Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1 9 9 9 - III Xk^MT MINNINGARGREINAR Sigurbjorg Lilja Ágústsdóttir Enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Þetta var það íyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði að Gogga föðursystir mín væri dáin og Iangar mig til að minnast hennar með örfáum orðum. Fyrir 13 árum síðan leigði ég hjá Goggu og var það mér mikil Iífsreynsla. Gogga var sérstök kona, hún var í eðli sínu lífsglöð og léttlynd og var oft stutt í svolitla stríðni. Atti ég með henni margar skemmtilegar stundir sem ég upplifði sem heil ævin- týri. Eitt var það við Goggu sem ég dáðist alltaf að en það var hversu óskaplega lítið þurfti til að gleðja hana og hve sú gleði var sönn. Væri stungið að henni vísu, einni rós eða einhverju smáræði var eins og henni hefði verið gefið gull. Eg man eftir helgarferð í bústaðinn hennar í Grímsnesinu og hvað hún naut þess að vera úti í náttúrunni. Gogga var vinamörg og hafði hún gaman af að bjóða vinum í mat og var hún þá búin að fram- reiða stórveislu áður en maður vissi af, hún gerði mikið af að gleðja vini og ættingja með gjöf- um og ég man eftir blómaskreyt- ingum sem hún bjó til. Voru þær oft unnar úr pottablómunum hennar eða öðru sem til var á heimilinu og átti hún til alveg ótrúlegt hugmyndaflug við þessa hluti. Eg var oft undrandi á því hvað allt lék í höndunum á henni. En þessi tími var ekki bara gleði og skemmtun. Gogga var haldin mjög erfiðum sjúkdómi sem hún þurfti að berjast við í langan tíma og sýndi hún ótrú- legt æðruleysi í þeirri baráttu. Hún var skynsöm og reyndi að njóta hvers dags fyrir sig og nota tímann vel en af biturri reynslu vissi hún að veikindin myndu aft- ur og aftur draga úr henni mátt og vilja. Það var mér strangur skóli að finna hvað ég var van- máttug, að ég gat ekkert gert til að hjálpa henni hversu mikið sem ég vildi. Mér þótti óskaplega vænt um hana Goggu og minningarnar eru mér dýrmætar. Stuttu eftir dvölina hjá henni átti ég eldri dóttur mína og skírði ég hana í höfuðið á Goggu og vildi ég með því sýna henni lítinn þakklætis- vott fyrir allt sem hún var mér og gerði fyrir mig þennan tíma. Eg held að þessi tími og það sem ég lærði af Goggu hafi verið mér gott veganesti út í lífið og kannski styrkur til að takast á við það sem síðar skyldi verða. Gunnu, Steina og fjölskyldum þeirra svo og systkinum Goggu sendum ég og fjölskylda mín okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Jakobsdóttir Lokið er vegferð sálar í mann- heimi, mótstreymi að baki, það birtir. Idún nemur nýtt land, land vonar, land ástar. Það er land í ljúfum draumi, land sem áður svaf í Ieynum. Það er land baðað birtu og þekkir ekki myrkur, sárs- auka, örvæntingu, kvöl og þyngsli. Þar er skugginn gagnsæ himna, litrófið skær bjarmi í regnboganum, form og Iína í full- komnu samræmi. Fölnuð minning kemur úr djúpinu og gárar yfirborðið, rödd vinar sem réttir hönd um haf og kallar: Komdu. Það er líkn og fró að líða örugg um nýja verund og veröld og skapa hughrif um grösuga dali, hlusta á kátan fuglasöng, umlukt Ijöllum og bláhimni og skýjum á sveimi. Hún veður rósabreiður upp í mitti, dumbrauðar, ilmandi, gló- bjartar, áfengar. Hún dansar í himneskum