Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 9
V1SIR. Föstudagur 24. febrúar 1967. 9 VIÐTAL DAGSINS Ásgeir Jakobsson ræðir við Berg Pálsson skipstjóra sem senn verður 93 ára f í í litlu húsi við Berg- staðastræti býr maður, sem á að baki langa og stranga ævi og frásagn- arverða, Bergur Pálsson skipstjóri, sem verður 93 ára 30. marz. 'Ij'kki hafa þessi 93 ár liðið við hægan bruna, eins og títt er hjá þeim, sem ná háum aldri, heldur var Bergur á togurunum einmitt þann tíma, sem harðast- ur hefur orðið í íslenzkri mannsævi. Erfiðið var gegndarlaust og því fylgdi vosbúð og harðræði, vökur miklar og slysahætta. Það reynir á líkamann, þegar það endurtekur sig oft, að ínenn vaka þar til þeim er horf- in öll skynjan og þrátt fyrir drunur í spili, öskur og læti, ágjöf og velting, dotta þeir standandi í fiskkösinni, þegar hún er orðin nógu stór til að þeir skorðist og velti ekki. Undir þiljur má ekki senda þá neinna erindi, þeir velta út af um leið og þeir koma f hlýj- una, gangi þeir á kamar, sjást þeir ekki aftur fyrr en stuggað er við þeim, og fari þeir aö fá sér kaffisopa, sofna þeir framá hendur sér áður en þeir ná að drekka úr fantinum. Erfiðið var löngum meira á íslenzku tog- urunum en þeim erlendu, vegna þess, að Islendingarnir lögðu á- herzlu á að veiða mikið magn af þorski í salt, en það er erfið fiskvinnzla til viðbótar streði við veiðarfærin. Mörg eru dæmin um menn, sem fóru um borð á ungum aldri og fullhraustir, en fóru frá borði eftir nokkur ár slitnir og gamlir fyrir aldur fram. Þaö hafði eitthvað bilaö í skrokknum eða slys borið að höndum. Að- eins þeir, sem voru veilulausir meö öllu entust um borð fulla starfsævi. Það var auðvitað að kjarkur varð að fylgja þrekinu, því að framan af var þessum skipum beitt í sjó og veöur eins og þetta væru herskip, sem sjór fengi ekki grandað. Það getur ekki talizt stað- hæfing út í bláinn að fullyrða, að Bergur Pálsson hafi verið vellukkað drottins handaverk, og að hann hafi ekki reitt saman nein fúasprek í Berg né gleymt að hnoða nagla, eins og oft vill brenna við hjá þessum stór- virka happa- og glappasmið, sem löngu væri búið að dæma fyrir handvömm, ef hann hefði ekki sjálfdæmi, bléssaður, í öllum hlutum. Bergur les bækur og hefur fullan skilning á því sem hann les og man það, ekki síður en það sem fjarlægara er í tíman- um, og er slíkt fátítt um há- aldraö fólk að það muni daglæti jafnglöggt og það sem fyrr var lifað. Þegar ég átti tal við Berg fyr- ir nokkrum dögum síðan talaði hann af miklum krafti í þrjár klukkustundir samfleytt, rakti skilmerkilega liðna atburði og vinnuhætti án þess að endur- taka né brengla frásögninni á annan hátt. Ekki virtist hann kenna þreytu. Hann segir ein- staklega hressilega frá og krydd ar gjarnan frásögnina blótsyrð- um, lifir sögu sína og færist í aukana, þegar miklir atburðir eru að gerast í sögunni. Bergur virðist hafa verið meðalmaður á hæö áður en ellin náði að kýta hann lítið eitt, þykkur undir hönd og breiður og hnöttóttur skallinn, augun skýr og kvik og enn bregður fyrir í þeim bliki, sem vekur manni grun um, aö eitt sinn hafi hugurinn veriö harður og hjart- að geiglaust. Bergur er fæddur á Vind- Bergur Pálsson, skipstjóri esi þar sem hann lá meðvitund arlaus á dekkinu á Royalist og hældi hann sér af. Nielsen skip stjórði heyrði eitt sinn á orð- ræður kokksins af þessu tagi og þá söng aldeilis 1 tálanun um á honum. — Þú ættir aö þegja, svínið þitt, það hefði átt að hengjo þig og ykkur alla, sem þarna voruð að verki. Þetta var einhver lengsta ræða, sem ég heyrði Nielsen halda og kokkurinn hældi sér ekki framar af hnffstuid.num. Þessi kokkur var skítmenni og væskill, greyið. Á Forsetanum með Halldóri Kr. Ég kom heim 1906, þvl allt af lifði ísland með mér og éa festi ekki yndi til langdva'a úti Þá voru kaupin á Forsei anum ráðin og Halldór réð mig, þvi að hann vissi, að ég var orðinn allvanur á togurum en slíkir menn voru þá enn fá- tfðir hér heima. Ég fór þo út aftur sfðla sumars og var háib partinn ráðinn hjá skipstjóra sem Charles Tumer hét. mtKi um aflamanni, en það varð ekki úr að ég færi neitt út með hon um, þvi að talið var að Forset- inn yrði tilbúinn fyrr en raun varð á og ég fékk skeyti um að koma til Glasgow. en það dróst f fimm vikur að við kærr umst af stað til íslands. Ég vai þá einn þeirra sem sigldi For- setanum upp og þar var ég síð ar bátsmaður og stýrimaður um sjö ára skeið, ef undan er skil Á lansri sifflingu... borða á Mýrum í Suðursveit. Hann fluttist sex ára að aldri til Stöðvarfjaröar og síðan til Fáskrúðsfjaröar tveim árum síð- ar og þar var hann þar til hann réðist til Woolnoughs hins enska á línufiskarann