mín hafa
starfað við bókina Bjarni Bene-
diktsson frá Hofteigi, og Helgi
Guðmundsson. Að auki hefur mik-
ill fjöldi manna veitt upplýsingar
um einstök atriði, verið ráðgef-
andi um fræðileg orð og sitthvað
fleira.
— Hvað er bókin stór að blað-
síðutölu?
— Hún er um 850 blaðsíður í
litið eitt stærra broti en Fornrita-
útgáfan og orðabækur ísafoldar.
Hvað lesmálinu viðvíkur þá er það
afar drjúgt, að samsvarar hver síða
klausíur fífill k, *}i txndafífilsteg. (hieracium
perintegrum). -haldari k, $ forráðamaður
klaustureigna, sem hafa verið lagðar undir
veraldlegt vald. -lilja kv, % laukjurt, garð-
planta af páskaliljuætt  (leucojum aestivum),
klé, -s, kljár k, kljá, kljásteinn.
klefi, -a, -ar k. 1 afþiljaö lítið herbergi,
kompa; vistarvera, syefnstaður á skipi: há-
setak.; vagnk. í járnbrautarlest; fangaklefi. 2
smjörkista.
kleggi, -ia, -iar k. 1 hestafluga; © útlend
tvívængja, sérstök ætt (tabanidae). 2 köggull,
hnaus. 3 heystabbi: dálítill k. var eftir í
hlöðunni.
kleginn f lh þt af klá.
kleif,  -ar,  -ar  kv.  1  klif,  geil  í  fjallshlíð,
skarð.  2  brött  brekka  (grýtt).  3  ft  kleifar
yklettar, afsleppir ofan tií.
kleifur 1, sem unnt er að klífa, ganga upp á:
k. tindur; mögulegur: ef það er kleift.
kleima, -u, -ur kv. 1. klessa, sletta: k. af
skyri. 2 rifa, skeina. 3 ofanígjöf: fá kleimu
fyrir e-ð..
kleina, -u, -ur kv, teg. kaffibrauðs með sér-
stakri lögun, steikt í feiti.          •  '
kleinsmiður k, járnsmiður.
.  kleiss 1, t blestur á máli.
-klekingur, -s, -ar k, síðari liður samsetn.:
útklekingur.
klekja, klakti, klakið s. 1 unga út (eggjum):
k. út eggjum, seiðum, Uænan er búin að k. út
eggjun.um það eru komnir ungar. 2 hrúga upp:
k. upp í sæti. 3 skaða, vinna tjón, klekkja.
• klekkingarmaður k, f klektunarmaður.
klekkja, -ti s, refsa, ná sér niðri á e-m, koma
við kaunin á: k. á e-m.
Þetta er hluti af blaðsíðu úr nýju íslenzku orðabókinni. Þessi
mynil er stækkuð um briðjung, en letrið á bókinni er annars mj'óg
skýrt og læsilegt.
þrem Skírnissíðum að leturmagni.
Notað er sex punkta letur, ákaflega
læsilegt,  að  mínum  dómi.  Upp-
sláttarorð eru öll feitletruð.
__  Hvað  eru  uppsláttarorðin
mðrg?
__ Þau eru 65 þúsund. Af sam-
setningum höfum við aðeins tekið
þær sem ekki skýra sig að öllu
leyti sjálfar. Sem dæmi get ég
nefnt, að í bókinni er að finna orð-
ið leitarmaður, en hinsvegar ekki
leitarmannakofi, orðið lengd, en
ekki lengdarmál. Uppsláttarorðin
eru síðan skýrð með stuttum setn-
ingum eða dæmum. Dæmin um
notkun orða eru öll gerð eftir skrá
settum dæmum úr bókmenntum
eða daglegu tali, þótt þau hafi ver-
ið stytt eins og kostur er.
Við höfum lagt orðabók Sigfús-
ar Blöndals til grundvallar um
skýringar á orðum og flokkun á
merkingum og þess háttar. Auk
þess höfum við notað orðasöfn
Orðabókar Háskólans. Þar höfum
við til dæmis tekið mikið úr tal-
málssafninu, og er í bókinni fjöld-
inn allur af orðum, sem næstum
eingöngu er að finna í talmáli, en
kunna þó að koma fram* í nútíma
ritmáli.
f bókinni eru ennfremur öll
stofnorð úr fornmáli, þar á meðal
skáldamáli. Ennfremur höfum við
tekið dæmi um kenningar, þótt
ekki hafi rúmsins vegna verið unnt
að gera þeim tæmandi skil. Við
höfum tekið þó nokkuð af orðum
með, sem ekki mundu teljast góð
íslenzka. Þessi orð eru einkennd
þannig, að framan við þau er sett
spurningamerki. Hér í „káunum"
sjáum víð t. d. orðið ?KLABB,
sem er skýrt: allt heila klabbið,
allt saman (án undantekningar).
Við orðaskýringarnar notum
við allmörg tákn til dæmis er akk-
eri fyrir framan orð er lúta að sjó
og sjómennsku, laufblað fyrir
framan orð um. gróður og plöntu-
líf. Öll þessi tákn, svo og skamm-
stafanír eru skýrð í upphafi bók-
arinnar.
— Hefur prófarkalesturinn ekki
verið mikið verk?
