Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 104

Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 104
[EIMREIÐIN Ritsjá. THE NORSE DISCOVERERS OF AMERICA by G. .1/. Gathorne- Hardy, F. R. G. S. — Oxford MCMXXI Svo sem kunnugt er, segist fornum ritum islenskum svo frá, að um árið 1000 hafi menn fundið land eða lönd, er þeir sigldu suður og suðvestur frá Grænlandi. Gáfu þeir þeim nöfn eftir út- liti og staðháttum, Helluland, Markland og Vínland hið góða. Aðallega er um tvær frásagnir að ræða um þessa viðburði, Eirikssögu rauða og Grænlendingaþátt Flateyjarbókar. Ber þeim ekki vel saman, en þó svo, að varla er betra samræmis að vrenta, ef frásagnirnar eru hvor annari óháðar. Má í vissu falli segja, að ósamræmið sé einn höfuðkostur þeirra, því að það sýnir hve óháðar þær eru hvor annari, en þá verður líka sam- ræmið því óbrigðulli vottur um sannsöguleik viðburðanna. Hitt er annað mál, að sagnaritarinn mætir þeim vanda, að velja úr og gera upp á milli frásagnanna, þar sem á milli ber. Pað var lengi vel, að þessum sögum var lítill gaumur gefinn. Fáir þektu þær, og þeir sem þektu, litu þær hornauga, og hugðu þær hálfgerðar þjóðsögur eða alveg. Pað er eiginlega Karl Kristján Rafn, sá sem vér íslendingar megum best minnast fyrir afskifti hans af Landsbókasafninu íslenska, er kemur þessum fornu frásögnum um Vínlandsferðir fornmanna á framfæri, snemma á öldinni sem leið. En þó er það einkum á allra síð- ustu áruro, að þetta efni hefir verið tekið til verulegrar rann- sóknar, og má segja, að um það séu nú komnar allmiklar bókmentir. Niðurstaðan heflr orðið sú, að enginn vafi leikur á því, að höfuðatriði frásagnanna er rétt. Fornir menn, grænlenskir og íslenskir, liafa fundið Ameríku, komið þangað aftur og aftur og gert tilraunir að setjast þar að, þótt ekki festist þar bygð hvítra manna sakir fjandskapar ibúanna, er fyrir voru. En um auka- atriði frásagnanna eru skiftar skoðanir. Sumir, t. d. Nansen, telja þau flest þjóðsögur, er myndast hafl fyrir áhrif bæði frá latnesk- um og írskum ritum. En þótt ekki sé svo langt gengið, greinir menn á. Hvor frásögnin er betri, Eiríkssaga, eða Grænlendinga- þáttur? Hvað er satt og hvaö er ósatt, eða ýkt, eða misskilið? Hvar er Hellulands, Marklands og Vinlands að leita á Austur- strönd Norður-Ameríku? Hvar er Straumsfjörður, Hóp og Kjalarnes? o. s. frv. í bók þessari, sem hér ræðir um, er leitast við að svara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.