Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1983, Blaðsíða 20
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS1983. DÚNÚLPUR S-M-L-XL Varð áflur kr. 1.898,- Verðnú kr. 1.328,- TORINO kr. 698,- Nr. 38-48 KÖLN kr. 449,- - 490,- Nr. 29-39 EVROPASTAR kr. 624,- Nr. 38-42 ALLT MEÐ 30% AFSLÆTTI Jtretch skiðabuxur Skiðagleraugu ikíðaúlpur Eyrnaskjól Skiðalúffur ikíflahanskar )únvatthúfur Vloon Boots (lítil nr.) Skíðahúfur Sarnaskíðagallar nr. 116-176). SCHOKO HATTRICK kr. 483,- Nr. 30-48 TRX TRAINING kr.723,- Nr. 36-49 SCHULSPORT Nr. 33-47 kr.549,- TRXJUNIOR Nr. 25-33. kr. 417,- GÖLFSSTRÆTI8, ÍM112024. — kastaði spjótinu 85,12 m, sem er 3,90 m lengra en gamla metið hans Einar Vilhjálmsson — spjótkastar- inn stórefnilegi frá Borgarfirði, setti gUesilegt íslandsmet í spjótkasti á frjálsíþróttamóti í Los Angeles á laugardaginn. Að sjálfsögðu bar hann sigur úr býtum í mótinu. Einar kastaði spjótinu 85,12 m, sem er hvorki meira né minna en 3,90 m lengra en gamla metið hans var — 81,22 m, sem hann setti á Laugardalsvellinum 5. ágúst 1981. Þessi árangur Einars er sá besti sem náðst hefur í Bandaríkjunum í ár Sverrir í Fylki Sverrir Brynjólfsson, sem verið hefur einn besti leikmaður Þróttar i knattspyrnunni mörg undanfarin ár, tilkynnti um helgina félagaskipti í Fylki og mun leika með Árbæjarliðinu í 2. deild i sumar. Fylkir lék tvo æfingaleiki um helgina. Gerði jafntefli 3—3 við KR á laugardag en sigraði ísfirðinga 4—1 á sunnudag. -hsím. HilmartilVals Hilmar Harðarson hefur ákveðið að gerast leikmaður með 1. deildarliði Vals i knattspyrnu að nýju. Hilmar, sem er mjög leikinn sóknarleikmaður, lék með Val 1981, en sl. sumar iék hann með Iluginn á Seyðisf irði. -SOS. og er Einar nú kominn í hóp fremstu spjótkastara Norðurlanda. Það er óhætt að segja að þetta sé að- eins fórsmekkurinn af þvi sem koma • Þórdís Gísladóttir. skal hjá Einari, því aö keppnistíma- bilið utanhúss í Bandaríkjunum er rétt að byrja. Einar er mjög ánægður með þennan árangur og segist vera bjart- sýnn á sumarið. — Það er ýmislegt sém ég þarf að lagfæra og mun ég gera það á næstunni, sagöi Einar. Óskar Jakobsson úr ÍR tók þátt í mótinu og keppti hann í kúluvarpi — varð annar, meö því að kasta 19,38 m. Það er greinilegt að Oskar er ekki búinn að ná sér góðum af þeim meiðslum sem hann hefur átt við að stríða. Oskar varð sigurvegari í kringlukasti í Los Angeles — kastaði 59,73 m ogvarðannaríkúluvarpinu. Oddur Sigurðsson úr KR keppti í 400 m hlaupi og varð fjórði — hljóp vega- lengdina á 47,37 sek., sem er langt frá hans besta. -SOS. Einar Vilhjálmsson. Þórdís setti íslandsmet í Alabama: ■ ' ■ ( )g vai rvel o lyfi ir 1 o íæð Ni irður land lam let sins! felldi naumlega. Vésteinn og Siguröur Einarsson sigruöu í Florída Litlu munaði að Þórdis Gísladóttir, ÍR, setti nýtt Norðurlandamet í há- stökki kvenna á móti í Tuscaloosa í Alabama um helgina. Hún reyndi við 1,92 m og var vel yfir hæðinni en felldi naumlega á niðurleið. Áður hafði Þórdís sett nýtt íslandsmet utanhúss á mótinu, stökk 1,87 m og bætti eigið met um einn sentímetra. Nýlega stökk hún innanhúss 1,88 m. Vésteinn Hafsteinsson, Selfossi, sigraöi i kringlukasti á miklu frjáls- íþróttamóti í Florida um helgina. Kastaöi 59,16, sem er nálægt hans besta. Hann varð fimmti í kúluvarpi með 17,05 m og það er í fyrsta skipti sem Vésteinn varpar kúlu yfir sautján metra. Átti best áður 16,99 m. Keppendur á mótinu voru um 1500 og Sigurður Einarsson, Ármanni, sigraði í spjótkasti með 68,92 m. Pétur Guðmundsson varpaði þar kúlu 16,06 m og Iris Grönfeldt kastaði spjóti 44,68 m. -hsím. /5?i