fögnuði, svífur, því engin spor sjást í döggslegnu grasinu. Hún lifir, gagntekin unaði, sveipuð eilífu ljósi, í nálægð drottins sem blæs ljúfum anda í tilveruna og léttir fargi af harm- þrungnum hjörtum sem syrgja. LJnnur, Sigurður, Magnhildur, Haraldur og Ntels. Gísli Jónsson Gísli Jónsson fv. prófessor í raf- orkuverkfræði lést aðfaranótt 22. febrúar á sjötugasta aldursári, eftir stutta sjúkralegu. Gísli Jónsson fæddist 6. júní 1929 í Reykjavík, sonur hjónanna Jóns Guðnasonar bifreiðasmiðs og Elínar Gísladóttur. Hann var stúdent frá MR 1950, lauk fýrri- hlutaprófi í verkfræði frá HI 1953, M.Sc.-próf frá DTH í Kaupmannahöfn 1956 og Iauk prófi í ljósmyndun frá New York Institute of Photography 1995. Gísli starfaði hjá áætlunar- og mælingardeild Raforkumálaskrif- stofunnar 1956-58, var forstöðu- maður raffangaprófunar Raf- magnseftirlits ríkisins 1958-60, starfrækti eigin verkfræðistofu 1960-61, rafveitustjóri Rafveitu Hafnarfjarðar 1961-69 og jafn- framt slökkviliðsstjóri í Hafnar- firði 1961-65. Hann var fram- kvæmdastjóri Sambands ís- Ienskra rafveitna 1969-75, pró- fessor í raforkuverkfræði við HI 1975-95, prófessor emiritus frá 1996 og starfaði við Ijósmyndun frá sama tíma. Gísli gegndi fjölda trúnaðar- starfa, sat m.a. í stjórn Sambands íslenskra rafveitna, var formaður Félags Rafveitustjóra sveitarfé- laga, sat í Hitaveitunefnd Hafn- arfjarðar, var formaður Raf- magnsverkfræðingadeildar Verk- fræðingafélags Islands, forseti Rótaryklúbbs Hafnarfjarðar, for- maður verkfræðiskorar HÍ, for- maður rafmagnsverkfræðiskorar HI, varaforseti verkfræðideildar HÍ, f stjórn Verkfræðistofnunar HI og formaður hennar, í yfirkjör- stjórn Hafnarijarðar um árabil og sat f stjórn Neytendasamtakanna. Til dauðadags var Gísli í stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Hafnar- firði, í Osonlagsnefnd Landlækn- isembættisins, formaður Krabba- meinsfélags Hafnaríjarðar, for- maður Námssjóðs J.C. Möller, formaður Ljóstæknifélags Is- lands, forseti Landsnefndar Is- Iands í CIE og formaður Evrósku samtakanna LUX Europa. Gísli var kjörinn Paul Harris fé- lagi Rótaryhreyfingarinnar 1988. Gísli vann að rannsóknum á notkun rafbíla á Islandi og var frumkvöðull á því sviði hér á landi. Hann starfaði einnig mikið að ýmsum baráttumálum neyt- enda allt til dauðadags. Eftirlifandi maki Gísla er Mar- grét Guðnadóttir, fulltrúi. Gísli Iætur eftirsig 3 uppkomin börn og 13 barnabörn. Guðni Gislason. Ragnheiður Pálsdóttir Ragnheiður Pálsdóttir Möðru- vallastræti 5, Akureyri. Fædd í Víðidal á fjöllum, 7. nóv. 1922. Dáin 19, feb. 1999. Jarðsett frá Akureyrarkikju 1. Mars kl. 14.00. Foreldrar Páll Vigfús- son f.27.10.1889 í Hnefilsdal á Jökuldal d. 2.4. 1961. Og María Ingibjörg Stefánsdóttir f.4.8.1887 á Möðrudal á Efra Qalli d.7.10.1929. Alsystkini: Arnfríður f.29.5.1919 nú Iátin. Vigfús Agnar f.29.8.1920. Stefán Arnþór f.3.12.1923. Gestur f.13.8.1925. Þórólfur f.6.12.1926. Hálfsystkyni sam- feðra móðir Margrét Bene- diktsdóttir f.27.12.1903 d.14.1.1965. Hulda f.2.3.1932 nú látin. Erla f.10.2.1933. Unnur f.12.8.1935. Garðar f. 10.1.1942, nú látinn. Sævar f.16.8.1943. Alda f.24.1.1946. Ragnheiður var í farskóla á Jökuldal og síðan í Laugaskóla. Hún vann almenna