Vísir - 14.05.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 14.05.1964, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 14. maí 1964. VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Vísitöluspjall /\Hir munu sammála um að lausn verðbólgunnar er stærsta verkefnið, sem framundan er. Hún hefir lengi hrjáð hið íslenzka þjóðfélag, eins og reyndar fleiri lönd. í útvarpsumræðunum gerði forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, orsakir verðbólgunnar á síðasta ári að umtalsefni. Hann gat þess, að af öllum þeim orsökum, sem Hagstofan telur fyrir vísitöluhækkuninni, beri al- mennar launahækkanir langhæst. Nemi þær 14 stigum af 33. Forsætisráðherra benti á, að hækkanir kauptaxta eru jafnframt bein eða óbein orsök hækkana margra annarra liða, sem samtals nema 12 stigum, en þar ber hæst hækkanir á landbúnaðarafurðum og ýmissi opin- berri þjónustu. Eftir eru þá 7 stig af 33 stiga hækkun- inni. Orsakir þeirra eru flestar þannig, að stjórnarvöld- in hafa ekki haft tök á að ráða við þær. Hækkun á heimsmarkaðsverði kaffis og sykurs hefir t. d. valdið 3 stiga hækkun og lagfæring á verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða meira en 1 stigs hækkun. þessar óyggjandi tölur sýna, að það er ekki ríkis- stjórnin, sem magnað hefir verðbólguna, eins og stjórn arandstöðunni er tamt að halda fram. Höfuðorsök henn ar eru hinar miklu kauphækkanir, sem síðan hækka sjálfkrafa verð landbúnaðarafurða og alls kyns þjón- ustu. Þetta sýnir ljóslega, hver höfuðnauðsyn það er að launþegar fari aðrar leiðir í kjarbótum sínum en beinar kauphækkanir. Slíkar leiðir hafa verið farnar á Norðurlöndum með mjög góðum árangri og inn á þær brautir eigum við einnig að leggja. Þar kemur margt til greina, ekki sízt stytting vinnudagsins, sem ýtarlega var rætt um hér í blaðinu í gær. En vissulega dugar ekki að karpa um orsakir verðbólgunnar. Allir verða hins vegar að leggjast á eitt við að eyða þeim vágesti úr þjóðfélaginu. Lægri skattar og gjöld gtjórnarandstaðan reynir þessa dagana mjög að telja almenningi trú um að skattar hafi verið hækkaðir og drápsklyfjar lagðar á þjóðina. Ekkert er fjær sanni. Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, skýrði frá því nýlega, að tekjur hins opinbera hafi á síðasta ári nunwð tæpum 27% af þjóðarframleiðslunni. Hvemig var sam- bærileg tala síðasta ár vinslr' stjórnarinnar? Hún var hærri, eða 28%. Gegn þessum tölum þýðir stjórnarand- stöðunni ekki að mæla. Þær sýna ótvírætt, að minna er nú lagt á almenning í opinberum gjöldum en áðu var. Þrátt fyrir það hafa framkvæmdir hins opinbeiV ekki dregizt saman. Þær hafa stóraukizt eins og allir vita. Hvernig má það vera? Orsökin er sú, að þjóðar- framleiðslan hefir aukizt, jafnframt því sem verulega hefir verið sparað í rekstri ríkisins Hver króna nýtist mun betur en áður. Það er rétt leið, en ekki röng. Helgi Pálsson tónskáld Mirmingarorð JJvernig skal minnast látins samherja? Skal telja óskir hans, er ekki rættust? Skal helzt láta í ljós koma um hinn látna það sem er fæstum kunn- ugt? Eða skal einkum tala um það, sem hinn fallni samherji hefði sjálfur viljað láta leggja höfuðáherzlu á? Allt þetta þarf í rauninni að koma fram til fulls — og alit jafn greinilega. Helgi Pálsson, sem var einum degi yngri en sá, er þetta ritar, ólst upp með úrslitabaráttu sjálfstæðis íslendinga. Þetta mót aði skapgerð hans og óskir. Hann vildi gera Island að heims frægu landi. Hann vildi öllu til þess fórna, — og hann vildi engu síður að einhverjir aðrir en hann sjálfur næðu að verða landinu til sóma. Hann vildi öll- um til þess hjálpa. Tónlistin varð sterkasti mátt- urinn í skapgerð hans. Hann stundaði fiðlunám, en hjá dr. Franz Mixa lærði hann tónsmiði. Það var