Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 20
212 [EIMREIÐIN Ýmislegt smáYeg-is viðvíkjandi Kötlugosinu 1918. Lega Kötlu. Eins og kunnugt er, liggur Kötlugjá í Mýrdalsjökli, hér um bil 165 kílómetra í austur suðaustur frá Reykjavík. Ekki heíir enn verið ákveðið með nákvæmri mælingu hvar gosið hefir í vetur. En ekki er ólíklegt að það hafi orðið nokkru norðar en hinar fyrri eldstöðvar hafa verið markaðar á uppdrátt íslands. Lað sem einkum bendir á þetta, eru stefnur þær er sjónarvottar hafa gefið upp hvar gosið var að bera yfir frá þeim að sjá. Síra Ófeigur í Fellsmúla segir (í Lögr. 16. nóv. 1918): »Gosmökkurinn héðan að sjá, norðan við hæsta hnúk Selsundsfjalls og góðan spöl fyrir norðan hæstu klakka Tindafjalla í suð- austur að baki þeirra«. Af vestanverðri Síðu var gosmökk- inn að bera um Skálarfjall og af mynd, sem eg hefi séð og tekin var af björgunarskipinu Geir á Vestmannaeyja- höfn, var mökkinn að bera rétt yfir Drangshlíðarheiði, vestanvert við Hrútafell undir Eyjafjöllum. Þegar þessar stefnur skerast yfir Mýrdalsjökli, virðast þær benda tals- vert norðar á jökulinn, en hinar fyrri eldstöðvar. Virðist það einnig koma heim við lýsingu þeirra manna, er könn- uðu eldstöðvarnar þ. 23. júní í sumar að undirlagi Gísla sýslumanns Sveinssonar og lesa má um í skýrslu hans um Kötlugosið 1918. Þyrfti þetta alt nákvæmari og fyllri rannsóknar. Enda benda athuganir á, að gosið hafi á fleirum en einum stað. Hæð gosstólpans. Samtímis og Katla fór að gjósa, hinn 12. okt., gerði hún vart við sig með vatnsmekki eða gufustrók ferlegum er hún þeytti í loft upp, svo sést mun hafa í 2—300 km. fjarlægð, þar sem ekkert skygði á. Hér í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.