Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 11.09.1962, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 11. september 1962. Otgetandi: Blaðáútgatan VISIR Ritstjórar Hersteinn Paicson Gunnar G. Schrani Aðstoðarritstjórr. Axet Thorstemsson. Fréttastjóri: porsteinn O Thorarensen. Ritstjórnarskrífstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er »5 kró..ur á mánuði. 1 lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur), Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. ^____________________________________________________/ Farnir oð kvíða fyrir kosningunum Þess hefur gætt mjög í skrifum Tímans í sumar, að Framsóknarforingjarnir eru farnir að kvíða fyrir kosningum. Sá kvíði er vissulega ekki ástæðulaus. For- ingjarnir í Reykjavík hafa sjálfsagt orðið þess varir, að ýmsir fylgismenn þeirra úti um sveitimar em lítið hrifnir af kommúnistadekrinu og hentistefnunni, sem flokksstjórnin hefur fylgt allt þetta kjörtímabil. Foringjar Framsóknarflokksins hafa undanfarin ár barizt með oddi og egg gegn öllum framfara- og rétt- lætismálum í þjóðfélaginu. Þeir gengu berserksgang þegar ný og lýðræðislegri kjördæmaskipun var sett. Það var í fullkominni andstöðu við hugsunarhátt framsóknar-forkólfanna, að Alþingi væri skipað í sam- rsemi við vilja þjóðarinnar, eða bætt nokkuð úr því misrétti, sem ríkt hafði um Iangt skeið. Úrelt kjör- dæmaskipun var sjálfsögð og réttlát, ef hún var Fram- sóknarflokknum í hag! Hegðun Framsóknarforingjanna í kjördæmamál- inu hefði átt að opna augu margra kjósenda flokks- ins fyrir því, að hann er hið svartasta afturhald og sérhagsmunaklíka, sem nokkru sinni hefur verið til í íslenzkum stjórnmálum. Þó hefði sennilega fyrnzt fljótt yfir þennan kafla í sögu hans, ef hann hefði kunnað að taka ósigrinum og viljað samstarf við aðra lýðræðisflokka um viðreisn efnahagslífsins, eftir ó- heillagöngu vinstri stjómarinnar. En í stað þess að játa þau mistök, sem sú stjórn gerðist sek um, og ganga heils hugar að uppbyggingarstarfinu með á- byrgum stjórnmálaflokkum ,gerðist Framsókn strax handbendi kommúnista, þegar viðreisnarstjórnin var mynduð. Þá var það, að ýmsum gætnum Framsóknarmönn- um úti á landsbyggðinni þótti of langt gengið, og sum- ír þeirra sendu flokksforystunni aðvörunarorð. En lít- ið mun hafa verið á þau hlustað, og því magnast nú ótti foringjanna eftir því sem nær líður kosningum. / Kemur að reikningsskilum Hjá því getur ekki farið, að foringjar Framsókn- arflokksins verði að gera grein fyrir stefnu sinni og gjörðum undanfarin ár í næstu kosningahríð. Þeir eru ekki öfundsverðir af þeim reikningsskilum. Reynslan hefur sannað, að viðreisnarstefnan er rétt, en stefna kommúnista og fylgifiska þeirra í Framsókn röng. Núverandi ríkisstjórn og stuðningsflokkar hennar tóku við efnahagskerfinu í rústum og hafa unnið að upp- byggingu þess, með betri árangri en nokkur þorði að vona að unnt yrði að ná, á svo skömmum tíma. Gegn þessari uppbyggingu hafa kommúnistar og Framsókn barizt, og fyrir þá stefnu verða þeir að svara í næstu þingkosningum. Það undrar þvl engan þótt þeir séu famir að verða hræddir. i 1 í)'11■[ ( í f \‘\ >' , .. * ‘ ‘ ,7. ‘ ■ * V’SiR Karen Blixen Við fráfall Karen Blixen hef- ur orðið mikill sjónarsviptir á dönsku skáldaþingi. Óhætt er að fullyrða að hún hefur verið einhver sérstæðasti persónuleiki danskra bókmennta á þessari öld og það er vafamál hvort aðrir danskir nútímarithöfundar hafa borið hróður síns lanc’ víð ar en Karen Blixen. Hún var töframeistari hins ritaða orðs, i meðferð henn. fékk málið hina miklu dýpt og hinn skæra hljóm sem einungis birtist i rödd skáldsins, þess