fermingargjöf íþró ttamannsins i Spörtu 8 > a m afsíáttur AF ÖLLUM <|| U/a skíðafatnaði og WW / " skíðaskóm út mars Mwi adidas ^ fótboltaskór - adidas ^iþróttaskór STEFAN SKfÐASKÚR Verð áflur kr. 870,- — 1.286,- Verð nú kr. 469,- — 899,- SUPER CUP Nr. 38-46. kr. 1.343,- AVUS Nr. 38-44 kr. 782,- UNIVERSAL Nr. 36-49 kr.769,- íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt Valur íslandsmeistari í körfuknattleik: „Sönnuðum það að við erum bestir” Sagt eftir leikinn: „Frábær leikur” - sagði Jim Dooley landsliðsþjálfari „Eg vil bara nota tækifærið og óska Valsmönnum til hamingju með frábæran sigur,” sagði Jim Dooley, lands- liðsþjálfari í körfuknattleik, eftir leikinn í gærkvöldi. „Valsmenn unnu í þessum leik en Keflvíkingar sigruðu á áhorfendapöllunum. Þetta var frábær leikur og stemmningin meö ólíkindum. Hvað varðar úrslitaleikinn í bikarkeppninni á fimmtu- daginn þá munum við iR-ingar mæta hér. Og viö skulum bíða og sjá hvað gerist. Viö munum ekki gefa þumlung eftir og Valsmenn veröa að leika eins og sannir meistarar eigi þeir aö vinna okkur á fimmtudaginn,” sagði Jim Dooley. -SK. „Erum á toppnum” — sagði Leifur Gústafsson „Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð islandsmeistari með meistaraflokki og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu ánægður ég er,” sagði hinn ungi og efnilegi Valsmaður, Leifur Gústaf sson, eftir leikinn. „Eg hef f jórum sinnum leikiö til úrslita á Islandsmóti í körfuknattleik meö yngri flokkunum og alltaf tapaö. Þetta var því mjög kærkominn sigur. ’ ’ Hvað með úrslitaleikinn i bikarnum á fimmtudag? „Mér líst mjög vel á hann. Valsliðið er á toppnum í dag og þetta hefur allt smollið saman hjá okkur nú síðustu vikur. Við stefnum að tvöföldum sigri,” sagði Leifur. -SK. „Hræktu á okkur” — sagði Torfi Magnússon „Ég hef aldrei á minum ferli fengið aðrar eins móttök- ur við verðlaunaafhendingu. Áhangendur Keflavikurliðs- ins hræktu á okkur og voru meðputta á Iofti,”sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Vals, eftir að hann hafði tekið við Islandsmeistarabikarnum í gærkvöldi. „Annars vorum við betri í þessum leik og höfum verið það i vetur. Viö erum með mestu breiddina af öllum lið- unum og það ér gífurleg barátta um sæti í liöinu. ” -SK. „Góð liðsheild” — sagðiTim Dwyer „Keflvíkingar léku vel hér í kvöld og ég verð að segja eins og er að ég er ánægður, með að þurfa ekki að leika oftar gegn þeim,” sagði Tim Dwyer eftir leikinn. „Við lékum sem ein heild og unnum leikinn allir tíu. Þó voru þeir Kristján Torfi og Ríkharður sérstaklega góðir í þessum leik. Það var gaman að leika fyrir framan svo marga áhorfendur.” -SK. Leikurinn í tölum Helstu tölur úr leiknum í gærkvöldi: • Tim Dwyer var með skotnýtinguna 7/17 eða 41,2%. Torfi Magnússon 6/17 eða 35,2%, Ríkharður Hrafnkels- son 10/21 eða 47,7%, Krlstján Ágústsson 9/14 eða 64,3%. Tim tók 12 fráköst og þeir Torfi og Kristján 7 hvor. • Brad Miley hafði nýtinguna 8/12 eða 66,6%, Jón Kr. 10/20 eða 50,0%, Áxel Nikulásson 11/20 eða 55,0% og Þorsteinn Bjarnason 5/13 eða 38,5%. Miley tók 19 frá- köst, Jón Kr. 6 og þeir Axel og Þorsteinn 5 hvor. • Heildarskotnýting hjá Val var 35/79 eða 44,3%, en hjá ÍBK 38/71 eða 53,5%. Heildarvítanýting hjá Val var 18/23 eða 78,3% og hjá ÍBK11/20 eða 55,0%. • Valsmenn töpuðu knettinum átta sinnum í leiknum en Keflvíkingar tuttugu sinnum. —Þ.S./SK. — sagði Tim Dwyer, þjálfari Valsmanna, sem unnu Keflvíkinga 88-87 í spennandi leik „Við erum bestir í dag. Það sönn- uðum við með þessum sigri,” sagði Tim Dwyer, þjálfari og leikmaður Vals í körfunni, eftir