Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.01.1976, Blaðsíða 20
FJÓRÐI LANDSFUNDUR ÍSLENSKRA BÓKAVARÐA BARNABÓKADAGUR 1976 Eins og kunnugt er var ætlunin að efna til Landsfundar Bókavarðafélags Islands í lok september, en honum var frestað af hagkvæmnisástæðum. Landsfundurinn verður nú haldinn í beinu framhaldi af ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga eða dagana 15.—17. október n.k. í Nor- ræna húsinu í Reykjavík. Aðalfundur Bókavarðafélags Islands fer fram í tengslum við landsfundinn einnig í Norræna húsinu. Aðalfund skal halda síðast í septembermánuði ár hvert, og annaðhvert ár í tengslum við landsfund, svo að bókaverðir utan Reykjavíkursvæð- isins geti haft beinni áhrif á stjórn félags- ins. Ævimenntun og hlutdeild almenningc'- bókasafna. 1 henni verður megign við- fangsefni Landsfundar Bókavarðafélagsins að þessu sinni. Gunnar Andersson frá Sví- þjóð mun flytja framsöguerindi um al- menningsbókasöfnin í þjónustu alþýðu- menntunar. Gunnar Andersson vinnur við Fræðslumálaskrifstofu Svíþjóðar, og er hann vel þekktur í heimalandi sínu. Hann kemur til Islands í boði Bókavarða- félags Islands og Norræna hússins i Reykjavík. Af öðrum framsöguerindum má nefna yfirlitserindi um námsflokkastarf á Islandi. Þátttakendum verður skipt í umræðuhópa. Að lokum má nefna heimsókn í Valhúsa- skóla, þar sem bókasafn skólans verður skoðað. Þetta verður fjórði landsfundur íslenskra bókavarða. Fyrsti landsfundur Bókavarða- félagsins var haldinn árið 1970. Landsfundarnefnd skipa að þessu sinni: Finnur Sigurjónsson formaður, Eiríkur Þ. Einarsson, Erla Jónsdóttir, Guðrún Karls- dóttir og Hrafn Harðarson. E.M.E. Af fenginni reynslu af Barnabókaviku 1975 þótti bókavörðum tilhlýðilegt að end- urtaka einhvers konar barnabókadagskrá í apríl síðastliðnum. Þessi Barnabókadagur var haldinn 3. apríl og voru það félögin þrjú, sem að honum stóðu, þ.e. Bókavarða- félag Islands, Félag bókasafnsfræðinga og Félag skólasafnvarða. Ákveðið var að helga dagskrána við- fangsefninu „Börn og fjölmiðlar", og voru fengnir f jórir fyrirlesarar til þess að leggja til inngangserindi. Voru það þau Berþóra Gisladóttir, sem fjallaði um leikhúsverk fyrir börn, Ólafur Jónsson, sem fjallaði um barnabókaútgáfu, Þorbjörn Broddason, sem gerði skil sjónvarpsefni fyrir börn og Þorgeir Þorgeirsson, sem tók fyrir kvik- myndir fyrir börn. Var boðið til fundarins forsvarsmönnum þeirra stofnana, sem þarna var rætt um, t.d. útvarpi, sjónvarpi, leikhúsunum báðum, kvikmyndahúseig- endum, kvikmyndaeftirliti, bókaútgefend- um og dagblöðunum (barnasíðum). Ekki komu fulltrúar frá kvikmyndahúsaeigend- um en frá öllum öðrum aðilum er til var boðið. Varð af þessu skemmtileg umræða og var Norræna húsið þéttskipað gestum Árangur þessarar dagskrár varð síðan myndun starfshópa, sem hyggjast fjalla um þessa þætti hvern fyrir sig í vetri kom- anda. Mun starf þeirra hefjast fljótlega. Var það félögunum mikið ánægjuefni að sjá hversu vel þessum dagskrám hefur verið tekið og hafa þau fullan hug á að halda þessum barnabókaumræðum áfram í einhverri mynd. S.K.H.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.