verka- mannavinnu seinna var hún umsjónarmaður Alþýðuhússins á Akureyri um margra ára skeið og einnig rak hún litla tó- baks- og sælgætisverlun. Hún giftist Sigurði Baldvinssyni frá Naustum f.26.9.1915 d.23.7.1995. Börn : Páll, Bald- vin Halldór, Hrafn, Helga María. Barnaböm: Hanna Sig- ríður, Skúli Þór, Ragnheiður, Sigurður, Jón Ingi, Stefán, Rósella, Sunna, María, Hall- dóra. Barnabamabarn: Eyþór. Ragnheiður fæddist í Víðidal á fjöllum sem var ein af hjáleigum höfuðbólsins Möðrudals á efra Ijalli þar sem móðurafi hennar Stefán Einarsson frá Brú , stór- Iyndur maður og vinsæll af hjú- um og undirsetum bjó ásamt konu sinni Arnfríði Sigurðardótt- ir frá Ljósavatni Guðnasonar sveitahöfðingja og ráku eitt stærsta bú sinnar tíðar á Islandi. Páll Vigfússon faðir Ragnheið- ar var af Hákonarstaðaætt hinni gömlu í föðurætt og af Horn- firskrum ættum í móðurætt. Þegar Ragnheiður er ársgömul flytja foreldrar hennar að Grund á Jökuldal og komst fjöldkyldan vel af enda María og Páll annál- að dugnaðar- og rausnarfólk, var til þess tekið hve glaðlynd og samlynd þau hjónin voru , en gæfa þeirra fékk ekki notið sín lengi María veiktist af illkynja sjúkdómi og lést 1929 frá 6 börnum í ómegð og eiginmanni aðeins 32 ára. Móðurmissirinn skildi eftir sig sár í hjarta Ragn- heiðar sem aldrei greri. Frá Grund flutti Qölskyldan þegar nokkuð tók að vora 1936, að Aðalbóli í Hrafnkelsdal inn undir Snæfelli og Brúaröræfum, Iangt fyrir ofan alla byggð þar sem sér ekki til nokkurs bæjar og víðáttan ein er sjóndeildarhring- urinn, en þá hafði Páll Vigfússon kvænst að nýju seinni konu sinni Margréti Benediktsdóttir sóma- konu frá Reyðarfirði, og eignað- ist 6 börn með henni. Upp úr virðingu þeirrar alvöru, sem fátækt í landi kreppuáranna var Iíf Ragnheiðar Pálsdóttur sprottið, konu sem var sterk eins og rætur hennar, konu sem bar ekki tilfinningar sínar á torg, en átti nóg af kærleik og æðruleysi til að miðla öðrum. Ragnheiður var alla tíð sannur sósíalisti og var trú þeirri sanfær- ingu sinni allt til enda, svo gjaf- mild var hún að af bar, ef hún átti meira en nóg fyrir sig sig og sína, þá nutu aðrir þess, þeir sem minna máttu sín. Hún tók þátt í bæjarpóiitíkinni á Akureyri með Alþýðubandalag- inu og var oft á framboðslita flokks sín við bæjarstjónarkosn- ingar. Ragnheiður giftist Sigurði Baldvinssyni bókhaldara frá Naustum traustum ágætismanni 1953 hann lést 1995 á áttugasta aldursári. Fyrir nokkrum árum kenndi hún sér þess meins sem leiddi hana til dauða og lést hún södd lífdaga með góða samvisku, tilbúin vistaskipta. Það er tómlegt í götunni okkar, þakka samfylgdina. Aðstandendur Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Markmið Úttararstofu islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber I huga er dauösfal! ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa ísiands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstaö í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Bióm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef Hkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiðí. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson. útfararstjóri Sverrir Olsen. útfararstjóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.