að Valsmenn höföu í gærkvöldi tryggt sér íslandsmeistara- titilinn með því að sigra Keflvíkinga í hreinum úrslitaleik í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 88—87, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 45—43 Val í vil. Leikurinn var stórkostlegur í alla staði og þeir 1600 áhorfendur sem mættu á áhorfendapallana fengu mikiö fyrir aurinn sinn. Valsmenn höföu forystu, 88—80, egar ein mínúta og fjörutíu sekúndur vorú til leiksloka, en þá kom góður afli hjá Keflavík og þeir skoruðu síð- stu sjö stigin í leiknum. Þegar 16 sekúndur voru til leiksloka var staðan 88—87 Val í vil og Valsmenn með knött- nn, sem þeir misstu örstuttu síðar til Ceflvíkinga. Brad Miley komst í skot- jfæri. Brotið var á honum en í stað þess að dæma villu á Valsmenn dæmdu dómarar leiksins þrjár sekúndur á Ceflvíkinga og þar með var titillinn /alsmanna. Vægast sagt furðulegur dómur en við þá gráklæddu verður |ekki deilt. Fyrri hálfleikurinn var hreint út sagt frábær hjá báðum liðum. Gífurleg hittni leikmanna beggja liða og þá sér- taklega Valsmanna og Kristjáns gústssonar, sem hreinlega fór á kostum í þessum leik. Hann skoraði fyrstu sex stigin fyrir lið sitt í leiknum og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 26—20 Val í vil og þá hafði Kristján gert 14 af stigumVals. Snæfell fær þjálfara Snæfell, Stykkishólmi, sem leikur í 3. eildinni í knattspyrnu, hefur ráðiö til in nýjan þjálfara. Það er Einar Árna- on, sem tvö síðustu árin hefur þjálfað K í Kópavogi. -hsím. United fær Cunningham lánaðan Forráðamenn Real Madrid hafa orðið við leiðni Ron Atkinson, framkvæmdastjóra lanchester United, að lána enska iandsliðs- nanninn Laurie Cunningham tii United í tvo nánuöi. Þetta var ákveðið cftir að Atkinson ;ekk á fund stjórnar Real Madrid í gær. t staðinn fyrir að fá Cunnlngham mun tanchester United leika vináttuleik gegn teal Madrid í Madrid. Cunningham sagði að ann yrði á Wembley á laugardaginn, þegar Jnited leikur gegn Liverpool í úrslitaieik nsku blkarkeppninnar og hann mætir á sina yrstu æfingu á Old Trafford þriöjudaginn á iftir. -SOS. Ólafurtil Stuttgart Ölafur Sigurvinsson, fymim fyrirliði andsliðsins í knattspymu, er á fömm lil V-Þýskalands, þar sem hann mun fylgjast með æfingum og leikjum Stutt- gartsliðsins í tólf daga. Ólafur er þjálfari og leikmaður hjá 3. deildar- íiðinu Huginn frá Seyðisfirði. -SOS., Keflvíkingar sóttu sig heldur fyrir lok fyrri hálfleiks og í leikhléi var munurinn tvö stig 45—43 Val í vil. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust í 59—49 og síðar í 65—53 og var það mesti munur á liðunum í leiknum. I kjölfarið fylgdi góður kafli hjá Keflvíkingum og þegar sex mínútur voru eftir var staðan orðin 74—72 Val í vil og allt orðið vitlaust í Höllinni. En Keflvíkingar héldu ekki haus á lokamínútum þessa þýðingar- mikla leiks og því fór sem fór. Þeir sendu knöttinn illa frá sér og oft á mjög klaufalegan hátt á lokamínút- unum. Valsmenn voru betri aöilinn í þess- um leik, á því leikur enginn vafi. Þeir hittu betur og lengst af voru þeir ákveðnari. Og það sem ef til vill skipti sköpum í þessum leik var að Valsmenn áttu alls átta feilsendingar í leiknum en Keflvíkingar tuttugu. Þá hittu Vals- menn mun betur úr vítaskotunum. Kristján Ágústsson, Ríkharður Hrafnkelsson og Torfi Magnússon voru bestu leikmenn Vals 1 þessum úrslita- leik, ásamt Tim Dwyer. Kristján frá- bær í fyrri hálfleik og Ríkharður fór á kostum í þeim síðari. Torfi var hins vegar jafnari allan leikinn. Annars stóðu allir leikmenn Vals sig vel í þessum leik, sem tóku þátt í honum, og