Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. október 1961 VISIR Sýning Jóns í Ásmundarsal 1957. Verkið t.v. er einnig á Norrænu sýningunni í Lista- safninu og heitir Eining. — Við hófum nám í Mynd- listarskólanum haustið 1950 og vorum undir handleiðslu Ásmundar Sveinssonar 4—5 ár, því að eiginlega kviknaði áhugi minn fyrir högglist- inni það sama ár, þegar eg fór í kynnisför til Norður- landa, segir Jón, sem fyrr verður fyrir svörum. Og þó var nú undanfari að því. Þegar við vorum í Iðnskól- anum, var teiknikennari okkar þar Björn Björnsson, sá afburða teiknari og kenn- ari. Að loknu iðnnámi hélt eg áfram hjá honum í einka- tímum. Við kynntumst svo Marteini Guðmundssyni myndhöggvara og Karli Guðmundssyni myndskera, sem báðir dóu fyrir aldur fram. Karl hafði samvinnu við vinnustofu okkar. Mar- teinn og Karl spöruðu ekki að hvetja okkur til náms. Þeir höfðu æfingatíma í teikningu í vinnustofunni við Skólastræti, höfðu fengið tvær stúlkur til að sitja fyrir. Ýmsir frægir menn tóku þátt í þessum æfingum, svo sem Jón listmálari í Blátúni og Ásmundur Sveinsson, og auðvitað lærðum við mikið af návistinni við þessa stóru menn í listinni. — Hefir þú aldrei fengizt Myndhöggvarar og högg- myndasmíði — þessi orð segja ekki hálfa söguna um þessa menn og verk þeirra. Við eigum ekki orð í ís- lenzku sem þýðir það sama og útlenda orðið skúlp- túr. f mörgum tilfellum er myndhöggvari alls ekki myndhöggvari. Síðan þetta orð var búið til í málinu, hefir myndhöggvarinn tekið fleiri efni í þjónustu sína, gips, leir, járn, tré og fleira, og þeir höggva alls ekki í þessi efni heldur móta, skera steypa, tengja og sjóða. En okkur vantar sem sagt orð, sem nær yfir allt þetta eins hið útlenda orð skúlptúr gerir, og meðan annað er ekki til, verðum við að láta okkur nægja íslenzka orðið. Höggmyndasmiðir hafa ætíð verið fámennir í röðum íslenzkra myndlistarmanna, og er það varla undrunar- efni, þar eð flestir telja, að hér séu mun rýrari lífs- möguleikar fyrir myndhöggv ara en listamenn í öðrum greinum. Þó er það enn fágætara, að tveir menn í sömu fjölskyld- unni hafi kosið sér þessa list- grein —reyndar í hjáverk- um með brauðstriti — og náð svo góðum árangri. að á tíu ára náms- og starfsferli hafa þeir tekið þátt í fjöl- mörgum sýningum innan lands og utan. Nú síðustu vikurnar hafa verk þeirra verið á þrem meiriháttar sýningum hér í Reykjavík. Þessir menn eru bræðurnir Jón og Guðmundur Bene- diktssynir. og verk þeirra verið sýnd og vakið athygli í sumar og haust á Reykja- víkursýningunni, á afmælis- sýnineu Myndlistarskólans og Norðurlandasýningunni sem stendur yfir til mánaða- móta. Fréttamaður Vísis heimsótti þá bræður í vik- unni til að spyrja þá undan og ofan af um feril þeirra, hitti þa að daglegu starfi. Þeir eru húsgagnasmiðir að iðn, tóku við vinnustofu af föður sínum, Benedikt Guðmundssyni húsgagna- smið á Laufásvegi. Þeir eru rúmlega fertugir, Jón fjör- um árum eldri en Guðmund- ur. — Fóruð þið fyrst að gefa ykkur að högglistinni í Mynd listarskólanum? við aðrar listgreinir, Jón? — Þegar eg var búinn með Iðnskólann, langaði mig til að sigla og læra arkitektúr, og það stóð til að eg fengi styrk til þess, en svo hljóp allt í baklás og ekkert varð úr neinu. Þetta voru óskap- leg vonbrigði. Eg varð að hætta við siglinguna og öll áform. Löngu áður en eg byrjaði á skúlptúr fór eg með vatnsliti, málaði heilmikið. Einu sinni kom Kjarval heim og sá einhverjar vatns- litamyndir eftir mig. „Vertu ek,ki huglaus, væni minn. Hertu upp hugann, manni minn. Haltu áfram að mála og misstu ekki kjarkinn,“ sagði meistarinn við mig. — Hvenær fórst þú að gefa Framh á bls 10 Jón og Guðmundur Benediktssynir í húsgagnaskálanum. Stúlkan, mynd eftir Jón Benediktsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.