—  Jú, það hefur verið mikið
verk. Við erum búnir að lesa fjöl-
margar prófarkir, og það hafa
margir tekið þátt í lestrinum, enda
er miklu erfiðara að lesa prófark-
ir að svona verki en samfelldu les-
máli, og að sjálfsögðu er setning
orðabókar eitthvert erfiðasta verk-
efni, sem vélsetjarar fá. Við höf-
um vandað. lesturinn eftir beztu
föngum, en þrátt fyrir alla okkar
vandvirkni og margar yfirferðir,
þá þori ég ekki að sverja fyrir, að
ekki leynist einhversstaðar smá-
villur.
— Hvað um tækniorð og orð úr
sérmálum ýmissa stétta?
— Það má ef til vill segja, að
við höfum valið nokkuð handa-
hófskennt úr tæknimálinu, en við
því er ekkert að gera. Það varð að
Árni Bóðvarsson, cand. mag. — prófarkalesturinn var mikið verk.
velja og hafna. í bókinni eru þó
nöfn allra tegunda íslenzkra jurta
og dýra, það er að segja þeirra,
sem hafa íslenzk nöfn.Um landa-
og staðaheiti höfum við fylgt þeirri
reglu að taka íslenzku nöfnin ein-
göngu. Þannig eru til Dæmis í
bókinni, Björgvin, en ekki Ber-
gen, Lundúnir, en ekki London,
Jórvík, en ekki York, Mundíufjöll,
en ekki Alpafjöll og svo mætti
lengi telja.
— Hverjar voru helztu heimild-
ir ykkar?
— í stuttu máli má segja, að við
höfum  notað  allar  tiltækar ís-
TEXTI:
EIDUR GUÐNASON
lenzkar orðabækur, og svo fjöld-
ann allan af sérfræðiritum með
orðasöfnum. Það hefði orðið erf-
itt að vinna þetta verk. ef ekki
hefði verið unnt að vinna það í
vinnustað Háskólao'-ðabókarínn-
ar. Þar höfum við aðgang að beztu
og fjölbreyttustu heimildum, sem
völ er á.
— Þetta er brautryðiendastarf,
að mestu leyti, ekki satt?
— Jú, að langmestu er bókin
það. Og er það einmitt megin á-
stæðan til þess hversu mjög verk-
ið hefur dregizt á langinn. Nú verð
ur mun hægara um vik, að semja
til dæmis íslenzk-enska, eða ís-
lenzk þýzka orðabók, þar sem ís-
lenzk-islenzk orðabók er til, sem
hægt er að leggja til grundvallar.
— Verður „satsinn" að bókinni
geymdur, svo hægt sé að endur-
prenta hana án mikils tilkostnað-
ar?
—  Nei það verður ekki gert,
enda hæpið að gera slíkt. Bókin
verður gefin út í allstóru upplagi,
og ef verður farið að bæta inn í
gamlan „sats" nýjum, leiðrétting-
um, breytingum og viðaukum,
verður aldrei gott úr. Það hefði
sjálfsagt mátt bæta bókina tölu-
vert, með því að vinna að henni
einu eða tveim árum lengur. En
verkið hefur þegar tekið allmiklu
lengri tíma en gert var ráð fyrir
í upphafi og þótti því ekki æski-
legt að draga það. lengur, enda
þörfin fyrir íslenzka orðabók orð-
in æði brýn. Ef henni verður
vel tekið, ætti ekkert að vera því
til fyrirstöðu að gefa hana út aftur
eftir nokkur ár, og þá að sjálf-
sögðu með nauðsynlegum viðauk-
um og breytingum.
Að lokum fengum við leyfi Árna
Böðvarssonar til að birta í blað-
inu niðurlagsorð formála bókar-
innar, er hann ritar sjálfur:
,,Orðabækur verða aldrei svo
úr garði gerðar, að ekki megi um
bæta, sízt í fyrstu útgáfu, enda
verður reynslan jafnan bezti gagn-
rýnandinn og kemur að mestu
gagni við endurskoðun fyrir siðari
útgáfur. Raunar hefði ýmsum
agnúum þessarar bókar sjálfsagt
verið útrvmt, ef setning hennar
hefði dregizt enn um nokkur
missiri. Meira gagn mun þó- vera
að því að leggja hana nú þegar
fyrir notendur og óska eftir at-
hugasemdum þeirra og ábending-
um, hvort sem er um prentvillur,
ófullnæg.iandi eða rangar skýring-
ar effa orð, sem beinlínis vantar,
eftir því hvað glöggum notanda
þykir ástæða til að breyta í næstu
útgáfu. Allt slíkt þiggur útgefandi
með miklum þökkum og óskar þess
jafnvel eindregið.
Við samningu bókarinnar hefur
það sjónarmið sífellt verið haft í
huga, að hún yrði sem aðgengileg-
ust notendum, og því aðeins hefur
verið hvikað frá föstum reglum
um frágang greina, að það hefur
þótt gera bókina notabetri. Reynt
hefur verið að hafa skýringar all-
ar sem greinilegastar, en engin til-
raun hefur verið gerð til að tryggia
textann gegn misskilningi af fljót-
færni eða gera hann glaptryggan
að öðru leyti.
Tillit til skólanemenda á öllum
stigum hefur ráðið því, að orð úr
námsbókum eru fremur tekin með
Framhald á 10. síðu.
g  10. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16