Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Fimmtudagur 27. júní 1968.
mórguii    ' útlönd í morgun   ^^ÍM^}^&^:^^^^^Í^^^i    útlönd
KÍNVERJUM BOÐIÐ AÐ TAKA
ÞÁTT í GENFARFUNDI S.Þ.
— Breyfir engu um afsfóðu til aðildar
landsins að samtökunum
Aðaíritari Sameinuðu þjóð
anna, U Thant, hefur boð-
ið Kínverska alþýðulýð-
veídinu að senda fulltrúa
til fundar, sem haldinn
verður í Genf í ágúst með
þjóðum, er ekki eiga kjarn
orkuvopn. Frá þessu var
skýrt í aðalbækistöðvum
S.Þ. í New York í gær.
Sameinuðu þjóðirnar gangast
fyrir þessum Genfarfundi, og
þetta er í fyrsta sinn, sem Kína,
sem ekki er aðili að samtökun-
um, fær boð um að taka þátt í
slíkum fundi.
U Thant sendi boöið eftir aö
það haföi veriö samþykkt við at-
kvæðagreiöslu á allsherjarþinginu,
en sem stendur bendir ekkert til
þess, aö Kínverjar taki þátt £ þess-
um fundi, þar sem kjarnorkuveld-
in munu ekki hafa atkvæðisrétt.
Það er lögð áherzla á það af hálfu
Sameinuðu þjóöanna, aö þetta boð
snerti & engan hátt afstöðuna til
hugsanlegrar aðildar Rauða- Kina.
Aðalritarinn sendi samhljóöa bréf
til hinna 124 aöildarlanda, meölima
allra sérstofnana S.Þ. og allra landa
sem hafa kjarnorkuvopn, þ. á m.
Kfna.
Það sem fyrst og fremst veröur
rætt á fundinum í Genf er, hvern-
ig bezt veröi tryggt öryggi þeirra
landa, sem ekki eiga kjarnorku-
vopn, hvernig bezt sé að hindra út-
breiöslu kjarnorkuvopna og hag-
nýta  atómorku  á  friðsamlegan
hátt.
Þessi fundur hefur öðlazt mikilvægi
eftir að allsherjarþingiö samþykkti
tillögu um bann við frekari út-
breiðslu kjarnorkuvopna. Kina hef-
ur fordæmt þessa tillögu, sem verð-
ur lögö fram til undirskriftar á
mánudag í næstu viku.
Xuan Thuy — aðalsamningamaður N-Víetnam við Parísarviðræð-
urnar. Hann segir, að Þjóðfrelsishreyfingin vilji hlutleysisstefnu
og samstarf við allar þjóðir.
10. samningafundur U.S.A.
og N-Viefnam árangurslaus
Earl  Warren,  77 ára að aldri. Lætur nú af störfum sem forseti
hæstaréttar Bandaríkjanna.
®-
K Norður-Víetnamar gáfu í skyn
í gær, að þeir mundu virða hlut-
leysi Suður-Víetnams í framtíðar-
stjórnmálastöðu þess með Banda-
ríkjunum. Yfirsamningamaður Norð
ur-Vfetnama á samningafundunum
í París, Xuan Thuy, sagði að Þjóð-
frelsishreyfingin hefði í huga ut-
anríkisstefnu, sem byggðist á friði
og hlutleysi.
Bandaríska og n-v£etnamska
sendinefndin ræddust við i fjórar
klukkustundir £ gær. Þetta var t£-
undi fundurinn síðan samninga-
viðræðurnar hófust milli þessara
styrjaldaraðila.
Thuy sagði á fundinum, að Þjóö-
frelsishreyfingin hefði áhuga á
stjórnmálasambandi við öll lönd,
án tillits til þjóöfélags- og hag-
fræðilegs kerfis þeirra. Þjóðfrelsis-
hreyfingin byggist á kennisetning-
um um þjóöir og viðurkenningu
allra á sjálfsákvörðunarrétti þeirra.
Bæði  Bandaríkjamenn og Víet-
Earl Warren lætur af embætti
forseta hæstaréttar U.S.A.
Abe Fortas útnefndur eftirmoður hons
¦   í gær skipaði Johnson forseti Abe ^ortas í embætti forseta
hæstaréttar, en fyrrverandi forseti réttarins Earl Warren hafði
áöur tilkynnt að hann óskaði að láta af störfum.
¦   Warren, sem ættaður er frá Noregi, hefur veriö forseti hæsta-
réttar síðan 1953, og tímabil hans í þ'essu mikilvæga embætti hef-
ur verið sögulegur tími fyrir borgararéttindalöggjöfina í Banda-
ríkjunum.
í síðustu viku var tilkynnt ó-
pinberlega, að hann heföi beöiö
horsetann um lausn frá embætti,
sri hin opinbera tilkynning um það,
kom I gær á blaðamannafundi. þeg-
ar Johnson skýrði frá valinu á eft-
irmanni hans.
f bréfi  sem forsetinn hefur lagt
fram, leggur Warren áherzlu á. að
eina ástæöan fyrir því sé, að hann
finnur aldurinn leggjast æ þyngra
á sig. Það hefur samt lengi verið
vitaö í Washington, að Warren
hafði í huga að láta af störfum í
forsetatíð Johnsons, svo að honum
eæfist kostur á að nefna eftirmann
— jafnfrjálslyndan og Warren hef-
ur verið.
Vinir Warrens segja, að hann
hafi ákveöið að draga sig til baka
einmitt nú, þegar margir álíta að
morðið á Robert Kennedy hafi auk-
ið möguleika Nixons á því að kom-
ast í forsetastól.