skálds sem stendur ofar persónulegum tak- mörkunum og verður eitt með þjóð sinni. Þegar slikir rithöf- undar falla frá takmarkast sorg in ekki við fjölskyldu og per- sónulega vini heldur nær hún til heillar þjóðar. Karen Blixen bjó lengi I Af- ríku. Hún giftist sænskum bar- ón að nafni Bror Blixen-Finecke og þau ráku stóra kaffiplant- ekru í Kenya. Hjónabandið end- aði með skilnaði og seinna neyddist Karen Blixen til að selja plantekruna vegna f járhags örðugleika. Hún stóð uppi ein og yfirgefin „of ung til að þyrl- ast burt með rykinu, sem lá í þykkum Iögum á vegunum". — Hún varð því að taka eitthvað til bragðs til að bjarga sjálfri sér frá andlegri og veraldlegri tortlmingu „og hún kaus að skrifa — sögur sem hún hafði áður sagt innfæddu þjónustu- fólki slnu og manninum sem hún elskaði. Þannig varð til þessi einstæða frásagnargáfa, því öll rit Karen Blixen byggj- ast á hinni klassísku list rithöf- undarins sem nútímahöfundar þykjast of fínir til að sinna nema það sé vegna þess að þeir kunna ekki lengur hina vandasömustu listgrein ritaðs máls: að segja sögu. Það er einmitt þetta sem er einkenni Karen Blixen og frá þvl sjónarmiði svipar henni ei- lltið til Selmu Lagerlöf, sagna- meistara Svía. Hér er það frá- sagan sem hefur öll völd. „Hin guðdómlega listgrein'*, segir Salvati kardlnáli í „Sidste For- tælling, „er og verður frá- sagan. f upphafi var sagan. Og á leiðarenda fáum við að horfa á hana og virða hana fyrir okk- ur. Það er þessi stund sem við nefnum dómsdag". Og kardfnál- inn, sem er flutningsmaður við- horfa höfundarins, heldur ein- mitt fram frásögunni og telur hana fremri skáldsögunni. Skáld sagan getur að vísu fært okk- ur nálægt persónunum, en ein- ungis vegna þess að þær birt- ast á sama plani og lesandinn sjálfur. í frásögunni eru per- sónurnar á hærra plani en því, sem við erum á „og við höfum án efa ástæðu til að óttast þær „m. a. vegna þess að frásagan fjallar um persónurnar eftir sín- um vilja en ekki samkvæmt óskum lesendanna. Þess vegna getur enginn gripið fram fyr- ir frásögunni. Hún heldur sína leið hversu grimmilega og misk unnarlaust sem hún virðist búa persónum sínum örlög. En I staðinn er það aðeins frásagan, sem I þessum heimi hefur „getu til að svara dýpsta neyðarópi mannlegs hjarta, sem hljóðar svo: „H’ver er ég?“ öll leit mannsandans er þess vegna leit eftir svari við þessari spurn- ingu. Karen Blixen vann bókmennta sigur sinn með bókinni „Seven Gothic Tales", sem hún skrif- aði á ensku undir dulnefninu Isak Dinesen. Bókin kom út I Ameríku árið 1935, nákvæmlega hundrað árum eftir að fyrsta ævintýrabók H. C. Andersens sá dagsins ljós og skyldleikinn er auðsær og þó merkilegur þvl aldrei hafa tveir rithöfundar byrjað svo ólíkt og endað svo líkt. Hann kom neðan frá, úr örbirgðinni, hún kom ofan frá, úr allsnægtum. Skyldleikinn er fólginn I næstum fullkominni nýtingu á galdramætti sögunn- ar. Saga Blixen eða „frásaga" er lengri en smásagan en styttri en skáldsagan. Frásagan til- heyrir I eðli sínu fornum tíma ef hún er háð tímaskynjun og meistari I bókum Karen Blixen fléttast ævaforn frásagnarhefð inn í danskar nútímabókmenntir og það er vitanlega einungis að þakka hinum frábæru hæfileik- um hennar að Ibúar velferðar- ríkis skuli geta umborið ann- að eins og þetta. Persónur henn ar eru myndastyttur horfinnar tíðar en hún vinnur handa þeim rétt til að Ieggja orð I belg, stytturnar stíga niður af stöll- um sínum og ganga um með virðuleikablæ innan um hinn sundurleita hóp nútímaskáld- sagnapersóna. Eitt af því sem Karen Blixen Framhald á bls. 10. unnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.