einmitt dr. Mixa, sem hvatti nemendur sína til að kynna sér íslenzk þjóðlög og að semja tónverk í stíl þeirra. Verk Helga Pálssonar bera þess merki, og hann skrifaði einkum fiðluverk og verk fyrir strok- hljóðfæri. Hann hafði tileinkað sér vandaðan hljómfræðilegan og kontrapunktiskan stfl, en hann átti einnig til að bera þá tónagleði, sem náði umsvifa- laust að hjarta hvers manns. Smálög hans fyrir strokhljóm- sveit gætu orðið vinsæl alþýðu- Helgi Pálsson. lög eigi síður en „húmoreska" Dvoráks eða ,.menúett“ Boc- cherinis. Af erfiðari verkum hans má einkum nefna tvo strengjakvartetta og verk fyrir einleiksfiðlu og fyrir fiðlu og píanó. Um skeið dvaldi Helgi Páls- son á Spáni og í Þýzkalandi. Þrátt fyrir það hætti hann ekki að vera hinn íslenzki maður sveitanna, — stundum einrænn og jafnvel sérvitur. Honum var Ijóst, að hann fékk ekki að njóta gáfna sinna og menntun- ar. Á seinni árum var eins og hann ætlaðist einkum til þess að hans listrænu draumar mættu rætast í list dóttur sinn- ar Gerðar Helgadóttur mynd- höggvara. Helgi Pálsson var einn af áhugamestum stofnendum Tón- skáldafélags íslands 1945 og Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar 1948 og ákafw forystumaður um alþjóðlega samvinnu, enda þótt hann hefði lftið kynnzt slíkum störfuni wg lögmálum þeirra áður. Það er enginn vafi á þvi, að hann mundi ekki vera því mót- fallinn, að í minningargrein um hann kæmi greinilega í ljós hve mjög honum sárnaði tómlæti manna um stuðning við íslenzk- ar iistir og útbreiðslu þeirra, einkum tónlistar. Hann kallaði forráðamenn útvarpsins „skömmtunarstjóra" í tónlistar- málum og taldi óhæfu að flytja ekki sum íslenzk tónverk í út- varpinu nema einu sinni á fimm ára fresti eða jafnvel aldrei, meðan alls konar útíendur óþverri væri látinn hljóma í eyru hlustenda daglega og jafn- vel oft á dag sömu lögin og sömu ómerkilegu fréttirnar allt að fjórum sinnum á dag. Ef það má teljast rétt, sem oft hefir verið sagt, að frum- skilyrði þess að tónhöfundi sé verulegur gaumur gefinn, séu einmitt þau að tónskáldið sé dá- ið, — þá hefir Helgi Pálsson að lokum uppfyllt þau skilyrði. — Megi þá skilyrðin loks tryggja fullan árangur. < Reykjavík, 13. maí 1964. Jón Leifs. Norsk hljómsveit leikur í Reykja- vík, Keflavík og á Akureyri Sinfóníuhljómsveit norskra stúd- enta kemur hingað til íslands nú um hvítasunnuna, en hana ber nú '-einmitt upp á þjóðhátíðardag Norð- vmanna 17. maí. Hljómsveit þessi er gömul og virðuleg stofnun. Ekki er vitað nákvæmlega, hvenær hún "’var sett á fót, en það mun hafa Harald Brager-Nielsen hljómsveitarstjóri verið um 1886. í henni leika bæði stúdentar, sem eru við nám í Oslú- ar-háskóla og menn, sem lokið hafa embættisprófi. Er þetta 60 manna hljómsveit. Norsku hljómsveitarmennirnir hafa tekið flugvél á leigu til ís- landsferðarinnar og munu þeir lenda í Reykjavík árdegis á föstu- daginn. Strax eftir hádegi munu þeir hefja æfingar í Háskólabíói, en þar ætla þeir að halda fyrstu hljómleika sína um kvöldið. Á hvítasunnudag halda þeir hljómleika í Keflavík og á Akur- eyri 19. maí. Söngskráin verður sitt með hverju móti á hverjum stað, en þar má m. a. nefna Sin- fónískan dans nr. 4 eftir Edvard Grieg, Sinfóníu í b-dúr, útsetning á tveimur íslenzkum lögum fyrir fiðlueinleik eftir Johan Svendsen. Þá mun söngkonan Eva Prytz syngja þrjár aríur úr óperum ’loz- arts. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Harald Brager-Nielsen og hefur hann gegnt stjórnendahlutverki með litlum hléum síðan 1926 - Hljómsveitin hefur þ.‘ var farið í hljómleikaf’ II út]-::da'til Kaup mannahafnar, Lunds og Uppsala. Óperusöngkonan Eva Prytz Hún er með kunnustu söng- konum Norðurlanda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.