Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 1
VISIR Hafa þeir fundií gullii 52. árg. — Þriðjudagur 15. maí 1962. — 108. tbl. sem sökk / Skeiðarársand? Egypzka sendinefndin við komuna til Reykjavíkur í gær. Hvítu línumar stafa af rafmagni sem myndaðist í myndavélinni. Nasser-ráðherra í heimsókn í gærkvöldi kom til Iandsins sendinefnd frá Arabíska Sam- bandslýðveldinu. Er nefnd þessi á ferðalagi um Norðurlönd í vináttuheimsókn. Fyrir nefndinni er Hussein Zulficar Sabry, aðstoðarutanrík isráðherra og er kona hans í för með honum. Með þeim er einnig ambassador rikisins í Stokkhólmi, Salah Gohar, auk átta manna annarra, þar á með al forstjóri Vestur-Evrópudeild ar utanríkisráðuneytisins. Nefndarmenn gengu f morg- un á fund utanríkisráðherra og atvinnumálaráðherra, auk þess sem þeir heimsóttu forsetaskrif stofuna. Seinni partinn i dag munu þeir skoða bæinn og verður þeim meðal annars sýnt frystihús. Á morgun fara þeir tii Þing- valla í boði utanríkisráðuneyt- isins. Mun ætlunin að koma við og skoða Sogsvirkjanimar og sitja hádegisverðarboð borg- arstjórans í Reykjavík, við Sog. Erindi nefndarmanna er að at huga möguleika á auknum við skiptum og samskiptum við ís- land, en viðskipti við Arabíska Sambandslýðveldið hafa verið svo til engin til þessa. Einnig hafa þeir látið í ljós óskir um að kynnast sérstaklega starf- semi Sambands íslenzkra Sam- vinnufélaga og Alþýðusam- bands íslands. Munu þeir ræða við forystumenn þessara sam- taka. Nefndin verður hér í þrjá daga og snýr heim á föstudags morgun. sAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA--* A/WW « Nokkrar líkur benda til þess að staður sá sé fundinn i Skeiðarár- sandi þar sem hollenzkt Austur- Indíafar strandaði með dýrmætan farm fyrir þrem öldum, er það bar upp að íslandi í hafvillum og stormum á leið sinni heim til Amsterdam og strandaði fyrir Skeiðarársandi. í fornum annálum er hermt frá því að farmur skips þessa hafi verið dýrmætari miklu en nokkur annar farmur sem fyrr eða síðar herur borið upp að strönd ís- lands. Meðal annars hafi verið í skipinu marg: tunnur gulls, auk silkis og annars dýrmæts góss frá Austurlöndum. Litlu eða engu varð bjargað úr skipinu og grófst það smám saman í sandinn og hvarf þar með öllu sem f því var. Þetta skeði 1667. I fyrra gerðu bræðurnir frá Kirkjubæjarklaustri undir forystu Bergs Lárussonar út leiðangur austur á sanda til að leita þessa fjársjóðs. Sú leit bar að vísu ekki fullkominn árangur meðfram vegna þess að málmleitartæki það sem þeir höfðu þá meðferðis var naumast nógu kraftmikið, en þó benti það á málm á ákveðnum stað í sandinum. Ekki gafst þá tími til að grafa þar eða leita vegna vatnavaxta og urðu bræð- urnir frá að hverfa án þess að haf- ast frekara að. En staðurinn var merktur gaumgæfilega og er hug- myndin að grafa þar seinna meir. Nokkru fyrir páska £ vor gerðu bræðurnir frá Klaustri enn út leið- angur austur á Skeiðarársand og þá með mun stærra og öflugra málmleitartæki, sem Örn Garðars- son eðlisfræðingur hafði smiðað Framh. á bls. 5 Treg kosningaþáfttaka Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla stendur nú yfir í Hagaskólanum í Reykjavík. Þar geta kosið þeir, sem farnir verða úr bænum fyrir borgarstjórnarkosningar, þann 27. mai. Auk þess geta kosið þar, þeir sem eru á kjörskrá úti á landi og ekki verða heima á kjördag. Kosning fer nú fram hjá öllum bæjarfógetum og sýslumönnum um land