þeir sem sátu á bekknum áttu líka sinn þáttísigrinum. Kristján Ágústsson skoraði mest fyrir Val eða 26 stig, þar af 18 í fyrri hálfleik. Ríkharður skoraði 20 stig og þar af 16 í síðari hálfleik. Torfi skoraði 16,6 í fyrri hálfleik og Tim var með 16 stig einnig. Frábær leikur hjá Valsmönnum og verður vart annað sagt en að þeir eigi þennan titil skilinn. Keflvíkingar börðust vel í þessum leik en ýmislegt fór úrskeiðis hjá liðinu. Vitaskotin fóru mörg forgörðum og knettinum oft glatað á klaufalegan hátt, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir Axel Nikulásson og Jón Kr. Gíslason voru bestir Keflvíkinga en einnig léku þeir vel Brad Miley, sem hirti aragrúa af fráköstum, og Þorsteinn Bjarnason, sem gerði marga góða hluti. Axel var stigahæstur með 24 stig en Jón Kr. skoraöi 23. Miley skoraði 17 stig og Þorsteinn 10. Þennan erfiða leik dæmdu þeir Sig- urður Valur Halldórsson og Jón Otti Olafsson, tveir bestu dómarar okkar í dag og í heildina dæmdu þeir skinandi vel. En örfá atvik í lokin komu í veg fyrir að dómgæsla þeirra væri óaðfinnanleg. -SK. íslandsmeistarablkar. DV-mynd Friðþjófur. Ríkharður fer til Snæfells Það er vist óhætt að segja að sigur Vals gegn ÍBK í gærkvöldi hafi verið sérstaklega ánægjulegur fyrir Ríkharð Hrafnkelsson í Val. Hann hefur ákveðið að flytjast til Stykkishóims og leika þar með Snæfelli í 2. deildinni næsta vetur. „Það er enginn kominn til með að segja að ég eigi ekki eftir að leika aftur í úrvalsdeildinni,” sagði kappinn, þegar við króuðum hann af eftir leikinngegnlBK. „Eg er ekki nema 25 ára gamall og gæti allt eins spriklað í þessu i 10 ár til viðbótar.” Ohætt er að segja að Ríkharður hafi átt mikinn þátt í þessum sigri Vals. Hann hitti stórkostlega i síðari hálfleik og lék þá við hvern sinn fingur. Verður sannarlega sjónarsviptir að þessum snjalla leikmanni næsta vetur úr úrvalsdeildinni. -SK. sögðu leikmenn Keflavíkur við blaðamenn DV _ Það er svo sannarlega hægt að segja I að körfukna ttieiksmenn Keflavikur I hafi komið á óvart í vetur fyrir mjög Igóða frammistöðu. Þeir komu enn einu sinni á óvart í gærkvöldi, þegar þeir Ineituðu að ræöa viö blaðamenn DV Jeftir leikinn, þar sem þeir sögðu að við (hefðum ekki sagt rétt frá þegar sagt var frá skrilslátum áhangenda Kefla- Ivikurliðsins eftir bikarleik Vals og Keflavikur á dögunum, en nokkrir Iþeirra gengu þá í skrokk á áhang- ■endum Vals. I Keflvíkingar sögðu: — „Við teljum -það lágmark að blaöamenn kynni sér málsatvik áður en þeir dæma aðra.” DV hefur haft góð samskipti viö Keflvíkinga fram að þessu og við Ivonum aö það verði áframhald þar á, þótt leikmenn Keflvíkinga hafi hlaupiö á sig með því að neita að ræða við okkur. DV sagði satt og rétt frá þegar sagt var frá atvikinu á dögunum. Keflvíkingar geta ekki fegrað fram- komu stórs hóps óhangenda þeirra, sem hafa oft látið orð falla, sem eru ekki birtingarhæf. Framkoma þeirra í garð Valsmanna, þegar þeir tóku við Islandsbikamum í gærkvöldi, var ekki til fýrirmyndar. Það var ekki nóg með' að sumir áhangendur Keflavíkurliðs-. ins væru með skítkast á Valsmenn — | og héldu puttum ó lofti, heldur létu þeir | munnvatn vaða framan í leflanennj Vals. Við DV-menn þurfum ekki að' kynna okkur mólsatvik í þessu sam-1 bandi heldur skrifum við um það sem | við urðum vitni að. Það er skyldaj okkar að skrifa um það sem við sjáum I jog upplifum. Við gerum það i þeirri trú I að það verði íþróttum til framdráttar ■ og i þessu sambandi mönnum ti) I varnaðar, að láta ekki sömu söguna : endurtaka sig. I •SOS/-SKj íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.