Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 14
Arðsemi upplýsingatækn Arðsemi upplýsingatækni hjá ríkinu Jónas Ingi Pétursson Ríkið getur lært margt af einkamarkaðnum og öfugt, en engu að síður er nauðsynlegt að aðlaga reynslu og þekkingu á hvorum staðnum. Fjárfesting í upplýs- ingatækni getur skilað ávinningi fyrir rikisvaldið með sambærilegum hætti og hún gerir hjá einkaaðilum. Það eru sterkir kraftar sem draga áfram vöxt opinbera geirans, opin- ber þjónusta er vinnuaflsfrek og einkennist af litlum vexti á framleiðni inn- an hans. Eftirspurn eftir opinberri þjón- ustu eykst stöðugt samhliða því að verð- næmni fyrir þjónustunni er lítil. Einkum er það vegna þess að aukin velmegun skapar eftirspurnarþrýsting á opinbera þjónustu. Samfélagsleg fjármögnun á einstaklinga- miðaðri þjónustu, svo sem á menntun, öldrunar- og heilbrigðisþjónustu hefur vissulega þar áhrif. Hið opinbera stendur einnig frammi fyrir nýrri stöðu sem hefur áhrif á tekjumöguleika ríkisins. í framtíð- inni má búast við að hlutur eldri borgara í mannfjölda verði stærri, einstaklings- hyggja hefur verið að aukast og alþjóða- væðing hefur aukin áhrif. Þróun alþjóða- mála sem setur aukna áherslu á frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu, og ýtir þar með undir aukinn hreyfanleika íbúa, gerir það að verkum að ríkisvaldið hefur takmarkað svigrúm til skattlagning- ar og stýringar á þjónustuframboði sínu. Sú stóra mynd sem dregin er upp hér að ofan lýsir í hnotskum vanda stjórnmála- manna og stjórnenda innan ríkisgeirans. Ein helsta leiðin til þess að vinna á þess- um vanda er að auka framleiðni innan op- inbera geirans. Hagnýting upplýsinga- tækni hjá fyrirtækjum á einkamarkaði hef- ur aukið framleiðni' og leiða má að því líkum að slíkt hið sama eigi við hjá ríkis- valdinu. Ríkið getur lært margt af einkamark- aðnum og öfugt, en engu að síður er nauð- synlegt að aðlaga reynslu og þekkingu á hvorum staðnum. Fjárfesting í upplýsinga- tækni getur skilað ávinningi fyrir ríkis- valdið með sambærilegum hætti og hún gerir hjá einkaaðilum. Ríkið getur ekki tekið beint upp aðferðir einkamarkaðarins og beitt þeim hjá sér við mat á ávinningi við fjárfestingu á upplýsingatækniverkefn- um, heldur er nauðsynlegt að aðlaga þær að rekstri ríkisins. Hjá ríkinu er í fæstum tilfellum verið að innleiða upplýsingakerfi í þeim tilgangi að skapa tekjur. Jafnframt beitir ríkið sjaldan afskriftum í bókhaldi og á því hefðbundin sjóðstreymisgreining illa við. Starfsemi ríkisins byggir á þjónustu við atvinnulíf og borgarana. Því verður að koma fleira til heldur en sjóðsstreymis- greining. Fjárfesting í upplýsingatækni verður að skila virði, sem inniheldur mat á bættri þjónustu við borgarana og aukinni skilvirkni. Með virði er átt við markvirkni og skilvirkni opinberrar þjónustu. Með markvirkni er átt við að rfkisvaldið er að ná tilætlaðri úlkomu, á meðan skilvirkni gefur til kynna að ríkið er að bæta þjón- ustuafhendingu sína fyrir sama eða minna fjármagn og áður. Virði er afskaplega erfitt að mæla þar sem það inniheldur gæði þjónustunnar sem veitt er auk kostnaðar. Við mat á fjárfestingu í upplýsingatækni hjá ríkinu verður því að líta til fleiri þátta heldur en einungis króna og aura. Til virð- is má tiltaka eftirfarandi þætti: • Viðskiptavinurinn: Að hvaða leiti er fjárfesting í upplýsingatækni að gera opinberum aðilum kleift að koma betur til móts við væntingar viðskiptavinarins um þjónustuafhendingu. • Samfélagið: Að hvaða leyti skilar fjár- festing í upplýsingatækni auknum sam- félagslegum gæðum. • Stefnumiðaðir: Að hvaða leyti er fjár- festing í upplýsingatækni að skila stefnumarkmiðum skipulagsheildarinn- ar og/eða stjórnmálalegri forystu. • Rekstarlegir: Að hvaða leyti er fjár- festing í upplýsingatækni að auka skil- virkni í starfsemi og gera skipulags- heildinni kleyft að takast á við ný tæki- færi. • Fjármálalegir: Að hvaða leyti er fjár- festing í upplýsingatækni að skila lækk- un á rekstrarkostnaði við veita þjónust- una. Office of Management and Budget2 hefur skilgreint eftirfarandi sem grund- vallarmarkmið Bandaríkjaforseta í upplýs- ingatækni: 14 lolvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.