allt. Blaðið hafði tal af Gunnari Helga syni, fulltrúa borgarfógeta á kjör- stað, í morgun. Skýrði hann svo frá að alls hefðu nú kosið 541 manns í Reykjavík. Er þá talið bæði það fólk, sem kosið hefur úti á landi og atkvæði send til Reykjavikur og það fólk, sem kos- ið hefur í Reykjavík. Meirihluti þess fólks, sem kosið hefur í Reykjavík, er á kjörskrá hér í bænum en verður að heiman á kjördag. Þátttaka í kosningunni hefur verið minni en venjulega. Er talið að ein af ástæðunum sé sú, að allir. togarar eru nú inni og margir utanbæjarmanna komnir heim til sín. Kosning fer fram kl. 10—12, 14 —18 og 20—22. (I Thant til íslands Utanríkisráðuneytið tilkynnti um hádegið í dag að aðalritara Sam- einuðu þjóðanna U Thant hefði verið boðið að sækja ísland heim og hefði hann þekkzt boð- ið. Ekki er enn ákveðið h v e n æ r aðalritarinn kemur hingað en það mun tilkynnt síðar. ^VVVNAAAAAAAAAAAAAAA- Ben-Lui kominn heim Aberdeen-togarinn Ben Lni, sem tekinn var í landhelgi á Sel- vogsbanka rétt fyrir páskana, er fyrir nokkru kominn heim til Skotlands. Eru eigendur skipsins mjög gramir íslendingum vegna tök- unnar, og er því óspart haldið fram af þeim og skipverjum, að togarinn hafi verið utan fisk- veiðimarkanna samkvæmt mæl- ingum skipstjórans, svo og yfir- manna á brezka herskipinu Russell, sem kom á vettvang, er togarinn hafði verið stöðvað- ur. Grimmer skipstjóri viður- kennir, að hann hafi farið um borð í Þór og framkvæmt rat- sjármælingar þar, en ekki verið ánægður með þær, þar sem mæl ingar sínar og yfirmanns á Russell komu ekki heim við nið- urstöður mælinganna á Þór. Þá sagði hann, að er hánn hefði Framh. á bls. 5 Kommúnistar á Akureyri auglýsa Wpr. kauphækkun Verkamannafélagið á Ak- ureyri samþykkti í fyrra- kvöld að auglýsa nýjan kaup taxta fyrir verkamannavinnu, sem þýðir kauphækkun allt að 10% frá því sem nú er. Á hinn nýi kauptaxti að koma til framkvæmda í fyrra málið, ef ekki hefir náðst samkomulag við vinnuveit- endur á Akureyri fyrir þann tíma. Vinnuveitendur voru á fundum í gær á Akureyri en engir samningar hafa farið fram miili þeirra og Verka- mannafélagsins. Líta þeir á auglýsingu Verkamannafé- lagsins einungis sem tilboð um samninga um ný kjör verkamanna. ÓÐAVERÐBÓLGA AF STAÐ. Hér er um hinar furðuleg- ustu ráðstafanir hjá Verka- mannafél. Akureyrar að ræða, en þvf er stjórnað af kommún- istum. Er hér greinilega um að ræða upphafið að allsherjartil- raun kommúnista til þess að koma launakerfi Iandsins aftur úr skorðum og hleypa óðaverð- bólgunni enn á ný yfir þjóðina. Með þessu gjörræði komm- únista á Akureyri eru allar reglur laga um stéttarfélög og lögin gersamlega sniðgengin. Langa hríð börðust verkalýðs- félögin fyrir því að samnings- réttur þeirra yrði viðurkenndur f launamálum og töldu mikinn sigur unninn er þau öðluðust fullan samningsrétt. Nú skeyta akureyrskir kommúnistar hins- vegar ekkert um samningsrétt- inn en auglýsa kaup með ein- hliða ákvörðun. Hér er farið út á ákaflega hæpna braut. Hvað niundi verkalýðshreyf- ingin segja ef atvinnurekendur gerðu eins og tækju upp þann sið einn góðan veðurdag að auglýsa sjálfir það kaup sem þeir vilja greiða? NÝ BRÁÐA- BIRGÐALÖG? Atferli Verkamannafélags- ins er enn undarlegra þegar þess er gætt að 4% kaup- hækkun mun ganga í gildi eftir hálfan mánuð, 1, júní. Hér er gerð tilraun til þess að hleypa verðbólgunni aftur á Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.