Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 9
SKÓI^BLAÐIÐ 37 lögum kenslubók í sögu, langa nokkuð, og er hún alveg í anda Nordahl Rolfsens hins norska; hún var notuö því nær ein- göngu þaö jeg vissi til, og látið vel yfir. En stöku kennarar höföu þó lagt hana niður og tekið upp aftur eldri, stuttu á- gripin, og komu fram í þessu gagnstæðar skoðanir. Auk kenslu- bókanna, eða söguágripanna, er bók Heidenstams, sem áður er getið, „Svíar og höfðingjar þeirra“, í lesbókarsniði og not- uð sem lesbók. Frh. Kennaralögin nýju. IV. Hvers vegna á farkennarinn að hafa lægst laun? Síðasta Alþingi afgreiddi lög ,,um skipun barnakennara og; laun þeirra“. Má óhætt fullyrða, að lög þessi sjeu að mörgu leyti til bóta. En ekki þarf — að minu áliti — ósanngirni til þess að segja, að vansmíð sje á þeim í nokkrum greinum (sbr. 9. tölubl. Skólablaðsins f. á ). Hið fyrsta misræmi, sem maður rekst á í launakaflanum, er það, að launin eru þar eingöngu miðuð við 6 mánaða kenslu árlega, og þar yfir. Skyldi löggjafana hafa mint, að skóla- skylda barna á ári hverju sje í 6 mánuði? Það virðist býsna sjálfsagt, að launin hefðu átt að vera fyrst og fremst — eða að minsta kosti jafnframt — miðuö við skólaskyldutímann, 2 mánuði. I færri sveitum á landinu mun vera kent í 6 mánuði á ári, víða í 4 mánuði og allvíða i 2 mánuði að eins. Allir þeir kennarar, sem kenna bara i 2—4 mánuði, eru nú ekki teknir til greina í lögum þessum, og fræðslulögin verða því í þessu atriði ekki fyllilega sjálfum sjer samkvæm. — Nýju lögin veita, strangt tekið, síðastnefndum kennurum engan rjett til ákveðinnar launakröfu, eins og hinum. En sleppum nú því. Almenningur er vís að gera gott úr þessu. Hitt er aftur á móti miklu verra, að launin, sem lögin ákveða, virðast alls ekki vera í eðlileg'u og sanngjörnu hlut-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.