Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. íslenskra mynd I ist a rma nna Á Kjarvalsstööum stendur nú yfir frískleg kúnstsýning liölega þrjátíu ungra myndlistarmanna sem eiga þaö sameiginlegt aö vera allir félagar í Hagsmunafélagi myndlistarmanna. Sýning þessi einkennist öðrum frem- ur af frjálsræði í mynduppbyggingu, djarflegri litameöferö og oft á tíðum afar kostulegri framsetningu þessa miðils sem myndlistin er. Þaö er eink- um nýja málverkið sem ræöur feröinni í verkum sýnenda og má sýningin í raun heita þverskurður af því fersk- asta sem fyrir hendi er í íslenskri list- gerð um þessar mundir. Hagsmunafélagið En hvaö er Hagsmunafélag mynd- listarmanna? Fyrir svörum verða í vestursal Kjarvalsstaða, þar sem sýn- ingin hangir uppi, þeir Olafur Lárus- son, Þór Elís Pálsson og Jón örn Ásbjörnsson, en þeir eru sextíu prósent sýningarnefndar og eiga allir verk á sýningunni. „Hagsmunafélag myndlistarmanna var stofnsett fyrir liðlega fjórum árum,” segja þremenningamir ,,og var markmiðið með stofnun þess eink- umtvennt. I fyrsta lagi að koma öllum þeim utangarðsmönnum í íslenskri list sam- an í eitt félag og í öðru lagi að stuðla aö stofnun heildarsamtaka myndlistar- manna á Islandi. Þetta tvennt hefur nú tekist. Það er aö segja; ölium Ustviilingunum hefur verið smalað saman í þetta félag og heildarsamtök íslenskra Ustamanna hafa verið stofnuð, sem gerðist í fyrra, þann þrettánda nóvember er SlM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, hófu starf sitt. Þannig má segja að Hagsmunafélagiö hafi komið þvi til leiðar sem það ætlaði sér í upphafi. Sem er náttúrlega vel af sér vikið. Nú, þessi sýning héma á Kjarvals- stöðum er nokkurskonar vendipunktur í starfsemi félagsins. Hún er eiginlega úttekt'á'þvi hvað mannskapurinn sem er í félaginu er að gera. Hún sýnir einn- ig hvaða mannskapur er í félaginu eða skulum viö segja hverslags mannskap- ur og síöast en ekki sist ætti hún aö staöfesta að Hagsmunafélagið er Uf- andi og bráðhresst í starfsemi sinni.” Listvillingar — Þið nefnduö hér áðan utangarös- fólk í myndUstinni og UstviUinga. Má kaUa meðUmi Hagsmunafélagsins þeim nöfnum réttiiega? „Ja, sjáðu til. Þessi hópur sem er> meðlimur Hagsmunafélagsins hef- ur verið órólega deildin í íslensku kúnstverki. Þetta er aUt ungt og leit- andi fólk í sinni Ustsköpun, fólk sem er ærslafullt og að sumu leyti róttækt í sinni myndgerð. Einkum af þeim sök- Ekkitíl séríslensk list Það sem hefur breyst í þessu tiUiti er að ekki er lengur tU séríslensk Ust svo heitið geti. Nú eru þeir hlutir sem ls- lendingar eru að kúnstnera miklu tengdari þeim tíðaranda sem er fyrir hendi úti í heimi. Lenskan er horfin, al- heimsstefnur hafa tekið við. I þessu liggur munurinn og þó svo menn geti rökrætt lengi um gUdi og gæði hverrar þessarar alheimsstefnu fyrir sig þá er munurinn sá að þessi umræða fer fram í mun víðara samhengi en áður þar sem þorpsmennskan réð ríkjum.” — Og þið eruð bundnir af einni þess- ari alheimsstefnu, nefnilega nýlistinni. Eg þykist vita að sumir Islendingar séu ennþá hvekktir út í hana og það er óþarfi að ræða sum viðbrögö við nýlist- inni hér svo mjög sem það hefur verið gert áður. En, hvað sem því líður; er nýja málverkið ekki að verða gamalt ? „Þetta Ustform hefur vissulega „Morgunn" eftir Sigurð Þóri. Myndlistarmaðurinn Húrigarði þatta verk og kaiiar það „ Skógur". um hefur það verið einskonar UstviU- ingar í heimi Ustarinnar hérlendis og varla mátt heita Ustamenn í hugum sumra þeirra sem starfa innan hrnna gamalgrónu Ustfélaga í landinu.” — En nú eru sem sagt þessir „list- vUUngar” sem þremenningarnir nefna komnir saman í eitt félag og er þaö eitt þeirra sex fagfélaga sem eiga aðUd að SlM. Hin eru Grafíkfélagið, LeirUsta- félagið, Textílfélagið, Myndhöggvara- félagið og Félag íslenskra myndUstar- manna, FlM. En hver er ávmningurinn af stofnun heUdarsamtaka. — SlM — yfir þessi sex fagfélög íslenskra Ustamanna? Eg spyr þá Olaf, Jón og Þór. irAvinnmgurinn er geysUegur, svo framarlega sem SlM nær að starfa sem virkt stéttarfélag íslenskra lista- manna. En það er einmitt áætlunin. SlM á að verða eins og hvert annað verkalýðsfélag sem berst fyrir kjörum og hagsmunum listamanna í landinu. Með SIM er því stigið stórt skref fram á við í baráttu Ustamanna fyrir sæmi- legri Ufsafkomu og aöstööu til að sinna um og sýna sín verk. Islenskir lista- menn, hvar í kúnst sem þeir eru, standa óneitanlega betur að vígi meö SlMaöbakhjarli.” Breytt listpólitík — Einmitt, en stendur ekki gamla og gUda listpólitíkin starfsemi félags- ins fyrir þrifum? „Hún á ekki og má ekki gera þaö. Listpólitíkin á ekki að koma inn i SIM enda á hún ekki heima þar. Hins vegar má hún og á aö fá að blunda áfram í og miUi þeú-ra sex fagfélaga sem eru inn- an þess. En það sem að SlM snýr á ekki að vera hugrænt heldur hagrænt, það er að segja SIM á áð vera vett- vangur kjarabaráttu en ekki skoðana- baráttu.” — Hvaðerannars um blessaða list- pólitíkUia í landmu að segja. Er hún ennþá jafnheit og áður? „Hún er alls ekki veikari en hún var hér áöur fyrr, kannski þvert á móti. En hún fer fram á öðrum kanölum en hún gerði. Hún blómgast núna meira mni í fámennum hópum eöa sértrúarfélög- um í stað þess að hún blómgaðist miUi þeirra áður. Þetta breyttist aUt saman í krmgurn 1970 þegar tengsl íslensk kúnstverks jukust mjög viö útlönd, þegar ekki var lengur hægt að tala um íslenska Ust með öUu. Um þetta leyti hætti þetta dæmalausa heimóttaræði miUi Usta- manna í landinu, þessi vonda þorps- mennska þar sem hver var ofan í ann- ars manns koppi. Og alls konar slúöur ogiUUidi viðgengustmiUimanna. . .” — Er harkaennþá? „Nei, harkan er mrnni en áður. Nú er reynt aö rökræða hlutrna í stað þess að rífast um þá. Það hleypur enginn út af fundum lengur. Nýja málverkid ad verda gamalt! — samspjall við órólegu deildina meðal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.