Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 22
Almenningsbókasöfn 1979 Úr yfirlitsskýrslu bókafulltrúa um starfsemi og fjármál almenningsbókasafna árið 1979. Tölulegar upplýsingar um bókasöfn segja ekki alla sögu um starfsemi þeirra eða gildi þeirra fyrir samfélagið. Þær segja þó nokkra sögu, og er fróðlegt að bera þær saman við tölur fyrri ára og við sams konar upplýsingar frá öðrum löndum. Vitað er að íslendingar lesa mikið og að stór hluti lesefnisins er fenginn að láni hjá bókasöfnum. Vitað er einnig, að útlána- starfsemi er langþyngst á metunum í starfsemi íslenskra almenningsbókasafna og að af því lesefni, sem lánað er út, er allt að 80% fagurbókmenntir, og langmestur hluti þýddar skáldsögur. Ekki er hér verið að gera lítið úr gildi útlánastarfsemi og hlutverki almenningsbókasafna sem afþreyingar- stofnana, en söfnunum er ætlað stærra hlutverk. Vinna þarf markvisst að því að gera þau virkari þátttakendur í menningar- og fræðslulífi síns umhverfis. Árið 1979 voru 247 almenningsbókasöfn á skrá hjá skrifstofu bókafulltrúa: 40 mið- söfn, 172 hreppssöfn og 35 bókasöfn í sjúkrahúsum, hælum og vistheimilum. Ný lög um almenningsbókasöfn tóku gildi 1976 og er áhrifa þeirra farið að gæta víða í stórauknum fjárframlögum sveitarfé- laga. Mörg söfn hafa fengið aukið húsnæði eða eru um það bil að flytja inn í betri og stærri húsakynni. Víða hefur starfsliði fjölg- að og þjónusta og starfshættir breyst mjög til 22 batnaðar. Alltof víða eru þó óvirk eða líflítil söfn eins og lesa má úr eftirfarandi töflum. Þegar lög um almenningsbókasöfn voru fyrst sett, árið 1955, voru bókasafnsum- dæmin 30 og hefur þeim verið fjölgað í 40. Þessi skipting er forsenda fyrir uppbyggingu bókasafnakerfis en hún hefur sætt mikilli og vaxandi gagnrýni. Ekkert hinna 40 um- dæmissafna (miðsafna) hefur nú skilyrði til að annast það víðtæka hlutverk, sem mið- safni er ætlað samkvæmt lögum og reglu- gerð og hefði verið raunhæfara að ætla ör- fáum (6—8) söfnum slíkt hlutverk og leggja áherslu á að byggja þau upp. Mjög hefur einnig verið gagnrýnd sú tilhögun, að sveit- arfélög væru ein um að fjármagna rekstur og starfsemi safnanna, en með hinum nýju lögum féll beint ríkisframlag til almenn- ingsbókasafna brott. í nágrannalöndum okkar, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, eru almenningsbókasöfn rekin af sveitarfélögum, en ríki leggur fram fé til ákveðinna, sameiginlegra verkefna og upp- byggingar safnanna. Mjög hefur verið hert á kröfum um menntun starfsfólks í almenningsbókasöfn- um í ofangreindum löndum og hefur það haft mikil áhrif á þróun þeirra. Norðmenn, sem eiga við mjög svipuð vandamál að stríða og Islendingar, t.d. í sambandi við einangrun og samgöngur, hafa leyst mennt- unarvandamál bókavarða í fámennum byggðarlögum með bréfanámskeiði og starfsþjálfun í landshlutasöfnum. I ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 50/1976 um almenningsbókasöfn segir: „Menntamálaráðuneytið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga skulu sameiginlega gangast fyrir gerð heildaráætlunar um upp- byggingu og aðsetur almenningsbóka- safna.“ í febrúar 1980 skipaði menntamálaráð- herra nefnd til að annast framangreint verkefni. í nefndinni sitja tveir fulltrúar sveitarfélaga, Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.