og var það 1899 .Englendingar byrjuöu um líkt leyti að veiða hér með línu og botnvörpu á gufuknúnum skipum. Bergur Pálsson á eftir að koma við sögu togaranna á bók- um, og hér verður aðeins heils- að stuttlega upp á þennan merka öldung með þvf að bregða upp nokkrum svipmyndum úr ævi hans og segir hann sjálfur frá. Með Woolnough var stritið ógurlegra en jafn- vel á togrurunum, áður en vöku- lögin komu, og hefur þó þeirri vinnu réttilega verið viðbrugðið. Línuspil var ekki á þessum línufiskara, og máttum við totta allri línunni inn á höndum og oft á djúpu vatni, og sfðan tók viö fiskaðgerg og þá beiting og varð oft lítið um svefn og stritið aldeilis þrotlaust. Ekkert kaup. Eitt pund á viku og að auki 2 pence af hverju pundi af hreinum ágóða útgerðarinnar. Hjá Woolnough var ég f tvö og hálft ár. Hann var ágætis karl, drakk sjálfur, en rak þá, sem hjá honum voru, ef hann vissi þá drekka. Hjá Woolnough var ég nærri búinn að drepa mig, þegar ég lenti innan I bugt af akkeriskeðjunni á spani út. Ég var þá hjá Woolnough Svo var það helvítið hann Farmur. Aldrei náði ég í hann til að hefna mín á honum. Það var nefnilega svoleiðis að Wool- nough haföi rekið þennan ná- unga af vegna drykkjuskapar, en svo hitti hann mig einu sinni úti f Grimsby. Ég bjó þá heima hjá Woolnough en var að fara í leikhús, þegar ég mætti skratt- anum honum Farm. Ég hafði mælt mér mót viö mann sem hét Eiríkur og var systursonur Jóns forna. Farmur býður mér inn á Hvíta-Svaninn og spyr hvort ekki megi bjóða mér romm glas. — Það getur vel verið stgi ég, og hann fer að barnum og kemur með tvö fleytifull glös, eins og stóru ölglösin eru. Já, það er hægt að plata flesta. Ég hugsaði með mér, að ef hann þo’j þetta þoli ég það líka og við drekkum úr glösunum og hann spyr hvort við eigum ekki að fá okkur aft- ur í glösin og ég segi olræt, ef þú þolir þetta þoli ég þaö, og hann sækir aftur í glösin og við drekkum úr þeim, þetta var þrælsterkt helvítis romm, og svo spyr hann hvort við eigum ekki að fá okkur enn f glösin að skilanði og ég segi enn „olræt“ við skulum gera það, og þá var klukkan að veröa níu og ég að verða of seinn að hitta Eirík og flýti mér að drekka út og við skiljum og ég er svo nundhepp inn að hitta Eirík við dymar á leikhúsinu og hann vill að við förum inn en ég segi: — Ertu vitlaus maður, sérðu ekki að ég er blindfullur. Komdu heldur með mér hérna á bak við Royalhótelið. Ég ætla að. losa mig við þetta helvíti og þaö gerðum við. Heldurðu ekki að stuttu seinna mætum við Woolnough og kerlingunni hans. Ég hefði ekki oröið ellidauður f vistinni ef hann hefði hitt raig áður en ég losaði mig við drykkinn. Löngu seinna sagði mér Engl- endingur, að Farmur hefði sjálf- ur ekki drukkið annað en þúrt- vín, helvltið atama. Þaö var ekki furða þó að hann yrði ekki full- ur. Hann ætlaði nefnilega áð fylla mig og láta reka mig. Ég náði aldrei f hann til að hefna mín á honum. — Varstu samt ekki helaur lít ill víndrykkjumaður yfirle;tt? — Jú, ég hef alltaf verið reglusamur. Með Nielsen á Mackenzie Það var meira upp úr þvf að hafa að vera á togurunum á þessum tíma. Nielsen þessi var danskur og bjó hér á ön undarfirði í ein þrjú ár. Hann var þjarkur mikill og hlífði lítt fólkinu, fámæltur, en það eilti sem hann sagði. Kokkurinn á Mackenzie ' var á Royalist 1899, þegar Hann- es Hafstein hafði nær verið drepinn og þessi kokksskratti hafði stolið hnífnum af Hann- inn tfmi minn i Stýrimannaskó! anum. Ég réðist í það, að ná mér í réttindi, þótt ég væri orð inn 36 ára, þegar ég settisi á skólabekk og kynni ekki ann- að f stærðfræði en ieggja sam an og draga frá og eitthvað i brotum. Ég varð samt fjórði um það er lauk. Af Forsetanum á ég margar minningar. Þeir voru margvís legir erfiðleikamir f þessari fyrstu ferð. Menn þekktu ekki botninn, aðstaða við land var örðug, vitar fáir og illt að taka land og um margt unnu menn sér erfiðara en síðar varð. Ég man eftir mönnum sofandi í fiskkösinni, Það var furða hvað Iftið varð um slys. þeg&r menn veifuðu hárbeittum flatn ingshnífunum steinsofandi. Halldór Kr. Þorsteinsson var mikill sjómaður ,en gat tekið upp f sig stundum. Hann fékk fyrst fyrir mig undanþágu og ýtti sföan undir mig að fara f skólann. Á Skúla fógeta fór ég 1914 og ég var f brúnni stýrimaður, þegar við rákumst á tundurduflið við Tfnárósa Við þekktum ekki mínur og Englendingarnir ekki heldur Allt í einu sé ég að eldbloss- amir standa upp yfir masturs- toppa og skipið fer í kaf að framan. — Hver andskotinn er nú þetta, hugsaði ég og í því kemur Bjarni Pálmason fljúg- andi niður úr pólkompásnun og skellur á brúarvængnum. Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.