Abe Fortas er 58 ára að aldri
Hann er einnig talinn vera frjáls-
'vndur, eftir bví að dæma, hvernig
hann hefur greitt atkvæöi f ýmsum
málum síðan Johnson forseti út-
nefndi hann i hæstarétt árið 1965
Ekki er Johnson þó algerlega ein
ráöur um skipun hæstaréttar,, því
að þingið vérður aö samþykkja fit-
nefninguna.
namár sögðu eftir fundinn, aö eng
inn árangur heföi náðst. Um há-
degisbil höfðu nefndirnar hitzt ó-
formlega og snætt saman hádegis-
verð. Bandaríkjamennirnir vonast
til, aö slfkir fundir geti skapað hag
stætt andrúmsloft til samninga, en
Cyrus Vance yfirmaöur bandarísku
nefndarinnar vildi ekki segja til um
hvað rætt var á hádegisveröar-
fundinum.
•Fréttamaður Tass:
segir afvopnunar-
umræður NATO
ciis raunveruiegs
grundvallar
Fréttamaður Tass-fréttastof-
unnar rússnesku skrifaði í gær,
að allar umræður á ráðherra-
l'unrli NATO f Reykjavik um að
breyta hernaðarskipulagi innan
Evrópu séu án nokkurs raunveru
legs grundvallar.
Fréttamaðurinn, Igor Orlov,
segir, að NATO fylgi áfram
hinni gömlu stefnu. Samtökin
séu tæki til ágangs og stríðs-
undirbunings.     „Atlantshafs-
bandalagið er ennþá ein aðal-
uppspretta fyrir spennu £ Evr-
ópu og heiminum. Fundurinn £
Reykjavfk hefur leitt £ ljós auk-
in áhrif Vestur-Þýzkalands á
stefnu bandalagsins. Margir hlut
ir í hinni opinberu tilkynningu
tala máli kalda strfðsins. Arás-
irnar á A-Þýzkaland vegna
hinna nýju ákvæöa um vega-
bréfaeftiríit, eru ekki I anda
allra fullyrðinganna um „starf f
þágu friðar", og fleira þessu
líkt skrifar Orlov.
MOSKVA. Sovézka rithöfunda-
sambandið ákærði í gær Alexander
Solzenitsjin, sem skrifaöi bókina
„Dagur í lífi Ivans Denisovitsj"
fyrir að vera viljugt tæki fyrir vest-
rænan áróður gegn Sovétríkjunum.
HONGKONG. Blöö 1 Hongkong
halda þvi fram, aö mörg þúsund
manns hafi fallið og særzt I bar-
dögum í Suður-Kína milli stuðn-
ingsmanna Maos Tse-tungs og á-
hangenda Liu Shao-chi forseta.
Fólk, sem hefur komið til Hong-
kong frá Yangkiang-fylki í Kwan-
tung, segir að kínverski herinn hafi
ekki reynt að stööva átökin milli
flokkanna, sem stóöu frá 27. maí
til 9. júni. Talið er, að um 1000
manns hafi fallið, en í bardögun-
um voru notuð vopn, sem deilu-
aðilar útveguðu sér hjá herflokk-
um í nágrenninu.
RÓM. Páll páfi kunngerði i gær,
að við fornleifauppgröft í Péturs-
kirkjunni í Róm, hefðu komið upp
beinaleifar, sem fullvíst mætti telja.
að væru af Pétri postula. Um lang-
an aldur hafa menn álitið, að post-
ulinn hafi verið krossfestur með
höfuöiö niöur í ofsóknum á hendur
kristnum mönnum í Róm árið 64
eða 68. og að hann hafi síöan verið
grafinn, þar sem háaltari Péturs-
kirkjunnar stendur nú.
FRANKFURT. Frakkland hefur
selt vestur-þýzka þjóðbankanum
gullbirgðir fyrir um 10 milljarða
króna á síöustu dögum. Þessi mikla
gullsala stendur ' sambandi við
fjárhagsvandræðin miklu, sem
Frakkar eiga nú við að etja.
PLYMOUTH. Flugvélar og skip
leita nú hinnar 26 ára gömlu Dith
Baumann frá Vestur-Þýzkalandi, en
hún er ein þátttakenda í kappsigl-
ingu yfir Atlantshafiö. Ungfrú
Baumann siglir bátnum Koala III
Leitinni að stúlkunni er stjórnað
frá bandaríska flugvellinum f Ram-
stein í V-Þýzkalandi.
HONGKONG. Hafnarlögreglan ¦
borginni Hongkong hefur síðustu
dagana slætt 17 lík upp úr sjónum
Halda menn þessi lík hafa rekið
frá Kína. Á einum degi fundusf
þannig átta lík, sem auösjáanlega
höfðu legið í sjónum vikum saman
og yoru þau í fjötrum. Lögreglar
álftur Iikin koma frá Kína. þar sem
fólki hafi veriö refsað þann-
ig fyrir flóttatilraun, eða bað
hafi oröið fórnarlömb baráttunnaT
milli Maó-sinna og andstæðines
hans í Kwantung-óeiröunum'.
JÓHANNESARBORG. Yfir 600 þús
und blökkumenn eru nú atvinnu
Iausir í Rhodesíu, að því er auglýsr
var á fundi vefnaðarvöruframleið
enda í Jóhannesarborg á dögunurr.
Atvinnulausum hefur fjölgað
Rhodesíu á árunum 1960—'67 urr
42 þúsund og þar meö er tala at
vinnulausra komin upp í 600 þús
und. Á sama tfma hefur blökku
fólki fjölgaö í landinu um eina
milljón.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16